Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989. Utlönd Skólabörn í Líbanon settust á skólabekk {fyrsta sinn í rumt hálH ár i gær. Simamynd Reuter Skólar hófu starfsemi sína í Líbanon í gær efiir sex mánaða hlé vegna bardaga. Er þetta talið til marks um að líf sé að færast i borgina á nýjan leik í kjölfar vopnahléssamþykktar hermanna kristinna og múhameðstrú- armanna eftir nær stanslausa bardaga frá þvi í marsmánuði. En ekki eru allir bjartsýnir á frið í þessu stríðshrjáða landi. Vestrænir stjórnarerindrekar hafa reynt að þrýsta á Aoun, yfirmann herafla krist- inna, tíl aö samþykkja grundvallarhugmyndir Arababandalagsins um frið i hinni fjórtán ára borgarastyijöld í landinu. Sovétmenn enn Bandaríkjastjórn telur að sovéskir hemaðarráðgjafar séu enn í Afganist- an þrátt fyrir yfirlýsingar um að alhr sovéskir hermenn séu á brott úr landinu að því er fram kemur í bandariska dagblaðinu New York Times í morgun. í frétt blaðsins segir að samkvæmt leynilegri skýrslu, sem leyniþjón- ustudeildir Bandaríkjanna hafi undirbúið fyrir forsetann og utanríkis- ráöuneytið, sjái Sovétmenn um allt viðhaid Scud-eldílauga sem og aö skjóta þeim. Bandarískir embættismenn haía enn ekki tjáð sig um frétt blaðsins. Páfi sætir gagnrýni Jóhannes Páll páfi n. sagði aö mannréttindi og sjálfsákvörðunar- réttur mannsins skuli viriur fram- ar öllu. Páfi sagöi þetta í ávarpi sinu til ríkisstjómar Indónesíu í gær. Páfi er í fimm daga heimsókn tii Indónesíu. Þaðan mun hann halda til Austur-Tímor og hefur hann mátt sæta gagnrýni vegna þeirrar ákvörðunar. Mannréttindasamtök hafa ásakað yfirvöld 1 Jakarta um að hafa brotiö gegn grundvaliar- mannréttindum áriö 1976 þegar þau brutu á bak aftur andstöðuna gegn áætlunum þeirra um aö inn- lima þessa fyrrum nýlendu Portúg- ala. Yfirráð Indónesíu þar eru ekki viöurkennd af Sameinuöu þjóðun- um né Páfagarði. Gagnrýnendur segja aö með því að koma tfi eyj- unnar sé páfi aö í raun viðurkenna yfirráð Indónesíu. Páfi visar þeirri gagnrýni á bug. Jóhannes Páll páfi er nú staddur f opinberrl heimsókn í indónesiu. Símamynd Reuter Breskir brytar læra á byssu Breskir brytar læra nú á dögum margt annað en að taka við hattinum þínum og stjóma búinu þínu. Ivor Spencer alþjóðaskólinn fyrir bryta mun í næsta mánuði kenna sínum nemendum að fara með skotvopn. „Þetta námskeið mun kenna nemendunum sjálfsvöm,“ sagði skólasljór- inn. Skotvopnatíminn er valtími í skólanum og geta þeir sem vfija frekar hin hefðbundnu „brytanámskeiö“ haldið sinu námi áfram. Tugir þúsunda mótntæia í Bandaríkjunum Þessi ungi hnokki var elnn þelrra sem nýverið tóku þátt í mikilfi mót- mælagöngu i Washington, höfuðborg Bandarikjanna, tif að krefjast auk- ins húanæðis fyrir lóglaunafólk. Sbnamynd Reuter Tugir þúsunda mótmælenda þrömmuðu að tröppum þinghússins í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, um helgina til aö krefiast aukins húsnasðis fyrir láglaunafólk og mótmæla þeim niðurskuröi sem oröiö DV Papandreou: kosningaslaginn Yfir áttatiu púsund manns komu til að hlýða á ræðu Papandreou, fyrrum forsætisráðherra Grikklands, sem enn á ný hefur hafið kosningabaráttu. o ■ Sitr.amynd l.euter Andreas Papandreou, fyrrum for- sætisráðherra Grikklands, hefur nú hafið baráttuna fyrir kosningarnar í nóvember. í gær gafst hann upp við að mynda samsteypustjórn vinstri manna og þar með þykir ljóst að Grikkir muni ganga að kjörborðinu í annað sinn á þessu ári. Christos Sartzektakis forseti mun samt reyna að gera lokatilraun til þess að mynda þjóðarstjórn áður en boðað verður til kosninga. Papandreou réðst í gær harkalega að samstarfi kommúnista og Nýja demókrataflokksins en þessir flokk- ar mynduðu stjóm í júh til þess eins að rannsaka feril ráðherra sósíalista- flokksins og draga þá fyrir rétt vegna tengsla þeirra við hneykslismál. Yfir áttatíu þúsund stuðningsmenn Pap- andreou hlýddu á ræðu hans á úti- fundi í Aþenu í gær. Samsteypustjóm kommúnista og Nýja demókrataflokksins sagði af sér á laugardaginn þar sem hún heföi lokið „hreinsunarstarfi sínu". Stjóminni tókst að stefna Papandre- ou og fimm ráðherrum hans vegna meintrar aðildar þeirra að fjármála- hneyksh, símahlerunum og ólöglegri komsölu til Evrópubandalagsins. Papandreou var ómyrkur í máli þegar hann gagnrýndi í gær efna- hagsstefnu samsteypustjómarinnar sem nú hgfur farið frá. Beindi hann sérstaklega spjótum sínum að leið- togum kommúnista sem hann sagði hafa svikið kjósendur sína með því að ganga til samstarfs við íhalds- menn. Sakaði Papandreou Constantine Mitsotakis, leiðtoga íhaldsmanna, um að reyna að þvinga efnahags- stefnu Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, upp á Grikk- land. Þrátt fyrir herferð Mitsotakis gegn Papandreou í sumar telja stjóm- málasérfræöingar að erfitt verði fyr- ir hann að tryggja sér þau tvö til þrjú prósent sem hann þarf til að ná meirihluta á þingi. Reuter Reiðubúinn í Hagur Færeyja að Efnahagslífið í Færeyjum er að vænkast vegna spamaðaraðgerða landsstjómarinnar. Það er álit danskrar ráðgjafanefndar í málefn- um Færeyja sem nýlega hefur lokiö heimsókn sinni þar. Niðurstaða ráð- gjafanefndarinnar hefur afgerandi áhrif varðandi mat á lánstrausti Færeyja. Landsstjómin, sem setið hefur í þrjá mánuði, hefur komið á skyldu- spamaði og hækkað tolla. Stjórnin hefur tilkynnt að hún muni leggja fram fmmvarp um afnám vísitölu- tryggingar launa í haust og áætlað er að breyta styrkveitingum til sjáv- arútvegsins. Einnig hefur veriö sett á laggirnar nefnd sem kanna á hvaða áhrif tutt- ugu prósenta launalækkun myndi hafa. Jogvan Sundstein, lögmaður Færeyja, leggur þó áherslu á að ætl- unin sé að lækka skatta með sömu krónutölu og launin lækka til að kaupmáttur launþega minnki ekki. Hann gæti hins vegar aukist við aö- gerðirnar. Lögmaðurinn viðurkenn- ir þó að með auknum kaupmætti sé vænkast hætta á auknum innflutningi. „En ef við aukum útflutning samtímis því að atvinnulífið fer að geta greitt af skuldum sínum til útlanda höfum við efni á auknum innflutningi," segir lögmaðurinn sem í dag mun hitta Poul Schluter, forsætisráðherra Danmerkur, að máli. En þrátt fyrir að danska ráðgjafa- nefndin beri lof á færeysku lands- stjórnina hafa verkalýðsfélögin ekki verið jafnhrifin. Hafa þau í fyrsta sinn sameinast í mótmælum sínum gegn spamaðaraögerðunum. Mikillar svartsýni gætti í skýrslu ráðgjafanefndarinnar frá heimsókn hennar til Færeyja í maí síðastliðn- um. Teknar voru sem dæmi óeðlilega háar fjárfestingar hins opinbera. Er- lendar skuldir vegna þeirra voru svo miklar að sams konar dæmi var að- eins að finna í vissum þróunarlönd- um, að því er sagði í skýrslunni. Viðbrögðin við skýrslunni voru snögg. Danska stjórnin sett þak á lánveitingar til sveitarfélaga í Fær- eyjum og Privatbanken danski sagði upp lánum sínum til einkaaðila í Færeyjum vegna efnahagsástands- ins þar. Nú líst ráðgjöfunum betur á ástandið þar sem fjárfestingar hins opinbera eru minni. Undanfarin ár hafa þær verið rúmlega átta milijarð- ar íslenskra króna á ári en í ár verð- ur fjárfest fyrir rúmlega fimm millj- arða. Vonast er til að fjárfestingarnar nemi ekki nema um fjórum milljörö- um næsta ár. Ráðgjafanefndin leggur áherslu á að efnahagsaðgerðir færeysku lands- stjórnarinnar, sem gripið var til í sumar, séu aðeins fyrsta skrefið í áttina að endurreisn efnahagslífsins. Ritzau Jogvan Sundstein, lögmaður Færeyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.