Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990. 15 Hvað er nýtt? Tekst að halda saman þeim mörgu og óskyldu þjóðum sem í Sovétríkj- unum búa? - Mikhail Gorbatsjov og kona hans i heimsókn til Litháens i sl. viku. Hver einasti ræðumaður, dálka- höfundur, viðmælandi í útvarpi og sjónvarpi, að ógleymdum frétta- skýrendum og stjórnmálamönn- um, hefir hamrað á því að sú vofa, sem gekk ljósum logrnn um Evrópu 1848, sé gengin upp að hnjám. Sú vofa, sem þá skelfdi páfann og Mettemich er nú álíka máttlaus og draugur sem gleymst hefir að gefa aö eta í mannsaldur. Hnm kommúnismans, sigur lýðræðis- ins, nýr heimur. Þetta eru slagorð dagsins. Stóra spurningin Ekki ætla ég að draga í efa mikil- vægi síðustu vikna ársins sem var að líða „í aldanna skaut“. Austur- Evrópa breytti um svip, ekki er það að efa. Friðsamlegar „byltingar" í Póllandi, Ungveijalandi, Búlgaríu, Austur-Þýskalandi og Tékkósló- vakíu eru vissulega stórtíðindi. Hræðilegt blóðbað í Rúmeniu varpar skugga á framvinduna í álf- unni auStanverðri. Aftaka Ceau- sescu-hjónanna á jóladag, nánast í beinni sjónvarpsútsendingu, var óhugnanlegri en orð fái lýst. Kunn- ingi minn sagði að myndimar frá Rúmeniu hefðu verið eins og bein útsending frá Bastilludeginum 1789. Þetta em fréttir sem koma til með að vera partur af sögunni. En þar meö er ekki sagt að nýtt tímabil sé aö hefjast. Atburðirnir vekja fleiri spurningar en þeir svara. Stóra spumingin er hvað gerast muni í Sovétríkjunum. Tekst að halda saman þeim mörgu og óskyldu þjóðum og þjóðabrotum sem þar búa? Munu þau ef til vill liðast í sundur í sjálfstæð ríki, eða tekst að halda þeim saman þótt einstök svæði fái víðtækari sjálfsstjóm en þau hafa nú? Ef til vill er fátt mikilvægara á KjaUariim Haraldur Ólafsson dósent alþjóðvettvangi nú en að Sovét- mönnum takist að auka framboð á neysluvörum og hindra stjómleysi. „Hrun“ Sovétríkjanna mundi skapa ægilega hættu fyrir heims- byggðina alla. Hrunið var staðreynd Atburðimir í Austur-Evrópu hafa mikla þýðingu fyrir Vestur- Evrópu.'Berlínarmúrinn er úr sög- unni og efnahagsleg sameining þýsku ríkjanna hlýtur aö verða að staðreynd innan skamms tíma - ef hún er það ekki nú þegar. Það skiptir ekki svo miklu máh að sinni hvort um sijómmálalega sameiningu verður að ræða. Sam- bandslýðveldið þýska er þegar orð- ið öflugasta ríki álfunnar með lyk- ilstöðu í Efnahagsbandalaginu. Þjóðveijar hafa lánað stórfé til ríkj- anna í Mið-Evrópu og verði allt með felldu munu þeir verða mikil- vægustu viðskiptavinir Sovétríkj- anna. Það er engu líkara en sagan sé að endurtaka sig. Landakort Evr- ópu er aö verða æ líkara kortinu í ágúst 1914. - Eftir aö hafa verið sigraðir í tveimur Evrópu- og heimsstríðum á öldinni em Þjóð- veijar búnir að ná yfirburðastöðu í framleiðslu og verslun. Það sem tapaðist í styrjöldum vannst aftur með þolinmæði og útsjónarsemi. Takist Sovétleiðtogunum að þoka ríkjasambandinu í átt til lýðræðis- legra stjómarhátta og sjá þegnum þess fyrir mat og neysluvörum í samræmi við kröfur tímans þá verður ársins 1989 einkum minnst fyrir að atburðir þess leiddu til þess að Þýskaland varð leiðandi í framvindu stjórnmála og viöskipta í álfunni og Sovétríkin tengdust ríkjum Vestur-Evrópu sterkum böndum. „Hrun" kommúnismans er langt að baki. Það hófst þegar ljóst varð að hin svokölluðu alþýðulýðveldi gátu ekki séð þegnum sínum fyrir nægum magt og nauðsynlegustu neysluvörum. Hrunið var stað- reynd þegar ríkisstjóm í einhveiju frjósamasta landi heimsins, Rúm- eníu, megnaði ekki að skipuleggja matvælaframleiðslu svo að allir hefðu í sig. Friður eða spenna? Ársins 1989 verður líka minnst fyrir það að þá varð flestum ljóst, þeim sem sjá vildu, að kalda stríðið var á enda. Það ætti að hggja í aug- um uppi hve knýjandi það er aö breyta hugsunarhætti sínum, aö hætta að líta á heiminn sem orr- ustuvöll ólíkra hugmynda. Heimurinn er einn. Mannkyn allt er á sama báti. Enginn maður er eyland. Völd færast frá einu svæði th annars, frá einni þjóð til annarr- ar, en einungis með því að halda jafnvægi milli ríkja og menningar- hópa er unnt að vinna að því að bæta hag sem flestra. Friður milli þjóða, lágmarksjafn- rétti og virðing fyrir skoðunum, hugmyndum og siðum annarra er forsenda þess að mannkynið nýti þessa jörð okkar af skynsemi. Árið 1989 getur orðið upphaf auk- ins skhnings mihi þjóða og eflt þannig friðinn. En það getur líka aukið spennu og ýtt undir ný hug- myndafræðheg átök. Mín trú er sú að þróunin verði í átt til aukinnar samvinnu Evrópu- ríkja, til hagsbóta fyrir íbúa hennar frá Úral til Atlantshafs. Það er fleira líkt með árunum 1914 og 1989 en landakortið. Við lif- um enn í þeirri blekkingu að Evr- ópa sé miðpunktur heimsins og allt hitt sé á fjarlægum jaðri veraldar-, án áhrifa á gang heimsmála. En heimurinn er ekki bara Evr- ópa, Bandaríkin og Japan. Þróun- arlöndin í Afríku, Ameríku og Asíu eiga við æghegan vanda að stríöa. Risarnir Kína og Indland eiga eftir að knýja á um meiri áhrif í veröld- inni. Og heimur Islam er stöðug áminning um að áhangendur spá- mannsins eru skyldugir th aö berj- ast gegn Satan, og það er hinn auð- ugi kristni heimur sem er sá óvin- ur. 1789 var hvorki upphaf né endir einhvers afmarkaðs tímabhs held- ur miklu fremur áfangi á leið th nýra stjórnarforma. Úr deiglu frönsku stjómarbyltingarinnar og Napóleonsstyrjaldanna reis ný Evrópa, ekki aht í einu, heldur smátt og smátt. Verður ekki eitthvað svipað hægt að segja um árið 1989? Er það ekki áfangi í hinni endalausu viðleitni mannkynsins til að endurskoða samskipti sín innbyrðis? Og okkur ætti að fara að lærast að heimurinn er ekki bara risaveldi og efnahags- bandalög heldur iðandi, stritandi mannlíf um aha jörðina. Haraldur Ólafsson „Það er engu líkara en sagan sé að endurtaka sig. Landakort Evrópu er að verða æ líkara kortinu í ágúst 1914.“ Leiðrétting: Frá Krýsuvíkur- samtökunum Hinn 24. ágúst síðastliðinn var tekið við fyrsta skjólstæðingi Krýsuvíkursamtakanna í gömlu starfsmannahúsi í Krýsuvík. Þar með var hafið heimhishald fyrir unglinga í vanda. Þetta voru nokk- ur þáttaskil í sögu þessara samtaka þar sem starfið undanfarin þrjú ár hafði beinst að því að undirbúa þessa stund svo vel sem verða mætti. Samtökin voru stofnuð vegna þess að þörfm fyrir langtímameð- ferð fyrir unghnga er orðin ákaf- lega brýn, það sjá allir sem sjá vflja. En langtímameðferð heyrir ekki undir neitt eitt ráðuneyti eins og málum hefur verið háttað hér á landi. Því verður að berjast á mörg- um vígstöðvum th að ná því fram að slík meðferð komist hér á. Viðræður við stjórnvöld Krýsuvíkursamtökin settu sér það markmið að koma th móts við það unga fólk sem ekki hefur getað náð tökum á lífi sínu meö þeim leið- um sem standa því th boða hér á landi. Þau hafa aldrei búist við að gera nein kraftaverk en þau hafa talið það okkur íslendingum til vansa að þetta úrræði skyldi ekki vera fyrir hendi fyrir börnin okkar ef líf þeirra gæti oltið á þvi. Við höfum staðið í löngum við- ræðum við stjórnvöld úr hinum KjáHariim Sigurlína Davíðsdóttir formaður Krýsuvíkursamtakanna ýmsu ráðuneytum th að ná fram þvi markmiði að í Krýsuvík væri hægt að taka við íslenskum ung- mennum í vanda. Þeim viðræðum lauk í ágúst sl. með því að thboði samtakanna um að setja upp sérstaka meðferðar- stofnun, sem heyrði undir mennta- mála-, félags- og hehbrigðisráðu- neyti, var hafnað. í framhaldi af því létum við und- an þrýstingi með að taka við skjól- stæöingum, þrátt fyrir aö rekstrar- grundvöllur væri enginn, th að láta á það reyna hvort hann gæti feng- ist og hvort áætlanir okkar væru raunhæfar. Mál tóku aðra stefnu En síðan hefur ýmislegt gerst. Við lögðum fram beiðni til fjár- veitinganefndar Alþingis um styrk th að reksturinn gæti haldið áfram. Sömuleiðis lögöum við fram tilboð th dómsmálaráðuneytis um að taka við fóngum í meðferð, gefa þeim ,,En í ár brá svo við að fjárveitinga- nefnd komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að stuðla að því að við gætum haldið áfram því starfi sem við höfðum þá nýlega hafið 1 Krýsuvík.“ Málin tóku aðra stefnu í viðræðum við hinn nýja dómsmálaráðherra, Óla Þ. Guðbjartsson, segir hér meðal annars. - Forsvarsmenn Krýsuvík- ursamtakanna funda meö ráðherra. kost á að vera afplánunartímann í meðferð í Krýsuvík en ekki í fang- elsi. Ár eftir ár höfum við lagt slíkar beiðnir fyrir fjárveitinganefnd og ekki fengið viðbrögð. En í ár brá svo við að fjárveitinganefnd komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að stuðla að því að við gætum hald- ið áfram því starfi sem við höfðum þá nýlega hafið í Krýsuvík. Eins og ég hef hér sagt frá höfum við rætt við stjómvöld fyrr en hinn nýskipaða dómsmálaráðherra, Óla Þ. Guðbjartsson, án árangurs. - En nú tóku mál hins vegar aðra stefnu. Ráðherra fékk strax áhuga fyrir málinu og í framhaldi af viðræðum okkar var skipaður starfshópur th að kanna möguleika á fram- kvæmdum. Sá hópur hefur skilað áhti þar sem meðferðaráætlanir samtak- anna voru samþykktar og lagt th að tilboði þeirra yrði tekið. Alþingi samþykkti fyrir jól fjárveitingu th málsins. Þakkir fyrir framlag Það var því óviðeigandi aö ein- mitt þegar samtökin hafa loksins fengið einhver viðbrögð við thboð- um sínum og thstyrk til að geta starfað að því verki, sem þau hafa nú hafið, birtist grein, sem hafði um skeið legið óbirt á DV, eftir undirritaða. Sú grein var skrifuð áður en stjórnvöld höfðu sýnt málinu nokkurn áhuga og þau fengu held- ur lélega einkunn í henni. Það hef- Ur oft verið viðeigandi en ahs ekki einmitt nú. Ég vh því biðja það fólk, sem hefur lagt fram krafta sína tií þess að gera okkur hjá Krýsuvíkur- samtökunum kleift að halda áfram starfi okkar, velvirðingar á þeirri tímaskekkju, sem birting greinar minnar hinn 2. jan. sl. óneitanlega var, og þakka því framlag sitt til þess málstaðar sem við sameigin- lega berum fyrir brjósti. Sigurlína Davíðsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.