Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. 25 LífsstQI Vísitölufjölskyldan: Kaupir búvöiur fyrir 12.773 kr. ámánuði - 24,7% hækkun á einu ári Vísitölufjölskyldan kaupir mat fyr- ir 34.233 krónur á mánuði miðað við verðlag í júní. Matarreikningurinn hækkaði um 671 krónu við hækkun á búvörum sem gildi tók um helgina. í maj 1988 nam matarreikningur vísi- tölufjölskyldunanr 27,44 krónum á mánuði. Hækkunin á einu ári nemur því 24,7%. Hlutur landbúnaðarafurða í mat- arinnkaupum vísitölufjölskyldunnar nemur nú 12.773 krónum á mánuði en var í maí 1988 10.240 krónur. Hækkun búvara var tilkynnt á föstu- dag og ætti því varla að koma til framkvæmda í verslunum fyrr en í dag og á morgun. Það ætti því enn að vera hægt að kaupa búvörur á Matarreikningur vístölufjölskyldunnar er orðinn 34.233 krónur á mánuði eftir síðustu hækkanir. gamia verðinu viðast hvar. Það á að minnsta kosti við um kjöt sem geymt er í frysti og unnar kjötvörur. Hækkun búvaranna var á bilinu frá 5-15% eftir tegundum. Hér að ofan er einungis reiknað út frá vægi búvara í heildarneyslu fjölskyldunn- ar en talið er að búvöruhækkunin jafngildi 0,8% hækkun á framfærslu- vísitölu. Mjólkurlítrinn fer úr 59,50 krónur í 67,10 krónur. Skyrkílóið hækkar úr 100,80 krónum í 114,70 krónur og kíló af 45% osti hækkar úr 577,60 krónum í 663,10 krónur svo dæmi séu tekin. -Pá Hvað kostar flskurinn: 124% verðmunur mest - dæmi um 95 króna gjald á kíló fyrir að roðfletta Heil rauðspretta kostar minnst 125 krónur kílóið í Fiskbúrinu, Lang- holtsvegi, en mest 280 krónur kílóið í Grundarkjöri, Furugrund. Munur- inn er 124%. Þetta kemur fram í nið- urstöðmn verðkönnunar sem Verð- lagsstofnun gerði á fiskverði í 24 fisk- búðum og 21 matvöruverslun á höf- uðborgarsvæðinu. Roðlaus, siginn fiskur kostar minnst 230 krónur kílóið í Sæbjörgu á Bragagötu en mest 450 krónur í Kjörbúð Hraunbæjar. Munurinn er 96%. Eldislax í sneiðum er dýrastur í Nóatúni við Nótún þar sem kílóið kostar 690 krónur en ódýrastur er laxinn í Sæbjörgu þar sem kílóið kostar 370 krónur. Munurinn er 86%. 73% munur var á verði á kinnum sem kostuðu mest 295 krónur kílóið í fiskbúðinni Brimröst á Freyjugötu en minnst 170 krónur kílóið í Fisk- búrinu á Langholtsvegi. 72% munur var á verði á smálúðuflökum sem kostuðu minnst 380 krónur kílóið í Fiskbúð Einars, Tunguvegi, en mest 653 krónur kílóiö í Nóatúni við Nóa- tún. Minnstur verðmunur eða 7-10% var á nýjum ýsuflökum með roði og nætursöltuðum ýsuflökum enda er hámarksverð á ýsuflökum ákveðið afverðlagsyfirvöldum. í flestum tilvikum var fiskur seldur á lægra verði í fiskbúðum en í mat- vöruverslunum og meðalverð í fisk- búðum var í öllum tfifellum lægra. Dýr meðhöndlun á ýsu Ysa, sem tvímælalaust er vinsælust fisktegunda, er eins og fram hefur komið háð verðlagseftirliti. Það kem- ur ekki í veg fyrir að talsverður verð- • munur sé á ýsunni eftir því í hvaða formi hún er seld. Kjörbúð Hraunbæjar var í flestum tilvikum,.eða-fimm, með hæsta verö af þeim 45 verslunum sem könnunin náði til. Þar kosta ýsuflök með roði 300 krónur kílóið sem er rétt verð. Roðflett ýsuflök kosta þar 390 krónur kílóið eða 30% meira em flök með roði. Nætm-söltuð ýsuflök kosta hins vegar 305 krónur kílóið en ýsuflök reykt með roði kosta 495 krónur kíló- ið eða 65% meira en ný flök með roði. Það kostar með öðrum orðum 90 krónur á kg að roðfletta ýsuna en 195 krónur að reykja hvert kíló. í Kaupstað í Mjódd kostar 95 krón- ur að roðfletta hvert kíló af ýsu en algengast er að ýsuflök séu seld á sama verði með roði og án. hóPe/ SELFOSS EYRAVECI 2, 800 SELFOSSI SfMI 98 22500 Bjóðum gístíngu á Hótel Selfossi í 20 2ja manna herb., öllum með sérbaði og svöl- um, og á Hótel Þóristúni í 17 herb. Gervihnattasjónvarp, setustofa og nýr veit- ingastaður. Sameiginleg gestamóttaka á hóPe/ SELFOSS i sima 98-22500. Mikill verðmunur er á tiski en almennt er ódýrara að kaupa hann í fisk- búðum en í matvöruverslunum. Dæmi eru um að matvöruverslun taki 95 krónur fyrir að roðfletta eitt kíló af ýsu. kóte! SELFOSS EYRAVECI 2, 800 SELFOSSI SlMI 98 22500 Laugardaginn 10. júní Stórsýníngín Hvar er Eísa? með Elsu Lund, Ladda, Halla, Aglí Ólafssyni og Nad- íu, ásamt 5 tæknimönnum og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Sýningin Elsa Lund með þríréttuðum kvöldverði og balli, kr. 3.700,- Sýningin Elsa Lund + ball kr. 1.800,- Borðapantanir í sima 98-22500. kóte/ SELFOSS Hvernig sem á stendur- Við erum á vakt allan sólarhrínginn 4«2e-vtru4^> \ 68 55 22 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.