Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990. 5 Linda Gunnarsdóttir, þriggja barna móðir, eiginkona Hálfdans Kristjánsson- ar. Þau hjón beita 16 bala saman og hún gefur körlunum ekkert eftir ef undanskildir eru meistarar greinarinnar. Linda er ein þeirra kvenna sem ryðja brautina og fella hin hefðbundnu karlavígi. Til skamms tíma var beitn- ing talin karlaverk en á síðustu árum hafa konur gert það gott á þeim vett- vangi. DV-mynd Reynir Beitningaskúrarnir mið- stöð aíþýðumenningar Reynir Traustason, DV, Flateyri: Línuveiðar eru stundaðar af kappi frá Vestfjörðum þrátt fyrir samdrátt í þeim víða annars staðar. Nauðsyn- legur þáttur í veiðunum er beitning- in. Beitningarmennirnir annast þessa hlið mála þó sums staðar hafl vélar leyst þá af hólmi. Beitningarskúramir eru nokkurs konar miðstöð alþýðumenningar víðast hvar og þar standa menn hverjum meðalsaumaklúbbi framar í fróðleik hvað varðar hina fjölbreyti- legu flóru mannlífsins. DV leit inn í skúrana hjá Jónínu ÍS og Vísi ÍS. Hljóðið í mönnum var nokkuð gott en þó bar skugga á því aðalmálið er þar eins og annars staðar fiskverðið. Allir eru sammála um að það sé allt- of lágt. Sumir vildu taka upp teng- ingu viö fiskmarkaði þannig að hinn frjálsi markaður réði verðinu. Aðrir vildu að verðlagsráðið hækkaði verðið hressilega. Hálfdan Kristjánsson vildi fá Kristján Ragnarsson LÍÚ-formann í heimsókn svo hann sæi með eigin augum hvernig ástandið væri hjá útgerðinni og gæti hagað baráttu sinni í samræmi við það. Kristján er gamall Flateyringur. Annars sögðust þeir beitningarmenn lítt gefnir fyrir að velta sér upp úr vandamálum og tækju yfirleitt lífinu létt. FaskrúðsQörður: Samið við sjómenn Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúösfiröi: Fiskverðsdeilu áhafna Fáskrúðs- fjarðartogaranna Hoffells og Líósa- fells við útgerö skipanna, sem staðið hefur að undanfórnu, lauk með sam- komulagi sl. sunnudagskvöld og létu togararnir úr höfn síðar um nóttina. Samkomulag varð um að útgerðin greiddi 7,5% ofan á verðlagsráðsverð þar til nýtt fiskverð tæki gildi. í sam- komulaginu er ráðgert að tveir menn úr áhöfnum hvors skips og tveir frá útgerð skipanna vinni í sameimngu að því að afla sér allra þeirra upplýs- inga sem kostur er um yfirborganir á fiskverði á Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum og greiði út- gerðin síðan meðalverð þeirra skipa sem nefndin tekur til viðmiðunar. Aflaverðmæti Hoffells og Ljósafells var rúmlega 225,6 milljónir á sl. ári og afli þeirra samtals 5.526 tonn. Meðalskiptaverð 15 Austfjarð.atog- ara fyrstu 8 mánuði sl. árs var 30,99 kr., samkvæmt skýrslu LÍÚ. Fréttir Tólftu Menningar- verðlaun DV Þann 22. febrúar næstkomandi verða Menningarverðlaun DV afhent í tólfta sinn. Samkvæmt venju fer verðlaunaafhendingin fram í veislu- sal Hótel Holts, Þingholti, að undan- gengnum sérstökum málsverði sem listakokkar hótelsins eru ábyrgir fyrir. Afhentar verða viðurkenningar fyrir afrek ársins 1989 í bókmennt- um, leiklist, myndlist, tónlist, kvik- myndagerð, byggingarhst og hst- hönnun og hafa þriggja manna dóm- nefndir verið skipaðar til að velja listafólk til verðlaunanna. í dómnefndum eru fulltrúar DV, venjulegast gagnrýnendur í um- ræddum hstgreinum, fulltrúar lista- manna, svp og áhugafólk um listir úti í bæ. Á næstunni verða þessar dómnefndir kynntar hér í blaðinu. Listasmíðar Menningarverðlaunin eru í formi sérsmíðaðra skúlptúra eða hstmuna sem margir helstu hstamenn og hst- hönnuðir landsins hafa gert fyrir DV. í þetta sinn er smíði verðlauna- gripanna í höndum Péturs Bjarna- sonar, ungs og margverðlaunaðs listamanns, sem fyrstur íslendinga hefur helgað sig bronssteypú. Innan skamms verður nánar sagt Nokkrir handhafar Menningarverðlauna DV í fyrra og fulltrúar þeirra á Tjarn- arbakkanum: F.v. Þorsteinn Gunnarsson og Leifur Blumenstein, Sigríður Þorvaldsdóttir (fulltrúi Róberts Arnfinnssonar), Björn Th. Björnsson, Rut Ingólfsdóttir, Viðar Víkingsson og Sigurður Örlygsson. Á myndina vantar Valgerði T orfadóttur fatahönnuð. DV mynd G VA frá smíðinni og myndlist Péturs. lýsingar yfir þá aðila eða hstaverk DV mun síðan leyfa lesendum að sem nefndirnar eru með til athugun- fylgjast með störfum dómnefnda, til ar. -ai. dæmis með því birta reglulega upp- OPIÐ ALLAR HELGAR TM * HUSGOGN SIDUMULA 30 SIMI 686822 Eigum örfá sófasett á sérstöku tUboðsverði 3ja sæta sófí og 2 stólar kr. 65.000,- Sófaborð úr eik 80x140 kr. 11.000,- Hornborð úr eik 70x70 kr. 8.000,- Dökkt leðurlíki, svart og brúnt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.