Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989.
Uflönd
„Samsteypusyóm eina leiðin“
Lelðtogl Nýja demókrataflokks-
ins I Grikklandi, Konstantin Mitso-
takis, spáði í gær öngþveiti í Grikk-
iandi ef ekki yrði mynduð sam-
steypustjóm nú aö loknum kosn-
ingum. Nýja demókrataflokkinn
vantaði þrjú þingsæti upp á að
hann næði meirihluta á þingi og
hefur flokkurinn fengið stjómar-
myndunarumboð i þijá daga.
Ef Mitsotakis tekst ekki að
mynda samsteypustjóm fær
Andreas Papandreou þrjá daga til
að reyna að mynda stjórn ög ef
honum mistekst em kommúnistar.
næstir í röðinni.
Papandreou hefur útilokaö sam-
vinnu við Nýja demókrataflokkinn
en Mitsotakis hefúr sagst vilja hitta
Papandreou.
Konstantin Mitsotakis, teiðtogi
Nýjð demókrataflokksins í Grikk-
landi.
Simamynd Reuter
Útflutningsbann á Picasso
Sænski flármálamaðurinn FYedrik Roos á nú á hættu að fá ekki allar
þær miHjónir sem hann hafði vonast eftir fyrir Picassomyndina „Brúð-
kaup Pierrettes". Mólverkið fer á uppboð í lok nóvember og fer það fram
samtímis í Tokýo og París. Búist er við að það fari á í kringum fjóra tíl
fimm milljaröa íslenskra króna, sem er metverö fyrir verk eftir Picasso.
Franski menningarmálaráðherrann, Jack Lang, hefur hins vegar lýst
því yfir að þaö sé ekkí líklegt að hann leyfi að málverkiö verði flutt frá
Frakklandi. Það gæti hins vegar leitt til þess að verkið félli í veröi því
varla er búist viö aö kaupendur sýni áhuga ef málverkið verður að vera
kyrrt í Frakkland.
Lang skýrði afstöðu sína með því að royndin tilheyrði menningararfi
Frakka og þess vegna ætti hún að vera um kyrrt í Frakklandi.
Fimmtán ára fangelsi
Þrjú hundruð dómarar og aðrir starfsmenn dómskerfisins í Kólumbíu
gengu um gðtur Bogota I gær og kröföust betra öryggis. Oómararnír
hafa verlð i verkfalll slðan 1. nóvember er starfsféiag! þelrra var myrtur.
Sfmamynd Reuter
Kólumbískur flkniefnasali var í gær dæmdur í fimmtán ára fangelsi
í Bandaríkjunum. Er það í fyrsta skipti sem fíkniefnasali, sem framseldur
hefur verið frá Kólumbíu, hlýtur fangelsisdóm í Bandaríkjunum frá því
að herferðin gegn flkniefnabarónunum hófst í ágúst síðastliðnum.
Fimm aðrir meintir fíkniefhasalar hafa verið framseldir til Bandaríkj-
anna á undanförnum mánuðum.
Fflanefhasalar hafa svarað herferð yflrvalda með fjölda sprengjutilræða
og morða. Sérstaklega hafa þeir beint árásum sínum gegn dómurum og
blaðamönnum.
Austur-þýskaland:
Stjórnmála-
ráðið víkur
Stjórnmálaráð austur-þýska
kommúnistaflokksins tilkynnti í
morgun að það segði af sér til að
axla ábyrgð á þvi ástandi sem ríkir
í landinu að því er kom fram í frétt-
um ADN, hinnar opinberu frétta-
stofu. Kemur afsögn þessi í kjölfar
afsagnar ríkisstjórnarinnar sem lét
undan þrýstingi almennings í
landinu í gær og sagöi af sér.
í fréttum ADN kom fram að Egon
Krenz, hinn nýi leiðtogi kommún-
ista, hafi farið fram á við miðstjórn
flokksins, sem nú fundar, að hún
samþykkti afsögn aflra átján meö-
lima stjörnmálaráðsins. Var það gert
mótatkvæðalaust skömmu eftir aö
fundurinn hófst í morgun. Ekki kom
fram hvenær nýtt stjómmálaráð
verður kosið.
Afsagnir ríkisstjómarinnar sem og
stjómmálaráðsins eru einsdæmi í
sögu Þýska alþýðulýðveldisins. Tals-
maður stjórnvalda, sem tilkynnti um
ákvörðun ríkisstjórnarinnar, hvatti
landsmenn til að sýna stillingu og
þolinmæöi. Þrjú þúsund A-Þjóðverj-
ar fóru í fjöldagöngu í Austur-Berlín
og kröfðust frjálsra kosninga. Þá
söfnuöust um fimmtíu þúsund sam-
an í borginni Wismar tfl aö krefjast
fjölflokkakerfis, frjálsra kosninga og
að endi yrði bundinn á alræði komm-
únista.
Stjórnarerindrekar voru búnir að
spá stórfelldum mannabreytingum á
þriggja daga fundi miðstjórnarinnar
sem og endurskoðun á stefnu flokks-
ins. Andófsmenn og jafnvel ráðherr-
ar og bandalagsflokkar kommúnista
höfðu hvatt til þess að stjórnmála-
ráðiö segði af sér til að veita Egon
Krenz tækifæri til að hrinda í fram-
kvæmd pólitískum og efnahagsleg-
um umbótum. Þrír fráfarandi ráð-
herrar stjórnarinnar - forsætisráð-
herrann, öryggismálaráðherrann og
varnarmálaráðherrann - áttu sæti í
stjórnmálaráðinu.
Talsmaður stjórnarinnar sagði að
ríkisstjórnin myndi sitja þar til þing-
heimur hefði kosiö nýja. Samkvæmt
fréttum ADN, hinnar opinberu
fréttastofu, má búast við að þing-
menn komi saman til fundar fyrir
vikulok.
Helmut Kohl, kanslari V-Þýska-
lands, bauð í morgun austur-þýskum
ráðamönnum víðtæka efnahagslega
aðstoö ef þeir leyfðu frjálsar kosning-
ar og sjálfstæöa stjórnmálaflokka.
Ummæli kanslarans komu aöeins
nokkrum klukkustundum eftir aö
austur-þýska stjórnin sagði af sér.
Þá ítrekaði Kohl einnig hvatningu
sína um að austur-þýskir kommún-
istaleiðtogar vikju af valdastóli.
Reuter
Um þrjú þúsund austur-þýskir andófsmenn komu saman til mótmælafundar fyrir framan höfuðstöðvar ríkisstjórnar-
innar í gær. Simamynd Reuter
Kttty Dukakis á sjúkrahús
Fréttir herma aö Kitty Dukakis,
eiginkona Michael Dukakis, íör-
setaframbjóðanda demókrata frá
því í fyrra, liafi verið flutt á sjúkra-
hús á mánudagskvöld. Kitty, sem
játað hefur aö hafa veriö ánetjuð
megrunarpillum og áfengi í tugi
ára, var látin gangast undir ýmsar
rannsóknir.
Talsmaður Dukakis sagði að
Kitty heföi verið hálflasin að und-
anfómu. Innlögnin á sjúkrahúsiö
hefði ekki verið vegrta áfengis- eða
lyfjaneyslu.
Kitty fór í fjögurra vikna afvötn- Kttty Dukakis.
un fyrr á þessu ári. . • Simamynd Reuter
„Oscar Wilde dö ekkl úr sýfilis"
„Oscar Wilde dó vegna sýkingar í eyra sem olli heilabólgu en ekki úr
sýfliis," sagði taugasérfræðingurinn Macdonald Critchley, sem er ráð-
gjafi við National Hospital í London, í gær. Kvaðst hann byggja þessa
ályktun sína á dánarvottorði Wildes.
Hann sagöi að sér hefði tekist að komast aö þvi hvaöa læknir það var
sem undirritaði dánarvottoröið í París. „Læknirinn var sérfræðingur sem
hefði átt að vera fær um að þekkja lokastig sýfiiis ef hann hefði séð
það,“ sagði Critchley.
Reyndar stóð á dánarvottoröinu, sem alltaf hefur verið í geymslu í einka-
skjalasafhi í New Jersey, að Wilde heföí dáið úr heilabólgu og hefur sú
sjúkdómsgreining verið kunn í mörg ár. En vegna þess aö Wilde var
hommi hala ævisöguritarar gert ráö fyrir að hann hafi þjáöst af sýfilis
og að það hafi verið sá sjúkdómur sem dró hann til dauða 46 ára gamlan.
Gífurlegur kosninga-
áhugi í Namibíu
Namibíumenn þyrptust á kjörstaði
í gær, fyrsta dag þingkosninganna
sem eru frjálsar. í afskekktum hér-
uðum í norðurhluta landsins var
áhugi manna fyrir kosningunum svo
miklll að þeir mættu á kjörstaði
mörgum klukkustundum áður en
opnað var. Áttu starfsmenn fullt í
fangi með að koma í veg fyrir að fólk
ryddist inn. Eftirlitsmönnum á veg-
um Sameinuðu þjóðanna þótti stór-
kostlegt að sjá svip þessa fólks sem
nú var að kjósa í fyrsta sinn.
Yfirleitt fór allt vel fram en hörmu-
legur atburður átti sér þó stað í
Ovambo í norðurhluta landsins þar
sem ungbam var slegið úr faðmi
móður og tróðst það til bana undir
fótum kjósenda. Ekki langt frá biðu
tveir níu ára drengir bana og tveggja
ára telpa þegar handsprengja sem
þau höfðu fundið sprakk. Hermenn
gerðu óvirkar tvær aðrar sprengjur.
Embættismenn sögðu að sprengjum-
ar hefðu verið leifar frá stríöi Suður-
Afríkumanna og skæruliða Swapo.
Búist er við að Swaposamtökin þegar úrslit verða gerð kunn í næstu
verði lýst sigurvegarar kosninganna viku. Reuter
Kjósendur i biðröð við kjörstað fyrir utan Windhoek i Namibíu i gær.
Símamynd Reuter