Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990.
Útlönd
Rúmenskir hermenn reyna aö róa mannljölda sem krafðisl þess að fó
inngöngu f aðalbækistöðvar Þjóðfrelsishreyfingarinnar I Búkarest. Fólk-
ló heimtaðl húsnæöi og bentl á að margar byggingar sem reistar heföu
veriö fyir stuðningsmenn Ceausescus stæðu tómar. Símamynd Reuter
Hans Dietrieh Genseher, utanrikisráðherra V-Þýskalands, heimsótti í
gær Rúmeníu og var honura ákaft fagnað af þúsundum manna af þýskum
ættum sem vildu flytjast tii V-Þýskalands. Fullvissaði Genscher fólk um
að V-Þýskaland myndi halda áfram að taka á móti öllum Rúmenum af
v-þýskum ættum.
Genscher hafði áður tjáð fréttamönnum að yfir helmingur v-þýska
minnihlutans í Rúmeníu vildi tlylja til V-Þýskalands. Rúmenar af v-
þýskum ættum eru alis tvö hundruð þúsund.
í gær var tilkynnt í Rúmeniu að móðir Elenu Ceausescu, eiginkonu
Nicolae Ceausescu, hefði látist í gær, 103 ára gömul. Gamla konan var
sögð hafa látist á sjúkrahúsi.
Genscher fagnað í Rúmeníu
»«1—m____m ats , <a »». -1-1
Viounceiinv iiffðBOi vio xneicncr
Bandarískur follþjónustumaður með Stinger-eldflaugavorpuna sem fe-
lagar I irska lýðveidishernum, IRA, eru sakaðir um að hafa reynf að
kaupa. Sfmamynd Reuter
Félagi í írska lýðveldishernum, IRA, sem handtekinn var fyrir aö reyna
að kaupa Stinger-eldflaugavörpu, hefur sagt að hann og félagar hans
hafi átt aðild að tilræðinu gegn Margaret Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, áriö 1984 þegar sprengja sprakk á hóteli í Brighton. Pimm
manns létu lífið í sprengjutilræðinu sem var framið þegar landsfundur
íhaldsflokksins fór ffarn.
Samkvæmt skjölum réttarins í Flórída í Bandaríkjunum átti að nota
eldflaugavörpuna gegn breskum þyrlum. Tveir félagar í IRA áttu að fara
tál Bandaríkjanna tO að læra hvemíg nota ætti vopnið. Hinn ákærðí var
handtekinn er hann var á leiö frá vöruhúsi eftir að hafa stungíð eld-
flaugavörpunni í baksætið á bíl sínum. Þrír félagar hans voru einnig
handteknir. Þeir komu allir fyrir rétt í gær.
Krefjast eigin bækistöðva
Búlgarska stjómarandstaðan settist niður í gær með stjóm landsins
viö hringborö og krafðist eigin dagblaðs og bækistöðva.
Kvaöst stjómarandstaðan ekki hefia málefnalegar umræður um fram-
tíö landsins fyrr en hún heföi fengiö skriflega tryggingu fyrir því aö kom-
iö yrði til móts við kröfur hennar. Sagði talsmaður stjómarandstööunnar
að sér skildist að níutiu prósent allra bygginga væm í eigu ríkisins og
myndi það þykja undarlegt ef ekki yrði hægt áð láta eina byggingu af
hendi handa stjómarandstöðunni.
Fulltrúi kommunistaflokksins sagði stjórnarandstöðunni að hún gæti
fengið dagblað sem gefið yrði út í um fimmtíu þúsund eintökum en hins
vegar myndi það taka tíma fyrir yfirvöld að finna byggingu undir bæki-
stöövar iyrir stjómarandstööuna.
Björn Borg fyrir rétt
Tennisleikarinn Bjöm Borg á nú
1 höggi við mótherja utan tenn-
isvallapna. í gær kom hann fyrir
rétt í Stokkhólmi, í fyrsta skiptíð
af sex á þessu ári. í málinu sem
tekið var fyrir í gær hafði Borg
verið stefnt af íyrrum viðskiptafé-
laga sínum sem krefst 500 miUjóna
sænskra króna. Borg og félagi hans
voru meðeigendur í fyrirtækinu
Bjöm Borg Design Group sem fór
Bjöm Borg í dómhúsinu í Nacka í á hausinn í sumar. Segir félaginn
Stokkhólmi ásamt lögfræöingi sín- Borg hafa roílð samning sem þeir
um. simamynd Reuter gerðu. Borg hótar nú aö stefna fé-
laganum fyrir ærumeiðingu.
I næstu viku kemur Borg aftur fyrir rétt þar sem hann hefur stefnt
sænska tímaritinu Z vegna greinar þar sem fyrrum sambýliskona Borgs,
Jannike Björling, fiúlyrðir að Borg sé kókaínneytandi. Borg hefur einnig
steöit tímaritinu fyrir að hafa framleitt peysur með áletruninni: „Bjöm
Borg Collection" sem þýða mætti kannski „Safn Bjöms Borg“. Á treyj-
unni eru myndir af Mariönu, fyrrum eiginkonu hans, Jannike, sem áður
hefur verið nefnd, og Lördönu, núverandl eíginkonu.
Hermenn aðstoða aldraða armenska konu viö að komast í skjól i Baku þar sem Azerar æöa enn um.
Simamynd Reuter
Hermenn reyna
að stilla til friðar
Yfir ellefu þúsund hermenn hafa
veriö sendir til svæðanna sunnan
Kákasusfjalla til að reyna að binda
enda á bardagana milU Azera og
Armena að því er sovéska fréttastof-
an Tass greindi frá í gærkvöldi,
Fréttastofan sagði einnig frá því-aö
að minnsta kosti fimmtíu og sex
manns hefðu fallið í bardögunum.
Það var haft eftir sovéska innanríkis-
ráðuneytinu að helmingur hinna
fóllnu væm Armenar sem eltir voru
uppi á götum Baku, höfuðborgar
Azerbajdzhan.
í sovéska sjónvarpinu var sagt að
sumir hermannanna sem sendir hafa
veriö til aðstoðar þeim fimm þúsund
hermönnum sem voru fyrir í Nag-
omo-Karabakh, heföu verið sendir
til Baku þar sem bardagamir hófust
í Kjölfar grimmdarverka Azera gegn
Armenum í borginni. Einnig var
greint frá því í sjónvarpinu að ör-
yggiseftirlit hefði verið aukið við
efnahagslega mikilvæg fyrirtæki og
á landamærunum við íran og Tyrk-
land.
Fjömtíu og níu manns hafa verið
handteknir og mörgum, sem voru í
lífshættu, bjargað, aö því er sagði í
fréttum sovéska sjónvarpsins. Mikil
spenna var sögð ríkja í Baku en hin
opinbera fréttastofa í Azerbajdzhan
sagði í gærkvöldi að tiltölulega rólegt
væri í borginni. Var því neitað að
útgöngubann ríkti í borginni.en þaö
hefur verið sett á víða. Svo virtist
sem hermönnum hefði tekist að stilla
til friðar á svæðum þar sem mikil
spenna hefur verið 1 loftinu.
Izvestia, málgagn sovésku stjórn-
arinnar, sagði að hermönnum hefði
tekist að lægja öldumar í Kerok,
nálægt Nakhichevan, eftir að Arm-
Armenar flýja í kvikmyndahús í Baku sem notað er sem skjól fyrir Azerum.
Símamynd Reuter
enar höfðu umkringt bæinn og
stökkt íbúunum á flótta. Hermönn-
um tókst einnig aö ná íjórum skrið-
drekum sem stolið hafði verið í bæn-
um Kirovabad í vesturhluta Az-
erbajdzhan. Izvestia greindi samt frá
því að Azerar æddu enn um í hópum,
tíu til fimmtán saman, og réöust inn
í íbúðir Armena og rændu þar og
rupluðu. Flyttu þeir ránsfenginn á
brott í vörubílum.
í leiðara Izvestiu voru bæði Azerar
og Armenar sakaöir um að hafa ver-
ið valdir að aukinni spennu. Sagt var
í leiðaranum að nauðsynlegt hefði
verið að lýsa yfir neyðarástandi á
svæðinu til að bjarga perestrojku
GorbatsjOVS. Reuter
Engir stórir samningar
fyrir kosningamar í vor
Vestur-þýsk yfirvöld tilkynntu í
gær að þau myndu ekki gera neina
mikilvæga samninga við Austur-
Þýskaland fyrr en aö afloknum
frjálsum kosningum sem fram eiga
aö fara í maí. Og til þess aö reyna
að stöðva straum Austur-Þjóðverja
til Vestur-Þýskalands skipaöi vest-
ur-þýska stjómin nefnd sem ákveöa
á hvemig minnka eigi fjárhagsaðstoð
við austur-þýska flóttamenn.
Kohl, kanslari V-Þýskalands, og
Modrow, forsætisráðherra A-Þýska-
lands, hittust í Dresden í desember
og ákváðu þá að reyna að ná ýmsum
samningum milh landanna til að
styrkja tengslin, jafnvel fyrir kosn-
ingarnar í A-Þýskalandi í maí. En
nú vill Kohl ekki styggja stjórnar-
andstöðuna í A-Þýskalandi. Kveðst
hann ætla að ráöfæra sig viö stjóm-
arandstöðuna áður en gerðir verða
nokkrir samningar við Modrow.
Reuter