Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1989, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 8. NÖVEMBER 1989. 25 kannar Verðlagsstofnun kannar nú hvort auglýsingar um spariskír- teini ríkissjóðs brjóti í bága viö lög um villandi auglýsingar. í auglýsingunura segir að spari- skírteini ríkissjóðs séu eignar- skattsfrjáis eins og innstæður í bönkum. Þessi fullyrðing mun tæplega standast gagnvart lög- um. Sólveig Guðmundsdóttir, lög- fræðingui- hjá Verðlagsstofnun, sagði í samtali við DV að verið væri að rannsaka máhð og niður- staða lægi fyrir innan skamras. -Pá FÍB heimtar endurgreiðslu ofgreidds söluskatts af „Söluskattur, sem hefúr verið greiddur af iögjöldum vátrygg- inga bifreiða fyrir vátryggingar- tímabil sem nær fram á árið 1990, hiýtur að vera endurgreiddur af ríkissjóði. Engin lög mæia svo fyrir að heimilt verði að taka söluskatt af neinu eftir 1. janúar 1990." Þetta er álit 19. iandsþings Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem fram fór um helgina. Jónas Bjarnason, formaður FÍB, sagði í samtali viö DV að iögfræðingar félagsins væru á einu ’máli um skýlausan rétt bif- reiðaeigenda til endurgreiðslu í þessu tilfelli. „Það hefúr ekki kðmið hér inn á borð með formlegum hætti hvemig staðiö skuli að hugsan- legri endurgreiöslu söluskatts af iðgjöldum," sagði Mörður Árna- son, upplýsingafulltrúi íjármála- ráðuneytis, í samtali við DV. „Það er ekki skýlaus lagaréttur fyrir endurgreiðslu. Það getur verið siðferðilegur réttur en það þarf ekki aö fara saman við strön- gustu túlkun laganna," sagði Möröur. Hann benti á að tryggingafélög hefðu átt að vita þegar 1 upphafi þessa árs að ekki stóð til að inn- heimta virðisaukaskatt af ið- gjöldum. Því hefði þeim verið í lófa lagið að innheimta iðgjöld aðeins til áramóta. „Tryggingafélögin hata því ekki gætt hagsmuna viöskiptavina sinna sem skyldi. Endurgreiösla á ofgreiddum skatti er flókið mál og erfltt og ekki Ijóst hvort ráðu- neytiö þarf að taka sérstaka af- stöðu í því máli," sagði Mörður. Ljóst er að viðskiptavinir trygg- ingafélaga hafa ofgreitt umtals- verðar upphæðir í formi sölu- skatts. Tryggingafélögin hafa lýst því yfir aö þeim beri ekki að end- urgreiða ofgreiddan söiuskatt því féð sé komiö til hins opínbera og því þess að annast endurgreiðslu. Landsþing FÍB áréttaði og þá afstöðu sína að alls ekki skyldi Ieggja virðisaúkaskatt á vátrygg- ingar og benti á, máli sinu til stuönings, að skatturinn legöist ekki á slysa-, örorku- eða dánar- bætur hins opinbera. Auk þess væru engin dæml fyrir shkri skattlagningu á bifreiðaiðgjöld í nágrannalöndúm íslands og því skorti algjörlega fordæmi fyrir slíku athæfi. -Pá ______________________________________________Lífsstai Frjálst áfengisverð á veitingastöðum: Dæmi um 42% hækk- un á sterkum vínum kvæmt könnun þessari. Það þýðir 50% hækkun. Aðilar sem DV ræddi við voru á einu máli um að léttvín hefði hækkað meira en sterk vín þvi álagning á þvi hefði verið orðin of lág. Nokkrir sem þátt tóku í könnuninni höfðu ekki nýtt sér frjálsa álagningu nema til óverulegrar hækkunar til þess aö rúnna af tölur til hagræðis í viðskipt- um. Miðað við niðurstöður þessarar könnunar verður ekki séð að stað- hæfingar um að goslækkun komi á móti vínhækkun, þannig að menn greiði þaö sama eftir sem áður, standist nema lækkun á gosi hefði orðið veruleg. -Pá Sumir veitingamenn virðast hafa nýtt sér frjálsa álagningu á víni til verulegra hækkana. DV-mynd KAE Síðan 1. október hefur álagning á áfengi á veitingastöðum verið frjáls. Samkvæmt lauslegri könnun DV hafa ekki allir veitingastaðir breytt sínum verðum en þeir sem ekki hafa gert það hyggja á breytingar. Fyrir 1. október var heimil 52% álagning á léttum vínum en 72% á sterkum vínum. Hjá Sambandi veit- inga- og gistihúsaeigenda fengust þær upplýsingar að víða hefði gos Neytendur verið lækkað til mótvægis við hækk- un á áfengi. Þetta ætti að þýöa það að sá sem t.d. drekkur vodka í kók borgar jafnmikið fyrir glasið nú og hann gerði fyrir 1. október en hlut- fóll verðsins hafa breyst. Hámarksverð á einfóldum viskísj- úss var 173 krónur fyrir 1. okt. Hæsta verð var samkvæmt könnun DV á Duushúsi og í Danshöllinni, 190 krónur. Það þýðir rúmlega 10% hækkun. Einfaldan sjúss af íslensku brenni- víni mátti selja á 124 krónur áður. Hæsta verð var á Gauk á Stöng, 150 krónur. Það þýðir 20% hækkun. Koníakssjúss af Courvoiser kostaði áður 211 krónur en kostar nú 300 krónur í Duushúsi sem er 42% hækk- un. Flaska af Blue Nun hvítvíni mátti áður kosta 900 krónur hið mesta en kostaði 1.350 krónur í Duushúsi sam- Verðfyrirl. okt. Esjuberg Gaukurá Stöng Dans- höllin Duus-hús Café Hressó Krókurinn Nýbýlavegi Hótel island Mesta hækk- un frá 1. okt. Einf. viski, Bailantine 173 175 190 190 173 175 180 10% Einf. ísl. brennivín 124 150 140 140 124 125 130 20% Einf. gin, Gordon's Dry 159 160 170 180 159 160 160 13% Einf. koníak, Courvoiser 211 275 300 275 240 42% Einf. vodka, Smirnoff 147 147 160 160 180 147 150 160 22% Campari Bitter 215 215 220 240 240 215 215 220 11% Blue Nun, hvítvin 1 /1 fl. 900 1285 1350 50% Beaujolais, rauðvín 1 /1 fl. 1367 1367 1400 1750 1367 1640 28% Mengunarreglugerð: Útblástursmælingar hefjast um áramót - tvær reglugerðir mn sama efni ósamhljóða Samkvæmt reglugerð sem Holl- ustuvemd ríkisins gaf út í sumar er gert ráð fyrir að frá og með næstu áramótum verði fylgst með útblæstri bifreiða og fylgst verði með því að mengun frá þeim verði innan ákveð- inna marka. Reglugerðin var ekki send Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Bílgreina- sambandinu né dómsmálaráðuneyt- inu til umsagnar áður en hún var samþykkt. DV er kunnugt um að þessir aðilar eru verulega óánægðir með að ekki skyldi vera leitað þeirra álits. Reglugerðin gerir ráð fyrir að eftir 1992 verði allir nýir bílar búnir hreinsibúnaði. Þeir staðlar, sem mið- að er við, eru sniðnir eftir bandarísk- um viðmiðunum og hafa öll Norður- löndin samþykkt að taka þessa staðla í notkun hið fyrsta að sögn Ólafs Pét- urssonar hjá Hollustuvemd ríkisins. „Ákvæði reglugerðarinnar em í samræmi við það sem hin Norður- löndin hafa samþykkt og við emm reyndar á seinni skipunum," sagði Ólafur Pétursson í samtali við DV. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við neina óánægju en benti á að heil- brigðisráðuneýtið hefði átt að sjá um að senda reglugerðina hagsmunaað- ilum til umsagnar. Ekki náðist í Ingi- mar Sigurðsson í heilbrigðisráðu- neytinu sem annaðist þetta mál þar. Bifreiðaeftirlitið tilbúið í Reykjavík um áramót Ljóst er að Bifreiðaskoðun íslands er ekki í stakk búin til þess að fylgja ákvæðum reglugerðarinnar til hins ýtrasta. Gert er ráð fyrir að tæki til útblástursmælinga verði komin upþ 1 nýrri skoöunarstöð Bifreiöaskoð- unar sem tekur til starfa um áramót í Reykjavík. Slíkar mæhngar ættu síðan að geta hafist á Akureyri að ári þegar lokið verður byggingu slíkrar stöðvar þar en aðrir lands- hlutar verða að bíða enn sinn. Innan fimm ára er gert ráð fyrir að allar skoðunarstöðvar verði búnar tækj- um til útblástursmælinga. Sam- kvæmt upplýsingum frá Bifreiða- skoðun íslands er gert ráð fyrir að skoðunargjald hækki um 300 krónur sérstaklega vegna þessara mælinga en búnaður til þeirra er dýr. Ekki hefur enn verið sótt um slíka hækk- un til ráðuneytisins. Áætlanir um hækkun eru byggðar á reynslu frá öðrum löndum. Einnig Reglugerð Hollustuverndar ríkisins gerir ráö fyrir strangari kröfum um útblástur frá bifreiðum en reglugerð sem dómsmálaráöuneytið er með í smíðum um sama efni. kemur fram að árleg stilling á heimil- isbíl hefur í for með sér 2% bensin- sparnað á ári en það nemur 1.500- 2.00 krónum. Tvær reglugerðir um sama efni með ólíkum kröfum Dómsmálaráðuneytið er með í und- irbúningi reglugerð um gerð og bún- aö ökutækja. Þeirri reglugerð ber ekki saman við reglugerð um meng- unarvamir sem Hollustuvernd ríkis- ins gaf út í sumar og gildi tekur um áramót. Reglugerð ráðuneytisins miðast. við evrópska staðla meðan hin gerir ráð fyrir bandarískum staðh sem er mun strangari. Þetta misræmi hefur í for með sér að nægilegt verður að vera- að ákvæðum annarrar hvorrar reglu- gerðarinnar sé fullnægt þegar bílar eru fluttir til landins. Guðni Karlsson í dómsmálaráðu- neytinu sagði í samtali við DV að þetta misræmi hefði ekki enn verið leiðrétt en áætlað er að reglugerð ráðuneytisins komi út fyrir jól. Bif- reiðaskoðun íslands hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytiö aö nánar verði skilgreint hvaða kröfur á að gera til búnaðar bifreiða, einkum með tilliti til þess hvort gera skuli kröfu mn að bifreiðar verði búnar tækjum til efnahvarfa (katalysator). -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.