Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR á. NÓVEMBER 1Ö8Ö. !
Afmæli
Gísli Hallgrímsson
Gísli Hallgrímsson, Heiðarvegi 2,
Selfossi, er sjötíu og fimm ára í dag.
Gísli fæddist á Dalvík en fór eins
ogTiálfs árs í fóstur að Hofsá í Svarf-
aðardal til Bergs Jónssonar bónda
þar og konu hans, Óskar Rögnvalds-
dóttur. Þar var Gísli alinn upp til
sautján ára aldurs en fór þá til for-
eldra sinna á Dalvík og átti þar
heimili til ársins 1941.
Gísh stundaði sjómennsku og al-
menn verkamannastörf. Hann var
tvær vertíðir í Sandgerði, 1942 og
’|3, en fór vorið 1944 til Kaupfélags
Ámesinga og var þar mjólkurbíl-
stjóri til 1951. Gísli starfaði í tvö ár
við írafossvirkjun, einkum við akst-
ur, var síðan við keyrslu á Keflavík-
urflugvelh frá 1953 í eitt og hálft ár
er hann fór aftur til sjós.
Hann flutti norður á Siglufjörð
1957 og stundaði þar sjómennsku en
varð síðan starfsmaður Síldarverk-
smiðju ríkisins th 1971. Þá flutti
Gísli til Vestmannaeyja og starfaði
þar í fiskverkun fram að gosi, í árs-
byrjun 1973. Hann flutti á Seltjarn-
arnesið er gosið hófst í Eyjum og
starfaði hjá ísbirninum stuttan tíma
en flutti á Selfoss í árslok 1973 og
hefur búið þar síðan. Gísli hefur
starfað hjá Kaupfélagi Ámesinga
frá því hann flutti á Selfoss, lengst
afípakkhúsi.
Kona Gísla var Sigríður Guðlaugs-
dóttir, f. 16.7.1918, en þau shtu sam-
vistum 1969.
Gísh og Sigríður eignuðust sex
böm. Börn þeirra: Rögnvaldur, f.
1943, trésmiöur í Reykjavík, kvænt-
ur Sigríði Andersen húsmóður, en
þau eiga saman tvö börn, auk þess
sem hann átti fyrir tvö börn og hún
önnur tvö; Svanhildur, f. 1949, hús-
móðir í Vestmannaeyjum, gift Ró-
bert Sigurmundssyni trésmið, en
þau eiga fimm börn; Hansína, f. 1951,
húsmóðir og lengi verslunarstjóri í
Karnabæ, búsett í Garðabæ en hún
á eina dóttur og er sambýlismaður
hennar Ólafur Egilsson lögreglu-
þjónn; Sigurður, f. 1953, drukknaði
á Siglufirði á barnsaldri, og Sigríö-
ur, f. 1957, húsmóðir í Færeyjum,
gift Marteini Hósini, sjómanni í
Klakksvík, en þau eiga þrjú börn.
Gísli átti sjö systkini og em sex
þeirra á lífi. Systkini Gísla: Stefán,
f. 1911, lengst af sjómaður í Hafnar-
firði, átti Dagbjörtu Pálsdóttur sem
er látin en þau eignuðust einn son
sem lést af slysförum á barnsaldri;
Jónas, f. 1912, verkamaður á Dalvík;
Guðrún, f. 1918, verkakona á Dalvík
en hún á tvo syni; Kristinn, f. 1922,
lengst af sjómaður og síðar verka-
maður á Eskifirði, kvæntur Jó-
hönnu Guðnadóttur en þau eiga
fimm börn; Guðlaug, f. 1924, hús-
móðir á Svertingsstöðum í Eyja-
firði, gift Haraldi Sigurgeirssyni, b.
þar, og eiga þau átta börn; Rósa, f.
1926, húsmóðir í Bandaríkjunum,
gift Michael Haag vélstjóra, og Mar-
ianna, f. 1928, d. 1980, húsmóöir, en
hún var gift Jóni Kristinssyni skóla-
stjóra og eignuöust þau fjögur börn.
Foreldrar Gísla em bæði látin en
þau vom Hallgrímur Gíslason, sjó-
maður á Dalvík, og kona hans,
Gísli Hallgrímsson.
Hansína Jónsdóttir. Hahgrímur var
sonur Gísla, sjómanns á Dalvík Sig-
urðssonar og Sólveigar Hahgíms-
dóttur.
Hansína var dóttir Jóns Hansson-
ar og Önnu Björnsdóttur, b. á
Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal.
Sigvaldi Gunnlaugsson, MagnúsÞorgeirsson,
Skeggsstöðum, Svarfaðardals- Birkigrund 42,Kópavogi.
hreppi. Gunnar Austfjöró,
Kolbeinn Jóhannsson, Núpasíðu 1, Akureyri.
Hamarsholti, Gnúpverjahreppi. Eiríkur Jensson,
Bústaðavegi 65, Reykjavík.
Kristmundur Ásmundsson,
l.eynisbriin 7. Grindavik.
~ ~ Jósef Guðbjartsson,
60 ára ■ Ásabyggðl6,Akuroyri.
-------------------------------- Páh Sigurðsson,
Sveinn Sæmundsson, Grundargerði 6H, Akureyri.
Lyngholti 15, Keflavík. EinarGrant,
Litla-Hvammi I, Svalbarðsstrandar-
hreppi.
Þorsteinn Veturliðason,
, ' Kelduhvammi 12A, Hafnarfirði.
50 ara ArnórAngantýsson,
-------------------------------- Klapparstíg 13, Árskógshreppi.
KarlS. Baldvinsson, Sigurður Þórir Jónsson,
Suðurgötu 23, Keflavík. ' Hásteinsvegi 47, Vestmannaeyjum.
Engilbert
Runólfsson
Engilbert Runólfsson, fyrrv. b. að
Vatnsenda í Skorradalshreppi, en
sem dvelur um þessar mundir á
dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi,
erníræðurídag.
Engilbert fæddist í Efrihrepp í
Skorradal en þar hófu foreldrar
hans búskap. Hann flutti síðan fljót-
lega með foreldram sínum að Háls-
um þar sem hann ólst upp. Engil-
bert stundaði ö!l almenn sveitastörf
í æsku. Hann varð togaramaður á
vertíðum þegar hann hafði aldur th
og gegndi ýmsum almennum störf-
um. Engilbert hóf búskap á Vatns-
enda í Skorradal 1929 og bjó þar uns
Haukur sonur hans tók við jörðinni.
Engilbert kvæntist 1940 Björgu
Eyjólfsdóttur frá Merkinesi í Höfn-
um, f. 13.6.1907, en hún er látin fyr-
ir nokkrum árum. Björg var dóttir
Eyjólfs Símonarsonar í Merkinesi
ogHelgu Gísladóttur.
Engilbert var síðari maður Bjarg-
ar og eignuðust þau fjögur börn:
Hauk, b. á Vatnsenda; Svövu, hús-
freyju á Akureyri; Runólf, lang-
feröabílstjóra í Reykjavík, og Eyjólf,
verslunarmann í Reykjavík.
Enghbert átti níu systkini og eru
þrjú þeirra á lífl. Þau eru Þórður,
b. á Haga í Skorradal; Viktoría, hús-
freyja í Reykjavík, og Hörður, verk-
stjóriíReykjavík.
Foreldrar Enghberts voru Runólf-
ur Arason, b. í Efrihreppi og síðar
á Hálsum í Skorradal, og kona hans,
Engilbert Runólfsson.
Ingibjörg Pétursdóttir.
Föðursystir Engilberts var Salvör,
móðir Ara Gíslasonar, fyrrv. skóla-
stjóra og ættfræðings á Akranesi.
Runólfur var sonur Ara, b. á
Syðstu-Völlum í Andakíl, Jónsson-
ar, b. á Syðstu-Völlum, Gíslasonar,
b. á Syðstu-Völlum, Jónssonar, b. á
Syðstu-Völlum, Þóroddsonar, en
ættin sat á jöröinni a.m.k. frá 1788.
Ingibjörg var dóttir Péturs frá
Skeljabrekku Jónssonar Árnason-
ar.
Ólöf Brynja Sveindóttir, húsfreyja
og bóndi að Svelgsá í Helgafehs-
sveit,erfertugídag.
Brynja fæddist í Reykjavík en ólst
upp í Hafnarfirði. Hún lauk gagn-
fræðaprófi og stundaði síðan al-
menn verkakonustörf þar til hún
flutti í Helgafehssveitina og hóf þar
búskap 1.5.1972.
Brynja giftist 26.7.1969, Bjarna
Ragnari Guðmundssyni bónda, f.
16.7.1945, en hann er sonur Guð-
mundar Magnússonar, b. á Borg í
Ögursveit, sem lést 1969, og eftirlif-
andi konu hans, Magneu Bjarna-
dóttur, sem nú er búsett í Hvera-
gerði.
Börn Brynju og Bjama em Bjarni
Þór Bjamason, f. 15.10.1968, sjómað-
ur í Stykkishólmi, til heimhis í for-
eldrahúsum; Sveinn Aðalsteinn
Bjarnason, f. 20.7.1977, ogBergUnd
Kristín Bjamadóttir, f. 4.10.1983.
Fósturbörn Brynju og Bjarna eru
Jón HaUdór Sigurbjömsson, f. 24.8.
1965, sjómaður í Vestmannaeyjum,
og Þorvaldur Magnússon, f. 13.5.
1981.
Systkini Brynju eru Aðalsteinn
Sveinsson, f. 22.2.1951, dýralæknir
að Skógum, kvæntur Stefaníu
Skarphéðinsdóttur og eiga þau tvö
börn; Gunnar Öm Sveinsson, f. 22.3.
1956, búsettur í Hafnarfirði; Jónína
Björk Sveinsdóttir, f. 7.12.1957, hús-
móðir í Hafnarfirði, gift Sveini Vil-
hjálmssyni og eiga þau tvö böm;
Þorbjörg Sandra Sveinsdóttir, f. 7.9.
1959, húsmóðir í Hafnarfirði, gift
Heiöari Bergi Jónssyni og eiga þau
tvöböm.
Foreldrar Brynju em Sveinn Ólaf-
ur Sveinsson, f. 24.6.1924, húsa-
smíðameistari í Hafnarfirði, og Re-
bekka Helga Aðalsteinsdóttir, f. 10.7.
1926, húsmóðir og verkakona í Hafn-
arfirði.
Rebekka er fædd og uppaUn á
Laugabóli í Ögursveit, dóttir Aðal-
steins Jónassonar, bónda þar, og
Ólöf Brynja Sveinsdóttir.
Ólafar Ólafsdóttur.
Sveinn er fæddur á Nýlendu undir
Eyjafjöllum, sonur Sveins Guð-
mundssonar sem nú dvelur á Sól-
vangi í Hafnarfirði. Hann var
kvæntur Jónínu Jónsdóttur en hún
lést fyrir mörgum ámm.
Jakob Daníelsson
Jakob Daníelsson vélstjóri, nú
búsettur að Hrafnistu við Kleppsveg
í Reykjavík, er áttræður í dag.
Jakob fæddist að Reykjum í Ólafs-
firði og ólst upp á Ólafsfirði og Siglu-
firði. Jakob lauk mótornámskeiði I
1928, mótornámskeiði II1943 og við-
bótamámskeiði 1949. Hann var vél-
stjóri á fiskibátum, flutningaskipum
og togurum á árunum 1928-64 og
síðan á stórum fiskiskipum, síðustu
starfsárin lengst af fyrsti vélstjóri á
Helgu IIRE. Jakob hætti th sjós fyr-
ir aldurs sakir 1982. Hann var heiðr-
aður af Sjómannadagsráði fyrir
störf í þágu sjómannastéttarinnar
1980. Jakob var einn af stofnendum
Sparisjóðs vélstjóra.
Sonur Jakobs er Sigurþór, mynd-
hstamaður í Reykjavík, f. 16.8.1942,
kvæntur Sigríði L. Þórarinsdóttur,
en börn þeirra eru Davíð, f. 15.8.
1971; Þuríður Rós, f. 12.10.1975, og
Þór, f. 1.3.1977. Móðir Sigurþórs er
Þuríður Jakobsdóttir.
Systkini Jakobs: Ásta Jónína, f.
13.5.1900, húsmóðir, var gift Guð-
mundi ólafssyni frá Akureyri, en
þau em bæði látin; Jón, f. 6.8.1901,
var kvæntur Ástríði Jónsdótttur
sem er látin, og Sigríður, f. 21.11.
1903, húsmóðir, ekkja eftir Sigurð
Jónsson húsasmið. Auk þess eign-
uðust foreldrar Jakobs tvo syni sem
dóuáfyrstaárinu.
Foreldrar Jakobs vora Daníel
Rafn Bjamason, f. 18.7.1866, d. 21.6.
1952, bóndi og verkamaður á Reykj-
um í Ólafsfirði og síðar á Siglufirði,
og kona hans, Una Símonardóttir,
f. 4.7.1871, d. 13.6.1932, húsfreyja.
Daníel var sonur Bjama, b. að
Hreppsendaá og víðar, Gíslasonar,
b. að Vatni í Sléttuhlíð, Finnssonar.
Móðir Bjama var Kristín Rafns-
dóttir. Móðir Daníels var Sigríður
Gísladóttir, b. að Gunnólfsá í Ólafs-
firði og víðar, Bjömssonar. Móðir
Sigríðar var Hólmfríður Rögnvalds-
dóttir.
Jakob Daníelsson.
Una var dóttir Símonar, b. í Hóla-
koti í Hofshreppi í Skagafirði, Sig-
valdasonar, b. í Hólakoti, Jónsson-
ar. Móðir Símonar var Valgerður
Jóhannesdóttir. Móðir Unu var
Hólmfríður Jakobsdóttir, b. í Tuma-
brekku, Jónssonar, ogkonu hans,
Unu Jónsdóttur, b. í Hofdölum.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Bblómaverkstæði
_ INNA
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætis
sími 19090
Ættfræðinámskeið -
ættfræðiþjónusta
Hin vinsælu ættfræðinámskeið hefjast á ný i næstu viku
og lýkur um miðjan desember. Leggið grunninn að
skemmtilegri og fræðandi tómstundaiðju. Þátttakendur
fá þjálfun í ættrakningu og afnot af alhliða heimilda-
safni. Frekari upplýsingar og innritun í síma 27101.
Ættfræðiþjónustan tekur saman niðjatöl og ættartölur
fyrir einstaklinga og fjölskyldur. - Mikið úrval ættfræði-
bóka til sölu. Hringið og fáið senda ókeypis bóksöluskrá.
Ættfræðiþjónustan - Ættfræðiútgáfan
Sólvaliagötu 32A, pósthólf 1014,121 Rvik, simi 27101.
V