Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989. Fréttir Enginn tók ámóti „Linda sagði að sér þætti ekM eins mikiö um að vera og í Lon- don I fyrra. Þaö leggst vel í hana aö skila af sér titlinum. Síðastlið- iö ár hefur veriö skemmtilegt og ævintýri likast en um leið mjög erfitt," sagði Ásta Hólmgeirsdótt- ir, móöir Lindu Pétursdóttur feg- urðardrottningar, við DV. Ný ungfrú heimur verður krýnd í Hong Kong eftir hádegi í dag að íslenskum tíma. Linda Pétursdóttir mun þá afhenda arf- taka sínum titilinn. Linda hélt til Hong Kong fyrir tæprí viku og svo einkennilega vildi til að enginn var kominn til að taka á móti henni. Hafði ann- ars verið gert ráö fyrir rauöum dreglum, fyrirfólki og „ slíku. Ástæðan fyrir þessu var sú að vél Lindu seinkaði og hélt móttöku- nefhdin þá að hún kærai ekki fy rr en daginn eftir. Linda varð þvi að bjarga sér á hótel upp á eigin spýtur. -hlh Þremur kind- Félagar úr Flugbjörgunarsveit- inni í Reykjavík héldu upp í Esju í gærmorgun og björguðu þaöan þremur kindum sem voru næst- um komnar í svelti. Fóru níu manns af stað um morguninn. Var ekið aö fjallinu og síðan geng- ið upp fyrir kindumar með hjálp tilheyrandi klifurbúnaðar. Sigu menn síðan niður í klettana og hifðu kindurnar úr prísundinni. „Þær voru víst fjórar en ein mun hafa hrapað á laugardaginn. Það stóð til að skjóta hinar niður en það var fallið frá því og beðið um aðstoö okkar. Þær voru ekki svo iila á sig komnar, greyin, en likaði ekki sérlega vel að vera híföar úr klettunum," sagði Ing- var Valdimarsson, formaöur Flugbjörgunarsveitarinnar. Eigandi kindanna er Andrés Ólafsson,bóndiáHrísbrú. -hlh Jóhann tapaði fyrir Short Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Nigel Short í 7. umferð stórmeist- aramótsins í Júgóslavíu. Jóhann varð aö játa sig sigraöan eftir 29 leiki en þetta er talin besta skák Short til þessa í mótinu. Sigurganga heimsmeistarans heldur áfram og að þessu sinni vann hann Kosul í 21 leik. Ka- sparov er nú með 6 vínninga og hefúr tveggja vinninga forystu. Simen Agdestein vann sína skák gegn Damijanovic en öðrum skákumlaukmeðjafntefli. -SMJ Tveir piltar voru í 20-30 metra fjarlægð frá sprengingurmi við Laufásveginn: Við fundum fyrir gífur- legum þrýstingi - mikill reykur gaus upp frá garðinum við Laufásveg 24 Viðgerðarmenn voru strax kvaddir til að negla plötur fyrir glugga i húsinu við Laufásveg og nærliggjandi hús þar sem rúður brotnuðu. DV-myndir S rosahellu fyrir eyrun og fundum fyr- ir gífurlegum þrýstingi. En við heyrðum ekkert í öllum þeim rúðum sem brotnuðu því heymin hefur dofnað. Sprengjan sprakk á milli okkar og hússins viö Laufásveg 24, hún hefur sprungið 20-0 metra frá þeim stað sem við vorum staddir á. Ég hef aldrei heyrt annað eins,“ sagöi annar piltanna tveggja sem voru að ganga frá húsi Kvennaskólans í gær- kvöldi þegar mikil sprenging varð nálægt þeim við hús á Laufásvegi. Rúður í nærliggjandi húsum sprungu einnig og munu alls 16 rúð- ur hafa brotnað. „Síðan sáum við þegar mikill reyk- ur gaus upp frá garðinum við Laufás- veg 24 enda erum við vissir um að sjálf sprengjan sprakk einhvers stað- ar þar, líklega við bílskúrinn þar sem hurðin brotnaði. Við áttum erfitt með aö fóta okkur í þessum látum því þaö Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar og lögreglumenn við Laufás- veg í gærkvöldi. Liklegt er tatið að sömu menn hafi verið að verki við sprenginguna i gærkvöldi og þegar sprengjur sprungu við Bergþórugötu og Öldugötu í haust. var sveli á stígnum. Ég heyrði ekkert með öðru eyranu í nokkum tíma á eftir. Þama heíði orðið stórslys ef einhver hefði verið nær. Við drifum okkur svo bara í burtu og vissum í rauninni ekkert hvað gerðist fyrr en við horfðum á ellefufréttir í sjón- varpinu," sagði annar piitanna. Sprengjusérfræöingur Landhelgis- gæslunnar sagði í samtali við DV í morgun að óneitaniega benti ýmis- legt til að hér hefðu sömu aðilar ver- ið að verki og þegar sprengjur sprungu við Bergþómgötu og Öldu- götu í haust. „Þetta virtist vera svip- aður styrkur miðað við rúöubrotín og aðrar aðstæður. Auk þess sprakk líka bílskúrshurð núna í húsinu viö Laufásveg. Mér finnst eðlilegt að strákamir tveir haíi ekki gert sér grein fyrir því þegar rúðumar brotn- uðu - heym þeirra hefur lamast í einhvem tíma. Þeir fengu á sig end- urkast frá höggbylgju og ég er ekki 1 hissa á að þeir hafi átt erfitt með að fóta sig. Ef einhver hefði verið nær sprengmgunni t.d. í sundinu á milli húsanna þá hefði ekki þurft neina plástra á viðkomandi,“ sagði sprengjusérfræðingurinn í morgun. -ÓTT „Við vorum að ganga eftir stígnum sem hggur við styttuna í Hallargarð- inh við Fríkirkjuveg 11 þegar við heyrðum og fundum þessa rosalegu sprengingu. Vinur minn féll á stíg- inn, ég hrökklaðist undan en náði að halda mér á fótunum. Við fengum Tillögur nefndar um aðstoð við refabændur: Um 100 milljóna króna lán út á dauðar læður - full ríkisábyrgð verði á lánunum Samkvæmt tillögum starfshóps á vegum landbúnaöarráöuneytsins munu refabændur fá 11 þúsund króna ríkisábyrgð á hverja læðu sem þeir áttu fyrir rúmu einu og hálfu ári. Frá þeim tíma hefur læðunum hins vegar fækkað um rúmlega 9.400. Samkvæmt tillögunum er því gert ráð fyrir að um 103 milljóna króna ríkisábyrgð verði veitt út á refalæöur sem búið er að lóga. í febrúar síðastliönum voru um 7.424 refalæður á landinu. Þeim hafði þá fækkað um 9.406 frá árinu á und- an. í tiliögum hópsins segir að þar sem lausaskuldavandi loðdýra- bænda sé fyrst og fremst tilkominn vegna erfiðleika á fyrri árum sé eöli- legt að miða skuldbreytinguna við bústofninn eins og hann var snemma á síðasta ári. Auk þess leggur nefndin tíl að heimilt verði að miða við læðufjöld- ann eins og hann var árið 1987 ef umtalsverðar breytingar hafa orðið á bústofninum frá þvi ári og fram til febrúar í fyrra. Árið 1987 voru refa- læðurnar um 18 þúsund. Þeim hefur því fækkað um 10.576 síðan þá. Ef þessi fækkun verður að fúllu notuð til að fá ríkisábyrgð þá munu um 82 miHjónir renna til lifandi refa en 116 milljónir tíl dauðra refa. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.