Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 26
 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989. Laurence Olivier arfleiddi John Gielgud að sjald- gæfri Hamletútgáfu Samkvæmt vilja hins dáða leikara Laurence Olivier skyldi erfðaskrá hans ekki opnuð fyrr en fjórum mán- uðum eftir dauða hans. Það hefur nú verið gert og erfa eiginkona hans Joan Plowright og börn þeirra fjögur langmest af veraldlegum eignum hans sem metnar eru á 120 milljónir króna. Þó lét gamh maðurinn eftir sér að arfleiða vini og kunningja að ýmsu smávægilegu sem honum þótt best geymt hjá þeim. Meðal annars arf- leiddi hann aðalkeppinaut sinn um hylh leikhúsgesta fyrr á árum, Sir John Gielgud, að sjaldgæfri og verð- mætri útgáfu af Hamlet eftir Sha- kespeare. Gielgud og Olivier urðu aldrei meira en kunningjar. Samkeppni þeirra á mihi kom í veg fyrir náinn vinskap. Gielgud sagði þegar hann frétti um arfmn: „Ég er hrærður yfir því að Larry skyldi muna eftir mér í erfðaskránni og láta mig njóta hluta fjársjóðar síns.“ Gielgud var ekki eini leikarinn sem Laurence Olivier mundi eftir göml- um vinum og keppinautum þegar hann gerði erfðaskrá sína. fékk muni í sinn hlut úr dánarbúi Ohviers. Bæði Sir John Mhls og Dame Peggy Ashcroft fengu í sinn hlut klassísk verðmæti úr dánarbúi leikarans. Eiður Guðna- son fimmtugur Eiður Guönason alþingismaður varð fimmtugur í gær. Hann hélt veislu í Fóstbræðraheimilinu í gær- dag og dreif að mikið fjölmenni ætt- menna, vina og samstarfsmanna. Eiður hefur verið alþingismaöur Vesturlands frá 1978 og formaður þingflokks Alýðuflokksins frá 1983. Hann hefur haft með höndum fjölda- mörg trúnaðarstörf á vegum alþingis aht frá því hann tók sæti þar. Áður en Eiður varð alþingismaður var hann kunnur fréttamaður á Sjón- varpinu og einn þeirra er hófu þar störf þegar það var sett á laggimar. Eiöur Guðnason og eiginkona hans, Eygló Helga Har- aldsdóttir, taka hér við hamingjuóskum frá Svavari Gestssyni menntamálaráðherra. Skálað til heiðurs afmælisbarninu, talið frá vinstri: Guð- mundur H. Garðarsson alþingismaður, Július Sólnes hagstofuráðherra og Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðar- og samgönguráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra og formaður Alþýðu- flokksins, óskar þingflokksformanni Alþýðuflokksins, Eiði Guðnasyni, til hamingju með afmælið. Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður smellir hér kossi á kinn afmælis- barnsins. DV-myndir GVA Afmælissýning Islenskrar grafíkur í tilefni tuttugu ára afmælis félags- ins íslenskrar grafíkur var efnt til •sýningar á verkum tuttugu og sjö félagsmanna í Norræna húsinu sem var opnuð á laugardaginn. Er þar margt forvitnilegra verka eftir óhka listamenn. Samsýning af þessu tagi hefur verið haldin annað til þriðja hvert ár á vegum félagsins, auk þess sem félagið hefur staðið fyrir kynn- ingum á erlendri grafík. Þessi ungi listunnandi sem finnst öruggara að vera með snuðið uppi í sér heitir Sandri Freyr Gylfason. Meðal þeirra tuttugu og sjö listamanna sem sýna á afmælissýningu Is- lenskrar grafíkur er Ingunn Eydal sem hér er við verk sín. Sviðsljós Ólyginn sagði Robert Mitchum sem leikur aðalhlutverkið í Stríðsvindum 1 og 2, hershöfð- ingjann Pug, á nokkuð ólíkari feril í hernum en persónan sem hann leikur. Sá er fyrirmynd ahra hermanna, sannkölluð hetja sem farin er að reskjast. Mitchum var ekkert áfíáður að taka þátt í heimsstyrjöldinni síðari og þaö var ekki fyrr en árið 1945 að hann lét skrá sig í herinn og það gerði hann svo sannarlega ekki vilj- andi. Hann hafði í fylliríi lent í slagsmálum við lögregluþjón. Mitchum sló lögguna niður og var handtekinn. Hann fékk að velja á mihi þess að dúsa 180 daga í fangelsi eða að ganga í herinn og hann valdi síðari kostinn. LaToya Jackson sem er í mikhh ónáð hjá fíöl- skyldu sinni hlýtur að naga sig í handarbökin þessa dagana fyrir að hafa ekki þegið milljón dohara gjöf frá Michael bróður sínum. Astæðan fyrir þessari gjafmildi var sú að með því vhdi Michael koma í veg fyrir að LaToya gæfi út endurminningar sínar í bókar- formi. Hún afþakkaði peningana og hélt áfram að skrifa. Nú er komið á daginn að bókin þykir svo illa skrifuð að útgáfufyrir- tækið í New York, sem ætlaði að gefa bókina út, hefur hætt við útgáfuna þrátt fyrir að hafa greitt LaToya höfundarlaun. Candice Bergen sem leikur hinn vinsæla sjón- varpsfréttamann Murphy Brown í sjónvarpsþáttunum Murphy, sem sýndir eru á Stöð 2, fékk nýlega Emmy-verðlaunin fyrir bestan leik í gamanhlutverki í sjónvarpsþáttum. Það hefur nú verið látiö uppi að í lok þáttarað- arinnar, sem nú er verið að gera, verður hún látin thkynna í síð- asta þætti að hún sé ófrísk. Hver faöirinn er fá sjónvarpsáhorfend- ur ekki að vita fyrr en eftir hálft ár. Það verður ekki upplýst fyrr en næsta þáttaröð fer af stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.