Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 13
13
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989.
dv Lesendur
Hneyksli í olíukaupum
Hörður Jónsson skrifar:
í sl. viku var undirritaður olíu-
samningur milli íslands og Sovét-
ríkjanna að upphæð sem er hátt á
fjórða milljarð króna. Þetta hefði
nú ekki verið í frásögur færandi,
nema af því að í þessum milliríkja-
samningi er einmitt kveðið á um
að þetta sé gagnkvæmur milliríkja-
samningur, þ.e. að við kaupum
vörur af Sovétmönnum og þeir
kaupi vissar vörutegundir af okk-
ur, þ.á m. saltsíld - og þetta hefur
gengið eftir um árabil.
Ég get ekki.samþykkt að þessi
undirskrift af okkar hendi um olíu-
kaupin sé framkvæmd til þess eins
að leika dýrlinginn og segja þetta
gert til „að standa við samningana
fyrir okkar leyti“. - Svona rök-
semdafærsla er hreint út í hött og
lýsir einfaldlega litlu viðskiptaviti
okkar fulltrúa.
Það getur ekki staðist (nema hér
sé um hreinan hálfvitahátt að
ræða) að við skrifum undir kaup á
olíum fyrir hátt á íjórða milljarð,
án þess að einhvers staðar hafi
komið þrýstingur og hann tals-
verður. - Eg hef grun um að olíufé-
lögin hafi verið hér að verki og vilj-
að fá þennan samning í höfn fyrir
sitt leyti. - Ekkert hefur a.m.k.
heyrst frá þessum innflutningsað-
ilum um að þeir séu óánægðir með
undirskriftina. - Það hefur hins
verið gagnrýnt ótæpilega af útgerð-
armönnum og fleirum sem eiga
mikið undir sölu á sOd á þessu
hausti.
Er hugsanlegt að olíusamningur,
sem bundinn er til 12 mánaða, sé
auðveldari í meðferð fyrir öU olíu-
félögin sameiginlega heldur en ef
þau þyrftu að reyna hvert fyrir sig
að ná sem hagkvæmustu kjörum á
olíum og bensíni eftir því sem
kaupin gerast á eyrinni í Rotterd-
am? - Nú er ekki svo vel að olían
frá Sovétríkjunum sé ódýrari en á
hinum almenna markaði, verðiö er
ákveðið við hvem skipsfarm sem
sendur er hingað og þá miðað við
Rotterdamverð.
Það er hins vegar ósköp einfóld
aðferð að vera húinn að gera samn-
ing um ákveðið magn af olíu og
bensíni fyrir árið og þurfa ekki að
hafa neinar áhyggjur meir. - Og
það sem verra er, að hafa tryggt
að öU oUufélögin verði að selja
þessar vörur á sama verði frá dælu
hér á landi. - Engin samkeppni! -
Það er ekki að undra þótt ohufélög-
in þykist ekki geta boðið viðskipta-
vinum sínum upp á viðtekna við-
skiptahætti með því að taka gOd
greiöslukort.
Mér finnast þessar fréttir um
undirskrift okkar um oUuviðskipti
við Sovétríkin vera eitt hneysklið
enn í utanríkisviðskiptum okkar
og var þó ekki á bætandi. Það á,
að ég hygg, eftir að koma í ljós
hver eða hverjir lögðu svona mikið
ofurkapp á að ganga frá þessum
viðskiptum um oUuna.
Upplagseftirlit, til hvers?
Á auglýsandi að fara eftir upplagstölum eða hyggjuviti?
Friðrik Friðriksson hringdi:
Formaður Sambands ísl. auglýs-
ingastofa hefur látið það áUt í ljós
að nú sé kominn tími tU að „krefjast
þess að allir fjölmiðlar eigi aöOd að
upplagseftirUti fiölmiðla.“ Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem þetta áUt kem-
ur upp hjá Sambandi auglýsingastofa
og Verslunaráðinu. En hvað hangir
á spýhmni? Ég hef aldrei getað séð
það.
Mér er nær að halda að einhveijar
aðilar, sem gefa út „vonlaus" tíma-
rit, jafnvel dagblöð, séu að pressa á
að fá þetta upplagseftirUt. Ég get ekki
trúað því að auglýsendur séu að
krefiaíeinn eða annan um þetta. Ég
hef sjálfur þá skynsemi tO að bera
að geta dæmt hvar ég vil auglýsa.
Ég fylgist með æðaslætti þjóðlífsins
í verslun og viðskiptum og ég heyri
og sé sjálfur hvaða fiölmiðlar það eru
sem fólkið sækir í. Það eru þeir
stærstu.
Hverjir eru þeir stærstu? Af prent-
miðlum eru það Morgimblaðiö og
DV. Þá koma sjónvarpsstöðvarnar
báðar. Og loks tímaritin, sem beriast
um vinsældirnar-Ég held að menn
auglýsi þar eftir „efn-i“ og ástæðum.
Enginn auglýsir í tímariti sem ekkert
hefur að flytja og því er spurt: Hvaða
efni ætUð þið að birta? - um leið og
boðið er laust auglýsingapláss eða
maður sækist eftir birtingu auglýs-
ingar. - Flóknara er þetta nú ekki.
Það er því alveg ljóst að hvað sem
upplagseftirUti Uður getur auglýs-
andinn aldrei áttað sig fullkomlega á
hvort hann á að trúa nákvæmlega
einhverium upplagstölum t.d. tíma-
rita. Eitt þeirra getur selst grimmt
þennan mánuðinn vegna einnar
sérstakrar greinar og dottið svo nið-
ur í næsta skipti. Þá fiölmiðla sem
bera höfuð og herðar yfir aðra þekkja
auglýsendur hins vegar og því nota
þeir þá umfram aðra. Upplagseftiriit
er því óþarft og ekki hægt að ætlast
tO að útgefendur fari að greiða fyrir
vitneskju sem þeir sjálfir hafa.
AUKABLAÐ
Matur og kökur
Miðvikudaginn 29. nóvember mun aukablað um mat
og kökur fylgja DV.
Efnið tengist jólum og jólahaldi hérlendis og erlendis.
Birtar verða ráðleggingar og uppskriftir varðandi jóla-
matinn og jólabaksturinn, bæði frumlegar og hefð-
bundnar.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu
aukablaði, hafi vinsamlegast samband við auglýsinga-
deild DV hið fyrsta í síma 27022.
Skilafrestur auglýsinga er til fimmtudagsins 23.
nóvember.
AUQLÝSiriQADEILD
Sími 27022
Jasmin við Barónsstíg
VERSLUNIN HÆTTIR
Allar vörur með 30% afslætti af gömlu, góðu verði.
Jasmin sími 11625
úr
\ AUtá einum stað 0
Komdu með bílinn á staðinn og þeir
á verkstæðinu sjá um að setja nýtt pústkerfi undir.
P
P
p u V.HVWSUIMU oja uiii ou acija nyu (juaii'.eill uuuir. 0
j PÚSTKERFIÐ FÆRÐU HJÁ OKKUR 0
Verkstæðið er opið alla virka daga frá kl. 8.00-18.00 P
nema föstudaga frá kl. 8.00-16.00. 0
^ Ath. Verslunin er opin laugardaga kl. 10-13.
BðavörubúÓin
Skeifunra2
82944
Pústróraverkstæði
83466
Keflavík-Njarðvík
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Reykjanessvæði leit-
ar eftir hentugu húsnæði fyrir sambýli í Keflavík eða
Njarðvík. Um er að ræða raðhús og/eða einbýlishús
á einni hæð með 5-6 rúmgóðum herbergjum.
Tilboð óskast send eignadeild fjármálaráðuneytisins,
Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 1. desember 1989.
Fjármálaráðuneytið,
21. nóvember 1989
MYNDALEIKUR
BYLGJUNNAR OG DV
PICTIONARY
TEIKNISPILIÐ
Z'
I
Rétt svar 21/11: Spaghettí
FINNDU ORÐIÐ EÐAORÐIN SEM
MYND1NÁVIÐ.
HRINGDU Á BYLGJUNA í SÍMA611111
í DAG MILLI KL.4 0G5.
SÁ FYRSTI SEM HEFUR RÉTTSVAR FÆR
í VERÐLAUN TEIKNISPILIÐ VINSÆLA,
PICTIONARY. '