Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SÍMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Tékkó er næst Tékkar eru komnir á göturnar. Tvö hundruð þúsund manns komu saman í Prag í fyrrakvöld og kröfðust af- sagnar ráðamanna. Fólkið í Tékkóslóvakíu er að taka til sinna ráða og fylgja í fótspor nágranna sinna í austr- inu. Ef að líkum lætur eru þessir mótmælafundir aðeins upphafið að sams konar uppreisn og átt hefur sér stað í Austur-Þýskalandi, Póllandi og Ungverjalandi. Röðin er komin að Tékkóslóvakíu. Margir hafa furðað sig á því hversu lengi Tékkar hafa beðið. í allri ólgunni, sem gengið hefur yfir Austur- Evrópu, í allri þeirri vakningu, sem þar hefur átt sér stað, hafa litlar sem engar fregnir borist af óróleika í Tékkóslóvakíu. Þar hefur allt verið með friði og spekt og á yfirborðinu hafa stjórnvöld virst hafa tögl og hagld- ir. Þetta hefur komið á óvart vegna þess að Tékkar hafa löngum verið í fararbroddi í því andófi sem haldið hefur yerið uppi austan járntjalds. Vorið í Prag árið 1968 var hápunktur þeirrar baráttu sem háð hefur verið gegn yfirráðum kommúnista í Austur-Evrópu. Dubcek hefur verið tákn vonarinnar en um leið þeirra fórnar- lamba sem máttu sín svo lítils gegn valdinu og kerfinu og kúguninni. En þögnin í Prag hefur ekki stafað af undirgefni eða uppgjöf. Tékkar og Slóvakar hafa hins vegar lært af reynslunni og atburðirnir frá 1968 eru enn í fersku minni. Þeir hafa ekki viljað tefla á tæpasta vað. Þeir vildu ekki kalla aftur yfir sig skriðdreka Rauða hersins og þá auðmýkingu sem frelsisskerðingunni fylgir. Ástandið í Tékkóslóvakíu hefur verið viðunandi miðað við það sem þekkist í þessum heimshluta og efnahagur eftir atvikum. Menn vildu því bíða og sjá hver fram- vindan yrði í þeim átökum sem átt hafa sér stað í ná- grannaríkjunum. Nú hefur blaðran hins vegar sprungið. íbúar Prag og annarra borga í Tékkóslóvakíu hafa fylgst með þró- uninni í Ungverjalandi, Póllandi og ekki síst í Þýska alþýðulýðveldinu. Þeir sjá að mótmælin eru að bera árangur, frelsisaldan hefur ekki verið kæfð í fæðingu og endurbætur eru fyrirsjáanlegar. Frjálsræðið hefur aukist. Fólkið er að taka völdin af flokknum. Og þá er ekki að sökum að spyrja. Tékkar ætla einnig að fá sitt frelsi og taka þátt í þeirri gagnbyltingu í heimssögunni sem blasir við. Þeir ætla að hrista af sér klafana. Enginn þarf að vera hissa á því þótt íbúar Prag kreij- ist umbóta. Tékkóslóvakía, og þá sérstaklega Prag, var lengi miðstöð menninga og mennta. Prag var í hjarta Evrópu og þar hafa margir af mestu andans mönnum vestrænnar menningar alist upp og dvahð. Prag var allt fram á daga kommúnismans vagga og vígi þeirrar hámenningar sem vestrænt siðferði og vestræn hugsun er reist á. Ekkert land í Austur-Evrópu er jafntengt Vesturlöndum með holdi og blóði, viðhorfum og lýðræð- islegum hefðum. Frelsistraumarnir, sem nú fara um heimsveldi kommúnismans, breiðast út. Kommúnistaflokkarnir og kommissarar þeirra standa ráðþrota gagnvart kröfum fólksins. Þegar hvorki her né lögregla, ógnun eða ein- ræði fá lengur notið sín kemur í ljós að fólkið sjálft hefur verið drepið í dróma. Óbeit þess á kerfmu og kommúnismanum fær nú útrás í mótmælum og kröfu- göngum mihjóna manna. Heimsveldið er að hrynja - ekki fyrir thverknað styrjaldar eða utanaðkomandi áhrifa heldur í krafti þess frelsisanda sem hfað hefur með þessum þjóðum í fjörutíu löng ár. Ehert B. Schram íslenska fjölmiðlun, ekki útlenda „Fjölmiðlar gegnsýra nú tilveru þjóðarinnar og þeir eru ekki ein- asta ómissandi milliliður almenn- ings og valdhafa heldur eru þeir hreinlega vettvangur mikilvæg- ustu afla samfélagsins. Þrátt fyrir þetta er í raun og veru hvergi séð fyrir rækilegri þjálfun í starfí við fjölmiðla hér á landi og í umgengni við fjölmiðla. Þörfin fyrir slíka þjálfun er hins vegar brýn og kem- ur víða fram, sem hefur m.a. birst í því aö innan framhaldsskólakerf- isins og á markaönum hefur sprott- ið upp flóra margvíslegustu nám- skeiða. Það er nauðsynlegt aö koma með myndarlegum og ábyrgum hætti, að mínu mati, til móts við þessa brýnu þörf, með skipulagðri kennslu í blaðmennsku og fjölmiðl- un við æðstu menntastofnanir þjóðarinnar.“ Þessi orð lét Svavar Gestsson menntamálaráðherra falla á fjöl- mennri ráðstefnu um menntamál blaða- og fréttamanna sem Blaða- mannafélag íslands boðaöi til fyrir réttu ári. Ráðherra sem fyrrum blaðamaður og ritstjóri þekkir vel til þeirrar bágbomu stöðu í menntamálum sem fjölmiðlafólk hérlendis hefur alla tíð búið við og býr við enn þann dag í dag. Fjölmiðlakennsla í Háskól- anum Að ósk Blaðamannafélagsins skipaði ráöherra nefnd, fljótlega eftir ráðstefnuna, til að „gera til- lögu um kennslu í hagnýtri fjöl- miðlun (störf við blöð og aðra fjöl- miðla) við Háskóla íslands“, eins og segir í skipunarbréfi nefndar- innar. Einnig fékk hún þaö hlut- verk að gera tillögu um skipan fjöl- miðlakennslu á öðmm skólastig- um. í nefndina vom skipaðir fulltrúar Blaðamannafélagsins, útgefenda, félagsvísinda- og heimspekideildar Háskólans, auk fulltrúa kennara úr framhaldsskólum og gmnnskól- um. Nefndin tók til starfa um miðj- an janúar á þessu ári og þegar í lok febrúar lágu fyrir tillögur hennar um skipan fjölmiðlakennslu við Háskólann. Var góð samstaða um þær tillögur sem hlutu síðar fyllsta stuðning frá bæði menntamálaráö- herra og yfirvöldum í Háskólanum. í tillögunum er gert ráð fyrir að komið verði á heilsársnámi í fjöl- miðlun við Háskólann sem veröi viöbótarnám eftir BA- eða BS-próf. Auk þeirra er lokið hafa háskóla- námi eða sambærilegri menntun skal félagsmönnum í Blaðamanna- félagi íslands eða Félagi frétta- manna eða öðrum starfandi blaöa- og fréttamönnum gefinn kostur á að sækja nám á þessari námsbraut eða einstök námskeið hennar, jafn- vel þótt þeir hafi ekki lokið há- skólaprófi. Viðkomandi hafa náð 26 ára aldri eða eigi að baki 5 ára starf við fjölmiðla. Ekki tískubóla heldur nám Samkvæmt tillögum nefndarinn- ar er starfandi blaða- og frétta- mönnum tryggður aðgangur að þessu væntanlega námi til jafns við þá er lokið hafa háskólaprófi. Til- gangurinn með því að hafa fjöl- miðlanámið sem viðbótarnám eftir háskólapróf en ekki sem venjulegt nám í háskóla að loknu stúdents- prófi er í fyrsta lagi sá að kalla eft- ir sérmenntuðu fólki úr hinum ýmsu greinum í þetta viðbótamám og í öðru lagi að koma í veg fyrir að slík námsbraut verði að tísku- bólu þar sem tugir ef ekki hundruð nemenda hópast inn ár hvert, líkt KjaUarinn Lúðvík Geirsson form. BÍ og reyndin hefur orðið í framhalds- skólunum þar sem boðið hefur ver- ið upp á kennslu í fjölmiðlafræð- um. Vert er að vekja athygli á því að gert er ráð fyrir að þrjár háskóla- deildir leggi sitt af mörkum til kennslu í fjölmiðlafræðum; félags- vísindadeOd, sem námið mundi heyra undir, heimspekideild, sem sæi um íslensku og málfars- kennslu, og lögfræöideild, sem annaðist kennslu í fjölmiðlarétti. Slík samþætting deilda yrði ný- mæli innan Háskólans. Með þessu móti er reynt að nýta sem best þá kennslu sem þegar stendur til boða í skólanum og gera námiö þeim mun ódýrara. Jafnframt liggur fyrir viljayfir- lýsing útgefenda dagblaða og ríkis- fjölmiðla um aö verkþjálfun nema á ritstjómum og fréttastofum yfir sumartímann verði Háskólanum algerlega að kostnaöarlausu. Það þekkist ekki í þeirri verkþjálfun háskólanema í félagsráðgjöf og fleiri greinum sem nú tíðkast. Með þessu móti hafa bæði fulltrú- ar útgefenda og blaöamanna viljað sýna í verki eindreginn vilja sinn til að tekið sé ákveðið á þessum málum og bætt úr brýnni þörf varöandi menntamál fjölmiöla- fólks hérlendis, líkt og mennta- málaráöherra hefur ítrekað sjálfur. Biðin orðin alltof löng Hitt er öllu alvarlegra mál að alls er óvíst að sú ódýra og skynsam- lega fjölmiðlakennsla við Háskól- ann, sem hér hefur verið lýst og full samstaða hefur skapast um hjá þeim sem málið snertir, verði nokkurn tímann að veruleika, heldur rykfalli tillögurnar í skúff- um ráðuneyta. Fjármálaráöherra sá sér ekki fært, þrátt fyrir skilning á nauðsyn þessa náms, að setja inn á fjárlög komandi árs fjárveitingu til fjölmiðlakennslu við Háskólann. Upphaflega stóð til að koma þess- ari kennslu af stað sl. haust, en þá strandaði einnig á fjármálaráðu- neytinu. Nú er tvísýnt um að þessi kennsla hefjist fyrr en í fyrsta lagi um áramótin 1991. Slíkt má ekki verða. Biðin er orð- in alltof löng nú þegar. Það talar kannski skýrustu máh í þessum efnum að nú í vetur eru miili 60 og 70 íslensk ungmenni í alls kyns fjölmiölafræöinámi í bæði Evrópu og Bandaríkjunum. Námi sem því miður mun nýtast að takmörkuðu gagni til undirbúnings fyrir störf á íslenskum fjölmiðlum. íslenskt fjölmiðlafólk og íslenskir fjölmiðlar þurfa námsbraut í fjölmiðlun hér á Islandi en ekki í útlöndum. Engin sjálfkrafa réttindi í fjölmiðlapistli, sem Hannes H. Gissurarson skrifaði hér í blaðið sl. fimmtudag, fjallar hann um fyr- irhugaða kennslu í fjölmiðlafræð- um við Háskólann og varar við þeirri hættu að sú kennsla geti leitt til þess að síðar meir „verði inn- ganga í stéttina bundin prófum og starfsheitið lögverndað“. Slíkt stendur ekki til og verður aldrei ef vilji Blaðamannafélagsins og útgefenda fær að ráða og að sjálfsögðu munu þessir aðilar ráöa mestu um það hvernig þróunin verður í þessum efnum. Full sam- staða var um þetta sjónarmið inn- an þeirrar nefndar er vann að til- lögum um skipan náms í fjölmiðla fræðum við Háskólann því í grein- argerð með tillögunum stendur orðrétt: „Loks er sjálfsagt að hafa í huga að próf í blaða- og frétta- mennsku getur að mati nefndar- manna ekki veitt nein sjálfkrafa réttindi, heldur verða handhafar prófskírteinis aö sanna ágæti sitt rétt eins og aðrir nýhðar." Fjölbreytt íslensk fjölmiðlun Störf í blaða- og fréttamennsku eiga ekki og mega aldrei veröa að lögvernduðum störfum skírteinis- hafa. Slík þróun á ekki rétt á sér því þaö hefur verið einn stærsti kostur íslenskrar fjölmiðlunar að th starfa á ritstjórnum og frétta- stofum hefur í gegnum tíðina vahst hinn fjölbreyttasti hópur fólks, sem hefur sótt bæði menntun sína og reynslu á mjög ólíkum sviðum. Því sérkenni þarf aö halda við. Þaö eitt og sér kemur hins vegar á engan hátt í stað þeirrar nauðsynlegu grunnþjálfunar og endurmenntun- ar sem þarf að standa íslensku fjöl- miölafólki th boða. Einnig, og kannski ekki síst hér heima, ef við ætlum að geta staðið undir þeim síauknu kröfum sem gerðar eru til kunnáttu og þekkingar þessarar starfsstéttar, hvort heldur er í al- mennri þekkingu eða meðferð ís- lenskrar tungu. Fyrir fjárveitinganefnd Alþingis hggja nu skýrar óskir jafnt blaða- manna, útgefenda sem háskólayfir- valda um að fræðileg og verkleg kennsla í fjölmiðlafræðum hefjist við Háskólann nú þegar í byrjun næsta árs. Áætlaður kostnaður við að koma shkri kennslu á laggirnar, miðað við 15 nemendur ár hvert, er um 7 milljónir króna, með stofn- búnaði. Hér er verið að ræða um ódýrt nám, en það verður ekki ódýrt hvorki fyrir íslenskt samfélag né íslenska fjölmiðlun, ef enn um ókomna framtíð á að byggja alfariö á útlendri menntun fjölmiðlafólks. Hún er góð svo langt sem hún nær, en því miður nær hún ekki nógu langt ef við viljum hafa góða íslenska fjölmiðla. Lúðvík Geirsson „Störf í blaða- og fréttmennsku eiga ekki og mega aldrei verða að lögvernd- uðum störfum skírteinishafa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.