Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 24
.24
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989.
Range Rover '85, 5 gira, ek. 53.000.
Verð 1.550.000.
Scania, 47 farþega. Verð 1.700.000.
Skipti möguleg.
Subaru 1800, st., '88, ek. 47.000.
Rafm. i rúðum + speglum. Verð
990.000.
Einn af fáum MG-BGT loks til sölu,
'76, fallegur sportbill. Verð 280.000.
Daih. Rocky, langur, disil, '85,
upph., ný 31" dekk, nýjar white
spoke felgur, toppbíll. Verð
1.000.000.
Glæsivagn, MMC Galant GLSi, '88,
ek. 33.000, vökvast., ssk., overdr.,
rafdr. rúður + speglar, cruisecont-
rol, hvítur. Verð 1.180.000.
Ath. Skipti koma til
greina á öllum
þessum bílum og
fieiri á söluskrá.
Kaupendur, athugið
Viö erum tengdir viö Bif-
reiðaskoðun ísl. og getum
því útvegað veðbókarvott-
orð og séð stöðu bifreiða-
gjalda hvenær sem er.
Vantar fleiri góða og fallega
bíla á staðinn.
S0BÍLAKAUP
*
Abyggileg bílasala
Borgartúni 1
Sími 686010
Já... en ég nota nú
yfirleitt beltið!
yuJJFEBOAR
Vísað á dyr með Eurocard
Mig langar til að skrifa um átakan-
lega lífsreynslu sem við hjónin urð-
um fyrir nú í sumar. Við fórum til
útlanda í frí, vikuferð til Amsterd-
am með bíl. Ferðin var mikil upplif-
un fyrir okkur, börnin heima og
við frí og frjáls. Vikan fór í akstur
um Þýskaland og síðasta deginum
hugðumst við eyða í Dusseldorf til
verslunar- og skoðunarferða. Við
áttum 100 mörk (3.200 í.kr.) og svo
auðvitað Eurocardið sem átti nú
að nota.
Or banka í banka
Við örkuðum inn í stóra verslun,
versluðum sitthvað fyrir mörkin
og fórum síðan að nota kortið. Við
versluðum tvisvar út á kortið, en
það tók óratíma að fá heimild í
gegnum símalínu sem tengd er höf-
uöstöðvum Eurocard. Við áttum
nú ekki nema 10 mörk og ákváðum
að drífa í að taka út peninga í næsta
banka. í bankanum fylltu þeir út
úttekt, fóru í símann, komu aftur
og rifu úttektarseðilinn - því miður
engin heimild.
Okkur brá nú ekkert lítið. Hvað
var að ske? Við hringdum strax í
Eurocard á íslandi. Þeir sögðu
kortið vera í lagi og eins og kort
eiga að vera, enda erum við búin
að vera samviskusamir viðskipta-
vinir þeirra síðan 1983. Bentu þeir
okkur á að fara í næstu banka og
reyna aftur.
Nú var komið hádegi og banka-
lokun. Við flýttum fyrir okkur, tók-
um frá vörur í verslunum, því inn-
an skamms kæmum við aftur með
peninga. Við reyndum því næst í
tveimur bönkum en það sama
skeði, miði útfylltur - miði rifinn,
engin skýring og ekkert hægt að
gera. Ég sýndi þeim aleiguna, sem
lá nú í öðrum lófa mínum, alls tæp
5 mörk og viknaði. En það bræddi
ekki þeirra þýsku hjörtu.
Við hunskuðumst því út og höfð-
um uppi á pósthúsinu til að fá að
hringja koúekt heim til íslands.
Það var þá ekki hægt að hringja
þaðan, en okkur vísað annað, langt
í burtu. Bíllinn var í fríu stæði svo
fljótlegra myndi vera að ganga. Við
hlupum af stað, því nú var tíminn
orðinn peningar. Á pósthúsinu var
okkur þá tjáð að einungis fengist
hringt koOekt til landa utan Evr-
ópu.
Við vorum máttlaus af vonleysi.
Hvað nú? Loks bentu þeir okkur á
Kjallarinn
María H. Sigurjónsdóttir
húsmóðir
og gera einhverjar vararáðstafanir
ef svo bæri við?
Þarna stóðum við sem sagt fyrir
utan lokaðan banka með 2 mörk í
vasanum og gátum ekki einu sinni
hringt aftur heim. Á öllum hlaup-
unum höfðum við svo tapað áttum
og vissum ekki hvar bílhnn var.
Það tók okkur klukkutíma að finna
hann og örvæntingin var algjör.
Klukkan var nú sjö, við vorum ein
í heiminum og höfðum ekki fengið
matarbita síðan um morguninn.
Við vissum að bensínið myndi ekki
duga til Amsterdam og óvissan var
mikil.
Klukkan 10 um kvöldið vorum
við komin til Hollands og fundum
bensínstöð, sem tók kortið okkar á
góða gamla sleðann eins og hér
heima. Bensíninu var nú borgið og
„Ef þessi skrif verða til þess að fólk
endurskoði takmarkalaust traust sitt á
greiðslukortin og sitji ekki uppi pen-
ingalaust erlendis, þá er takmarki
mínu náð.“
að hægt væri að láta hringja í okk-
ur í símaklefa úti á götu. Þar biðum
við í klukkutíma þar til stúlku frá
Eurocard tókst að ná sambandi.
Hún sá þá einu leið færa að senda
okkur í tiltekinn banka á tilteknum
stað, þangað myndu þeir senda
telex um úttektarheimild á umrætt
kort. Ég spurði hana sérstaklega
um bankaopnunina í Þýskalandi
og hún svaraði að það hlyti bara
að vera opið til kl. 18.00. Klukkan
var nú 17.00. - Við hlupum af stað
og hálftíma síðar stóðum við fyrir
framan bankann. Þar lásum við á
lokaðar dymar: Lokað kl. 16.00.
Hvar var ötliæknin?
Þama gerði starfsmaður Euro-
card stór mistök í þjónustu sinni
við ferðalanga í vandræðum er-
lendis. Var ekki hægt að fá upplýs-
ingar um bankaopnun á meðan ég
beið í símanum? Þeir vissu jú hvað
mikið var í húfi fyrir okkur að vel
mætti til takast. Hvar var nú öh
tæknin; telex, telefax og hvað ann-
að sem þjónustulipur starfsmaður
Eurocard á íslandi hefði átt að not-
færa sér th að hafa allt sitt á þurru
næturstað fundum við á stóra bíla-
stæði. Þar hírðumst við í bílnum
þá lengstu nótt sem við munum
eftir. Um morguninn hröðuðum við
okkur tíl Amsterdam og upp á flug-
vöh til að fá máhð leiðrétt.
Á Arnarflugsbásnum var afar
hjálplegur enskumælandi maður,
sem hringdi í höfuðstöðvar Euro-
card í Hollandi, en þar var allt lok-
að líka og enginn vissi ástæðuna.
Ég hringdi þá í Eurocard á íslandi,
en klukkan var þá einungis 8 hér
heima og mér var sagt að hringja
aftur kl. 9, eða þegar skrifstofan
væri opnuð. - Nú auglýsir Euroc-
ard sólarhringsþjónustu - Gesa-
öryggisþjónustan - en okkur var
greinilega ekki viðbjargandi nema
á skrifstofutíma.
Við biðum þreytt og þjáð á sál og
líkama. Ég náði sambandi við
stúlkuna frá deginum áður. Hún
kom af fjöllum og hélt að málið
væri þegar í höfn. Sagði hún okkur
að bíöa og við biðum og biðum. Það
var svo fyrst um hádegi, hálfri
klukkustund áður en véhn átti að
fara, sem við fengum peninga út á
kortið. Þá vom liðnir 24 tímar frá
því að kortið var notað síðast deg-
inum áður.
Að viðurkenna mistök...?
Er heim kom höfðum við sam-
band við aðstoðarfrkvstj. Euroc-
ard. Hann harmaði það sem fyrir
hafði komið og benti á það sem
betur hefði mátt fara. Skyldi hann
athuga málið. Nokkru síðar kom í
ljós að umræddan dag í Dusseldorf
heföum við notað kortið tvisvar,
sem stóð heima, en við hefðum
fengið 8 heimildir, sem er eins kon-
ar öryggislykih korthafanna sjálfra
og miðast við 8 úttektir á einum
sólarhring. Þetta getur því miður
stundum skeð.
Hann bauð okkur gullkort sem
sárabót fyrir óþægindin, sem virk-
aði á okkur sem lélegur brandari.
Stuttu síðar áttum við fund með
framkvæmdastjóranum til að at-
huga hvort ekki fengjust aðrar
bætur. Hann aftók þá með öllu að
starfsmenn hans ættu nokkra sök
á hvernig fór, þeir heföu gert allt.
Dæmi það nú sá sem þetta les hvort
betur hefði mátt standa að þessari
„björgun" í Þýskalandi. E.t.v. er
það viðtekin venja hjá stóra og
stoltu fjölþjóðafyrirtæki eins og
Eurocard að viðurkenna aldrei
„mistök“ fyrr en í fuha hnefana.
Hann sagðist þó mundu halda fund
með sínu fólki.
Ahan tímann höfðum við gert ráð
fyrir einhverjum bótum og þá jafn-
vel annarri ferð, en þegar málið var
að taka þá stefnu að þeir báru aht
af sér, þá biðum við eftir „þeirra
mati“. Nokkru síðar fengum við
bréf og ávísun upp á kr. 7.000. í
bréfinu er tekið skýrt fram að
starfsmaður þeirra hefði gert aht,
en greiðslan væri aftur á móti:
..sárabót fyrir þá lélegu þjónustu
sem ykkur var veitt í þýskum
bönkum.“
Svona lék nú tæknin okkur grátt.
Einhver tölva útbýtti okkur óbeðn-
um heimildum og skellti svo dug-
lega á nefið á okkur. Ég spyr ekki
að leikslokum ef börnin hefðu verið
með á þessum degi eða ef í hlut
hefði átt fólk eldra og vehara. Ef
þessi skrif verða til þess að fólk
endurskoði takmarkalaust traust
sitt á greiðslukortin og sitji ekki
peningalaust uppi erlendis, þá er
takmarki mínu náð.
María H. Sigurjónsdóttir
Kvikmyndir Nýjar plötur i>v
Stjömubíó - Ein geggjuö Örvar Kristjánsson - Frjálsir fuglar:
Stelpa í strákaleik
Sjónvarpsstjaman Tony Danza fer með aðalhlutverkið í þessari ungl-
ingamynd. Hugmyndin að baki henni er góð: Einstæði pabbinn veit ekki
sitt rjúkandi ráð þegar feimna og óframfæma fimmtán ára dóttirin breyt-
ist á einni nóttu í uppstrílaða kynbombu sem er umsetin af strákum
hvers konar.
Hann reynir að hemja strákaf-
ansinn og fær við það hjálp hjá
sérfróðum sálfræðingi en þau ráð
duga skammt.
Þvi miður er margsannað að ekki ■
er tryggt að góð hugmynd geti af
sér gott handrit. Ekki einu sinni
sæmhegt. Frumleikinn er nánast
kæfður í fæðingu og er Danza það
eina sem heldur lifi í hrakningun-
um. Hann varpar frá sér gömlu
ímyndinni, án þess þó að reyna um
of og fékk hreimurinn reisupas-
sann í bhi. Danza er frekar ein-
hæfur í örvinglun sinni er ber þó
af í hópi líflegra aukapersóna. Annars er þetta dæmigerð unghngakhsja.
Það er því miður ekki verið að reyna neina stóra hluti hér og margt af
því litla, sem reynt er, misheppnast. Góðir brandarar koma þó reglulega
og halda manni við efnið og myndin fer ekki út í tómt rugl. En hún er
gleymd og grafin um leið og út er komið.
She’s Out ol Control, bandarisk 1989, 95 mín.
Leikstjóri: Stan Dragoti
Leikarar: Tony Danza, Catherine Hicks, Amy Dolenz, Wallace Shawn.
Stjörnugjöf: * * Gísli Einarsson
Gamalt og gott
Gömlu dansarnir eru ekki beint sérsvið undirritaðs en þó var það tilfinn-
ingin eftir að hafa hlustað á nýjustu plötu harmóníkuleikarans og söngv-
arans Örvars Krisfjánssonar, Fijálsir fuglar, að betur væri varla hægt
að flytja þessi lög sem hafa ómað í áraraðir. Því tel ég að Frjálsir fuglar
sé kjörgripur öhum þeim sem unna gömlu dönsunum.
Örvar hefur valið tólf misþekkt lög á plötuna, flest þeirra slagara sem
hafa hljómað árum saman, lög á borð við Hlín Rósalín, Hún Kata mín og
ég og Mikið var gaman að því sem er eina íslenska lagið á plötunni.
Hann hefur kosið þá skynsamlegu leið að breyta sáralitlu frá útsetningum
laganna sem hafa fylgt þeim, engar nýmóðins og truflandi útsetningar
eins og gert var við sjómannalagaplötuna sem kom út í fyrra og var öllum
th ama.
Leikni Örvars á harmóníkuna kemur best fram í þeim lögum sem ein-
göngu eru sphuð, Fiesta Cubana, Karl og kerling og í þjóðlaginu kunna
Amazing Grace, sem sker slg nokkuð úr. Er það er eina lagið á plötunni
Frjálsir fuglar sem ekki er beint danslag þótt sjálfsagt sé hægt að dansa
eftir því eins og eftir öhum dægtu’lögum. ÖU önnur lög eiga heima á pró-
grammi hjá góðri gömludansahljómsveit.
ÖU lögin, sem sungin eru, syngur Örvar fyrir utan eitt, Allir dansa tangó
sem bassaleikari Örvars, Júlíus Jónasson, syngttr. Aðrir er koma fram
með Örvari á plötunni eru Karl H. Karlsson á gítar og Davíð Karlsson á
trommur.
Upptaka og öU tæknivinna er sérlega vel heppnuð. Harmóníkutónninn
er hreinni en maður hefur átt að venjast hingað th og eiga Siguröur Ingi
Ásgeirsson og Örvar Kristjánsson hrós skhiö fyrir þá hUð mála.
Frjálsir fuglar er plata fyrir eldri kynslóðina sem á örugglega margar
minningar tengdar lögunum og víst er að platan kemur öhum fótaUprum
dönsurumafþeirrikynslöðígottskap. -HK