Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 24
24
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989.
Fréttir
Rjúpnaskyttan sem var saknað:
„Skutum
neyðarskotum
um nóttina“
- drengimir villtust er þeir leituðu eftir hjálp
„Jeppaáhugamenn úr fjölskyld-
unni, sem leituðu að okkur, voru
bara örstutt frá okkur einhvem tíma
um nóttina. Við voram með bílinn í
gangi, með miðstöðina á fullu og
blikkljósin á alla nóttina. En það var
hæð sem skyggði á okkur og þeir sáu
okkur ekki. Eg er vanur að vera með
neyðarskot með mér í bílnum en það
fórst fyrir í þetta skiptið. En við skut-
um svo nokkrum skotum úr byssu á
tímabili, ef ske kynni að einhver
heyrði í okkur,“ sagði ijúpnaskyttan,
fadaður maður, 1 samtali við DV -
hans var saknað í fyrrinótt ásamt
syni hans og öðrum pilti. Þyrla Land-
helgisgæslunnar fann bílinn í gær-
morgun eftir að mikil leit hafði stað-
ið yfir úr bílum.
„Ég byrjaði á að fylla bíhnn af
bensíni við Litlu kaffistofuna. Við
festumst síðan í gömlum hjólförum
nálægt Bláfjallaveginum þar sem
þyrlan fann mig. Strákarnir voru um
einn og hálfan tíma að reyna að losa
bíhnn. Þegar það gekk ekki þá ætl-
uðu þeir að fara eftir hjálp en ein-
hverra hluta vegna gengu þeir í
hring. En þegar fór að dimma vildi
ég ekki leyfa þeim að fara aftur af
stað. Viö biðum því birtingar í bíln-
um. Strákunum var orðið kalt og ég
lánaði þeim föt af mér. Mér var vel
heitt.
Það er ekkert útvarp í bílnum
þannig að við vissum ekki beint af
þessari leit. Þó reiknaði ég fastlega
með að verið væri að svipast um eft-
ir okkur. Strákamir lögðu svo af stað
með morgninum og voru svo teknir
upp í flutningabíl en þyrlan rataði
beint á mig í bílnum. Þá fyrst vissum
við af leitinni.
Við höfum farið þessa leið á hveiju
ári, bæði að skoða okkur um og til
að svipast um eftir ijúpum. Þetta var
klaufaskapur og leiðinlegast að valda
aöstandendum okkar og öðrum þess-
um áhyggjum. Verst var að hafa ekki
farsíma sem ætti að vera i öllum bíl-
um sem fatlaðir aka,“ sagði maður-
innsem ekki vildi láta nafns síns get-
ið opinberlega. -OTT
Lúðvík Jónsson og dætur hans, Nanna og Guðrún. DV-mynd Ragnar Imsland
Höfn:
Fjör í Sindrabæ á ný
Júlía Imsland, DV, Hö&u
Félagsheimihð Sindrabær á Höfn
hefur lítið verið starfrækt síðustu tvö
árin og er þar helst um að kenna
skorti á áhugasömum og duglegum
rekstrarstjóra. Bærinn er orðinn eini
eigandi Sindrabæjar og hefur bæjar-
stjórn oft auglýst eftir fólki, sem vildi
taka að sér rekstur hússins, en án
árangurs.
En nú hefur ræst úr þessum mál-
um. Lúðvík Jónsson rútubílstjóri
hefur tekið húsið á leigu og hefur
Mikil fækkun saudfjár
Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi:
Sauðíjárslátrun er lokið á Blönduósi.
AUs var slátrað 35.300 kindum sem
er 3.500 færra en í fyrra.
Hins vegar var nú nær helmingi
færri dilkum slátrað en þegar íjöldi
sauöfjár var í hámarki í héraðinu
fyrir tæpum áratug. Sýnir þetta
glöggt þann mikla samdrátt sem orð-
ið hefur í framleiðslu landbúnaðar-
vara á liðnum árum. Hluti af þessum
mikla samdrætti er vegna mikils nið-
urskurðar vegna riðuveiki á undan-
förnum árum. Meðalþungi dilka var
nú 14,67 kg.
hann og fjölskylda hans unnið að því
undanfariö að lagfæra og endurbæta
það. Þegar vetur gekk í garð fjöl-
menntu Hornfirðingar svo á dansleik
í Sindrabæ.
Lúðvík vonast til að félögin á staðn-
um nýti sér aðstöðuna og er bjart-
sýnn á að honum takist að gera
Sindrabæ að aðalsamkomustað bæj-
arsins svo sem áður var. Þegar eru
komnar margar pantanir fyrir árs-
hátíðir og fleira og kvikmyndasýn-
ingar verða 2-3 í viku.
Ertu dö seþ?-
Viltu kdupd? -
eðd uiltu skiptd?
DV
Bilamarkaður
á laugardögum og
smáauglýsingar daglega.
fjöldi bílasala, bílaumboða og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bíla
aföllumgerðum og í öllum verðflokkum meðgóðum árangri.
Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR á laugardögum þurfa að berast í síð■
asta lagi fýrir kl. 17.00 á fimmtudögum.
Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla daga frá kl. 9-22 nema
laugardaga kl. 9-14 og sunnudaga frá kl. 18-22.
Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður
að berastfyrir kl. 17.00 á föstudögum.
Auglýsingadeild
Sími 27022
Félagsheimili tónlistarmanna:
Hvernig gengur?
„Já, halló - hvemig hefur gengið
að selja miðana fyrir Félagsheimili
tónhstarmanna? *- Ekki nógu
vel... - Finnst fólki miðarnir dýr-
ir? - Já, ég veit að 1000 kall er nokk-
uð hátt en þetta eru nú bara 5000
miðar og vinningshlutfallið hátt.
Hvað segirðu - þú veist að Skoda
Favorit var vahnn 4. besti bíllinn í
Danmörku í ár. - Þetta kallar mað-
ur nú bara fordóma.
Veltur á athyglinni
Já, við fengum viðbótarfrest til
10. nóvember... Allt er þegar
þrennt er - við ætlum að leggja
áherslu á að miðarnir eru til sölu
í hljómplötuverslunum Steinars,
Skífunnar og í Gramminu og að
útgefendur gefa hljómplötu með
hveijum seldum miða.
- Já, mér flnnst það vel gert af
hljómplötuútgefendum - það veltur
bara á því hvemig starfsfólk í
hljómplötuverslunum tekur þessu
- hvort einhver athygli er vakin á
því að miðarnir séu til sölu. - Þú
veist að Steinar hf. gaf félagsheim-
ilinu 100.000 kall á tónlistarhátíö-
inni á Hótel íslandi... Sammála. -
Af hveiju mættir þú ekki? -
Hvaða góðgerðartónleikar? ... jaá,
jújú,... það er gott mál, en mér
finnst samt tími til kominn eftir 10
ára streð að málefni okkar hafi
einu sinni forgang - það getur bara
skipt öllu hvort félagsheimilið
kemst í höfn eða ekki.
- Vantar mikið? Ja, ef við seljum
svona 2000 miða tíl viðbótar þá er
máhð í höfn. - Félagsheimilasjóð-
ur? Jú, hann á að greiða 40% sam-
kvæmt lögum en hefur ekki borgað
nema 1/10 af þeirri upphæö.
Við vorum á fundi um daginn
með Svavari Gestssyni mennta-
málaráðherra. Hann segist ætla að
gera allt sem í hans valdi stendur
th að við fáum sem fyrst þessar
1800.000 krónur - þaö myndi hjálpa
mikið. - Nei, það er ekki hærra
KjaRarinn
Jóhann G. Jóhannsson
tónlistarmaður
vegna þess að inneign í félags-
heimilasjóði er ekki verðtryggð og
ber enga vexti.
Nei ... Gjaldheimtan vhl ekki
fresta ... þetta er gömul áætlun
með kostnaði, vöxtum og dráttar-
vöxtum sem átti að vera búið að
fella niður fyrir löngu - eitthvert
klúður í kerfmu. - Nei, Ólafur
Ragnar vhl ekki tala við neinn en
Svanfríður, aðstoðarmaður ráð-
herra, tók ágætlega á móti okkur.
Við í stjórninni erum nú samt
bjartsýnir á að eitthvað komi út
úr þessu hjá Svavari og Ólafi en
bankarnir taka ekki lengur mark á
loforðum... þeir vhja fá eitthvað
bitastæðara.
Bylgjan og Aðalstöðin ætla að
hjálpa okkur í lokaátakinu sem
stendur til 10. nóvember. Við verð-
um í Kringlunni alla þessa viku
með uppákomur, bíhnn og allt. -
Jú, við skrifuðum öllum fyrirtækj-
um í gamla miðbænum og buðum
þeim tónleika ef undirtektir yrðu
góðar. Jú, Jöfur hefur reynst okkur
mjög vel, líka Ferðaskrifstofan Atl-
antik og heiri.
Sumir eiga aðdáendur
Útgefendur ætla að splæsa á okk-
ur hehsíðuauglýsingu sem auglýs-
ingastofan GOTT FÓLK gefur
hönnun á. Hún er í DV í dag. - Já,
mér finnst alveg ástæða til að vera
bjartsýnn áfram. Við höfum hka
talað við Davíð Oddsson borgar-
stjóra - þú veist að sveitar- og bæj-
arfélög standa á bak við félags-
heimih úti á landi. - Já, já - hann
tók okkur vel. Við höfum reynslu
af því að hann stendur nokk við
það sem hann lofar ... nei, hann
lofaði ekki neinu.
- Ertu ekki að spha á Gauki á
Stöng í vikunni? - Blessaður,
reyndu nú að losa þig við þessa 10
miða. Hann Eyvi í Bítlavinafélag-
inu losaði sig við 20 miða á Gauki
á Stöng á sex mínútum. Það var
veðmál hjá þeim hvort hægt væri
að selja miðana eða ekki. Ha - já,
sumir eiga aðdáendur. - Já já, þetta
er alveg hægt - bara kýla á það.
Sjáumst."
Jóhann G. Jóhannsson
„Við í stjórninni erum nú samt bjart-
sýnir á að eitthvað komi út úr þessu
hjá Svavari og Ólafi en bankarnir taka
ekki lengur mark á loforðum... “