Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989. Fréttir Fá stjómarfhimvörp afgreidd fyrir áramót: Áhersla á fjárlög og umhverfismálin Gert er ráð fyrir að jólahlé þingmanna hefjist 21. desember og standi til 22. janúar. Þó að ekki verði afgreidd mörg stjórnarfrumvörp má búast við töluverðum önnum hjá þingmönnum þangað til. DV-mynd KAE Fjöldi stjórnarfrumvarpa liggur nú óafgreiddur á Alþingi. Einnig er eftir að leggja nokkur frumvörp fram. Sum þeirra eru mjög umdeild og hafa ekki enn fengið afgreiðslu í þingflokkum stjórnarflokkanna. Má þar nefna sem dæmi útvarpslaga- frumvarp og frumvarp uin skilagjald á bíla. Fjármálaráðherra fer fremstur í flokki með sjálft fjárlagafrumvarpið og lánsfjárlög. Hvort tveggja verður að afgreiða en aðeins er lokið einni uniræðu um fjárlagafrumvarpið og þar að auki á það eftir aö fara í gegn- um fjárveitinganefnd. Þá eru íjáraukalög fjármálaráðherra enn til afgreiðslu. Fylgifrumvörp fjárlagafrumvarps- ins verður að afgreiða eins og lög um skatt á verslunar- og skrifstofuhús- næði og breytingar á launaskatti. Stjórnin ætti að geta knúið þaö í gegn. Afgreiðsla á skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði verður for- vitnileg fyrir þær sakir að flestir þingmenn Borgaraflokksins greiddu atkvæði gegnTionum í fyrra. Þessi skattur var lagður á fyrst 1979 og hefur síðan verið framlengdur með sérstökum lögum sem gilda fyrir eitt ár í senn. Skatturinn hækkaði þó verulega á síðasta þingi. Tekjur af þessum skatti eiga að vera 500 millj- ónir króna á næsta ári. Á vegum forsætisráðherra er þaö fyrst og fremst frumvarp um um- hverfisráðuneyti sem þarf að af- greiða. Það er í tveimur hlutum - annars vegar lög um breytingu á Sfjómarráði íslands og hins vegar lagabreytingaröð (bandormur) því fylgjandi. Þessi mál á að knýja í gegn fyrir áramót enda nauðsynlegt til að ráðuneytið taki til starfa. Hefur verið rætt um að boða til sérstakrar kvöld- umræðu til að þoka málinu áfram. Ýmis fagleg og pólitísk atriði eru enn óafgreidd og bíða reglugeröasmíði. Einnig hefur forsætisráðherra lagt fram frumvarp um laun forseta Is- lands. Það verður tæpast afgreitt fyr- ir áramót. Frumvörp Halldórs vantar Ekkert af málum Halldórs Ás- grímssonar sjávarútvegsráðherra er enn komið fram á Alþingi en hann hefur meðal annars boðað frumvarp um úreldingarsjóð fiskiskipa. Það frumvarp kom.aldrei fram á síðasta þingi enda mikil andstaða við þaö í ríkisstjómarflokkunum. Fmmvarp- ið var meðal annars nýlega til um- ræðu á þingum Landssambands ís- lenskra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Þá var von á frumvarpi um þróun- arsjóð tengdan Fiskveiöasjóði. Sömuleiðis framvarp um að gera Síldarverksmiðju ríkisins að hlutafé- lagi og framvörp um uppboðsmarkað Fréttaljós: Sigurður M. Jónsson og veiðieftirlit. Nýtt kvótaframvarp er síðan væntanlegt eftir áramót. Þá er ekki vitað hvort framvarp um aflamiðlun sést fyrir áramót en það verður ekki afgreitt. Þá er sjáv- arútvegsmálaráðherra með frum- varp* um veiöieftirlit í smíðum en þar er meðal annars fyrirhugað að auka eftirht með skipum og innheimta veiðieftirhtsgjald. Útvarpsfrumvarp Svavars í gerjun Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, hefur lagt áherslu á að fá samþykkt frumvarp um námslán og námsstyrki. Þar í er falin langþráö breyting á skipun formanns lána- sjóðs. Þá er nýtt útvarpslagaframvarp til afgreiðslu meðal þingflokkanna og engan veginn afgreitt. Er tahð útilok- að að þ§ð veröi ^fgreitt fyrir áramót. Frá viðskiptaráðherra, Jóni Sigurðs- syni, er helst að nefna framvarp um greiðslukortaviðskipti en ráðherra taldi ólíklegt aö það yrði afgreitt fyr- ir áramót enda ekki áhersla lögð á það. Þá hefur hann lagt fram í ríkis- stjórninni og þingflokkum stjómar- flokkanna framvarp um skilagjald á bifreiðar. Það framvarp hefur aðeins verið afgreitt hjá Alþýðuflokknum og Samtökum um jafnrétti og félags- hyggju. Dómsmálaráðherra, Óh Þ. Guð- bjartsson, hefur lagt fram framvarp um brgytingu á sakadómi í ávana- og fíkiúefnamálum. Óvíst ejyað náist að afg^iöa það. Hehbrigðisráðherra, Guðmundur Bjamason, mælti í gær fyrir frum- varpi um heilbrigðisþjónustu. Það lýtur að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og felur í sér breytingu á stjórn sjúkrahúsa. Hann lýsti því yfir að hann óskaði eftir aö fram- varpið yrði afgreitt fyrir áramót. Einnig hefur hann lagt fram fram- vörp um hollustuhætti og heilbrigð- iseftirlit og frumvarp um lyfjadreif- ingu. Óhklegt er að þau verði sam- þykkt fyrir áramót. Akureyri: Tvær stúlkur kærðu tUraun til nauðgunar Gylfi Krístjánsson, DV, Atoeyn: Tvær ungar stúlkur á Akur- eyri, 14 og 15 ára, kærðu um helg- ina þtjá menn fyrir að haía gert tilraun til að nauðga þeim í iönað- arhúsnæði í bænum. Stúlkurnar tvær hittu þijá menn í miðbænum, einn þeirra er um tvítugt en hinir tveir eitt- hvað eldri. Þau fóru saman í iðn- aðarhúsnæði í bænum og stúlk- urnar bera að þar hafi mennirnir gert tilraun til að nauðga þeim þar. Þær komust þó undan og önnur þeirra kom á lögreglustöö- ina og kærði atburðinn. Mennimir neita að hafa gert tílraun til að nauðga stúlkunum. Tveir þeirra vora ölvaðir og stúlkurnar munu einnig haía veriö lítils háttar ölvaðar. Máhð er í enn hjá rannsóknar- lögreglunni og mun að öllum lík- indum fara þaöan til saksóknara sem ákveður um framhaldiö. Selfoss: Regina Thorajensen, DV, Selfcssi: Þess má geta að kjöt er úrbeinaö hjá Sláturfélagi Suðurlands á Sel- fossi og síðan sent til Reykjavíkur til vinnslu. Mjófldn frá Mjólkur- búi Flóamanna á Selfossi er send ópökkuö til Reykjavíkur og veitir fólki þar vinnu. Suðurland er láglaunasvæöi og margir þar án vinnu. Fólk hér ræðir um að verkalýðsfélögin - og reyndar fleiri - séu sofandi og sofi fast. Litið sé gert til að hreyfa við þessu alvarlega máli, at- vinnuleysinu. Fólk talar helst um það sem feimnismál í eldhú- skrókmtum heima fyrir. Glaður formaður Ekki verður annað sagt en lands- fundur Alþýðubandalagsins hafi tekist vel. Ef dæma má af ummæl- um Ólafs Ragnars Grímssonar hef- ur hér verið um tímamótafund að ræða. Ólafur telur fundinn hafa verið afdráttarlausa traustsyfirlýs- ingU fyrir sjálfan sig og skoðanir sínar og segir að landsfundurinn hafi einkennst af sköpunarþrá sem á engan sinn líka í samanlagðri stjómmálasögu íslendinga. Ljóst er af ummælum formannsins að hann er yfir sig glaður og ánægöur með þennan fund og ræður sér ekki fyrir kæti. Sérstaklega er hann ánægður með aö flokkurinn hefur hafnað fortíðinni og mótað nýja framtíðarsýn. Nú hafa aðrir verið aö halda því fram að landsfundurinn hafi logað í illdeilum og í rauninni hafi þar verið tveir flokkar á fundi. Fráfar- andi varaformaöur hefur lýst fund- inum sem miklu áfalli fyrir Al- þýðubandalagið og í óöryggi sínu hafi þingheimur flúiö inn í skjól veraldar sem var. Þessi varaform- aður hefur greinilega ekki þann djúpa skilning á stjómmálaþróun- inni sem formaðurinn hefur, enda er formaðurinn stjómmálafræð- ingur og skilur miklu betur at- burðina í kringum sig heldur en varaformenn, sem era súrir yfir því að vera ekki lengur varafor- menn. Varaformaðurinn var að vísu studdur til áframhaldandi varafor- mennsku af formanninum en Steingrímur landbúnaðarráðherra var kjörinn í staðinn. Þessu fagnar Ólafur formaður og telur það styrkja ráðherragengið og ríkis- stjómina. Það er þess vegna mis- skilningur þegar menn halda að varaformenn séu til að styrkja flokkana sem þeir era í. Varafor- menn era til að styrkja ríkisstjóm- ir og ráðherra en ekki flokka og það er styrkur í því þegar fram- bjóðandi formannsins er felldur. Olafur Ragnar er ánægður með þau málalok. Ólafur Ragnar vildi hafna sósíal- isma fortíðarinnar og gerast jafn- aðarmaður á alþjóðavísu. Ekki varð þetta alveg raunin. Flokkur- inn er sósíaliskur lýðræðisflokkur, róttækur jafnaðarmannaflokkur, lýðræðislegur umbótaflokkur. Hann hefur markað sér sess með afdráttarlausum hætti samkvæmt þessum skilgreiningum formanns- ins. Hann er nákvæmlega sá flokk- ur sem hann á að vera og þótt landsfundurinn hafi ekki fallist á skilgreiningu formannsins og flúið í skjól veraldar sem var er formað- urinn ákaflega ánægður meö þessi málalok. Formaöurinn lagöi til að flokkur- inn gerði það ekki að skilyrði að íslendingar ættu meirihluta í stór- iðjufyrirtækjum hér á landi en gleymdi að leggja fram breytingart- illögu þar að lútandi á stefnuskrá Alþýðubandalagsins. Enginn veit þar af leiðandi hvort Alþýðubanda- lagið er með eða á móti þessu skil- yrði. Formaðurinn er ánægöur með þau málalok. Fundurinn samþykkti stefnuyfir- lýsingu um kjaramál sem verka- lýðsleiðtogarnir voru sáróánægðir með. Þessi stefnuyfirlýsing markar tímamót í sögu Alþýðubandalags- ins að mati formannsins, sem held- ur ekki vatni yfir þeirri framtíðar- sýn sem fram kemur í þessari nýju stefnu. Hann er ánægður með þau málalok. Allt ber þetta að sama brunni. Eftir því sem mótlætið jókst og til- lögur stuöningsmanna hans voru felldar gerðist hann glaðari og reif- ari og eftir því sem klofningurinn varð augljósari taldi formaðurinn flokkinn styrkja sig í sessi. Öll rifr- ildi voru af hinu góða vegna þess að flokkurinn er svo lýðræðislegur, öll völdin, sem gamla klíkan sölsaði undir sig, vora flokknum til tekna vegna þess aö þá bættist við fram- tíðarsýnina. Eftir því sem oftar var stigið á tærnar á formanninum því sameinaðri kom flokkurinn frá þessum fundi. Það er alveg makalaust hvaö þetta var góður fundur. Styrkurinn liggur í deilunum, framtíðin felst í fortíðinni og völdin eflast hjá þeim sem eru á móti formanninum. Og síðan kemur formaðurinn og gleðst yfir þessum árangri! Það er ekkert að í Alþýöubandalaginu annað en þá í mesta lagi það að formaðurinn var endurkjörinn. Meö því að fella Ólaf Ragnar heföi Ólafur Ragnar orðið frá sér numinn af gleði, vegná þess að eftir því sem áfóllin eru meiri því meiri styrkur er í þessum flokki hans. Kannske rætist úr því á næsta landsfundi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.