Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989. .11 Utlönd Kristnir í Líbanon einangraðir Kosning forseta í Líbanon og sam- þykkt fulltrúa á libanska þinginu um friðaráætlun Arababandalagsins hefur leitt til einangrunar kristinna í landinu að mati fréttaskýrenda og nær því splundrað því pólitíska ástandi sem ríkt hafði í marga mán- uði. Kosning forsetans á sunnudag var í samræmi við ákvæði friðaráætlun- ar sem nefnd á vegum Arababanda- lagsins hefur barist fyrir í marga mánuði að fá samþykkta. Hófsamur forseti Þingmenn kusu Rene Muawad, hófsaman, kristinn maróníta, ein- róma á sunnudag til að taka við embætti forseta. Muawad, sem er sextíu og fjögurra ára gamall og reyndur stjórnmálamaður, er mót- fallinn skiptingu þjóðar sinnar og lands samkvæmt trúarlegum for- sendum. Hann hefur átt góð sam- skipti bæði við kristna sem og mú- hameðstrúarmenn, segja fréttaský- rendur, og studdi meðal annars kröf- ur þeirra síðarnefndu um aukið póli- tískt vald í Líbanon. Stjórnmálakerf- ið þar í landi hefur verið hallt undir kristna. Muawad er andvígur íhlutun ísra- elsmanna í Líbanon, hvort sem um er að ræða pólitíska eða hernaðar- lega. Hann vill að ísraelar - sem réð- ust inn í landið 1982 - dragi herlið sitt að fullu til baka en ísraelskir hermenn eru enn staðsettir á einu svæði í suðurhluta landsins. Þar hafa þeir verið frá 1985 þegar mestur hluti hermannanna var fluttur frá landinu. Andstaða kristinna Það sem liggur fyrst fyrir hinum nýja forseta er að reyna að hrinda í framkvæmd ákvæðum friðaráætlun- ar Arababandalagsins. Fréttaskýr- endur spá honum erfiðu verki og segja að mikil andstaða kristinna við kosningu hans í forsetaembættið sé forsmekkurinn að því hvernig muni ganga að koma áætluninni í fram- kvæmd. Arabalöndin brugðust jákvætt við kosningu Muawad sem og flest önn- ur lönd. En kristnir stuðningsmenn Michel Aoun, yfirmanns herafla kristinna, andmæltu henni harka- lega og gripu til víðtækra mótmæla- aðgerða. Hvernig bregðast á við af- stöðu Aouns og stuðningsmanna hans er því erfiðasta verkefnið sem Muawad þarf að fást við. Aoun hefur hafnað þeirri friðará- ætlun sem Arababandalagið lagði fram og fékk nýverið samþykki líb- anska þingsins á þeim forsendum að ekki sé kveðið á um brottflutning sýrlensku hermannanna. Hann hef- ur og hafnað kjöri Muawads, segir það brjóta gegn ákvæðum stjórnar- skrárinnar. Aoun, sem er yfirmaður Borgarastyrjöld hófst í Libanon fyrir hartnær fimmtán árum. Ný ályktun um réttindi bama Eftir tíu ára vinnu og málamiðlan- ir liggur nú frammi ályktun hjá Sam- einuðu þjóðunum um réttindi barna. Ef hún verður samþykkt verður í fyrsta skipti alþjóðlegt bann við því að senda börn í stríð, nota þau við gerö klámmynda og klámrita og láta þau vinna hættulega vinnu. Vonast er til að ályktunin verði samþykkt á allsherjarþinginu 20. nóvember. Þann dag eru nákvæm- lega þrjátíu ár frá því að fyrri álykt- unin um réttindi barna var sam- þykkt. En þá var aðeins um almenn- ar meginreglur að ræða og stefnu- mörkun. Nýja ályktunin verður hins vegar bindandi fyrir þær þjóðir sem samþykkja hana. Hermaður15ára? Skoðanirnar á réttindum barna eru mismunandi eftir því um hvaða sam- félag er að ræða og því hafa höfund- ar ályktunarinnar neyðst til að hafa orðalagið þannig að túlka megi það nokkuð frjálslega. Lög og venjur hafa stundum fengið forgang, jafnvel þó að um jafn mikilvægt mál og vinnu barna hafi verið að ræða. Það hefur til dæmis ekki verið hægt að slá því föstu hversu lengi barnið er barn; þar til þaö er 18 ára eöa bara 15? í fyrstu grein ályktunarinnar er kveðið á um að þeir sem eru undir 18 ára aldri séu börn, nema í þeim löndum þar sem menn verða fyrr myndugir. Norðurlandaþjóðirnar hafa lagt á þaö áherslu að börn eigi ekki að taka þátt í styrjöldum og þess vegna eigi ekki að kalla í herinn þá sem eru yngri en 18 ára. En Norð- urlönd hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum. Stjómin þar hefur vísað til Genfarsáttmálans frá 1977 þar sem aldurstakmarkið er 15 ár. Nýja samþykktin geti ekki breytt því. í nýju ályktuninni er lögð sérstök áhersla á að flóttamannabörn og fot- luð börn eigi rétt á sérstakri vernd og umönnun auk þess sem böm yfir- leitt eigi að fá bestu hugsanlegu umönnun og menntun. Mikill áhugi Ljóst þykir að erfltt geti verið í ýmsum löndum að fara eftir ákvæð- unum þrátt fyrir góðan vilja og hafa sumir bent á að það séu bara ríku löndin í vestri sem geti framkvæmt það sem ályktunin boðar. En samt hafa lönd eins og Costa Rica, Venezu- ela, Senegal, Madagaskar og Egypta- land sýnt henni mikinn áhuga. Og ekki síst Pólland sem áttu frum- kvæðið og stjórnað hefur vinnunni við ályktunina. Alls tóku fjörutíu og tvær þjóðir þátt í nefndarstörfunum. Þrátt fyrir að allar stjómir séu ekki reiðubúnar til að fara eftir ályktun- inni verður hún mikilvægur stuðn- ingur fyrir þau samtök sem berjast fyrir réttindum barna í viðkomandi löndum. Nefnd tíu sérfræöinga á aö hafa eftirlit með því að farið verði eftir ályktuninni en ekki er enn ljóst hvort kostnaðurinn við hana eigi að greið- ast af Sameinuðu þjóðunum eða af þeim ríkjum sem samþykkja álykt- unina. Hún gildir um leið og tuttugu ríki hafa samþykkt hana. TT bráðabirgðaráðuneytis kristinna sem berst um völd við svipað ráðu- neyti múhameðstrúarmanna undir forsæti Sehm al-Hoss, reyndi að koma i veg fyrir forsetakosninguna með því að skipa svo fyrir aö þing skyldi leyst upp. Allt kom fyrir ekki, kosningin fór fram í Norður-Líþan- on. Frekari bardagar? Muawad hefur aldrei lýst því yflr opinberlega að hann styðji „frels- isstríð“ Aouns gegn þrjátíu og þrem- ur þúsund sýrlenskum hermönnum í landinu. „Framlag Sýrlendinga til framtíðarfriðar í Líbanon er nauð- synlegt og án þeirra næst ekki lausn,“ sagði forsetinn nýkjömi eftir heimsókn til Damaskus á síðast ári. Þrátt fyrir að sambúðin sé stirð í Líbanon búast fæstir fréttaskýrend- Michel Aoun, yfirmaður herafla kristinna í Líbandon, hefur hafnað kjöri Muawads i embætti forseta. Simamynd Reuter ur við að hinir höröu bardagar, sem geisuðu í landinu þar til í september síðastliðnum þegar vopnahlé var samþykkt, muni hefjast á ný. „Aoun veit að „frelsisstríðið" verð- ur ekki unnið með byssuvaldinu einu og Sýrlendingar, sem hlotið hafa stuðning erlendra ríkja við friöartil- lögur Araba, hætta ekki á að missa hann með því að hefja baráttuna á ný,“ sagði einn fréttaskýrandi. Reuter Viðbrögð við kosningu Rene'Muawad i embætti forseta Libanon hafa veriö misjöfn. Þessar konur, sem halda á mynd af honum, fögnuðu mjög kosning- unni. Simamynd Reuter SJAÐU! Tilbob í eina viku. GRUNDIG T55/340/90a 22" Beintengi. Hljómtœkjatengi. Flatur og hornréftur skjór. Gert róð fyrir teletexf. Fjöl- kerfatœki. Höfuðtólatengi. Tíðnijafnari (cable-tuner). Fjarstýring. Tungumólaskipt- ir. „Scart" tengi (Evrópu tengi). Stafrœnar stillingar (digital). 61.900kr.stgr. GÆDAFRAMKOLLUN UOSMYNDA HUSIÐ Dalshrauni 13 Hafnarfirði sími 91-53181 Opið ó laugardögum fró kl. 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.