Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990.
11
Udönd
Fleiri
heima
Vegna ákvöröunar yfirvalda
um að stöðva áfengissölu í bæn-
um Narssaq á Grænlandi í kjðlfar
íjöldamorða þar aö morgni ný-
ársdags hefur heimabrugg auk-
ist
Samkvæmt fréttum græn-
lenska útvarpsins seldist á fjór-
um dögum í síðustu viku jafn-
mikið af þurrgeri í Narssaq og
venjulega selst á tveimur vikum.
Þurrger er mikilvægt efni við
bruggunina.
: Lagerinn tæmdist fljótlega en
um helgina kom flutningaskip
með nýjar birgðir af geri þannig
að þyrstir Grænlendingar geta
nú haldiö áfram að brugga.
fiitzftu
Sænsk kvennasamtök:
UH Andersson
verði sviptur lista-
mannalaunum
Kvennasamtök í Svíþjóð, Fred-
rika Breraer samtökin, krefjast
þess að skákmaðurinn Ulf And-
ersson fái ekki lengur lista-
mannalaun frá ríkinu vegna um-
mæla hans í viötali í Svenska
Dagbladet síðastliöið haust.
í viðtaiinu sagöi Andersson að
sér þætti það niðurlægjandi að
tapa fyrir konum. Lýsti hann því
yfir að hann vildi ekki teíla við
konur og að hann myndi ekki
taka þátt í skákmótum þar sem
konur væru þátttakendur.
Formanni Fredrika Bremer
samtakanna, Ann Egefalk, þykir
Andersson lélegur fulltrúi skák-
íþróttarinnar. Egefalk tekur það
reyndar fram aö vissulega ríki
skoðanafrelsi í Svíþjóð en þar
sem Andersson njóti listamanna-
launa verði að vera hægt aö gera
ákveðnar kröfur til hans. Hann
sé fyrirmynd ungs fólks í íþrótt
þar sem fólk eigi að geta mæst
sem jafningjar. Þess vegna líti
samtökin á ummælin hans sem
móðgun við allar konur sem
greiði skatt og þar með lista-
mannalaun Anderssons.
TT
Skákmaðurinn Ulf Andersson viH
ekki tefla við konur þar sem hon-
um þykir niðuriægjandi að tapa
fyrir þeim,
Þingmenn þurfa
að betrumbæta
hegðun sina
Baldnir þingmenn á Evrópu-
þinginu í Strasbourg þurfa nú að
fara haga sér eins og þingmönn-
um sæmir. Meirihluti þingheims
er sammála um aö breytinga sé
þörf á háttalagi ýmissa fulltrúa
þar.
Á þinginu hafa menn ekki verið
feimnir við að ausa úr sér
skammarorðum hver á annan.
Ekki er óalgengt að til handalög-
mála komi og að borðum meö
slagorðum sé sveiflaö.
Nú á hins vegar að binda enda
á slíkt Að því er segir í samþykkt
meirihluta þingsheims á þingfor-
seti að geta vísað óróaseggjunum
frá í tvo til fimm daga og ef þeir
vilja ekki yfirgefa salinn af fúsum
og ftjálsum vilja munu starfs-
menn öryggisgæslunnar á staðn-
um sjá til þess að þeir hverfi.
Ólátabelgirnir hafa fiestír verið
úr rööum þeirra sem eru yst til
hægri á væng stjórnmálanna.
STAÐGREÐSIA
1990
STAÐGREIÐSLA
AF HLUNNINDUM
Ferðalög, fœðl, fcrinaður, húsnœði, orka.
Dagpeningar til greiðslu á gistingu, fæði og fargjöldum (þó ekki milli landa) erlendis eru
staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk:
Noregurog NewYork Annars
Svíþjóð borg staðar
Almennirdagpeningar 190SDR 180SDR 155SDR
Dagpeningar vegna
þjálfunar, náms eða
eftirtitsstarfa 120SDR 115SDR ÍOOSDR
Dagpeningar innanlands eru staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk:
Gisting og fœði í einn sólarhring 6.090kr.
Gisting íeinn sólarhring 3.01 Okr.
Fœðihvem heilan dag, minnst lOklstferðalag 3.080kr.
Fœði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag 1.540kr.
Almennir dagpeningar vegna ferðalaga erlendis reiknast þannig, að 50% eru vegna gistingar, 35%
vegna fæðis og 15% vegna annars kostnaðar.
Hafi gisting erlendis verið greidd frá þriðja aðila reiknast staðgreiðsla af greiddri upphæð ferðafjár
þegar 50% af fullri flárhæð dagpeninga hefur verið dregin frá. Auk þess er heimilt að draga fjárhæð
sem samsvarar mati á gistingu í eina nótt frá slíku ferðafé.
Fái launamaður greidda dagpeninga fyrir 30 daga eða fleiri á sama ári skulu viðmiðunarmörkin
lækka um 635 kr. fyrir hvern dag umfram 30.
FÆÐI
Fæði sem launamanni (og fjölskyldu hans) er látið í té endurgjaldslaust er staðgreiðsluskylt
og skal metið þannig til tekna:
Fullt fœði fullorðins 635 kr. á dag
Fullt fœði bams yngra en 12 ára 509kr.ádag
Fœðiaðhluta 254kr.ádag
Greiði launamaður laegri fjárhæð fyrir fæði hjá launagreiðanda hans en mat ríkisskattstjóra segir til
um skal telja mismuninn til staðgreiðsluskyldra tekna launamanns. Fæðispeninga í stað fulls fæðis
eða að hluta ber að telja til tekna að fullu.
FATNAÐUR
Fatnaður sem ekki telst til einkennisfatnaðar eða nauðsynlegs hlífðarfatnaðar
skal talinn til tekna á kostnaðarverði og eru þœr tekjur staðgreiðsluskyldar.
Ávalltskalreiknastaðgreiðslu afallrigreiðslu launagreiðanda til launamanns tilkaupa á fatnaði.
HÚSNÆÐIOG ORKA
Endurgjaldslaus afnot af íbúðarhúsnæði sem launagreiðandi lætur launamanni í té eru
staðgreiðsluskyld og skulu þannig metin til tekna:
Fyrir ársafnotreiknast2,7% affasteignamati húsnœðisins, þ.m.t. bílskúrs og lóðar.
Sé endurgjaid greitt að hiuta skal reikna mismuninn til tekna upp að 2,7% af
gildandi fasteignamati.
__________________ Húsaleigustyrk ber að reikna að fullu til tekna.___________________
Ef búseta í húsnæði er kvöð sem fýlgir starfi launamanns er heimilt að lækka mat
húsnæðishlunninda við álagningu á næsta ári eftir staðgreiðsluár.
Orkukostnaður launamanns, greiddur af launagreiðanda, skal reiknast að fullu til tekna á
kostnaðarverði.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI