Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989.
Sviðsljós
Björg Borg
á ekki sjö dagana sæla þessar vik-
umar. Má segja að ógæfa hans
hafi byrjað þegar tískufyrirtæki
hans hrundi í júlí síðastliðnum.
Stuttu seinna fannst hann nær
dauða en lifi eftir ofát á pillum.
Stuttu eftir að hann giftist Lored-
ana var hann kominn í mál við
sænskt blað sem fullyrti að Lo-
redana hefði hlaupið frá honum.
Þá er einnig fyrir rétti mál hvort
hann eða fyrrverandi kona hans,
Jannike, eigi að hafa yfirráð yfir
barni þeirra. Og síðast en ekki
síst er Bjöm Borg kominn í mál
við dagblað eitt sem birti viðtal
viö Jannike þar sem honum var
lýst sem eiturlyfjasjúklingi.
Krefst hann hárra skaðabóta. Já,
það er af sem áður var þegar
Björg Borg haggaðist ekki á tenn-
isvelhnum á hveiju sem gekk.
Klaus Löwitsch:
Ánægður með Peter
Strohm peninganna vegna
Klaus Löwitsch leikur hinn harða
Peter Strohm í samnefndum sjón-
varpsmyndaflokki sem sýndur er á
fóstudagskvöldum í Sjónvarpinu.
Hann hefur ekkert á móti því að fólk
telji hann eins í raunveruleikanum.
„Þaö er alveg sjálfsagt að fólk kalli
mig þýskan Rambo. Það sem skiptir
mig máh em peningar og mér er al-
veg sama hvort þættirnir em taldir
góðir eða slæmir, bara ef ég fæ vel
borgað fyrir vinnu mína.
Ég átti mér hugsjónir áður. Mig
dreymdi um að verða leikstjóri á
heimsmælikvarða og leikari í þunga-
vigtarflokki. Það eina sem ég hafði
upp úr þessum draumum var aö ég
varð akólhólisti. Þar með hurfu hug-
sjónimar og peningar tóku við.“
Eiginkona hans, Helga Heinrich,
sem hefur verið gift honum í fimmt-
án ár, segir að í raunvemleikanum
sé fátt líkt meö Löwitsch og Strohm
þótt hann láti digurbarkalega gagn-
Peter Strohm hefur gert Klaus Löw-
itsch' í fyrsta skiptj fjárhagslega vel
stæðan og er hann hinn ánægðasti
meö þá þróun mála.
/
vart blaöamönnum, segir hann ahs
enga hetju, aðeins venjulegan mann
sem eigi auðvelt með að tárast.
„Myndaflokkur þessi mun halda
áfram í eitt ár,“ heldur Löwitsch
áfram. „Þáttaröð þessi er mín líf-
trygging, þegar ævintýrinu lýkur flyt
ég til Norður-Afríku fyrir fuht og
aht. Það er draumur minn að eignast
búgarö þar og veija því sem ég á eft-
ir ævinnar í þessum heimshluta.
Klaus Löwitsch hefur reynt sitt af
hveiju á leikferli sínum. Hann var
um tíma fastamaður í kvikmyndum
og leikritum hjá Rainer Wemer
Fassbinder. Eftir að hann lést lá leið
hans niður á við. Samkvæmt eigin
sögn, reykti hann og drakk í nokkur
ár. Var oft lagður inn th afvötnunar
en datt í það strax eftir að hann slapp
út. Þegar hann datt í lukkupottinn
og fékk hlutverk Peter Strohm hafði
hann eingöngu smáhlutverk í leik-
húsum sem lífsviðurværi.
„Ég var viss um að ég gæti orðið
nýr Fassbinder, jafnvel betri. Það var
nú eitthvað annað, egóið var svo
mikið að ég hélt mig geta leikið öh
hlutverk betur-en þeir sem voru
ráðnir th þess þannig aö mestur tími
fór í aðfinnslur í stað þess að leik-
stýra."
Helga Heinrich og Klaus Löwitsch
hafa verið gift í fimmtán ár og segir
frúin hann ekki neinn harðjaxl í
raunveruleikanum.
Þegar Löwitsch er spurður um
áhugamál svarar hann að bragði:
„Frúin og ég. Ég er ekki einn af þeim
sem lesa og mála í frístundum. Ég
lifi fyrir nútíðina, hef áhuga á því
sem er að gerast í kringum mig en
reyni að hta sem minnst th baka.“
Ólyginn
sagði...
Cint Eastwood
- sem nú er staddur í Zimbabwe
við gerð nýjustu kvikmyndar
sinnar, White Hunter - sýndi
sannkahaða hetjutakta í raun-
veruleikanum þegar honum tókst
aö hræða tvö ljón sem voru kom-
in hættulega nálægt innfæddum
konum þar sem þær voru á göngu
og urðu ekki varar við hættuna.
Eastwood steig fast á bensíngjöf-
ina á jeppanum sínum og keyrði
að ljónunum sem urðu skíthrædd
viö hávaðann og þutu burt.
Jaclyn Smith
ætlar sér ekki að standa í löngum
réttarhöldum vegna deilna um
forræði bama hennar tveggja og
leikstjórans Tony Richmond en
þau skhdu í haust. Tahð er að ef
komið hefði til réttarhalda hefði
hún getað unnió þau auðveldlega
því það var hún sem henti honum
út úr húsi eftir að upp komst að
hann hélt við aðra konu. Rich-
mond hafði hótað réttarhöldum
vegna bama þeirra, sagði að
hann hefði jafnmikinn rétt á að
ala þau upp og eiginkonan fyrr-
verandi. Ekki risti nú fbðurum-
hyggjan djúpt því að hann þáði
þijár milljónir dohara frá Jaclyn
fyrir að gefa eftir umráðarétt yfir
börnunum. Sér tíl vamar sagði
Richmond að bömin þyrftu á
móðurást að halda.
Upplestur í anddyri Borgarleikhússins
Áheyrendur klappa fyrir einu skáldinu.
I anddyri hins
glæsUega Borgar-
leikhúss er ætlunin í
framtíöinni að þar
geti farið fram aUs
konar uppákomur og
var ein slík þar á
laugardaginn þegar
skáld lásu upp úr
bókum sínum. Var
hér um hóp skálda
aö ræða er kalla sig
Orðmenn ásamt Þor-
steini frá Hamri.
Með upplestrinum
var boðið upp á kaffi
og ijómavöfflur.
Það voru níu skáld sem lásu upp úr verkum sínum
í anddyri Borgarleikhússins. Þar á meðal var Jón
Þorbjarnarson sem sést á þessari mynd.
DV-myndir BG
Garðar Cortes og Margarita Haverinen ræða við forseta íslands, Vigdísi
Finnbogadóttur.
Leikstjórinn, Per Fosser, og Margarita Haverinen sem syngur Toscu.
DV-myndir GVA
Vel heppnuð Tosca
Það vom ánægðir áhorfendur sem
yfirgáfu óperana á fóstudagskvöldið
efdr vel heppnað framsýningarkvöld
þar sem óperan Tosca var sýnd fyrir
fuUu húsi. Sýning þessi er norsk-
íslensk, leikstjórinn Per Fosser er
norskur og búningar og leiktjöld era
fengin að láni frá norsku óperanni.
Titilhlutverkið, Toscu, söng finnska
söngkonan Margarita Haverinen.
Tvö helstu karlhlutverkin sungu
Garðar Cortes og norski söngvarinn
Stein Arild.
Aðstandendur sýningarinnar
höfðu tUefni til að fagna að sýningu
lokinni og vora þessar myndir tekn-
ar við það tUefni. AUs tekur um eitt
hundrað manns þátt í sýningunni
Forseti íslands, Vigdfs Finnbogadóttir, sést hér ræða vtþ börn sem skipa barnakór í óperunni Tosca.