Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990. 25 Sviðsljós Hiö árlega jólaball, sem DV heldur fyrir starfsmenn, börn þeirra og blaðburðarbörn, var haldið í Þórs- café-Danshöllinni á laugardaginn var. Mikill fjöldi barna mætti og tók þátt í fjölbreyttri íjölskylduskemmt- un sem þó einkum var ætluð bömun- um. Um það bil sex hundruð börn voru á staðnum og fengu þau að njóta sín í tveimur sölum, bæði í diskói, þar sem eldri bömin dönsuðu nýj- ustu diskódansana, og í sal þar sem jólatré var á miðju gólfi og dansað var kringum það og sungið við undir- leik hljómsveitar André Bachmann. Með aðstoð hljómsveitarinnar skap- aðist fljótlega jólastemning sem bömin kunnu vel að meta. Ekki minnkaöi ánægja barnanna þegar Hurðaskeílir birtist í öllu sínu veldi og hafði hann Stúf með sér. Fengu þeir félagar börnin til aö syngja jólalögin og var mikið hiegið að Hurðaskelh þegar hann ruglaði saman nokkrum velþekktum vísu- brotum. Ekki minnkaði kætin þegar Jói trúður mætti á hjólaskautunum sínum og dreif börnin í Fugladansinn og fleiri þekkta barnadansa. Börnin fengu veitingar meðan á skemmtuninni stóð og vom leyst út með sælgætispoka þegar jólaballinu lauk. Hurðaskellir og Stúfur vöktu mikla kátínu barnanna sem hrúguðust að þeim, • , m ■ , m ’JsaS í ÆuBBBm - Á'' Jói trúður vakti mikinn fögnuð eldri barnanna þegar hann renndi sér niður á diskógólfið á hjólaskautunum sinum, greip eina glæsidömuna og sveifl- aði henni i kringum sig. Hurðaskellir ræðir hér við ungan aðdáanda meðan Stúfur svarar spurning- um forvitinna barna. Það er gott að fá smáhjálp við erfitt verk og lögreglumenn borgarinnar bregðast ávaflt vel við hjálparbeiðnum frá fólki sem lent hefur i vandræöum eins og þessi kona sem átti í erfiðleikum með að skipta um sprungið dekk. Lögreglumennirnir brugðu skjótt við og hjálpuðu konunni út úr ógöngunum og sögðu þelr við Ijósmyndarann aö felgan hefði verið kirfilega föst við bílinn og það tekið þá smástund að losa hana frá. DV-mynd S Krakkarnir fylgjast vel með fimum hreyfingum Jóa trúðs sem sýndi rrtikla leikni, bæði í dansi og á hjólaskautum. DV-myndir KAE 1 Akureyri: Jólin kvödd á þrettándagleði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Fjölmargir Akureyringar tóku þátt í þrettándagleði íþróttafélagsins Þórs sem fram fór á svæði félagsins á síð- asta degi jóla, sl. laugardag. ■ Þrettándagleði Þórs fór nú fram í 51. skipti en síðari ár hefur gleðin Hér hefur jólasveinnmn fengið góð- an fylgdarmann og traustan. farið fram með hefðbundnum hætti. Álfakóngur og drottning hans koma með fóruneyti sínu sem skipað er álfum, púkum og öðrum kynjaver- um. Þjóðdansar voru sýndir, vegleg brenna var, jólasveinarnir voru kvaddír og ýmis önnur skemmtiat- riði voru. Halli og Laddi skemmtu. Bjartmar Guðlaugsson og Jóhann Már Jóhannsson tóku lagið og í lokin var vegleg flugeldasýning. Fjöldi manns var á svæði Þórsara að þessu Búningar skipta miklu máli á þrettándagleði og þau sem hér eru falin und- sinni og fór þrettándagleöin vel fram ir grimum og klæðum geta verið ánægð með sitt framtag. að öllu leyti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.