Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1989, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989. Andlát Svava Arnórsdóttir, Kleppsvegi 134, lést í Landspítalanum laugardaginn 3. júní. Jóna Kristjánsdóttir lést á heimili sínu, Ásum í Stafholtstungum, Mýrasýslu, laugardaginn 3. júní. Þorlákur R. Haldorsen hstmálari lést þann 4. þ.m. í Borgarspítalanum. Þormóður Jónasson húsgagnasmið- ur, Grettisgötu 43, lést í Landakots- spítala laugardaginn 3. júní. Jónína Guðfinna Kristjánsdóttir frá Seyðisfirði, Hhðarvegi 11, Kópavogi, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 1. júní. Ingibjörg Sumarliðadóttir frá Vals- hamri, Svalbarði 12, Hafnarfirði, andaðist í St. Jósefsspítala að morgni 3. júní. Jarðarfarir Jarðarfór Sigurðar Kristjánssonar loftskeytamanns fer fram frá kapell- unni í Fossvogi miðvikudaginn 7. júní kl. 15. Þorsteinn Gunnarsson kennari verð- ur jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 7. júní kl. 13.30. Ástrún Þórðardóttir, Dvalarheimh- inu Hlíf, ísafirði, verður jarðsungin frá ísafjarðarkapellu miðvikudaginn 7. júní kl. 14. Hermann Jóhannessonlést 28. maí. Hann fæddist að Sauðhúsum í Lax- árdal, Dalasýslu, þann 19. júní 1912, sonur hjónanna Jófríðar Guðbrands- dóttur og Jóhannesar Benediktsson- ar. Hermann stundaði lengi múrara- störf. Eftirlifaridi eiginkona hans er Guðbjörg Guðbrandsdóttir. Þau hjónin eignuöust tvo syni. Útfor Her- manns verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Tilkynningar Eiðaskóla slitið Alþýðuskólanum á Eiðum var slitið laug- ardaginn 13. maí sl. Nemendur í skólan- um í vetur voru 122, þar af 44 í 9. bekk. Skólinn var fullskipaður og mörgum varð að neita um skólavist á sl. hausti. Verkfall BHMR kom ekki svo mjög við skólastarf á Eiðum því einungis tveir kennarar eru í því félagi. Við skólasht maettu fulltrúar nemenda sem útskrifuð- ust fýrir fimmtíu árum eða vorið 1939 og færðu þeir skólanum veglega bókagjöf. Skólaárið 1938-39 voru nemendur í öðr- um bekk 24 en nú eru 19 þeirra á lífi. Skólastjóri á Eiðum nú er Kristinn Kristj- ánsson. Á Eiðum eru tveir bekkir fram- haldsdeilda en skólinn starfar eftir anna- kerfi. Á myndinni eru fúlltrúar 50 ára nemenda. Fyrirlestur á vegum Vísindaáðs og Rannsóknaráðs ríkisins í dag, 6. júní mun dr. Richard S. Williams flytja fyrirlestur á vegum Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisins. Fyrirlesturinn, sem nefnist U.S. Govemment Planning for Research on Global Change, verður haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvisinda- húsi Háskóla íslands og hefst kl. 17.15. í fyrirlestrinum mun dr. Williams fjalla um þær umhverfisbreytingar sem nú eiga sér stað á yfirborði jarðar, hvemig Bandarikjamenn ætla að bregðast við þeim og á hvaða hátt það kemur íslandi og íslendingum við. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Stofnfundur Fræðslusamtaka um ísland og Evrópubandalagið verður haldinn miðvikudaginn 7. júni kl. 20.30 á Hótel Loftleiðum, Ráðstefnusal. Á fimdinum verður gengið frá starfsreglum fyrir samtökin og kosið ráð sem mun fara með málefni þeirra. Flutt verða fimm stutt erindi varðandi Evrópu- bandalagið og kynntar hugmyndir um vinnuhópa. Allt áhugafólk um þessi mál er velkomið á stofnfundinn þar sem það getur skráð sig inn i samtökin. Kvöldganga um Vogavík og Stapa Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands stendur fyrir göngu í kvöld, þriðjudag, um Vogavík og Stapa. Farið verður í gönguna kl. 21 úr Vogavík, rétt sunnan við Vogalax og gengin gamla þjóðleiðin um Reiðskarð upp á Stapann og síðan niður Brekkuskarð. Lífríki Vogavikur- fjöru verður skoðað og einnig merkilegar rústir af grasbýlum og verstöð frá síðustu öld. Komið verður til baka um kl. 23. Næsta kvöldganga verður í Miðnes- hreppi á fimmtudagskvöld kl. 21 frá Grunnskólanum. Flóamarkaður verður í sal Hjálpræðishersins, Kirkju- stræti 2, í dag og á morgun kl. 10-17. Mikið úrval af góðum fatnaði. Ljósmyndakeppni Mazda Mazda motor Corporation tilkynnti ný- lega að fjölskylduljósmyndakeppni Maz- da verði haldin 6. árið í röð. í hvert skipt- isem keppnin hefur verið haldin hafa borist á fimmta þúsund myndir til henn- ar en árið 1984 bárust hlutfallslega flestar myndir frá íslandi og vann einn íslend- ingur til verðlauna að upphæð 3.000 Bandarikjadalir eða jafnvirði ca. 170.000 króna á gengi í dag. Var vinningsmyndin síðan notuð í almanak Mazda fyrir árið 1985. Keppnin verður með svipuðu sniði og áður, öllum er heimil þátttaka og ekki er nauðsynlegt að viðkomandi eigi eða kaupi Mazda-bíl. Það eina sem þátttak- endur þurfa að gera er að senda mynd af fjölskyldunni eða kunningjum, tekna á 35 mm litskyggnu, þar sem þau eiga góða stund saman með Mazda hvar sem er eða hvenær sem er. Eina skilyrðið er að innsend mynd endurspegli „ánægju og skemmtun með Mazda" (á ensku: Having fun with Mazda cars and truck“. Nánari þátttökureglur fást hjá Mazda- umboðinu Bílaborg hf., Smiðshöfða 23. Enn er til mikils að vinna, þvi að veitt verða 15 fyrstu verðlaun, hver að upphæð 3.000 Bandaríkjadalir, og 45 önnur verð- laun, hver að upphæð 500 Bandaríkjadal- ir. Frestur til að senda inn myndir til keppninnar rennur út 30. júni nk. og vill Bílaborg hf. hvetja sem flesta íslendinga til þátttöku. Menning Hafsteinn Austmann. Jóhannes Jóhannesson. Gömul sannindi og nýr skilningur Hverjum þykir sinn fugl fagur, segir máltækið. Þetta á að sjálf- sögðu einnig við um þær uppgöt- vanir sem menn gera í nafni mynd- listarinnar. Sérhver frumkvöðull eða umbótasinni í listinni telur sig vera með betri, fegurri og skilvirk- ari listaverk í höndunum en starfs- bræður hans. í framhaldi af því hafa menn komið sér upp nokkurs konar hst- rænni framþróunarkenningu sem gengur út á það að hver ný hreyfmg í hstinni bæti einhverju markveröu við hstasöguna, nýrri rýmisskynj- un, nýrri hugmyndafræði, nýrri efnismeðferð eða einhverju öðru. Þetta er sosum gott og blessað, nema hvað kenningin virðist hafa sérstaka fyrningarklásúlu inni- byggða þar sem eldri hstin er talin missa megnið af áhrifamætti sín- um við tilkomu nýrra viðhorfa. Vissulega hefur borið á slíkum bábiljum í skrifum hstfræðinga en þær eru enn útbreiddari meðal hstamanna sjálfra. Hver kannast ekki við gorgeir ungra hstamanna sem þykjast hafa betrumbætt eldri hst eða hálfvon- leysislegt yfirlæti eldri kynslóðar sem tekið hefúr að sér að standa vörð um margra áratuga gamlan Stóra-sannleika og bannfæra öll frávik frá honum? Sannleikurinn er sá aö engin stefna í hstum verður til í tóma- rúmi. Ný viðhorf verða aðeins til við nýjan skilning á „gömlum sannindum“. Hið gamla lifir áfram Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson í hinu nýja, eins og foreldrar í böm- um sínum. Sem þýðir auðvitað að „gömlu sannindin" geta ekki fyrnst, standi þau undir nafni. Afskiptir listamenn? Á nýlegu rápi mínu um Museum of Modern Art í New York með nokkmm íslenskum hstamönnum af yngri’kynslóð var það einmitt Matisse gamh sem mest áhrif hafði á viðstadda. Hins vegar er auðvelt að shta út „gömlum sannindum" með sífelld- um endurtekningum. Undanfarið hafa nokkrir íslensk- ir hstamenn af eldri kynslóð kvart- að nyög yfir því hve afskiptir þeir séu orðnir í íslensku myndhstarlífi og kenna um ofdýrkun á hinu „nýja“ á kostnað „gamaha sann- inda“. Nú veit ég ekki til þess að nokkur hstamaður af eldri kynslóð hafi misst spón úr aski sínum fyrir það eitt að tilheyra eldri kynslóð og mála öðruvísi en ungviðið. Á hinn hóginn hef ég orðið var við að ýmsir starfsbræður mínir em orðnir þreyttir á þeim hsta- mönnum af þessari sömu kynslóð sem löngu virðast hafa gefist upp á að skilja „gömul sannindi“ nýjum skilningi en eru þess í stað að ganga af þeim dauðum með marklitlum endurtekningum eða mynsturgerð. Tæknilegt hagræði Ég get th dæmis ekki séð að Haf- steinn Austmann, sem nú sýnir í Nýhöfn við Hafnarstræti, hafi bætt neinu sem máh skiptir viö þá hst- sýn sem hann hahaði sér að fyrir röskum þrjátíu ámm. Þær breyt- ingar sem orðið hafa á myndum hans á þeim tíma virðast fyrst og fremst hafa stjómast af tæknilegu hagræði, ekki brýnni tjáningar- þörf. Jóhannes Jóhannesson, sem ný- lega sýndi í Gállerí Borg, hefur að vísu gert ýmsar breytingar á því samræmda og htríka Parísarmál- verki sem hann tók undir með hér á árum áður en þær breytingar hafa allajafna ekki miðast að því að auka á tilfinningaleg eða hug- myndaleg blæbrigði verkanna heldur skreytighdi þeirra. í eldri verkum hans var að fmna ávæning af kosmískri hugsun sem birtist meðal annars í togstreitu frumforma. Nú eru þessi form á myndfletinum upp á punt. Að skaðlausu mættu því nokkrir þessara meintu píslarvotta í hsta- mannastétt hta í eigin barm áður en þeir búa sér th samsæriskenn- ingar eins og þær sem viðraðar hafa verið í fjölmiðlum, og þá aðal- lega Morgunblaðinu, á undanföm- um vikum. -ai. Brídge Frá Bridgefélagi Tálknafjarðar Dagana 12/5-15/5 komu félagar úr Bridgefélaginu Muninn Sandgerði í heimsókn th Tálknafjarðar og föstu- dagskvöldið 12/5 var sphaður tví- menningur. l.Sumarhði Lárusson - Bjöm Dúason, Sandg............311. 2. Haukur Ámason - Þórður Reimarsson, Tálknaf..... 306 3. Karl Einarsson - Karl G. Karlsson, Sandg........289 4. Bjöm Sveinsson - Ólöf Ólafsd., Tálknaf..........278 5. Guðlaug Friðriksd. - Kristín Magnúsd., Tálknaf......260 og laugardaginn 13/5 var spiiuð bæja- keppni í sveitakeppni og sigmðu Sandgerðirigar á fjórum boröum og Tálknfirðingar á einu. Sandgerði 93, Tálknafjöröur 55. Keppnisstjóri var Steinberg Ríkharðsson Alslemma ’89 Fyrsta Alslemmu-mótið af átta var sphað í Gerðubergi í Breiðholti um síðustu helgi. 60 manns tóku þátt í mótinu en töluvert var um forfoll á síðustu stundu. Sphað var eftir Mitc- heh-fyrirkomulagi, tvö sph mhh para, alls 28 sph í umferð, samtals 84 sph. Sigurvegarar mótsins urðu Anton R. Gunnarsson og Friðjón Þórhalls- son úr Reykjavík með 1358 stig eða 62,18% skor, sem er geysigóð út- koma. í öðra sæti urðu Hermann Lárasson og Jakob Kristinsson, Reykjavík, með 1310 stig eða 59,98% skor og í þriðja sæti Júlíus Siguijóns- son og Siguröur Vhhjálmsson, Reykjavík, með 1270 stig eða 58,15% skor. Röð paranna varð þessi: 1 Friöjón Þórhallsson Anton R. Gunnarss. 1358 2 Hermann Lárusson Jakob Kristinsson 1310 3 Siguröur Vilhjálmsson Júlíus Sigurjónsson 1270 4 Ragnar Bjömsson Sævin Bjamason 1209 5-6 Jón Ingi Bjömsson ísakÖm Sigurössonll85 5-6 Jón Baldursson Sverrir Ármannss. 1185 7 Magnús Ólafsson Páll Valdimarsson 1178 8 Magnús Sverrisson Guölaugur Sveinss. 1177 9 Guölaugur R. Jó-Öm Amþórsson 1176 hannss. 10 Þröstur Ingimarsson Ragnar Jónsson 1165 11 Matthías Þorvaldsson HrannarErlingssonll50 12 Jón Á. Guömundsson Guöjón Stefánsson 1117 13 Jón Stefánsson Stefán Ragnarsson 1111 14 Áraína Guölaugsdóttir Bragi Erlendsson 1106 15 Jacqui McGreal Anna Þóra Jónsd. * 1089 16 Sverrir Kristinsson Sigfús Öm Áraason 1086 17 Baldvin Valdimarsson Ólafur H. Ólafsson 1065 18 Guöni Sigurbjamason Ómar Jónsson 1064 19 Murat Serdar Bemódus Kristinss. 1062 20 Bragi Hauksson Sigtr. Siguröss. 1051 21 Baldur Bjartmars Jón Andrésson 1024 22 Guöbrandur Jóhannss. Gunnar Páll Hall-1018 dórss. 23 Hertha Þorsteinsdóttir Elín Jóhannesdóttirl006 24 Jón Hersir Elíasson Sigurpáll Ingi-998 bergss. 25 Steingrímur Pétursson Sveinn Eiríksson 971 26 Valdimar Grímsson Gísli Óskarsson 967 í}7 Kristín Guöbjömsd. Bjöm Amórsson 939 28 Láms Hermannsson Óskar Karlsson 927 29 Alfreö Kristjánsson Hreinn Bjömsson 908 30 Ólína Kjartansdóttir Dúa Ólafsdóttir 888 1. verölaun í mótinu voru 50 þús. kr., 2. verðlaun kr. 30 þús. og 3. verð- laun kr. 20 þús. Keppt er um heildar- verðlaun í öllum mótunum átta fyrir besta samanlagða árangur í 4 mótum af 8. Auk þess eru veitt sérstök verð- laun fyrir efstu skor í lotu. Næsta Alslemmu-mótið er á kirkjubæjarklaustri dagana 10.-11. júní og hefst spilamennska kl. 13 á laugardeginum. Spilað er um siifur- stig í öllum mótunum. Skráning í Kirkjubæjarklausturs- mótið er hafin hjá Forskoti sf., í s 91-623326. Mótaröðin í sumar verður þessi: 2. mót: Kirlgubæjarklaustri 10.-11. júní. 3. mót: Hrafnagil v/Akureyri 24.-25. júní. 4. mót: Reykholt 1 Borgarfiröi 8.-9. júlí. 5. mót: ísafjöröur 22.-23. júlí. 6. mót: Húnavallaskóli v/Blönduós 12.-13. ágúst. 7. mót: Hallormsstaöur 26.-27. ágúst. 8. mót: Kópavogur 16.-17. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.