Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 11
MTOVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989. 11 Sviðsljós Var Marilyn Monroe kynhverf? „Norma Jean var alin upp á fóstur- heimili fyrstu ár ævi sinnar en þegar hún var sex ára fór hún í fóstur til kynhverfrar konu. Að þeirri reynslu bjó Norma Jean alla sína ævi og ýmislegt af því sem hún varð áskynja í uppeldinu mótaði afstöðu hennar til kynlífs á fullorðinsárum," segir Ted Jordan sem var náinn vinur hennar. Hann hefur nýlega gefið út bók um ævi og ástir Normu Jean sem tók sér nafnið Marilyn Monroe þegar hún varð fræg. „Hún fann sér bólfélaga hvenær sem hana langaði til að njóta ásta og henni var sama hvort það var karl eða kona sem hún fór upp í rúm með. Eftir að Norma varð fræg átti hún ástarævintýri með konum jafnt sem körlum. Meðal þeirra kvenna sem hún hreifst af var fræg kvikmynda- stjarna en vegna þess að hún er enn á lífi get ég ekki sagt hver hún er. Eftir að Norma varð fræg um allan heim hélt hún áfram að vera jafnt með konum sem körlum, þó ekki kæmist það í hámæli. Það var þó á vitorði margra í Hollywood. Ein þeirra sem vissi af þessu leynd- armáli hennar var Elizabeth Taylor og hún hataði Normu fyrir kyn- hneigðir hennar. Hins vegar mátti alls ekki segja frá þessu því hvað heföi gerst ef upp hefði komist að kyntákn allra tíma væri kynhverft. Ein af þeim konum sem Norma hafði náin samskipti við var Lih St. Cyr sem var fræg nektardansmær. Það var á þeim tíma sem Norma var enn ekki orðin fræg. Lili var ákaflega falleg kona og vakti athygli hvar sem hún fór. Með þeim tveimur tókust mjög náin kynni og Norma lærði ýmislegt af henni svo hún mætti líta betur út, svo sem hvemig hún ætti aö mála sig og klæða. Samband þeirra tveggja varði í mörg ár og ég held að þær hafi verið ákaflega hrifnar hvor af annarri. Önnur kona, sem Norma hreifst Þetta hjónaband: Af skilnaðamiálum þeirra frægu - dóttir Elvis að skilja Að sögn kunnugra mun nú allt vera komiö í háaloft í hjónabandi Lisu Marie Presley og eiginmanns hennar, Danny Keough. Ástæðan fyrir tíðu hjónabandsrifrildi þeirra hjóna mun einkum vera sú að þau geta ómögulega komið sér saman um hvernig eigi að ala upp dótturina, Danielle. Móðir Lisu Marie mun hins vegar vera hæstánægð með að þau skuli hafa slitið samvistum þar sem henni hefur alltaf verið í nöp við Danny. Þar með er ekki öll sagan sögð því Danny mun víst líka vera í nöp viö Priscillu fyrir aö vera stöðugt að skipta sér af málefnum þeirra hjóna. Nýlega sagði Danny vini sínum að ástandið væri gjörsamlega óþolandi því Lisa væri gjörsamlega ófær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir án samráðs við móður sína og það væri fyrst þegar hún væri búin að gefa grænt ljós á hvað mætti og hvað mætti ekki að hún tæki ákvörðun. Það skipti hins vegar engu máh hvað Lisa og Danny meðan allt lék í lyndi. Priscilla hafði allt á hornum sér. hann hefði um máhn að segja. Lisa mun nú flutt af heimih þeirra hjóna í Tarzana í Kaliforníu og tók hún dóttur sína með sér. Hún flutti að vísu ekki langt, fór bara til mömmu með dóttur sína. Danny býr hins vegar enn á fyrrverandi heimili þeirra hjóna. Einmitt núna þegar aumingja htla Danielle er á þeim aldri að þurfa hvað mest á umhyggju beggja for- eldra sinna að halda eru þau skilin, hefur náinn vinur ijölskyldunnar látið hafa eftir sér. mjög af, var Natsha Lytness en þær léku eitt sinn saman í kvikmynd. Samband þeirra stóð ekki mjög lengi. Lili St. Cyr kenndi Marilyn hvernig hún ætti að mála sig. Þær bjuggu þó saman um tíma en skildu svo en alla tíð hélst þó vinátta þeirra í millum,“ segir Ted Jordan. Ted Jordan kRTAPI EÐJANDI OG BRAGÐGOTT LLAR MATARÁHYGGJUR ÚR SÖGUNNI Heildverslun, 7 fSSB BaSS ÞínQase,< ■ IIIUU Sími 77311 Vandaóur bæklingur með upp- lýsingum og leiöbeiningum á íslensku fylgir. FÆST Í APÓTEKUM OG BETRI MÖRKUÐUM 5dagamegrun,sem ITAEININGAR í LAGMARKI NGAR AUKAVERKANIR Varahlutir i kveikjukerfið Úrvalsefni á mjög góðu verði í flestar gerðir bíla. SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.