Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990.
Spumingin
Hvert er uppáhaidssjón-
varpsefnið þitt?
Hólmfríður Bragadóttir hjúkrunar-
fræðingur: Fréttirnar. en fátt annað.
Blaðakonan og Derrick eru best af
framhaldsþáttunum.
Ásmundur Ólafsson sölustjóri: Hunt-
er, hann er bráðfyndinn. Annars eru
íþróttir trúlega næstar á vinsælda-
listanum.
Elsa Jóhannssdóttir húsmóðir: Frétt-
irnar, en annars hef ég lítið horft á
sjónvarpið undanfarið vegna anna.
Daði Halldórsson nemkíþróttimar og
þá helst fótboltinn. Ég horfi annars
yfirleitt á allar íþróttir.
Óskar Ársælsson framreiðslumaður:
Fótboltinn og fréttimar. En ég vinn
mikiö á kvöldin og horfi þvi lítið á
sjónvarpið.
Ólafur Brynjólfsson nemi: íþróttir og
þá sérstaklega fótbolti og körfubolti.
90 á stöðinni er líka mjög skemmti-
legur þáttur.
Lesendur
Niðurfærsluleiðina næst
aðrir félagar hans hefur látið skyn-
semina ráða þegar komið hefur verið
að þeim mörkum sem hann taldi rétt-
ast að hætta að þrýsta lengur á um
frekari kauphækkanir og ganga til
samninga en að lengja verkföll og
illdeilur með gagnslausum barsmíð-
um á báða bóga.
Guðmundur hefur áður verið fylgj-
andi niðurfærsluleiðinni sem ég
minnist hér á. Hann hefur þó ekki
alltaf getað fengið sitt fram vegna
þess að margir sjá ekki annað í yfir-
standandi samningutn en launa-
hækkanir eða beinar kjarabætur
með öðrum og svipuðum aðferðum.
- Þetta er ekki til staðar í þessum
samningum sem nú hafa fariö hæg-
fara af stað.
Það er nú að skapast hér allt annað
ástand en áður. Fólk er orðið dauð-
leitt á þessu sífellda samningaþófi
sem engu skilar til launþeganna öðru
en nýjum verðhækkunum og loks
gengislækkunarlotu sem svo enn
hækkar allt verðlag og leiðir til
nýrra krafna og uppsögn kjarasamn-
inga.
Það er þó dálítið undarlegt að ekki
skuli allir vera sammála um víötæka
niðurfærsluleið, sem tekin er alvar-
lega, í stað gömlu aöferðarinnar. Mér
finnst þó fólk vera tilbúið núna til
að standa með niðurfærsluleiðinni
og Guðmundur J. á miklu fleiri fylgj-
endur með henni núna en nokkru
sinni fyrr. Það er því kominn tími til
aö ráðamenn gefi þessari leið til úr-
bóta meiri gaum en þeir hafa viljað
gera hingaö til.
Björn Guðmundsson skrifar:
Ég er einn af þeim sem tek heils-
hugar undir þá skoðun sem Guð-
mundur J. Guðmundsson hefur á
málum og stöðunni í væntanlegum
kjarasamningum - að fara eigi niður-
færsluleiðina. Ekkert annað er væn-
legra til lausnar á þessum hrikalega
vanda sem við blasir hvert sem litið
er í þjóðlífinu um þessar mundir.
Guðmundur J. Guðmundsson er
eins og flestir vita gamalreyndur
samningamaður og langreyndastur
þeirra sem í verkalýðsforystunni
starfa nú. Hann er sá sem oftar en
Guðmundur J. Guðmundsson fundar ásamt öðrum félögum úr launþegahreyfingunni. - Hann á nú fleiri fylgjendur
með niðfærsluleiðinni en áður, segir hér m.a.
Fjármagnskostnaður?
Kristjón Kolbeins skrifar:
Af og til sjást furðuskrif um hinn
svokallaöa fjármagnskostnað sem á
að vera blóraböggull fyrir allt sem
aflaga fer í þjóðfélaginu. Skilgetið
afkvæmi hans er hinn mikh bölvald-
ur, lánskjaravísitalan sem ýmsir
vilja feiga en var ekki annað en
mælikvarði á almennar verðbreyt-
ingar uns hún var skæld. - Sannast
hér hið fomkveðna að árinni kennir
illur ræðari. Ekki er við haUamál
að sakast þótt veggir reynist skakk-
ir.
Gert er ráð fyrir að þjóðarfram-
leiðslan í ár verði 320 milljarðar
króna, útlán lánakerfis 500 milljarð-
ar og þjóðarauður 950 milljarðar. Nú
gæti það gerst að stjórnvöld lofuðu
launþegum 30% kauphækkun í árs-
lok og fullri verðtryggingu, útflutn-
ingsatvinnuvegunum yröi tryggður
rekstrargrandvöUur með því að skrá
gengið „rétt“ og sparifjáreigendur
fengju fuUa verðtryggingu en enga
vexti umfram það.
Afleiðingarnar gætu orðið 21%
verðbólga á mánuði, þannig að allar
þessar stærðir tífölduöust á einu ári.
Þjóðarframleiðslan yrði 3.200 millj-
arðar, útlán lánakerfis 5.000 milljarð-
ar, þ.a. verðbætur 4.500 milljarðar. -
Haldi einhver að í dæminu sé fólginn
fjármagnskostnaður þá þjáist sá
sami af auraglýju. Þvi síður má bera
saman verðbætur og þjóðarfram-
leiðslu og halda fram að þjóðarfram-
leiðslan fari öll í fjármagnskostnað
og dugi ekki til.
Staðreyndin er sú, eins og sumum
stjórnmálamönnum er svo tamt að
taka til orða, að þar eð kaupmáttur
krónunnar hefur rýmað um 90% á
milli ára er í raun veriö aö reikna
þjóöarframleiðslu og útlán lánakerf-
isins í tíeyringum seinna áriö, miðað
við verðlag fyrra árs. - Allir ættu aö
skilja að ef króna er dregin frá tíu
tíueyringum á sambærilegu verö-
lagi, fenginn mismunur sem kallaður
væri fjármagnskostnaður, þá er
rangt reiknað.
Frítt „prógramm“
og allt í IK!
G.L. hringdi:
Ég var að koma af bíósýningu
í Háskólabíói og sá þar myndina
Dauðafljótið. Það sem kom mér
skemmtilega á óvart var að mér
var afhent eintak af fríu „pró-
grammi" sem auk þess var prent-
að i fjórum litum. - Þetta þykja
mér nýmælí hér, hef satt að segja
ekki séð svona áður i kvikmynda-
húsum hér á landi.
Mér finnst þetta vera til eftir-
breytni fyrir önnur kvikmynda-
hús en vil aö öðru leyti þakka
Háskólabíói fyrir hugulsemina og
góða þjónustu við sýningargesti
þessar myndar - sem ég læt hjá
liða að dæma. Þaö var heldur
ekki erindið með upphringing-
unni til DV heldur að benda á
nýjungina meö „prógrammið".
Mikið að gerast á Austfjörðum?
Við höfnina á Eskifirði. - Hætt er við að ekki séu umsvifin mikil þarna þessa dagana.
Austfirðingur hringdi:
Ég gat nú ekki á mér setið að
hringja til ykkar eftir að hafa heyrt
í stjórnanda morgunútvarps rásar 2
í morgun (5. jan.) er hann var að fara
yfir dagskrá þáttarins og sagði aö þar
kæmu fram viðhorf frá Austfjöröum
- „þar sem mikið væri að ske“.
Ég get nú ekki samsinnt þessu. Hér
á Austfjörðum er einfaldlega ekkert
að ske, eða a.m.k. ekki í þeim skiln-
ingi sem fréttamenn hljóta aö leggja
í það hugtak að eitthvað mikið sé að
ske. Hér er nefnilega ördeyða eins
og hún getur mest orðið þegar skip
liggja bundin við bryggjur og sjó-
menn og verkamenn eiga í deilum
við útgerðarfélög á mörgum stöðum
í einu.
Það er kannski það versta við þetta
að hér er ekki um eiginlegt verkfall
að ræða heldur ástand sem er okkur
áður óþekkt og hefur ekki verið tíðk-
að mikið hér á landi, aö stöðva vinnu
við aðstæður þegar samningar eru
ekki útrunnir eða réttara sagt um-
samið fiskverð enn í fullu gildi. - Á
meðan hér ríkir stöövun og óvissa
um framtíðina er ekki hægt að slá
því upp í Ríkisútvarpinu að „mikið
sé að ske á Austfjörðum". Svoleiðis
slagorð og auglýsingamennska er
ekki fallin til aö vekja virðingu fyrir
ríkisfjölmiðlinum.
Allir vona að úr rætist, en samt er
óhugur í fólki hér um slóðir, því allt
eins getur verið að hér geti mál þró-
ast til verri vegar, t.d. ef menn segja
upp störfum, hætta að vinna - og
jafnvel flytjast burt þangað sem
trygga atvinnu er að hafa, hvort sem
það er á Reykjavíkursvæðinu eða í
öðrum löndum. Ef 'svo fer þá má
senda hingað fréttamenn sem geta
þá með sanni sagt að „mikið sé að
ske á Austfjörðum".