Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989. 15 Rykfallin fyrirheit: Yfirlýsing flokks- formanna 1983 Með tilkomu vinstri stjómar 1971 var ákveðið að grípa tíl róttækra byggðaaðgerða, með stofnun' Byggðasjóðs og starfrækslu Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Þessi byggðastefna byggðist á þeim grundvelli að byggja upp afkomu- skilyrði úti um landið í trausti þess að aflagengd myndi aukast, sam- hliða því að íslendingar voru smátt og smátt að yfirtaka öll fiskimið umhverfis landið. Það var ekki lögð áhersla á að efla þjónustustarfsemi úti á landi og því síður að um tilfærslu ríkis- starfsemi væri að ræða. Niðurstað- an var sú að höfuðborgarsvæðið naut í verulegum mæli uppgangs- ins úti um landiö. Það var ríkjandi trú að alþingismenn landsbyggðar- innar gætu í krafti aðstöðu sinnar á Alþingi staðið í ístaðinu fyrir dreifbýhð í landinu. Hijótt um framkvæmdina Því var úr vöndu að ráða þegar ekki var lengur hjá því komist að leiðrétta misvægi um áhrif kjós- enda á skipan Alþingis. Gefa varð landsbyggðinni undir fótinn um sérstakar mótvægisaðgeröir. Slík yfirlýsing var nánast skilyrði þess að sumir landsbyggðarþingmenn léðu nýjum kosningalögum at- kvæði sitt en þau röskuðu verulega hlutföllum á Alþingi, á milh Suð- vesturlands og landsbyggðarinn- ar. Við samþykkt áðurnefndra stjómarskrárbreytinga gáfu þáver- Kjallaiinn Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, Akureyri andi formenn flokkanna eftirfar- andi yfirlýsingu: „Að beita sér fyrir aukinni valddreifingu og virkara lýð- ræði samhhða afgreiðslu nýrr- ar stjómarskrár. Meðal annars fái sveitarfélög meira forræði og þannig verði völd og áhrif landsmanna í eigin málum auk- in, óháð búsetu þeirra. Jafn- framt munu þingflokkamir beita sér fyrir sérstökum að- gerðum til þess að jafna félags- lega og efnalega aðstöðu manna þar sem mismunar vegna bú- setu gætir helst.“ Þessi yfirlýsing er undirrituð af Geir Hallgrímssyni, Steingrími Hermannssyni, Kjartani Jóhanns- syni og Svavari Gestssyni og fylgdi nefndaráUti stjórnarskrámefndar efri deildar Alþingis. í þingtíðind- um má finna yfirlýsingar þing- manna við afgreiöslu stjómar- skrárinnar á Alþingi þar sem þeir lýsa yfir að þeir greiði atkvæði með tilvísun fil áðurnefndrar yfirlýs- ingar.. Hljótt var um framkvæmd þessarar yfirlýsingar og engin teikn sáust á lofti um frumkvæði í þessum efnum. Það var því ekki að ófyrirsynju aö samstarfshópur landshlutasamtaka sveitarfélaga „Hitt vekur furðu að ekki er upplýst hvort stjórnarskrárnefnd hafi tekið til meðferðar yfirlýsingu formanna þing- fiokkanna frá 1983.“ „Jafnframt munu þingflokkarnir beita sér fyrir sérstökum aðgerðum til þess að jafna félagslega og efnalega aðstöðu manna“, segir m.a. í yfir- lýsingu formannanna. - Frá Alþingi 1983. lét þessi mál til sín taka. Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfiröinga, f.h. formanna og framkvæmda- stjóra landshlutasamtakanna, rit- aði þáverandi forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni, bréf þar sem lögð var áhersla á aðgerðir í beinu framhaldi af áðumefndri yfirlýsingu flokksformanna. í svarbréfi frá 21. maí 1984 segir forsætisráðherra: „Eins og fram kemur í bréfi og þingskjali því sem fylgir hétu þingflokkar Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks því að beita sér fyrir breytingum til leiðréttingar fyrir dreifbýhð í tengslum við samþykkt nýrrar stjórnarskrár." Ekki skilað áliti Forsætisráðherra rekur í bréfi sínu að aUir þingflokkar tílnefni fulltrúa í nefnd er fjalli um um- rædd málefni. Um verkefni þeirrar nefndar segir forsætisráðherra orðrétt: „Rétt er að taka fram að stjórn- arskrárnefndin mun vinna að allsheijar endurskoðun stjóm- arskrár, eins og kom fram í yfir- lýsingunni var það ætlun þing- flokkanna að umræddar lag- færingar yröu í tengslum við gerð nýrrar stjórnarskrár. Nefndinni er nauðsynlegt að fylgjast með störfum stjórnar- skrárnefndar.“ Raunin var sú að til starfa tók svonefnd Byggðanefnd þingflokk- anna undir formennsku Lárusar Jónssonar, fyrrverandi banka- stjóra. I hóp þingflokka höfðu þá bæst við KvennaUsti og Bandalag jafnaðarmanna. Ekki er ljóst af fundagögnum þessarar nefndar að hún hafi haft samráð við stjórnar- skrámefnd. Formaður stjórnar- skrámefndar er og var Matthías Bjarnason, þingmaður Vestfirð- inga og núverandi formaður stjórn- ar Byggðastofnunar. Vafalaust eru þessi sjónarmið forsætisráðherra kunn stjómar- skrámefnd. Það skal tekið fram að stjórnarskrámefnd hefur ekki skil- að áhti. Hitt vekur furðu að ekki er upplýst hvort stjórnarskrár- nefnd hafi tekið til meðferðar yfir- lýsingu formanna þingflokkanna frá 1983 og hvort nefndin féllst á túlkun forsætisráðherra um með- ferð yfirlýsingarinnar frá 1983. Áskell Einarsson Dagvistun: Mennta- eða félagsmál? Samkvæmt ofangreindum titU skal UtiUega fiaUað um það hvort dagvistun barna skuU fremur telj- ast uppeldi en gæsla, með öðrum orðum hvort hún skuli fremur mið- ast við þarfir barna en foreldra. Böm í dag vaxa upp í samfélagi sem á mörgum sviðum er ólíkt því sem foreldrar þeirra uxu upp í. í dag er meðalbarnafiöldi í fiöl- skyldu minni en áður var. Böm flytja búferlum oftar en áöur. Sam- kvæmt rannsóknum í Noregi era börn undir 4 ára aldri sá hópur í samfélaginu sem oftast flytur (sbr. ungir foreldrar sem hafa lítinn stöðugleika í húsnæðismálum). Böm í dag upplifa mun oftar skiln- að foreldrasinna en áður var. Segja má að uppvaxtarskilyrði smábarna undir skólaaldri einkennist af vöntun á leikfélögum í fiölskyld- unni og óstöðugleika bæði innan og utan hennar. Undarlegt ósamræmi Börn sem hópur í samfélaginu hafa tvöfalda stöðu. Annars vegar eru þau á ábyrgð foreldra sinna. Þegar fólk langar til að eignast bam er það þeirra einkamál og þau vandamál og útgjöld, sem því tengj- ast, eru á ábyrgð þeirra. Hins vegar viðurkenna flestir að börn séu ein af auðUndum samfélagsins. Börnin í dag eru þjóðin á morgun. Fólks- fækkun hjá sumum nágrannaþjóð- um okkar hefur af þessum ástæð- um valdið yfirvöldum áhyggjum og hafa nefndir verið settar á lagg- irnar til að koma með tillögur um hvernig auðvelda megi fólki að eignast fleiri börn. Islendingar virðast ekki hafa áhyggjur af fólksfækkun - í bili. Mín skoðun er sú að undarlegt ó- samræmi sé hér á landi milU þess KjaUarinn Valgerður Baldursdóttir læknir hve börn em í orði velkomin í heiminn og síðan hvernig búið er að smábamafiölskyldunni í sam- félaginu (þetta hugtak smábarna- fiölskyldan virðist reyndar ekki vera til í samfélagsumræðunni hér en er almennt notað á Norðurlönd- unum og víðar í Evrópu vegna þess sérstaka tilUts sem talið er þurfa að sýna þessum hópi á samfélags- legum vettvangi). En þótt við íslendingar höfum ekki áhyggjur af bamafæðinni full- yrði ég að við ættum að hafa áhyggjur af því hvemig börn hafa það í þessu landi. í því sambandi vil ég undirstrika gildi dagvistar- stofnana sem veita öryggi, stöðug- leika yfir tíma og leikfélaga á svip- uðum aldri, auk uppeldis- og menntagUdisins sem byggir á þeirri sérþekkingu sem þar er að finna. Markmið og sjónarmið En samfélagið er háð bömum á fleiri vegu, eins og sést á skólapóU- tíkinni. Börn hafa ekki aðeins rétt til náms heldur einnig skyldu. Frá sjónarhóh þjóðfélagsins er Utið á skólagöngu barna sem nauðsyn og er hún því lögfest sem skólaskylda. Eitt af mikUvægustu markmið- um skólakerfisins er að miðla börnum þekkingu, auka félagslega hæfni þeirra og gefa þeim þá kjöl- festu að þeim finnist þau tilheyra þessu samfélagi en það er eitt af skilyrðum þess að við getum haldið áfram að lifa sem þjóð í þessu landi. í gUdandi lögum hefur verið ákveð- ið að 7 ára aldurinn sé hæfilegur tíl að hefia þetta menntunar- og félagsmótunarferU á vegum ríkis- ms. Liggur nú fyrir fmmvarp um að færa þessi mörk niöur í 6 ára ald- ur. Ég styð það frumvarp og tel að það sé hluti af þeirri þróun menntakerfisins sem hér er gerð að umræðuefni. Áætlanir um að færa upphaf skólaskyldu niður um eitt ár undirstrika þó vald sam- félagsins til þess einhUða að ákvarða sín afskipti af uppeldis- og menntamálum bama almennt. Það undirstrikar einnig að þau aldurs- mörk, er ríkið hefur afskipti sín, eru ekki algild heldur breytanleg. Þetta þýðir þó ekki að allt það sem skeður hjá bami fyrir skólaaldur sé síður mildlvægt. Ég geri ráð fyrir að bygging dag- vistarstofnana, þar sem uppeldis- lega menntað starfsfólk vinnur, endurspegh það sjónarmiö að þroskandi verkefni og örvun, sem hæfir aldri ásamt öruggu félags- legu umhverfi, séu talin bömum á forskólaaldri mikilvæg. Mennta- málaráöuneytið hefur látið gera Uppeldisáætlun fyrir dagvistar- heimiU (1985) sem sýnir að ráðu- neytið hefur látið sig varða þennan aldurshóp á ofangreindum for- sendum. Ég tel mikinn skaða skeð- an ef við víkjum þessum grundvaU- arsjónarmiðum til hUðar þótt við séum svo Ula stödd í dagvistarmál- um hér á landi að geta aðeins veitt börnum vissra þjóðfélagshópa fiUl dagvistarpláss. Eg tel að fólk viti almennt að að- eins forgangshópar hafa í reynd aðgang að fuUum dagvistarpláss- um í Reykjavík en þar ber fyrsta að nefna einstæða foreldra og fiöl- skyldur þar sem a.m.k. annað for- eldrið stundar nám. Þetta eru þeir þjóðfélagshópar sem munu taldir verst settir í samfélaginu. Nýting dagvistarstofnana hér er því ná- tengd félagsmálapóUtíkinni sem lágmarksstuðningur, einkum við einstæð foreldri og námsfólk. Ég tel að sú neyð í dagvistarmálum, sem krefst þess að velja verður á fyrr- greindan hátt í þau fáu pláss sem til umráða em, hafi ekkert að gera með þau grundvallarsjónarmið sem liggja að baki dagvistarstofn- unum og margt hefur verið um rit- • að og rætt á undanfórnum árum. Það er mikið réttindamál að auka ábyrgð og þar með skyldur hins opnbera gagnvart uppvaxtarskfi- yrðum barna og með því auka rétt bama undir núgildandi skóla- skyldualdri á þeim undirbúningi undir lífið (og skólann) sem felst í auknu uppeldislegu tilboði til allra. Slíkt myndi geta átt dijúgan þátt í að jafna aðstöðumun í samfélaginu, m.a. til náms, og þar með stuðla að meiri félagslegum jöfnuði. Frumvarpið verði feilt Einn af semjendum þess fram- varps, sem leggur til að dagvistar- mál verði flutt undir félagsmála- ráðuneytiö, sagði opinberlega að hann vissi ekki um neina þjóð sem hefði dagvistarmál undir mennta- málaráðuneyti. Vel getur það verið rétt en ég veit að í Noregi hafa ver- ið töluverðar umræður þar sem óskað er eftir að flytja þessi mál undir menntamálaráðuneytið af sömu ástæðum og tilgreindar eru hér. Hin þekkta Plowden skýrsla í Bretlandi leggur einnig til hið sama. Við höfum of oft fylgt nágranna- þjóðum okkar í blindni og eru mörg dæmi um að við höfum tekið upp hluti sem þeim hafa reynst illa. Ég tel það væri rangt að flylja dagvist- armál undir félagsmálaráðuneytið og legg því til að þetta fmmvarp verði fellt og vonast hér með til að við getum fengiö aukna umræðu um þessi mál áður en flanað verðui- að ákvörðunum. Valgerður Baldursdóttir „Við höfum of oft fylgt nágrannaþjóð- um okkar 1 blindni óg eru mörg dæmi um að við höfum tekið upp hluti sem þeim hafa reynst illa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.