Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (1 )27022 - FAX: (1 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Fjárveitingavaldið Þingflokkurinn Stefán Valgeirsson hefur lagt fram reikninga til ríkissjóös fyrir meinta aðstoð við þing- störf. Þessir reikningar fylgja í kjölfarið á þeirri um- ræðu sem varð vegna þess að forsætisráðuneytið var látið greiða aðstoðarmanni Stefáns laun án þess að sú greiðsla styddist við lög eða samþykktir. Nú skal enginn dómur lagður á það hvort Stefán Valgeirsson eigi rétt á því að láta ríkissjóð greiða fyrir aðstoðarmenn sína. Hitt er umhugsunarvert hvernig að því er staðið. Samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum er ekki gert ráð fyrir þessum íjárveitingum og ef ríkis- sjóður innir þessar greiðslur af hendi verður það í fullri mótsögn við vilja íj árveitinganefndar og raunar ramma Qárlaga. Á síðasta ári fóru útgjöld ríkissjóðs átta milljarða fram úr áætlun - mest vegna aukafjárveitinga ríkis- stjórnarinnar. Hún er ekki ein um þá sök. Allar fyrri ríkisstjórnir hafa farið frjálslega með aukafjárveitingar, enda þótt út yfir allan þjófabálk hafi tekið á síðasta ári. Hér er framkvæmdavaldið í rauninni að taka sér vald sem það hefur ekki. Fjárveitingavaldið er í höndum alþingis og þar á það að vera. Fjárveitinganefnd alþingis hefur lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að aukafjárveitingar verði bannað- ar. Ennfremur allar fiárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð, stofnanir ríkisins eða fyrirtæki á þess vegum utan fjárlaga. Ákvæði laga, er hafa útgjöld í fór með sér fyrir ríkissjóð, öðlast ekki gildi fyrr en alþingi hefur samþykkt fjárveitingu til þeirra útgjalda með sérstökum fjáraukalögum. Þetta frumvarp er einstakt í sinni röð. Það er næsta fátítt að fjárveitinganefnd sameinist um svo stórpólitískt mál og ef frumvarpið verður að lögum mun það væntan- lega hafa umtalsverðar breytingar í för með sér á fjár- málum ríkisins. Hugsanlega mun árangurinn verða sá að fjárlagagöt heyri sögunni til og raunhæfari Qárlög verði afgreidd. Ráðsmennska ríkisstjórna og ráðherra yfir almannafé mun verða verulega skert og frum- varpið felur í sér aðhald sem hingað til hefur verið nán- ast óþekkt. Geðþóttaákvarðanir um þóknun til þingmanns sem segist styðja ríkisstjórn, væru ekki mögulegar. Stjórnarskráin mælir svo fyrir um að Qárveitinga- valdið sé í höndum alþingis. Það ákvæði er ekki út í bláinn. Menn hafa séð það fyrir að freisting ráðherra til fjárausturs úr almannasjóðum væri mikil. Spor Es- trups hræða. Alþingi er þess mun betur umkomið að samþykkja fjárveitingar heldur en einn misjafnlega samviskulaus ráðherra. Fjölskipað vald er betra en ein- skipað. Almenningur á að fylgjast vel með afgreiðslu á frum- varpi fjárveitinganefndar. Þar er á ferðinni eitt brýn- asta hagsmunamál skattborgaranna, eitt mesta þarfa- þing þess alþingis sem nú situr. Með því að taka fyrir vald ráðherra til aukafjárveitinga er verið að sporna gegn ískyggilegum halla ríkissjóðs og vanda um fyrir ráðamönnum þegar almannafé er annars vegar. Pening- amir í ríkissjóði eru ekki eign ríkisstjórnarinnar. Þeir eru eign landsmanna. Það er löngu tímabært að alþingi taki af skarið og undirstriki með lögum hvar fjárveit- ingavaldið hggur. Með því móti má koma í veg fyrir baktjaldamakk, bruðl og geðþótta á kostnað hins almenna borgara. Al- þingi er kosið til að standa vörð um þá hagsmuni. Ellert B. Schram Húsnæðiskaupendur sem hafa 220 til 270 þúsund krónur í mánaðar- laun njóta meiri aðstoðar en aðrir. Hátekjumenn njóta myndarlegrar aöstoðar í kerfinu. Fjölskylda með 400 þúsund krónur í mánaðarlaun fær hærri vaxtabætur en sú sem hefur einungis 80 þúsund krónur. Fjölskylda með 12 milljón krónur í árslaun fær 311 þúsund í vaxta- bætur. Kerfið er láglaunafólki óhagstætt því aðstoð í formi vaxta- bóta minnkar því lægri sem launin verða. Áhriftekna metin Til þess að meta hvaða áhrif tekj- ur hafi á samanlagða fjárhæð vaxtabóta er heppilegast að miða við fjölskyldu sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Til að meta hversu mikillar aðstoðar fólk nýtur er heppilegt að miða við nokkuö langt tímabil. Reiknaðar eru samanlagö- ar vaxtabætur á þeim tíma sem það tekur að greiða upp íbúð, 25 árum í húsbréfakerfinu. - Á þann hátt Vaxtabætur (Milj. kr.) Samanlagðar verðbætur í 25 ár. Húsbréfakerfið: 250 þús. á mánuði hag- stæðar tekjur eru fyrirheit húsbréfakerfisins metin. Áður en að húsnæðiskaupum kemur þurfa kaupendur að leggja fyrir peninga. Því meira sem spar- að er þeim mun betur standa þeir að vígi þegar að kaupum kemur. í þeim dæmum sem hér eru tekin hefur verið reiknað meö að fólk hafi lagt fyrir níu mánaða laun. Miðað er viö að hver fjölskylda kaupi eign í samræmi við efni. Þá er miðað við að samanlögö greiðslubyrði á hverju ári verði mest 30% af tekjum. Það eru for- sendur húsbréfakerfisins viö á- kvörðun hámarkslána. Til þess að fá heildarmynd af samspili launa og vaxtabóta hafa- verið reiknuð liðlega 50 dæmi af fjölskyldum með laun frá 50 þús- und krónur Upp í 1,0 milljón krónur á mánuði. í hveiju tilfelh hefur verið fundið hversu dýra eign fjöl- skyida ráði við að kaupa og síðan reiknað hversu hárra vaxtabóta hún njóti samanlagt í 25 ár miðað við þau kaup. Laun lægri en 150 þúsund Fjölskylda með 50 þúsund krónur í mánaðartekjur gæti hugsanlega fengiö 933 þúsund í vaxtabætur ef hún ætti kost á nógu ódýrri íbúð. Samkvæmt forsendum kerfisins fær hún lán til aö kaupa „íbúð“ sem kostar 2,6 milljónir króna. Svo ódýrar íbúðir eru þó ekki fáanlegar í stærstu sveitarfélögunum. Ódýr- ustu íbúðir í Reykjavik kosta hð- lega fjórar mhljónir króna. Fjölskylda þarf 80 þúsund krónur í mánaðarlaun til þess aö húsbréfa- kerfið samþykki lán til að kaupa íbúð fyrir 4,1 mhljón. Vaxtabætur hennar verða þá 1.454 þúsund krónur. Kaupgeta vex með aukn- um tekjum. Vaxtabætumar hækka einnig með auknum tekjum. Fjöl- skylda sem hefur 150 þúsund krón- ur á mánuði í laun fær 2.107 þúsund krónur í bætur. Á umræddu tekjubili njóta þeir hæstu vaxtabótanna sem hafa bestu afkomuna. Hinir tekjuhærri hafa mestu kaupgetuna. Þeir geta fengið lán til að kaupa stærri eign- ir en hinir. Af þeim sökum skuida þeir meira og greiða meira í vexti. Fjölskyldur með minni mánaðar- tekjur en 150 þúsund krónur geta ekki keypt íbúðir sem kosta meira en 7,0 milljón krónur. Kjalkrinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur 150 til 350 þúsund Þegar mánaöarlaun fara yfir 210 þúsund krónur dregur mjög úr aukningu á vaxtabótum. Bætumar skerðast vegna eignaaukningar og 170 þúsund króna hámarks sem er á bótum. Vaxtabæturnar ná há- marki, 2.490 þúsund krónum, við 250 þúsund króna mánaðarlaun. Óverulegur munur er þó á vaxta- bótum fjölskyldna sem hafa 220 th 270 þúsund krónur í laun. Vaxtabótakerfiö færir fjölskyld um með þessar tekjur mestu að- stoðina. Til dæmis má nefna að fjölskylda með 250 þúsund króna laun fær lið- lega 1,0 milljónar króna hærri vaxabætur en fjölskylda með 80 þúsund krónur í mánaðarlaun. Vaxtabætur fjölskyldna með 300 þúsund krónur í laun em htið (5,5%) lægri en hæstu bætur. Þegar tekjur fara yfir 300 þúsund krónur dregur úr bótunum. Til dæmis má nefna aö fjölskylda sem hefur 350 þúsund krónur í mánað- arlaun fær 1.971 þúsund krónur í vaxtabætur. Þaö er álíka mikið og flölskylda með 130 þúsund krónur getur reiknaö meö og þriðjungi hærra en fjölskylda með 80 þúsund krónur getur vænst að fá. 350 þúsund króna laun og hærri Hátekjumenn njóta vaxtabóta. Til dæmis má nefna aö fjölskylda sem hefur 400 þúsund í mánaðar- laun getur reiknað með 1.519 þús- und krónum í vaxtabætur. Það er hærra en vaxtabætur fjölskyldu með 80 þúsund króna mánaðar- laun. Eignaskerðingarákvæði eiga að koma í veg fyrir að þeir sem búa við mikil efni njóti vaxtabóta. Höfundar húsbréfkerfisins hafa hins vegar sennilga ofmetið áhrif skerðingarinnar. Þeir hafa áætlað hana með hhðsjón af raunverulegri eign fjölskyldna. Skerðingin miðast hins vegar við skattamat á eignum. Skattamatið er lægra en raun- veruleg eign. Skerðingarákvæöið hefur því önnur áhrif en boðað er og fólk með óheyrilega háar tekjur nýtur vaxtabóta. Til dæmis fær fjölskylda með hálfa milljón krónur í mánað- arlaun 840 þúsund krónur í vaxta- bætur og fjölskylda með 12 milljón krónur í árslaun fær 311 þúsund. Skuldlaus eign í þessari grein hefur verið lagt mat á hvaða tekjuhópum húsbréfa- kerfið muni reynast best. Miöaö er við aö allir hafi sparað hlutfallslega jafnmikið. Það er talsverð einfóld- un því fleiri þættir hafa áhrif. Til dæmis ræður eignastaða fólks kaupgetu í húsbréfakerfinu. Skuld- laus eign hefur þess vegna áhrif á fjárhæð vaxtabóta. Áhrifin eru þó önnur en ætla mætti. Kerfið er hagstæðara þeim sem eiga sæmi- lega mikla skuldlausa eign en þeim sem htið eiga. Það sem rakið er í þessari grein miðast af þeim sökum aðallega við fjölskyldur sem kaupa sína fyrstu eign. Sambandi skuld- lausrar eignar og vaxtabóta verður lýst síðar. Stefán Ingólfsson „Kerfið er hagstæðara þeim sem eiga sæmilega mikla skuldlausa eign en þeim sem lítið eiga.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.