Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 8. NÖVEMBER 1989.
Útlönd
Erfiðleikar við
stjórnarmyndun
Rene Muawad, hinn nýi forseti
Líbanons, á nú í erfiðleikum með
myndun þjóðstjórnar. Heimildar-
menn meðal stjómmálamanna segja
að Muawad, sem kjörinn var á
sunnudaginn, reyni nú að finna
lausn á því hvemig setja megi saman
stjórn með þátttöku leiðtoga kris-
tinna í austurhluta Beirút sem eru
undir stjórn Michels Aoun hers-
höfðingja.
Aoun, sem lýst hefur forsetakjörið
ólöglegt, sagði í gær að hann hygðist
halda áfram herferð sinni fyrir því
að sýrlensku hermennimir í Líban-
on fæm úr landinu. Aoun bætti því
einnig við að hann myndi ekki viður-
kenna neina stjórn undir forsæti
Muawads sem hann hefur kallað
strengjabrúðu Sýrlendinga.
Fastlega er búist við því að Mu-
awad útnefni Selim Hoss sem forsæt-
isráðherra sinn. Hoss, sem er sunn-
íti, sagði af sér á sunnudaginn sem
yfirmaöur stjórnar múhameðstrúar-
manna sem barist hefur við Aoun
um völdin frá því í fyrra.
Reuter
Michel Aoun, yfirmaður herafla kristinna í Líbanon, lýsti því yfir á fundi
með fréttamönnum í Beirút í gær að hann ætlaði að halda áfram „frels-
isstriði" sínu gegn Sýrlandi. Símamynd Reuter
Vill kommúnisfa-
flokk í Ungverjalandi
Fyrrum leiðtogi ungverska komm-
únistaflokksins, Karoly Grosz,
kveðst munu leggja þeim lið er vilja
reisa við kommúnistaflokkinn eða
stofna nýjan í Ungveijalandi. Ung-
verski kommúnistaflokkurinn var
lagður niður í síðasta mánuði og í
hans staö settur á laggimar jafnaðar-
mannaflokkur að vestrænni fyrir-
mynd.
„Fólk fer fram á við mig að ég taki
afstöðu," var haft eftir Grosz í dag-
blaðinu Nepezabadsag. „Sumir segja
að ég eigi enn að líta á mig sem fram-
kvæmdastjóra flokksins."
Grosz kveðst munu eiga aðfid að
stofnun dagblaðs sem dreifa muni
skoðunum flokksins. Nafn þess mun
verða ákveðið síðar.
Reuter
Karoly Grosz, fyrrum leiðtogi ung-
verskra kommúnista, vill endurvekja
flokkinn. Teikning Lurie
Tíu þúsund Moskvu-búar söfnuðust saman í borginni i gær þegar haldið var upp á 72 ára byltingarafmæli bolsé-
víka og kröfðust þess að alræði kommúnista yrði lagt af. Símamynd Reuter
Sögulegt bylt-
ingarafmæli
Sovéskir andófsmenn efndu til eig-
in fjöldagöngu í tilefni sjötíu og
tveggja ára afmælis byltingar bolsé-
víka í gær á sama tíma og ráðamenn
landsins tóku þátt í hinum hefð-
bundnu hátíðahöldum í Moskvu. Þar
sem Gorbatsjov Sovétforseti stóð á
grafhýsi Lenins og fylgdist með þeg-
ar hertól og hermenn liðu hjá á
Rauða torginu söfnuðust tíu þúsund
mótmælendur saman, með kröfu-
spjöld í hönd og slagorð á takteinun-
um, í þriggja kílómetra fjarlægð og
kröfðust þess að endi yrði bundinn á
alræði kommúnistaflokksins. Þetta
er í fyrsta sinn í sögu landsins sem
efnt er til slíkrar fjöldagöngu á bylt-
ingarafmælinu.
Það voru róttækir, póhtískir and-
ófshópar serri skipulögðu hina óopin-
beru fjöldagöngu í Moskvu. Á meðan
Gorbatsjpv talaði um nauðsyn þess
aö líta fram á veg kröfðust mómæl-
endur fjölflokkakerfis. í broddi fylk-
ingar mótmælagöngunnar voru
nokkrir róttækir þingmenn.
Það .var ekki bara í Moskvu að
andófsmenn söfnuðust saman til að
mótmæla stjórnvöldum. í höfuðborg
Moldavíu, Kishinyov, neyddust yfir-
völd til að aflýsa hluta hinnar opin-
beru fjöldagöngu vegna gífurlegra
mótmæla. Nokkur þúsund mótmæl-
endum lenti saman við lögreglu í
borginni og príluðu upp á skriðdreka
sem voru hluti hersýningar í tilefni
dagsins.
Og viðar gripu andófsmenn og ný-
stofnaðir pólitískir hópar tækifærið
og söfnuðust saman á götum úti til
að mótmæla. En yfirvöld í Jerevan
og Tiblisi, höfuðborgum Sovétlýð-
veldanna Armeníu og Georgíu, af-
lýstu hátíðahöldum til að reyna að
koma í veg fyrir að róstur brytust
út. Samkvæmt heimildarmönnum
virtist sem allt hefði verið með kyrr-
um kjörum í Tiblisi en einhver mót-
mæli í Jerevan, unglingar brenndu
rauða fánann.
Reuter
Bandaríkin beittu neitunarvaldi
Bandaríkin beittu í gær neitunar-
valdi gegn ályktun Öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna þar sem harmaðar
voru aðgerðir ísraela á herteknu
svæðunum og þess krafist að eignum
Palestínumanna, sem gerðar hafa
veriö upptækar, yrði skilað aftur.
Allar hinar þjóðimar fjórtán í Örygg-
isráðinu greiddu atkvæði með álykt-
uninni.
Fulltrúi Bandaríkjanna sagði að
„einhliða ályktanir" stuðluðu ekki
að viðræðum milh ísraela og Palest-
ínumanna sem leitt gætu til kosninga
og friðarviðræðna.
Þetta var í þriðja sinn á þessu ári
sem Bandaríkin hafa stöðvað álykt-
un sem fordæmir aögerðir ísraela á
herteknu svæðunum. Að minnsta
kosti sjö hundmð og átta Palestínu-
menn og fjörutíu og tveir gyðingar
hafa látið lífið frá því að uppreisnin
á vesturbakkanum og Gazasvæðinu
hófst fyrir nær tveimur ámm.
Reuter
Nauðungaruppboð
annað og síðara
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Skógarhlíð 6, 3. hæð,
á neðangreindum tíma:
Funafold 7, þingl. eig. Guðmundur J.
Jóhannsson, föstud. 10. nóvember ’89
kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Tóm-
as Þorvaldsson hdl. og Jón Þórodds-
son hdl.
Háaleitisbraut 42, hluti, þingl. eig.
Gunnar Ingi Jónsson, föstud. 10. nóv-
ember ’89 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi
er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Hofteigur 32,1. hæð, þingl. eig. Frantz
Pétursson, föstud. 10. nóvember ’89
kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Atli
Gíslason hrl. og Helgi V. Jónsson hrl.
Kögursel 7, þingl. eig. Ólaför Krist-
jánsson, föstud. 10. nóvember ’89 kl.
10.30. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild
Landsbanka íslands og Gjaldheimtan
í Reykjavík.
Laufásvegur 58, 2. hæð, þingl. eig.
Kristín Karlsdóttir, föstud. 10. nóv-
ember ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi
er Landsbanki Islands.
Laugavegur 46, hluti, þingl. eig. Kjart>
an Ólafsson, föstud. 10. nóvember ’89
kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild
Landsbanka íslands.
Laugavegur 133, hluti, þingl. eig.
Hjördís fögólfsdóttir og Öm fögólfs-
son, föstud. 10. nóvember ’89 kl. 13.30.
Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í
Reykjavík.
Logafold 147, þingl. eig. Steinar Vil-
hjálmsson, föstud. 10. nóvember ’89
kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Reykjavík og Guðni
Haraldsson hdl.
Möðrufell 13, 2. hæð f.m., þingl. eig.
Nanna Jónsdóttir, föstud. 10. nóvemb-
er ’89 kl. 11,00. Uppboðsbeiðandi er
Landsbanki íslands.
Rauðalækur 8, 2. hæð, þingl. eig. Sig-
urpáll Jónsson, föstud. 10. nóvember
’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Reykjavík og Lands-
banki íslands.
Rauðás 14, 034)1, þingl. eig. Guðni
Guðmundsson, föstud. 10. nóvember
’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em
Öm Clausen hrl., Baldvin Jónsson
hrl, Veðdeild Landsbanka íslands,
Baldur Guðlaugsson hrl., Gjaldheimtr
an í Reykjavík, Búnaðarbanki íslands
og Sveinn H. Valdimarsson hrl.
Ránargata 12A, hluti, þingl. eig. Ágúst
Ragnarsson, föstud. 10. nóvember ’89
kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald-
heimtan í Reykjavík.
Reykás 27, íb. 0301, talinn eig. Guð-
laugur Guðlaugsson, föstud. 10. nóv-
ember ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur
em Skúh J. Pálmason hrl., Gjald-
heimtan í Reykjavík og Ólafur Axels-
son hrl.
Reykjafold 3, þingl. eig. Ehsabet Jóna
Benediktsdóttir, föstud. 10. nóvember
’89 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er
Hilmar fögimundarson hrl.
Reykjavíkurvegur 24-26, bílskúr nr.
8, talinn eig. Steinverk hf., föstud. 10.
nóvember ’89 kl. 14.15. Uppboðsbeið-
endur em Ólafur Gústafsson hrl.,
Lúðy’k Kaaber hdl. og Friðjón Öm
Friðjónsson hdl.
Seilugrandi 4, íb. 024)4, þingl. eig. Öm
ívar Einarsson og föga L. Birgisd.,
föstud. 10. nóvember ’89 kl. 14.00.
Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Lands-
banka íslands.
Torfufell 50, íb. 0201, þingl. eig. Sigur-
rós Jóhannsdóttir, föstud. 10. nóvemb-
er ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur era
Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Veð-
deild Landsbanka íslands.
Vallarás 1, íb. 02-06, talinn eig. Judy
Wesley, föstud. 10. nóvember ’89 kl.
11.30. Uppboðsbeiðandi er Ásgeir
Thoroddsen hdl.
Vatnagarðar 16, hluti, þingl. eig. Lyft-
arasalan hf., föstud. 10. nóvember ’89
kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Reykjavík, Lands-
banki Islands og Fjárheimtan hf.
Vatnsstígur 9A, þingl. eig. Jón Hilm-
arsson og Hafsteinn Hilmarsson,
föstud. 10. nóvember ’89 kl. 10.30.
Uppboðsbeiðendur em Búnaðarbanki
íslands, Lífeyrissjóður Verkfræðinga-
félags Islands, Gjaldheimtan í Reykja-
vík og Veðdeild Landsbanka Islands.
BORGARFÓGETAEMBÆTTH) í REYKJAVÍK
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Karlagata 11,1. og 2. hæð, þingl. eig.
db. Ingiveigar Eyjólfsdóttur, fer fram
á eigninni sjálfri föstud. 10. nóvember
’89 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Reykjavík, Tiygginga-
stofhun ríkisins, Veðdeild Lands-
banka íslands og Verslunarbanki ís-
lands hf.
Kvisthagi 18, ris, þingl. eig. Ath Þór
Ehsson, fer fram á eigninni sjálfri
föstud. 10. nóvember ’89 kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur em Útvegsbanki
íslands hf. og Fjárheimtan hf.
Ránargata 45, íb. 014)2, þingl. eig.
Hulda O. Jónsdóttir, fer fram á eign-
inni sjálfri föstud. 10. nóvember ’89
kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Bún-
aðarbanki Islands, Brynjólfur Kjart-
ansson hrl., Verslunarbanki íslands
h£, Fjárheimtan hf., Baldur Guðlaugs-
son hrl., Guðríður Guðmundsdóttir
hdl., Andri Ámason hdl., tollstjórinn
í Reykjavík, Reynir Karlsson hdl. og
Eggert B. Ólafsson hdl.
BORGARFÓGETAEMBÆTH) í REYKJAVÍK