Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989. Útlönd Frakki vill heiðurinn Harold Varmus og J. Mfchael Blshop sem í gær var Ulkynnt að þeir hefðu hlotið nóbelsverðlaunin í læknisfræði. Simamynd Reuter Franski vísmdamaðurinn Dominique Stehelin gagnrýndi 1 gœr valið á nóbelsverðlaunahöfunum í læknisfræði, Bandaríkjamönnunum Var- mus og Bishop sem starfa við Kaliforníuháskóla i San Francisco. Þeir hlutu verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á krabbameinsvexti. Segir Frakkinn sig hafa gert mikilvæga þætti í þeirri rannsókn sem Bandaríkjamennimir hlutu verðlaunin fyrir. Nóbelsverðlaunanefndin vísar gagnrýninni á bug. Frakkinn kveðst um tima hafa unnið einn við rannsóknina hjá Banda- ríkjamönnunum árin 1972 til 1975, að því er vestur-þýska fréttastofan DPA greindi frá í gær. FuHtrúi nóbelsverðlaunanefndarinnar í Stokkhólmi segir Stehelin hafa veriö einn af höfundum greinar í vísindatímaritinu Nature þar sem Bis- hop og Varmus kynntu uppfmningu sína. í tilkynningu verðlaunane&idarinnar segir að rannsóknir Bishops og Varmus hafi leitt í ljós að til sé stór genafjölskylda sem stjórni eðlilegum vexti og skiptingu fruma. Röskun i einhverju þessara gena geti valdið æxli í eölilegri frumu og krabbameini. Reuter Einkaútvarpsstöð á Grænlandi Gronlands Radio, sem um áraraðir hefur verið meö einkarétt á útvarps- sendingum á Grænlandi, fær nú í fyrsta sinn alvarlegan keppinaut. Það er blaðið Atuagagdliutit eða Grænlandspósturinn sem ætlar að spreyta sig á auglýsingaútvarpsstöð I höfuðborg Grænlands, Nuuk. Ritstjóri blaðsins segir að fyrst um sinn veröi mest um tónlist og þjón- ustu í útvarpinu og verði útsendingar að degi til. Um helgar verði útvarp- að á kvöldin og á nóttunni til klukkan fjögur að morgni Ef auglýsingar verði nægar verði útsendingartiminn lengri. Efst á óskalistanum er þó útvarp með daglegum fréttum úr höfuð- borginni Ritzau Mitkerrand þjakaður af hHa Sagt var að Mltterrand Frakklandsforseta hefðl liðið illa vlö móttökuat- höfnina á flugvellinum í Caracas þangað sem hann kom í gaer i tveggja daga opinbera heimsókn. SimamyndReuter r rancois Mitterrand Frakklandsforseti lofaði viö komu sína til Ve- nesuela í gær að halda áfram að taka upp hanskaim fyrir þjóðir sem minna mega sín. Heimsóknin byrjaði þó ekki sem best þar sem Mitterrand þurfti að yfir- gefa móttökunefndina smástund vegna lasleika. Var taliö að hann væri þreyttur eftir ferðalagið og að hitinn þjakaði hann. Efdr aö hafa sest niður í nokkrar mínútur í skjóh franskra embætt- ismanna birtist Frakklandsforseti fyrir framan móttökunefndina á ný, fólur en þó stöðugur á fótunum. Síöan hélt hann til fundar við Carlos Andres Perez, forseta Venesúela. ÁmorgunheldurMitterrandtilEkvador. Reuter „Samsæri Vesturianda“ Kínversk yfirvöld höfiiuðu í morgun úthlutun friðarverðlauna Nóhels til Dalai Lama, andlegs leið- toga Tíbet. Sögðu yfirvöld að út- hlutunin væri þáttur í samsæri Vesturlanda til að kljúfa landið og koma á lénsskipulagi í Tíbet eins og ríkti þar áður en kínverski her- inn gerði innrás 1950. Yfirvöld i Kina hafa einnig sakað Vesturlönd um að hafa hvatt til óeirða námsmanna í Peking í sum- ar tii þess að grafa undan sfjórn kommúnista. Ekki hafa þau þó lagt fram neinar sannanir fyrir því. Kinverska lögregian hefur neitað að segja hversu margir hafi verið handteknir í kjölfar blóðbaðsins í júni. Heimildarmenn Reuters- fréttastofunnar í Kina segja að allt að tíu þúsund manns hafi verið handteknir bara í Peking. Reuter Dalai Lama, Nóbels. frlðarverðlaunahafi Teikning Lurie Hræddir við f íkniefnastríð Leiðtogar ríkja Suður-Ameríku vifja híálpa yfirvöldum í Kólumbíu í stríði þeirra við fikniefnabaróna en eru hræddir um að íhlutun þeirra gæti leitt til þess að stríðiö nái til þeirra eigin landa. Þetta er haft eftir háttsettum stjómarerindreka frá einu ríkjanna sem taka mun þátt í topp- fundi í Perú um ílkniefnavandann síðar í þessari viku. Stjómarerindrek- innvildiekkilátanafhssínsgetið. Reuter Mótmælendum komið fyrir í herbilum i Austur-Berlín um helgina. Talið er að alls hafi sjö hundruð manns verið handteknir í Austur-Berlín einni. Símamynd Reuler Sjötíu þúsund í kröfugöngu Allt að sjötíu þúsund Austur-Þjóð- verjar kröfðust í gærkvöldi breyt- inga á stjómkerfinu í Austur-Þýska- landi. Eru þaö mestu mótmæli í sögu landsins frá 1953. Embættismenn kirkjunnar sögðu að mótmælendur hefðu safnast sam- an í miðborg Leipzig aö lokinni hefö- bundinni mánudagsmessu. Mikil spenna var sögð hafa ríkt þar sem mönnum var í fersku minni hvernig óeirðalögregla baröi á mótmælend- um í Austur-Berlín um helgina. Ekki er þó vitað til aö lögreglan í Leipzig hafi látið til skarar skríða gegn mannfjöldanum. Fyrr um daginn hafði Erich Honec- ker, leiðtogi Austur-Þýskalands, var- að við að hann myndi ekki láta óeirð- ir viðgangast. Bar hann umbótakröf- ur landa sinna saman viö lýðræðis- baráttuna í Kína og sagði að allar tilraunir til að grafa undan kommún- isma í Austur-Þýskalandi myndu mistakast. Yfirvöld höfðu neitað vestrænum fréttamönnum um leyfi til að fara til Leipzig til að fylgjast með mótmæla- aðgerðunum sem kirkjunnar menn segja að sjötíu þúsund hafi tekið þátt í. Aö ekki skyldi verða neitt blóðbaö í gærkvöldi túlka menn sem svo að hægt verði að komast að málamiðl- unarsamkomulagi við yfirvöld á staðnum. Að sögn embættismanns kirkjunnar hafa þrír háttsettir ráða- menn í Leipzigdeild kommúnista- flokksins lofað að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hefja við- ræður við umbótasinna. Var lof- orðinu útvarpað um leið og mótmæl- aðgerðirnar hófust í gær. Honecker hefur hingað til neitað að verða við öllum kröfum um umbætur. Reuter Innan fimm til sjö ára munu Sov- gætu Sovétríkin dregið úr skortin- landbúnaði um 35 til 40 milijöröum étrífcin hafa létt á hinum mikla um. Með nýjum aðferðum segir dollara, að því er kom fram á fundi matarskorti sem nú ríkir í landinu, hann að hægt sé að stöðva skort- landbúnaöamefndar miðsijórnar að sögn helsta sérfræðings Sovét- hm. sovéska kommúnistaflokksins ný- ríkjanna í landbúnaðarmálum, Ig- Ligatsjov er einn þekktasti lega.Þarkomframaðárlegatapað- ors Ligatsjov. I útvarpsviðtah í gær íhaidsmaðuiinn í hinu valdamikla ist um ein miHjón tonna af kjöt og sagði Ligatsjov að með því að draga sijómmálaráði og einn helsti land- einn fjórði kartöfluppskem sem og ur tapi á samgöngum, lækka búnaðarsérfræðingur Sovétríkj- grænmetisuuppskem. geymslukostnað og bæta rann- arma. Reutcr sóknir á sviöi landbúnaðarmála Árlega nemur framleiðslutap í Forsætisráðherra Júgóslavíu til Bandaríkjanna: Vill eins milljarðs dollara lánveitingu Forsætisráðherra Júgóslavíu, Ante Markovic, mun fara fram á eins milljarðs dollara lán til að styðja efnahagsumbætur sínar. Forsætis- ráðherrann, sem kom í gær til Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsvið- tah um helgina að stjóm sín þarfnað- ist aðstoðar til að ýta í gegn þeim umbótum í efnahagslífi sem landið þarfnaðist. Fréttskýrendur segja að Banda- ríkjaferð forsætisráðherrans sé til- raun af hálfu stjómvalda í Júgóslva- íu til að lappa upp á ímynd landsins. Meðan á dvöl forsætisráðherrans í Bandaríkjunum stendur mun hann ræða við Bush Bandaríkjaforseta, bandaríska bankamenn og fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Markovic segir að endurskoða þurfi bankakerfið og skipuleggja það á nýjan leik. í Júgóslavíu var verð- bólga í september 1181 prósent en var í mars 397,5 prósent. Þegar Markovic tók við embætti forsætisráðherra í marsmánuði síðasthðnum námu er- lendar skuldir þjóðarinnar alls tutt- ugu milljörðum dollurum Samkomulag Júgóslavíu og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, sem gerði ráð fyrir lánum eftir þörfum, rann út í júní. Líklegt er aö samningar náist á nýjan leik í þessari fór forsæt- isráðherrans. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.