Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990. Andlát Ásta K. ímsland, lést 7. janúar í Skjóli. Guðjón B. Baldvinsson fv. deildar- stjóri, Hagamel 27, lést á Landspítal- „ anum laugardaginn 6. janúar. Stefanía Guðjónsdóttir, Suðurgötu 4, andaðist í Landakotsspítala 6. jan- úar. Laufey Benediktsdóttir frá Akureyri lést í sjúkrahúsi Akraness sunnu- daginn 7. janúar. Magnús Björnsson, Hrauntungu 83. Kópavogi. lést í Landspítalanum sunnudaginn 7. janúar. Baldur Jónsson, Miðvangi 29. Hafn- arfirði, lést í Borgarspítalanum laug- ardaginn 6. janúar. Jardarfarir Sigríður L. Jóhannsdóttir lést 26. desember. Hún fæddist 24. apríl 1893 í Árgerði, Svarfaðardal, en ólst upp á Sauðanesi á Upsaströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Baldvins- dóttir og Jóhann Gunnlaugsson. Sig- i ríður giftist Jóhanni Bjarnasyni og bjuggu þau á Siglufirði þar til Jóhann lést. Þau eignuðust eina dóttur. Lára var forstöðukona Gesta- og sjó- mannaheimilisins á Siglufirði um árabil. Hún starfaði einnig í stúkunni Framsókn og var heiðursfélagi í Stórstúku íslands. Eftir lát Jóhanns fluttu þær mæðgur til Reykjavíkur. Þar starfaði Lára í ísborg í Austur- stræti meðan aldur og heilsa leyfði. Útför hennar verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Sveinbjörn Helgason lést 26. desemb- er. Hann var fæddur 26. desember 1908 á Húsavík. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Jóhannsdóttir og Helgi Flóventsson. Sveinbjöm starf- aði lengst af við sjómennsku. Eftir að í land kom fór hann að vinna hjá Vélsmiðju Hafnarijarðar og síðar um tíma hjá Jósafat Hinrikssyni. Hann giftist Fjólu Guðmundsdóttur en hún lést árið 1978. Þau hjónin eignuðust eina dóttur. Útfór Sveinbjörns verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Sigríður Helgadóttir, Grund, Garði, lést 30. desember á vistheimilinu Garðvangi. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Vilborg Jónsdóttir Dam, lést 27. des- ember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Lára Magnúsdóttir lést í Borgar- spítalanum 25. desember. Jaröarfór- in fer fram í Dómkirkjunni á morg- un, miðvikudaginn 10. janúar, kl. 13.30. Útfararathöfn Friðriks Sigurjónsson- ar, Fornustekkum, sem andaðist 4. janúar, verður 11. janúar kl. 14 í Bjarnastaðakirkju í Hornarfirði. Kristmundur S. Snæbjörnsson, Nökkvavogi 48, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudag- inn 9. janúar kl. 13.30. Þórdís Magnúsdóttir, Haðarstíg 18, verður jarðsett frá Fossvogskirkju miövikudaginn 10. janúar kl. 10.30. Rögnvaldur Ingvar Helgason frá Borðeyri verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju laugardaginn 13. janúar kl. 14. Útför Jónfriðar Gísladóttur verður gerð frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 10. janúar kl. 15. Dagbjört Eiríksdóttir fóstra. Klepps- vegi 120, Reykjavík, sem andaðist á gjörgæsludeild Borgarspítalans að- faranótt 31. desember. verður jarð- sungin frá Áskirkju miðvikudaginn 10. janúar kl. 15. Sigurlilja Pétursdóttir, áður til heim- ilis á Hofsvallagötu 17. Reykjavík, verður jarðsungin miðvikudaginn 10. janúar kl. 13.30 frá nýju Kapell- unni í Fossvogi. Útför Þrastar Leifssonar, Þórufelli 16. Reykjavik, fer fram frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 11. janúar kl. 15. Bálför fer fram síðar. Guðrún Árnadóttir hjúkrunarkona, Sólheimum 23, Reykjavík, verður jarösungin frá Langhoitskirkju mið- vikudaginn 10. janúar. Valgerður Halldórsdóttir frá Hvann- eyri, Selvogsgrunni 8, sem lést 1. jan- úar sl„ verður jarðsungin fimmtu- daginn 11. janúar kl. 13.30 frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Námskeið Ný ættfræðinámskeið Hjá Ættfræðiþjónustunni heQast bráð- lega ættfræðinámskeið, bæði fyrir byrj- endur og lengra komna. Þar er veitt fræösla um leitaraðferðir sem eru í senn fljótvirkar og öruggar, gefið yfirlit um helstu ættfræðiheimildir og leiðbeining- ar veittar um gerð ættartölu o g niðjatals. Þá fá þátttakendur tækifæri og aðstöðu til að þjálfast í verki við að rekja eigin ættir og frændgarö með afnotum af víð- tæku gagnasafni, m.a. kirkjubókum um land allt, manntölum, ættartöluhandrit- um og útgefnum bókunt. Leiðbeinandi á námskeiðunum er sem fyrr Jón Valur Jensson. Innritun er hafin hjá Ættfræði- þjónustunni í síma 27101. Tapað fundið Grárfressköttur í óskilum Tæplega ársgamall grár fressköttur með ól um. hálsinn, en botn merkitunnunnar týndur, fannst í Hlíðahjalla í Kópavogi aö kvöldi 2. janúar. Upplýsngar í síma 45761 eftir kl. 18. Þrílit læða, grá, hvít og brún, tapaðist frá Hjarðarhaga 46 31. desember sl. Hún var ómerkt. Ef einhver veit hvar hún er nið- urkomin eða getur veitt upplýsingar um hana þá vinsamlegast hringið í síma 10520. Frakki gleymdist í bíl Sl. laugardagskvöld gleymdist ljós frakki í hvítri tveggja dyra Subaru Justy bifreið við Melabraut 33. Ökumaður er vinsam- legast beöinn að hafa samband við Bryndísi í síma 672406. Fressköttur fannst í Kópavogi Tæplega ársgamall grár fressköttur með ól um hálsinn, en botn merkitunnu týnt, fannst í Hlíðahjalla, Kópavogi, að kvöldi 2. janúar. Upplýsingar í síma 45761 eftir kl. 18. Tilkyniiingar Hallgrímssókn - starf aldraðra Leikfimin, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar Sigurðardóttur sjúkraþjálfara, hefst aft- ur í dag og verður eftirleiðis á þriðjudög- um kl. 12 og fóstudögum kl. 10. Sömu Meiming___________pv I Heimatil- I búnar ýkjur Myndmál Margrétar, það er innviðir málverkanna, er að mestu í heimatilbúnum ýkjustíl. Þar ber mikið á uppblásnum eða mjúklegum verum, misjafnlega ummynduðum. Þessar verur geta tekið á sig yfirbragð fornra skurð- goða, eru þá vísast tákn fyrir staðnaða ímynd karl- mennskunnar, þekki ég þankagang listakonunnar rétt. Annars staðar eru kynjaverur, ef til vill ættaðar úr skrímslafræðum miðalda, að minnsta kosti þykist ég sjá vindguðinn Æólus endurborinn í másandi og blás- andi ásjónunum í myndum hennar. Kannski er hann líka fulltrúi fyrir belgingslega karl- punga, hvað veit ég. Loks málar Margrét hreinræktaðar teiknimyndaflg- úrur, áþekkar þeim sem hún hefur notað til bóklýs- inga, sem mótvægi viö blákalda alvöruna annars stað- ar í myndunum. „Mótvægi“ er hér lykilorð því Margrét nær fram þeim áhrifum sem hún gerir fyrst og fremst með því að tefla saman andstæðum, og þá helst andstæðum í formi (liturinn virðist skipta hana minna máli), mýkt gegn hörku, stærð gegn smæð, kímni gegn drunga, stækka síðan atburði áfletinum, svo og fletina sjálfa, upp úr öllu valdi, uns þeir verða bæði tilkomumiklir og ægilegir, krefja okkur um skýlaus viðbrögð. I ökkla eða eyra Sjálfur hef ég aldrei haft viðbrögóin við þessum að- sópsmiklu dúkum alveg á hreinu, þar sem áherslur í þeim hafa ýmist verið í ökkla eða eyra: of almennar eða of sérviskulegar. Jafnvel í einu og sama verkinu. Með fullri virðingu fyrir því hugrekki listakonunnar að vinna ótrauð úr eigin hugarórum. Þetta er í stórum dráttum einkenni á yflrstandandi sýningu Margrétar að Kjarvalsstöðum, nema hvaö hún kemur nú einnig til móts viö okkur með hlutlæg- ari myndum, til dæmis tröllslegum uppstillingum þar sem hversdagslegir hlutir eru bæði stækkaðir og skrumskældir. Þarna er eitthvað að gerast sem ég átta mig ekki alveg á, en lætur mig ekki í friöi. Sem segir vonandi sitt um sérkennilegt seiðmagn þessara mynda. Sýning Margrétar stendur til 21. janúar nk. -ai Málverk Margrétar Jónsdóttur, sem nú opnar fyrstu sýningu ársins 1990 að Kjarvalsstöðum, eru ólík öllu öðru sem hér er gert í nafni málaralistarinnar. Þar að auki er sýningin boriir uppi af sjaldséðum metnaði og nýtur sín vel í upphengingu. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Margrét Jónsdóttir ásamt einu verka sinna. Fréttir Skotvopnum og öðrum verðmætum stolið úr sumarhúsi - eigandi heitir góöum launum fyrir upplýsingar Brotist var inn og verðmætum að andvirði hundraða þúsunda stolið úr sumarhúsinu Sóleyjar- bakka við Stóru-Laxá í Hreppum um miðjan desember. Sneru þjó- farnir í sundur keðju á hliði sumar- bústaðarlandsins og spörkuð síðan upp hurð þegar komið var að bú- staðnum. Það sem stolið var úr sumarbú- staönum voru sjálfvirk Browning haglabyssa með gikklæsingu, sex skota 22«alibera Bakal riffill, skot- færi, tveir sjónaukar, Blaupunkt sjónvarpstæki, Saba myndbands- tæki, þrír kassar af bjór, nokkrar áfengisflöskur og ýmis handverk- færi. Guðmundur Kristinsson, sem er eigandi sumarhússins, sagðist í samtali við DV heita góðum laun- um til þeirra sem veitt geta upplýs- ingar um innbrotið. Guðmundur telur að sá eða þeir sem stálu verð- mætunum úr sumarbústaðnum þekki eitthvað til hans haga. Þeir sem veitt geta upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við Rannsóknarlögreglu ríkisins í síma 44000. -ÓTT daga verður einnig fótsnyrting og hár- greiðsla. Panta skal sömu daga í síma kirkjunnar, 10745. Teiknaðu Hróa Hött Leikfélag Hafnarflarðar hóf æfingar á barnaleikriti um Hróa Hött þann 30. des. sl. Höfundur leikgerðar og leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. í tengslum viö upp- setninguna verður efnt til teiknisam- keppni sem opin verður öllum börnum á aldrinum 6-12 ára. Myndefnið veröur aö sjálfsögðu Hrói og félagar hans. Blaöa- stærð skal vera A-3 og greinilega merkt nafni og heimilisfangi teiknara. Mynd- irnar skulu sendast Leikfélagi Hafnar- Qarðar, pósthólf 116, 220 Hafnarfjörður. Vegleg verölaun eru í boði og hefur Lego gengiö til samstarfs við leikfélagið um framkvæmd keppninnar. Það verður 5 manna dómnefnd sem velur álitlegustu myndirnar, sem síðan verða til sýnis géstum og gangandi í leikhúsinu og víö- ar. Gögn um keppnina veröa send öllum grunnskólum landsins. Skilafrestur rennur út 8. febrúar. Niöurstöður verða kynntar 20. febrúar. Allar frekari upplýs- ingar veitir Erlendur í síma 91-25194. Styrkveiting úr minningar- sjóði Gunnars Thoroddsen 29. désember sl. fór (ram í fjóröa sinn styrkveiting úr Minningarsjóöi Gunnars Thoroddsen. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarði Briem 29. des. 1985, þegar liöin voru 75 ár frá fæö- ingu Gunnars. Styrkþegi er aö þessu sinni Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona. Ólafia lauk prófi frá -Leiklistarskóla ís- lands áriö 1987 og hefur síðan leikið með ýmsum leikhópum. Frú Vala Thoroddsen afhenti styrkinn sem aö þessu sinni var að fjárhæð kr. 200.000. Athöfnin fór fram í Höfða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.