Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989. Andlát Guðni Sævaldur Jónsson, Fögrukinn 26, Hafnarfirði, lést í Landspítalan- um þann 6. nóvember sl. Dýrleif Hermannsdóttir, Boðahlein 1, Garðabæ, andaðist í Vífilsstaða- spítala hinn 7. nóvember. Guðbjartur Hólm Guðbjartsson, Króki, Kjalarnesi, andaðist í Land- spítalanum 6. nóvember. Orgeltónleikar í Dómkirkjunni í kvöld, 8. nóvember, kl. 20.30 mun organ- leikarinn Prof. Flemming Dreisig frá Kaupmannahöfn leika á orgel Dómkirkj- unnar í Reykjavík. Á efnisskrá verða verk eftir Bach, Reger og eftir organieik- ara Heliigaandskirkju í Kaupmannahöfn. Prof. Dreisig er hér á vegum Dómkórsins til aö leika á tónlistardögum Dómkirkj- unnar sem hefjast í kvöld. Tónleikar með söng Dómkórsins verða laugardaginn 11. nóv. og sunnudaginn 12. nóv. Aðgangur að tónleikunum er kr. 500. Jarðarfarir Karl Halldórsson, Lokastíg 8, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Árni Ferdinand Jónasson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fóstudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Utför Sigrúnar Sveinsdóttur, Skúla- skeiði 20, Hafnarfirði, fer fram fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13.30 frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Útför Gísla V. Halldórssonar, Nes- bakka 19, Neskaupstað, fer fram frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. nóvember kl. 14. Sigríður H. Proppé verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Kristján Úlfarsson, Bjarnhólastíg 24, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. nóv- ember kl. 10.30. Fanney Þorvarðardóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis í Ystabæ 13, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 10. nóvember kl. 15. Dóra Halldórsdóttir lést 28. október. Hún fæddist í Hvammi í Langadal í Húnavatnssýslu 14. júlí 1906. Ung flutti hún tÚ Reykjavíkur og giftist Einari Þorsteinssyni en hann lést árið 1971. Þau hjónin eignuðust þrjú böm. Útför Dóru verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. TOkyimingar Skiptinema- samtökin Alþjóöleg ungmennaskipti (A.U.S.) munu halda haustfúnd fyrir þá 16 er- lendu skiþtinema, sem nú eru staddir á íslandi, helgina 10.-12. nóvember í Gnmdarskóla á Akranesi. Bók um Elísabetu Geirmundsdóttur Nýlega er komin út bók um listakonuna í fjörunni, Elísabetu Geirmundsdóttur. Félag kvenna í fræðslustörfum, deildin á Akureyri gefúr bókina út, en forseti ís- lands, frú Vigdis Finnbogadóttir, er heið- ursfélagi samtakanna á íslandi. Föstu- daginn 3. nóvember gengu nokkrar fé- lagskonur ásamt tveimur af bömum listakonunnar á fund frú Vigdísar og af- hentu henni fyrsta eintakið af bókinni. í stuttu ávarpi, sem ein af félagskonunum í Akureyrardeildinni, Edda Eiríksdóttir, flutti, rakti hún ævifferil listakonunnar, en í ár eru liðin 30 ár frá þvi að Elísabet lést. Bókinni verður dreift til áskrifenda á næstúnni. Einnig verður hún til sölu í bókaverslun Máls og menningar og Bókabúð Jónasar á Ákureyri. Ráðstefnur Ráðstefna og málþing um fiskveiðistjórnun Sjávarútvegsstofnim Háskólans stendur fyrir málþingi og ráðstefnu um fiskveiði- stjómun. Málþingið verður haldið fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13 í Nor- ræna húsinu. Ráðstefnan verður á sama stað mánudaginn 13. nóvember og hefst kl. 14. Á málþinginu verða haldin stutt erindi og em fyrirlesarar funmtán tals- ins. Þrir háskólamenn flytja erindi á ráö- stefnunni, þeir Gísli Pálsson, Rögnvaldur Hannesson og Þorkell Helgason. Jakob Jakobsson setur ráðstefnuna en ráð- stefnustjóri verður Davíð Ólafsson fyrr- verandi seðlabankastjóri. Að erindunum loknum verða pallborðsumræður og verður sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, meðal þátttakenda. Fundir Opinnfundur ITC Melkorku verður haldinn i dag, 8. nóvember, kl. 20 i Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti. Stef fundarins er: Það er ekki skilyrðislaust skaðlegt þótt einhver sé á öðm máh en þú. Á dagskrá er m.a. hefð- bundin félagsmál, upplestur, borðtján- ing, leikhúspistiU og bókakynning. Gest- ur fundarins er Jóna S. Ólafsdóttir, ITC- Ýr, forseti I. ráðs ITC, og mun hún gera hæfnismat á fundinn. Upplýsingar veitir Guðrún í s. 46751. Kaffiveitingar í hléi. Fundurinn er öllum opinn, mætum stundvíslega. Námskeið Hugleiðsla og slökun - losið um spennu og streitu Námskeið í jóga og hugleiðslu verða hald- in á vegum Ananda Marga í nóvember. Fyrra námskeiðið hefst 14. nóvember og stendur til 5. desember og hið síðara frá 16. nóvember til 7. desember. Námskeiðin verða á þriðjudögum kl. 18.30-20 og fímmtudögum kl. 20-21.30. Einnig verður haldið námskeið í matreiðslu jurtafæðis á laugardögum kl. 14-16. Kvenjóginn Didi Shikha heldur námskeiðin að Frosta- skjóh 69. Skráning og upplýsingar í síma 27050 eftir kl. 17.30. Tapaðfundið Skellinöðru stolið Um sl. helgi var svartri skellinöðru með bláu sæti stoUð frá Grettisgötu. HjóUð er nr. ÖA 082. Ef einhver hefur hjóUð undir höndum eða veit hvar það er niðurkomið þá vinsamlegast hafi samband við lög- regluna eða Astu í s. 618763. Fundarlaun. Gleraugu töpuðust Sjóngleraugu með brúnum gleijum í ljós- grænu hulstri töpuðust fyrir ca. viku. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 670096 eða 21020, Ásdís. Hálfangóralæða fannst á flækingi í Seljahverfi i síðustu viku. Hún er brún, svört og gráyrjótt og ómerkt. Eigandi vinsamlegast hafi sam- band í s. 76206. Merming Rekst það um víðan sjá - um sýningu Sveins Bjömssonar á Kjarvalsstöðum Þaö er fremur fátítt meðal eldri og ráðsettari lista- manna að þeir helli sér út í tækninýjungar og sýni af sér umtalsverðan galsa. Mun algengara er að þeir gaufi áfram í sama heygarðshominu og geri tílbrigði við sömu heysátuna fram eftír öllum aldri. Þó yfirleitt sljákki í frumkraftinum koma hin raunverulegu mark- mið betur í ljós þegar til lengdar lætur - og stundum án þess að listamaðurinn sjálfur geri sér þess fulla grein fyrr en löngu síöar. Shkt er mjög jákvætt ef við- komandi kann að virkja sína ólmu undirvitund og veita fallvötnum hennar í farvegi sem flæða ekki í sí- fellu yfir bakka og upp brekkur. Algengast er þó að undirvitundarfljótið streymi lygnt fram sinn gamla heygarðsfarveg, löngu dofið gagnvart þeim landspjöh- um sem hann eitt sinn olli. Tónað með náttúrunni Sveinn Björnson, sem nú sýnir í vestursal Kjarvals- staða, er tvímælalaust einn þeirra fáu Ustamanna sem ólmast fram eftír öllum aldri. Sveinn lætur sér ekki nægja að sýna málverk, eins og hann hefur hingað tíl gert, heldur bregður hann nú fyrir sig nýjum efnivið, s.s. fjörusteinum, rekavið og keramikskálum. Árang- urinn er að vísu misjafn, en áræðið er e.t.v. ekki minna virði þegar upp er staðið. Kappið vill samt sem áður verða heldur forsjárlaust hjá Sveini og sömu ærsUn eru endurtekin hvað eftir annað í einfaldri og grófri pensilteikningu. Endurtekin formin minna á sjógang og þaö virðist augljóslega gefa á bátinn á því undirvit- undarhafi sem hér um ræðir. Farvegir Sveins sem Ustamanns eru nokkuð á reiki um hinn úfna sjó, en hann virðist hvað samkvæmastur sjálfum sé þegar hann freistar þess að fanga andblæ náttúrunnar í verk sín. Það tekst bærilega í fjörusteininum númer 5, sem nefnist „Fiskur“. Þar vinna vel saman form steinsins og málarinn tónar með náttúrunni í Ut sínum. Málun- in á öðrum steinum er þvi miður langtum vanhugs- Myndlist Ólafur Engilbertsson aðri, jafnvel þó steinEUTiir séu fagurlega mótaðir í Herdísarvíkurfjöru. Groddaleg málunin kæfir helstu eigindir steinanna, þ.á m. áferð og sérkennUeg form. Á tæpu vaði Af trémyndunum þóttí mér „Hafnmaðurinn" (nr. 2) skemmtílega unnin - og minntí hún óneitanlega á tót- emsúlur noröur-amerískra indíána. Grófleiki trésins veldur því að grófar pensilstrokumar og sterkir litir ofgera ekki efninu í þessu tilviki. Keramiskskálamar „Vefurinn minn“ og „Örlögin mín“ þykja mér hvað best útfærðar - þar er liturinn dempaður og mynstur einföld. Um málverkin þótti mér gjlda hið sama; ein- föld formteikning og dempun Uta voru þeir þættir sem hreinlega virtust bjarga mörgum verkanna frá voða. Málverkin „Hver hefur sinn drösul að draga“ (nr. 8), „Tunglmaður“ (nr. 9), „Vetrarnæturdraumur" (nr. 17) og „Smásögurnar mínar“ (nr. 54) em góð dæmi þessa. Undantekning er myndin „Við emm vinir“ (nr. 37), en þar gengur fjörugt litaspU Sveins býsna vel upp, þó á tæpasta vaði sé. VatnsUtamyndirnar þóttu mér flest- ar hverjar betri en málverkin hvaö Utanotkun snertí, en groddaleg og kUsjukennd teikning listamannsins veldur því að máski hentar grófur pensUl honum bet- ur. Enginn skyldi vanmeta kæruleysi í listrænni sköp- un en það kostar þá jafnframt mun strangari aga en Sveinn Björnsson sýnir í flestum sínum verkum. Nátt- úrulegur efniviður er vissulega þess virði og af honum má örugglega læra margt. Hressandi sjóferð Sagan segir frá Steinunni sem unir ekki afskipta- leysi fuUorðna fólksins og stingur því af á vit ævintýr- anna. Skríður ofan í tunnu á stóm skipi og fer í hress- andi sjóferð sem verður aö einu samfelldu Utríku ævintýri. Þegar skipið steytír á skeri skutlast tunnan með Steinunni lengst út á haf. Steinunn kynnist nú aUs konar sjávardýrum, saklausum og góðum en líka grimmum og hættulegum. Henni tekst þó að bjarga sér úr öUum háska því hún er úrræöagóð. Á endanúm rekur hana á land í Afríku og kynnist þar í eigin per- sónu nokkmm af frægustu bamabókapersónum aldar- innar. Lína langsokkur fer með hana í skógarferð og sýnir henni nokkur af dýrum framtíðarinnar; afkvæmi fUs og öskubíls og fleiri sUk furðufyrirbæri. Ekki virðist þetta óvænta hvarf Steinunnar raska mikið högum foreldra hennar. Þegar hún sendir þeim skeyti frá Afríku, það var heppUegra en að hringja því þau vora örugglega að horfa á DaUas, virðast mamma hennar og pabbi alveg eins „bilaðar hljómplötur" og þau vom þegar Steinunn stakk af. Frekar ósannfær- andi að ekkert tilfinningarót skuU koma á huga þeirra. En tilgangur höfundar er greinilega ekki neinn siða- boðskapur. TUgangurinn er sá einn að skemmta og í lokin, eftír þessi tílkomuUtlu viðbrögð foreldra Stein- unnar, hressir hann upp á endinn með brandara Línu langsokks um frumskógalífið. Eins konar tvöfaldur endir sem heföi mátt laga betur að sögunni í heild sinni Bókmenntir Anna Hildur Hildibrandsdóttir eða hafa einfaldan. Það breytir því þó ekki aö ævin- týri Steinunnar eru skemmtileg. Bókin er 23 síður, heft í A4 brotí. Útgáfan er greini- lega gerð með það í huga að hafa hana sem ódýrasta og er ekkert nema gott eitt um það að segja. Sumt hefði þó mátt betur fara í frágangi, eins og örlítíð skakkar línur víða og ónákvæmt bókband. Hvítir staf- ir í grófan hvítdoppóttan rasta eru líka klaufaskapur. Sjóferðin mikla er skemmtilega myndskreytt af höf- undi sjálfum (þess er þó aðeins getið að hann hafi teiknað kápumynd). Hún er prentuð að mestu í tvílit sem er ágæt tilbreyting frá allri þeirri fjórUtaprentun sem völ er á og rýrir síst gildi myndanna sem eru skemmtílegt ævintýri út af fyrir sig. Sjóferðin mikla Höf.: Guðmundur Ðjörgvinsson Teikn.: Guðmundur Björgvinsson Útgefandi: Lifsmark Anna Hildur Hildibrandsdóttir Fjölirúdlar Sérkennilegir sérfræðingar Sjónvarps- og hljóövarpsstöðvar okkar kaUa stundum til sérfræð- inga, þegar mikið er um aö vera erlendis. En stundum eru skilríki þessara sérfræðinga vafasöm. Lít- um til dæmis á þá tvo menn, sem helst eru fengnir til að ræöa um málefhí Ráðstjórnarríkjanna, þá dr. Amór Hannibalsson heimspeki- prófessor og Árna Bergmann rit- stjóra. Báðir hafa þeir dvalist lang- dvölum þar eystra og kunna rúss- nesku. Á þeim er þó reginmuhur. Amór sagði satt um Ráðsijómarríkin, frá þvi að hann sneri aftur tílVestur- landa. En í mörg ár lagði Ámi Berg- mann tíl þræði í þann vef lyga og blekkinga, sem vestrænir róttækl- ingar reyndu að vefa í kringum Ráðstjómarríkin, og hættu því ekki, fyrr en veruleikinn haföi slitið allan vefinn í sundur. Og enn starfar hann á blaði, sem stefnir aö því að að veikja vamir vestrænna þjóða, þótt rödd þess sé skrækróma og máttlítil í öllum almennum umræð- um. Er Araórekkiáreiðanlegri heimild en Árai? Hvaða tryggingu höfum viö fyrir því að Árni segi okkur satt í dag, úr því að hann gerðiþaðekkiígær? Stundum er þaö eitt þó að sérfræö- ingunum, að þeir eru í raun og veru fáfræðingar. Stöð tvö fékk til dæmis stjórnmálafræðing einn til þess að segja skoðun sína á forsetakosning- unum haustið 1988. Sagði maðurinn (sem studdi vinstri manninn Duk- akis með helgisvip, að kosnignabar- áttan heföi veríð óvénjulega illvig. Vissi hann ekki af baráttu þeirra Goldwaters og Johnsons 1964? Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.