Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1989, Blaðsíða 32
. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RitstJórn ** Auglýsingar - Áskrift - Ðreifmg: Sími 27022 MIÐVIKUDAGUFt 22. NÖVEMBER 1989. Mjólkurmenn segja fátt „Ég hef ekki kynnt mér þessa sam- antekt. Þú verður að ræða við mjólk- urbússtjórann um þetta,“ sagði Magnús Ellertsson, yfirmaður rann- sóknarstofu Mjólkurbús Flóamanna, í samtab við DV um frumufjölda í mjólk. Magnús átti þó sæti í nefnd- inni sem Samtök afurðastöðva í mjólkuriönaði skipaði en frétt DV í gær um að tæplega 30% allrar mjólk- ur væri óhæf til neyslu var byggð á niðurstöðum nefndarinnar. „Frumufjöldi í mjólk hefur lækkað um 25% síðan mæhngar hófust og það hlýtur að teljast gott,“ sagði Sævar Magnússon hjá rannsóknar- stofu Mjólkuriðnaðarins, sem fram- kvæmir mælingar á frumufjölda. „Ég læt ekkert hafa eftir mér um þetta mál,“ sagði Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri mjólkurstöðvar Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, i samtali við DV. -Pá Jóhannes Gunnarsson: Harma þetta „Ég hlýt að harma þessar niður- stöður fyrst ástandið er með þessu móti sem lýst er,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, í samtali við DV. „Mjólk hér á landi hefur haft orð á sér fyrir aö vera góð vara,“ sagði Jóhannes. „Því hljóta allir aðilar sem máliö varðar aö leggja áherslu á að bæta ástandið svo að sá góði orðstír sem mjólkin hefur getið sér megi haldast." -Pá Verðfelling er ekki á borðinu „Slíkar reglur eru ekki á borðinu í ráðuneytinu en málið verður rætt tíi hlítar og skoðað vandlega," sagði Sveinbjöm Dagfinnsson, ráðuneytis- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, þegar DV spurði hann hvort mega ættí von á verðfellingarákvæðum í mjólkurreglugerð. DV skýrði frá því í gær að tæplega 30 prósent þeirrar mjólkur, sem mjólkurbúin fengju, væm talin óhæf til neyslu vegna mælds frumufjölda á millilítra. Júlíus Kristjánsson, for- stöðumaður rannsóknarstofu Mjólk- ursamlags KEA, sagði að eina leiðin til að takast á við þetta vandamál væri að setja verðfellingarákvæði í miólkurreglugerðina þannig að ef of margar frumur mældust í mjólk bænda yrði hún verðfelld. Júlíus var í nefnd á vegum Sam- taka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er fjallaöi meðal annars um gæðamat hrányólkur. Flutti hann erindi um ■ niðurstöðumar á aðalfundi samtak- anna í mars. -hlh LOKI Nú væri sannkölluð búbót að eiga nokkrar steindauðar læður! Sjúkrasamlag Reykjavíkur lagt niður: Folkinu boðm vinna a miklu lægri launum Um næstu áramót verður Sjúkrasamlag Reykjavíkur lagt. niður en Try ggingastofhun ríkisins tekur við þeirri starfsemi sem þar hefur farið fram. Starfsfólki Sjúkrasamlagsins hefur verið sagt upp störfum en þvi hefur flestu verið boðin vinna hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Sá böggull fylgir þó skammrifi að það þýðir launa- lækkun, frá 14 til 20 prósent, eftír stöðu og starfsaldri. „Viö erum 26 sem vinnum hér, nær aiit konur, og allir eru meö langan starfsaldur, alit upp í 30 ár. Þaö kom aldrei tíl greina að viö héldum þeim launum sem við höf- um hér ef viö tækjum atvinnutíl- boði Tryggingastofnunar ríkisins. Annað hvort tækjum við atvinnu- tílboðinu á þeim launum sem Tryggingastofnun greiðir eða ekki. Það er dálítið misjafnt hvað launa- lækkunin er mikil eða frá einum og upp í fimm launaflokka, fyrir utan yfirborganir sem sumir hafa hér,“ sagði Guðbjörg Maríusdóttir, formaður starfsmannafélags Sjúkrasamlags Reykjavikur, i sam- tali við DV I morgun. ; Lydia Thjell, sem starfað hefur i 30 ár hjá Sjúkrasamlaginu, sagði að þetta væri aö sjálfsögðu mikið áfall fyrir starfsfólkið. Fyrir flesta væri ekki um annað að gera en að taka þessari launalækkun, það væri ekki auðvelt að fá vinnu um þessar mundir. „Mér virðist líka að viðhorfin um þessar mundir séu þau að sagt er að okkur sé engin vorkmm, við fáum þó vinnu. Þetta þykja okkur ekki manneskjuleg viðhorf," sagði Lydia. Að vonum er mikil óánægja ríkj- andi hjá starfsfólkinu. Þaö er margt fleira en launin sem huga þarf að. Ýmis félagsleg réttíndi þarf að skoða, enda hafa þeir sem þegið hafa vinnu hjá Tryggingastofnun ríkisins gert það með ákveðnum fyrirvara. Þetta er eitt af þeim dæmum sem forysta Bandalags starfsmanna ríkis og bæja bendir á að þurfi að leiðrétta þegar hún talar um sömu laun fyrir sömu vinnu. -S.dór lauk með fundum Fíkniefnalögreglan handtók sjö manns og gerði upptæk um 40 grömm af hassi á Neskaupstað á sunnudag. Bæjarfógetinn á Nes- kaupstað óskaði eftir aðstoð fíkni- efnalögreglunnar vegna málsins. Nokkrir þeirra sem voru handteknir höfðu áður komið við sögu fíkniefna- lögreglunnar. Dómari frá sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum var með í fór. Málinu er lokið með dómsátt. Fíkniefnalögreglan hélt fund með elstu skólabörnum Neskaupstaðar á mánudagsmorgun, með æskulýðs- ráði um miðjan dag og síðan mættí lögreglan á almennan borgarafund um kvöldið. Á öllum þessum fundum var umræðuefnið hið sama - fíkni- efnavandamálið. -sme ^Forsætisráöherra: Á ferð og flugi Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra kemur til landsins í dag en hann hefur undanfarna ellefu daga dvalist í Evrópu. Eftír að fundi Norðurlandaráðs lauk á Álandseyj- um á miðvikudaginn í síðustu viku fór hann til London þar sem hann átti viðræður við Englendinga um ferðamál í tengslum við framtíðar- skýrslu þá sem forsætísráðherra er að láta vinna. Eftir það hélt Steingrímur til Konstanz í V-Þýskalandi þar sem hann hélt erindi um Fríverslunar- bandalagið og Evrópubandalagið á alþjóðlegri ráðstefnu. -SMJ EskjJQörður: Síldin er of smá í Svía og Finna Síld söltuð af krafti á Eskifirði. DV-mynd Emil Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: „Við erum búnir að salta hér í 2501 tunnu, sem fer tíl Svíþjóðar og Finn- lands, og hefðum getað saltað meira magn en hefur vantað síld. Hún hef- ur verið of smá til að fullnægja skil- yrðum um stærð,“ sagði Búi Þór Birgisson, verkstjóri hjá síldarsölt- unarstööinni Auðbjörgu hér á Eski- firði, við fréttamann DV í gær. „Fjórir síldarbátar hafa lagt upp hjá okkur, Hringur GK, Flosi IS, Gunnar Bjarnason SH og Sjöfn ÞH, og þeir eru búnir eða eru að klára sinn kvóta. Síldin hefur ýmist farið í söltun, frystingu eða bræðslu, mest í bræðslu. Verð í bræðslu er 5 kr. kílóið en í söltun og frystíngu er verðið 10,70 kr. fyrir stærsta flokk- inn, 9 kr. fyrir millisíld og 5 kr. fyrir minnsta flokk. Hér er því um að ræða mikla tekjuskerðingu fyrir út- gerð og sjómenn síldarbátanna og það má heyra á mörgum sjómönnum að þeir eru að gefast upp. Ekkert upp úr þessu að háfa,“ sagði Búi. Hann taldi að ef samningar tækjust við Rússa yrði nauðsynlegt að gefa út aukakvóta þar sem bátarnir eru hver af örðum að að ljúka veiði á útgefnum kvóta. Sjávarútvegsráðu- neytið gaf út veiðiheimildir upp á 100 þúsund tonn en stofninn er nægjan- lega stór tíl að veiða 150 þúsund tonn að mati Búa. Vegna síldarleysis hefur nú verið byrjað á því að vinna rækju á ný hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar en samt sem áður bíða menn eftir síldarkall- inu ef Rússar gefa sig eins og menn vonast til. Veðrið á morgun: Slydduél vestan- lands Á morgun verður fremur hæg norðaustanátt, smáslydduél vest- anlands og á annesjum en annars staðar úrkomulaust. Hitinn verð- ur allt að fiórar gráður á Vestur- og Suðvesturlandi en frost á Norður- og Austurlandi. Til 140 staða í 77 löndum ARNARFLUG •A* KLM Lágmúla 7, Austurstræti 22 ® 84477 & 623060 ÞRÖSTUR 68-50-60 VANIR MENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.