Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989.
13
Lesendur
Fatakaup dýrmætra kontórista:
Einkennisföt á alþingismenn
Þórarinn hringdi:
í sambancji við lántöku forseta
Alþingis fyrir fatakaupum og hvað
það getur verið mikill kostnaður
að fæða sig og klæða ef upphefð
þingmanna stígur óvænt, legg ég
til að á Alþingi verði allir jafnt til
fara með því að þingmönnum og
starfsliði verði skaffaður einkenn-
isfatnaður eða svokallað „úni-
form“, líkt og gerist hjá starfsfólki
í ýmsum þjónustugreinum.
Þóttalþingismenn hafi verið skil-
greindir, einmitt af forseta Alþing-
is, langt fyrir ofan venjulega kontó-
rista í mannvirðingu, þá er ekkert
sem mælir á móti því að þingliðið
fái sitt „úniform“. Þetta má sam-
ræma þannig að karlmenn fái svo
sem tvenn jakkaföt á ári, einn
frakka, skyrtur, bindi og tvenna
skó - og konurnar samsvarandi
dragtir (jakka og pils) eða buxna-
dragt svo og kápu og eitthvað af
skýluklútum og sokkabuxum, t.d.
álíka og flugfreyjur fá nú.
Ef þetta væri reglan þyrfti t.d.
forseti sameinaðs þing, hvort sem
hann væri karl- eða kvenkyns, ekki
að hafa áhyggjur af klæðnaði í
boðsferðum til útlanda, hann færi
einfaldlega í sínu „úniformi", að
vísu nýhreinsuðu og pressuðu og
væri vel auðkenndur með viðeig-
andi borðum í íslensku fánalitun-
um og/eða þeim orðum sem við-
komandi hefur fengið frá æðsta
forseta.
Hver vill að óbreyttur þingmað-
ur, sem stendur allt í einu frammi
fyrir því að komast til æðstu met-
orða í þinginu, þurfi að láta það
bitna á heimilisbókhaldinu? Eng-
inn óbrjálaður íslendingur trúi ég,
og mæli þá fyrir munn þeirra and-
lega heilu. - Eða er ég kannski far-
inn að mæla fyrir hönd þeirra brjá-
luöu - til að aðstoða þá hina sömu?
í samræmi við tign sína!
Árni Árnason hringdi:
„í samráði við fjármálastjóra Al-
þingis og með tilliti til þeirra anna,
sem ég var í, þá varð þetta að ráði
- að ég fengi svona fyrirfram-
greiðslu launa," segir forseti Sam-
einaðs þings, Guðrún Helgadóttir.
Mér finnst eins og hér sé látið í
veðri vaka að fjármálastjóri Al-
þingis hafi, jafnvel að fyrra bragði,
boðið forseta Alþingis fyrirfram-
greiðslu launa - eða a.m.k. talið þaö
sjálfsagt að styðja forsetann í því
að koma sér upp sæmilegu „gard-
erob“ fyrir PóUandsferð hans.
Ég reikna þó með að þetta sé ekki
staðreyndin. Heldur hafi forseti
Sameinaðs þings verið að bera sig
upp undan auraleysi við hinar nýju
aðstæður og leitað eftir láni hjá
skrifstofu Alþingis. Auðvitað geta
þeir menn, er gegna störfum í skrif-
stofu Alþingis, ekki neitað eða stað-
ið sérstaklega í vegi fyrir sjálfum
forseta Sameinaðs þings,ef hann
vill endilega notfæra sér aðstöðu
sína.
Hvernig gæti gjaldkeri eins fyrir-
tækis neitaö forstjóra um úttekt á
sömu upphæð og hér er um að
ræða ef hann færi fram á slíkt?
Varla þarf forstjóri fyrirtækis að
ráðgast sérstaklega við gjaldkera
um svona nokkuö. - Það þurfti for-
seti Sameinaðs þings áreiðanlega
ekki heldur.
Því er hjákátlegt að lesa um það
að nú þurfi að búa þannig um hnút-
ana í launamálum þingmanna og
ráðherra að þeir geti borið sig
sæmilega og klæðst ,,í samræmi við
tign sína“ bæði hér heima og í út-
löndum. Og aö laun forseta Sam-
einaðs þings þurfi að verða hin
sömu og ráðherranna. - Ekki sé
nokkurt vit í því að þurfa að „pukr-
ast“ með fríðindi og alls konar
aukasporslur á æöstu stöðum.
En dettur engum í huga að af-
nema fríðindi og aukasporslur,
jafnframt því að hækka ekki laun
þe.ssara aðila? Þaö væri vitinu
meira. Að hækka laun til forseta
Sameinaðs alþingis t.d. myndi á
engán hátt gagnast honum (hver
sem hann er). Að tala um betri
aðbúnað (væntanlega til að geta
klæðst betur) í sömu andrá og
„tign“ embættismanna er hrein
niðurlæging gagnvart viðkomandi.
Sá alþingismaður, sem ekki á utan
á sig flíkurnar vegna láglauna (þau
eru nú nýhækkuð), hvað þá forseti
Sameinaðs þings (sem hefur þó
hærri laun), honum er ekki við
bjargandi í fjármálum og ætti því
alls ekki að sitja á þingi yfirleitt.
Gott viðtal við séra Karl
Svanhildur skrifar:
Mig langar til að hrósa útvarps-
þætti sem var á Aðalstöðinni mið-
vikudagskvöldiö 25. okt. sl. - Þar var
rætt við séra Karl Sigurbjörnsson,
prest í Hallgrímskirkju.
Sjaldan eða aldrei hefur útvarps-
þáttur haft eins mikil áhrif á mig.
Spyrjandinn, sem var kona, haíði
greinilega undirbúið þáttinn af ná-
kvæmni og telst það þvi miður til
undantekninga. - Henni tókst að ná
fram mjög góðum svörum hjá séra
Karh. Þar voru atriði, sem ég hefi
C
velt fyrir mér, og tel ég mig, eftir
þennan þátt, hafa fengið nokkur svör
við þeim.
Svona þættir gera mann aö betri
manneskju. Vonandi verður hann
endurtekinn fljótlega - og þá auglýst-
ur fyrirfram. Meira af svo góðu, takk!
AUKABLAÐ
Matur og kökur
Miðvikudaginn 29. nóvember mun aukablað um mat
og kökur fylgja DV.
Efnið tengist jólum og jólahaldi hérlendis og erlendis.
Birtar verða ráðleggingar og uppskriftir varðandi jóla-
matinn og jólabaksturinn, bæði frumlegar og hefð-
bundnar.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu
aukablaði, hafi vinsamlegast samband við auglýsinga-
deild DV hið fyrsta í síma 27022.
Skilaffestur auglýsinga er til fimmtudagsins 23.
nóvember.
AUQLÝSIMQADEILD
Sími 27022
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á fasteigninn Mánabraut 17, þingl. eigandi Halldór Ingi
Ólafsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 10. nóv. '89 kl. 11.00. Uppboðs-
beiðendur eru Garðar Garðarsson hrl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Hróbjartur
Jónatansson hdl., Vátryggingafélag íslands hf. og Andri Árnason hdl.
Bæjarfógetinn á Akranesi
Jasmin við Barónsstíg
VERSLUNIN HÆTTIR
Allar vörur með 30% afslætti af gömlu, góðu verði.
Jasmin sími 11625
LÁTTU EKKI OF MIKINN HRADA A
VALDA ÞÉR SKAÐA!
Ný húsgögn úr verslun, sem hætti,
verða seld á hálfvirði.
Mikíð af góðum hlutum en takmarkað magn.
Leðursófasett með reyrgrind og borði
Leðurhægindastóll með skemli
Bast, 2ja sæta sófar
Reyrsófasett, 3 + 1 + 1
Borðstofuborð með glerplötu úr reyr
Mikiðaf speglum
Hljómtækjaskápar
Videoskápar
Stofuborð með gleri
Tauhægindastólar
Hillur, myndir, stólar og margt margt fleira.
VERSLUNIN SEM VANTAÐI
Skipholtí 50b,
simi 626062.
Flokkur Krists var stofnaður
sem undanfari guðsríkis-1
ins hér á okkar útvalda
landi - íslandi. Nú skal
unnið að framboðum
i öllum kjördæmum
tímanlega fyrir
næstu alþingis-
kosn. - Þeir
sem finna
eiga að
stjórna.
Framhaldsstofnfundur aug-
lýstur kl. 14. e.h. laug-
ardaginn 11. nóv. að
Hringbraut 121, 4.
hæð. Þátttaka til-
kynnist í síma
62-34-09 kl. 10-12
f.h. 9/11. Guðs-
ríkið er þegar
hið innra
með okkur.
Sérprentun:
Þjónnínn - Flokkar Krísts
nýtttkomín
Loftur Jónsson
BÍLASALAN
Smiðjuvegi 4, Kópvogi, Sími 77202.
MERCEDES BENZ 230 E
árg. 1987 til sölu, sjálfskiptur, m/overdrive, rafdr. rúður,
rafdr. sóllúga, rafdr. útispeglar, 4 höfuðpúðar, hleðslujafn-
ari, ABS bremsukerfi, centrallæsingar, álfelgur, skyggðar
rúður, hljómflutningstæki. Einn sá glæsilegasti á landinu.