Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER1989. Frjálst,óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF.. ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR_HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virká daga 95 kr. - Helgarblað 11 5 kr. íslenskar skipasmíðar Á síðasta áratug höfðu íslenskar skipasmíðar haslað sér völl og virtust eiga sér framtíð í landinu. Á annað þúsund manns unnu í skipasmíðastöðvum víðs vegar um landið og verkefni voru næg. íslenskir skipasmiðir stóðu kollegum sínum erlendis fyllilega á sporði og hér var glæsilegum skipum hleypt af stokkunum sem hafa í alla staði reynst vel. Þjóð sem byggir afkomu sína á fiskveiðum og er háð siglingum til og frá landinu þarf á skipasmíðaiðnaði að halda. Það er eðlilegt og sjálfsagt að við sjálfir smíðum skipin að miklu leyti, hvað þá að annast viðhald og við- gerðir. Allt helst þetta í hendur að vera sjálfum okkur nógir í höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar. Nú berast hins vegar þær fréttir að verkefnaskortur blasi við hérlendum skipasmíðastöðvum. Starfsmönn- um hefur verið sagt upp. Algjör óvissa ríkir um framtíð- ina. Þó munu íjórtán íslensk skip vera í smíðum erlend- is um þessar mundir. Ástæðurnar eru einkum þær að íslenskir útgerðarað- ilar hafa fengið hagstæðari tilboð frá erlendum skipa- smíðastöðvum sem eru styrktar úr opinberum sjóðum í atvinnubótaskyni. Þau undirboð, sem þannig fást í skipasmíðar fyrir íslenska útgerðaraðila, eru smám saman að grafa undan okkar eigin skipasmíðaiðnaði. Ekki er með sanngirni hægt að ásaka útgerðarmenn fyrir að semja um hagstæðasta verð enda verður vandi skipasmíðaiðnaðarins ekki leystur með því að þvinga viðsemjendur þeirra til að hlíta hærra verði en markað- urinn býður. Hitt er annað, að það er margt hægt að gera til efling- ar íslenskum skipasmíðaiðnaði. Tryggja þarf að útboð séu með löglegum hætti og tilboð berist ekki eftir á, eins og brögð hafa verið að. Bent hefur verið á að lánareglur megi bæta og sams konar bankaábyrgð veitt hérlendis og viðurkennd er gagnvart erlendum skipasmíðum. í fróðlegri blaðagrein eftir Jón Sveinsson í Stálvík er vakin athygli á mikilvægi réttrar gengisskráningar fyr- ir sjávarútveginn, sem styrkti stöðu hans og gerði at- vinnufyrirtækjunum kleift að auka viðskipti innanlands og standa í skilum. Jón heldur því fram að viðgangur í útgerð haldist í hendur við velgengni 1 nýsmíði og við- gerðum. í ályktun Málm- og skipasmiðasambandsins er lögð áhersla á að útgerðaraðilum verði heimilað að kaupa endurbyggð skip af íslenskum stöðvum og láta minni skip upp 1, innan ramma stækkunarreglna. Einnig er farið fram á að erlendum fiskiskipum verði heimilað ' að leita til íslands til viðgerða. Þar er ennfremur skorað á stjórnvöld að hlaupa undir bagga með því að beina viðhaldi og endurbótum á öllum skipum og öðrum mannvirkjum á vegum hins opinbera til innlendra skipasmíðastöðva. Þrátt fyrir ískyggilegan vanda skipasmíðaiðnaðarins virðast flestir vera sammála um að ekki skuh grípa til ríkisstyrkja og ríkisforsjár. Framangreindar tillögur markast af því, svo og ummæli ráðherra og þingmanna að undanförnu. Því ber að fagna. Við eigum og getum reist skipasmíðaiðnaðinn úr rúst, en við eigum ekki að gera það með niðurgreiðslum eða beinum styrkjum. Atvinnuvegurinn hefur alla möguleika til að standa á eigin fótum með því að gera honum kleift að taka þátt í samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Sú stefna þolir hins vegar enga bið. Ellert B. Schram Nú um stundir hefur íjölmiðlum sem og einstaklingum oröið tíðrætt um ofbeldi unglinga sem talið er að viðgangist innan þröngs hóps uppvaxandi kynslóðar. Minna fer hins vegar fyrir tillög- um til úrbóta eða því sem öllu skiptir að glöggva sig á rót vandans og því hverjum ber að axla ábyrgö- ina. Horft tilfyrri tíðar Þegar ég var að vaxa úr grasi þótti tusk af ýmsu tagi og jafnvel slagsmál ekkert sérstakt vandamál í hópi jafningja. Eftir að ég hafði aldur til að sækja samkomur sveitunga minna þótti tilheyra að horfa á góðbændur velta sér upp úr forinni í blóðugum slagsmálum. Amma mín spurði oft þegar heim kom: „Var mikið sleg- ist?“ Aldrei minntist hún auka- „... tusk af ýmsu tagi og jafnvel slagsmál þótti ekkert sérstakt vandamál i hópi jafningja," segir m.a. i greininni. Um ofbeldi ungl- inga og fjölmiðla teknu orði á að eínhver stórbónd- inn hefði verið beittur ofbeldi. Á þessum tima var menning ekki komin á það stig að menn hefðu vopnaða slagsmálahunda heima í stássstofum sínum upp á hvurn dag og norðlenskir bændur áttu þess ekki kost aö sækja sérstök nám- skeið í fantabrögðum. Þeir urðu því að láta sér duga það hugvit sem Guð af alkunnu réttlæti sínu hafði gefið þeim. Til nútíðar Maðurinn er samur við sig. Sá ótti, sem virðist hafa gripið um sig og tengist ofbeldi af ýmsu tagi, virð- ist því miður ekki ástæðulaus. Mörg okkar sem unnið hafa með bömum og unglingum um áratuga- skeið þykjast í auknum mæli sjá áhrif ofbeldismynda endurspeglast í leikjum og atferli ungs fölks. Sem betur fer er þaö lítill minnihluta- hópur sem ekki hefur náð þeim þroska að greina boðskap ómerki- legs myndefnis frá þeim veruleika sem lifað er í. Það æskufólk, sem nú er á tán- ingsaldri, er trúlega fyrsta kynslóð- in sem frá blautu barnsbeini elst upp við áhrif sjónvarps og mynd- banda. Töluverður hluti þessa hóps hefur haft óheftan aðgang að myndefni af þessu tagi, óháð þeim aldursmörkum sem opinbert kvik- myndaeftirlit gerir ráð fyrir. Ástæðan er sú aö uppalendur hafa oft ekki virt þessi mörk og aukin myndbandaeign verður þess valdandi að oft kann að vera erfitt fyrir foreldra að fylgja slíkum regl- um eftir. Hverjir bera ábyrgðina? Þaö er hlutverk stjórnvalda að marka stefnu í uppeldis- og menn- ingarmálum. í nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla segir svo: „Réttur foreldra til uppeldis barna sinna og ábyrgð á því eru grundvallaratriði í mannréttinda- samtökum sem íslendingar eru aðilar að. í samvinnu skóla við heimili verður að virða þennan rétt foreldra. Heimilin bera mesta ábyrgðina (feitletrun mín). Saman verða heimili og skóh að stefna að því að meginmarkmiðum grunn- skólanáms sé náð.“ (Aðalnámskrá grunnskóla bls. 9.) Af þessu má ljóst vera að heimili og skóh gegna lykilhlutverki í upp- eldismálum þjóðarinnar. Hlutur heimilanna er þó án tvímæla mest- ur. Þá er rétt aö gera sér grein fyrir að th að mæta kröfum tímans hafa mörg sveitarfélög komið á fót sér- stökum félagsmiöstöðvum fyrir ungt fólk. Þá eru ótalin hin fjöl- mörgu barnaheimili og leikskólar. Allir þessir aðilar gegna miklu uppeldishlutverki. Áf langri reynslu í skólastjóm fullyrði ég að í langflestum tilfell- um rækja þessar stofnanir störf sín eftir fóngum og skha þjóðinni Kjállarmn Viktor A. Guðlaugsson skólastjóri Árbæjarskóla Reykjavík þroskavænlegu, hehbrigðu fólki. Seint verður þó fullkomnun náð. Því er það að ætíð víkur nokkur hópur af vegi dyggðarinnar og þarfnast utanaðkomandi aðstoð- ar. Þessir unghngar, sem vegna mis- taka í uppeldi lenda á glapstigum, verða oft skotspónn einstaklinga sem af lítilli mannúð og þekkingu finna sig knúna til að velta sér upp úr óláni þeirra án þess að sýna þá ábyrgð að koma fram með raun- hæfar tillögur til úrbóta eða leita orsaka vandans. Mér finnst liggja beint við að álykta að þegar unglingar lenda á glapstigum hafi uppeldi þeirra brugðist. Stundum má rekja orsak- ir til slæmra uppeldisskhyrða' á heimhum, í öðrum tilvikum til mis- heppnaðrar skólagöngu og raunar oft samblands af þessu tvennu. í öðrum tilvikum höfum við ekki til- tækar skýringar. Hvaðer tilráða? Ef svar við þessari spurningu lægi í augum uppi værum við trú- lega ekki að fjalla um máhð á þenn- an hátt. Ég leyfi mér þó að benda á nokk- ur atriði: 1) Ég tel brýnt að endurskoðuð verði afstaða fjölmiðla til þess efnis sem fólki er boðið upp á. 2) Ég tel nauðsynlegt að uppalend- ur setji börnum og unglingum skýrari mörk og stýri af meiri festu notkun fjölmiðla á heimh- um. 3) Ég tel ástæðu til að uppeldis- stofnanir og heimih efli umræðu um samskiptamál. 4) Fræðsluyfirvöld verða að axla aukna ábyrgð. Hér er ekki svigrúm til að fjalla ítarlega um hvern þessara þátta en ég vh fara nokkrum orðum um hinn síðasta. Hlutverk fræðsluyfirvalda Að mínu mati má skipta því í tvennt: 1) Fyrirbyggjandi starf. 2) Úrlausnir þegar vandinn er til staðar. Skal nú vikið nokkrum orðum að hvorum þessara þátta fyrir sig. Nauðsynlegt er að uppeldisstofn- unum sé gert skylt og kleift að halda uppi öflugu forvarnarstarfi. Ráðning náms- og félagsráðgjafa að hinum stærri skólum væri spor í rétta átt. Þegar svo hefur kreppt að ein- staklingnum að hann á þess ekki kost að stunda nám sitt í almenn- um skóla þurfa að vera til skólaúr- ræði þar sem unnið er markvisst með vandann og reynt að skila unglingnum út í samfélagið á ný sem þroskaðri einstaklingi sem er fær um að takast á við líflð á grund- velli þeirra lífsgilda sem viður- kennd eru. Hvenær grípa á th svo sértækra úrræða er ein af vandasömustu ákvarðanatökum í uppeldisstarfi, því skyldur okkar ná til bæði þol- enda og gerenda. Þau úrræði, sem fræðsluyfirvöld bjóða upp á í shkum thvikum, eru harla fá og er brýnt að þau ræki skyldur sínar betur á þessum vett- vangi. Niðurlag Ég hefi í þessum fáu orðum reynt að sýna fram á að mannleg sam- skipti hafa ætíð verið og munu ætíð verða viðfangsefni hverrar kynslóðar. Eðli þeirra ræðst af menningaraðstæðum á hverjum tíma. Sú kynslóð, sem berst með straumi tækniframfara og leggur mikla áherslu á efnalega vel- gengni, verður að axla sínar byrðar engu síður en þær kynslóðir sem hörðum höndum urðu að vinna fyrir mat sínum og vondum klæð- um. Það verða mín lokaorð í þessum stutta pistli að sú umfjöllun, sem þessi mál fá á komandi tímum, markist af innsæi og umburðar- lyndi þeirra sem um þau vilja fjalla og að eigi kasti aðrir steinum en þeir sem syndlausir eru. Viktor A. Guðlaugsson „Það æskufólk, sem nú er á tánings- aldri, er trúlega fyrsta kynslóðin sem frá blautu barnsbeini elst upp við áhrif sjónvarps og myndbanda.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.