Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 7Í JÚNl 1989. 27 LífsstOl Greiddi nær tvöfalt kaupverð steinanna fyrir sögun - og 500 krónur aukalega fyrir nótuna Langtfram yfir kauptaxta Á tímabilinu frá desember 1988 og til maíloka 1989 hefur fjöldi vörutegunda hækkaö margfalt fram yfir hækkanir kauptaxta. Þetta kemur fram í upplýsingum frá hagdeild Alþýðusambands fs- lands. Þannig hefur súpukjöt hækkað á þessum tíma um 14,4%, kjúkl- ingar um 9,1%, mjólk ura 7,4%, srajðr um 10,6%, sykur um 56,3%, kaffi um 7,9%, barnaheirailistaxt- ar um 25,8% og fargjöld strætis- vagna um 25,9%. A sama tíma hafa lægstu laun ASÍ hækkað um 5,6% og hæstu taxtar járnsmiða hafa hækkað um 3,5%. Miðstjómir ASÍ ogBSRB hvetja fólk til mótmæla gegn hækkun- um með þvi að sniðganga mjólk og mj ólkurvörur í þrj á daga. Gerð er krafa ura að rikisstjómin dragi verðhækkanimar til baka og standi við þau íyrirhiet sem hún gaf við samningsgerðina fyrir skemmstu. -Pá Garðeigandi nokkur hafði sam- band við neytendasíðuna og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann hafði keypt steinhellur í garðinn hjá B.M. Vallá og að auki nokkkra tröppu- steina sem þurfti að saga í tvennt svo þeir pössuðu nákvæmlega. Steinamir eru 17,5 cm á þykkt og kosta 349 kr. stykkið. Ekki var ekki hægt að saga steinana hjá B.M. Vallá því þar er ekki til nógu stór sög fyir þessa stærð en vísað var á Mosaik h/f við Hamarshöfða sem er stein- smíðaverkstæði. Þangað fór kaup- andinn með steinana og vildi fá þá sagaða. Ekki fékkst það gert þegar í stað og fór kaupandinn heim við svo búið. Að lokum kom hann tæpri viku síðar og fékk þá afgreiðslu. Kostnaöur við að saga fjóra steina í tvennt var alls 2.000 krónur eða 500 kr. á stein. Þegar kaupandinn baö um nótu var hann rukkaður um 500 krónur aukalega því seljandi sagðist þá verða að borga söluskatt af þjón- ustunni. Heildarkostnaður varð því 2.500 krónur eða 625 krónur á hvern stein. Það lætur nærri að vera tvö- falt kaupverð steinsins. Þess ber að geta að hjá B.M. Vallá kostar sögun á gangstéttarhellum 90 krónur stykkið. Hjá Mosaik fengust þau svör að um mjög sérhæft verk væri að ræða og sögin, sem notuð væri, kostaði mikið í rekstri. Þar vildi enginn kannast við að ekki væri tekinn söluskattur af allri vinnu. MOSAIK bf Kostnaður við að saga sundur fjóra tröppusteina nam nærri tvöföldu kaup- verði á hvern stein. Hjá S. Helgason steinsmiðju í Kópavogi fengust þær upplýsingar að fyrirtækiö myndi taka ca. 500 krónur aiis fyrir að saga fjóra steina af þeirri stærð sem um ræðir eða um 124 kr. fyrir hvem stein. .pá Fleiri hafa opið á laugardögum Fleiri matvöruverslanir virðast ætla að hafa opið á laugardögum í sumar en oft áður. Þannig verður opið í Hagkaupi í Kringlunni á laug- ardögum frá kl. 10-14 eins og í flest- um öðrum verslunum í Kringlunni. Mikligarður við Sund verður opinn á laugardögum í sumar og er það í fyrsta skipti sem shkt er gert. Þórður Sigurðsson, verslunarstjóri í Miklagarði, sagði í samtali við DV að það væri fyrst og fremst sam- keppnin sem neyddi þá til þess að hafa opið. Stórmarkaðir á borð við Miklagarð vestur í bæ, Kaupstað í Mjódd og Hagkaup í Skeifunni, verða ekki opnir á laugardögum í sumar. Hins vegar munu flestar minni mat- vöruverslanir ætla að hafa opiö enda munu eigendur að mestu annast af- greiðslu. Samkvæmt heimildum DV er tals- verð óánægja meðal verslunarfólks sem heldur því fram að verslunareig- endur notfæri sér atvinnuleysið til þess að knýja fólk til vinnu á laugar- dögum. Mikillar óánægju gætir í garð forystu Verslunarmannafélags Reykjavíkur sem ekki er talin hafa beitt sér í þágu félagsmanna í þessu máli. Einnig er fullyrt að skólafólk, sem ráðiö hefur verið til vinnu í verslun- um í sumar, hafi ekki fengið vinnu nema með því skilyrði að vinna á laugardögum. Þorsteinn Pálsson, verslunarstjóri í Hagkaupi, sagði í samtali við DV að enginn væri neyddur til að vinna en sagði jafnframt að nægt framboð væri á vinnuafli sem tilbúið væri til mikillar vinnu. Hann sagði að sam- keppni í matvöruverslun væri nú meiri en hann hefði áður kynnst og það réði úrslitum um opnun á laug- ardögum. Ekki náðist í Magnús L. Sveinsson, formann VR, vegna þessa máls. -Pá LATTU ANÆGJUNA TAKA VID AF ERFIÐINU ÍSUMAR! Verið velkomin í Sláttuvélamarkaðinn. Athugið að fyrirtækið er flutt úr Kópavogi í Nútíðina, Faxafeni 14, Skeifunni. ZENOAH vélorfin eru hentug við alla gróður- snyrtingu, en njóta sín samt best í órækt og annars staðar sem sláttuvélar ná ekki til að vinna vel. Tilvalin við sumarbústaðinn. CúP Það er kjörið fyrir íþrótta- og sveitarfélög að sameinast um WESTWOOD traktorr WESTWOOD eru með aflúrtaki og þess vegna hægt að nýta þá með margvíslegum fylgihlutum, eins og driftengdum grassafnara, o.fl. FLYMO sláttuvélarnar eru frægar fyrir dugnað. Þær standa sig best brekkum og við erfiðar aðstæð- ur. FLYMO svíkur engan. Þjónustudeildin okkar er alltaf viðbúin. Hún sér þér fyrir viðhaldsþjónustu, öllum varahlutum, og hvers konar viðgerðum. Þjónustudeildin gefur þér góð ráð og sér um að vélin þín sé alltaf í góðu lagi. Hafðu samband. Við sendum þér litmynda- bækling um hæl! G.Á. Pétursson hf. Sláttuvéla- og snjókeðjumarkaðurinn Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.