Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17.JANÚAR 1990. Sviðsljós * V Ólyginn sagði... Sylvester Stallone er indælis faðir. Nýlega lét hann þau boð út ganga að hann ætlaði aö leyfa elsta syni sínum, Sage, 13 ára, að leika í næstu Rocky- mynd sinni. Sá stutti á að leika Rocky yngra. Það er því næsta augljóst að drengurinn er búinn að fá lífstíöarvinnu. Betra ef allir gætu sagt það sama á tímum kreppu og atvinnuleysis. Michael „Batman" Keaton er á hættulegri braut og ef til viU er hann búinn að eyðileggja frama sinn á sviði kvikmynda. Það komst upp nýlega að hann er orðinn ástfanginn af klám- drottningunni Rachael og það fellur víst ekki í kramið hjá aðdá- endum hans. Keaton hefur fengið hótunarbréf í löngum bunum þar sem honum er ógnað með ýmsu móti. Til að mynda skrifaði ein daman honum og sagði að hún ætlaði sér að limlesta hann ef hann hætti ekki að hitta klám- drottninguna. Það er vandratað í þessum heimi. Harry Hamlin var alveg öskuillur á dögunum og það ekki að ástæöulausu. Kon- an, sem þrífur hjá honum, geröi alvarleg mistök. Hún tók flösku af paraflnolíu og hellti út í fiska- búriö á heimili hans með þeim afleiöingum að allir fiskamir drápust. Upp komst um máliö þegar kærastan hans fór aö kvarta yfir vondri lykt í íbúð- inni, þá fyrst uppgötvaðist fiska- drápiö. Húshjálpin var ekki lengi að fá reisupassann og hefur ekki frést frekar af henni. Það er synd hvaö sumir karlmenn geta verið geðvondir. Þessi ungi myndlistarunnandi horfir forvitnum augum á rjúkandi strompa liðinnar tíðar á Siglufirði. Síldarævintýrið í myndum Sigurjón Jóhannsson og Hrafnhildur Schram listfræðingur virða fyrir sér myndir Sigurjóns. DV-myndir Brynjar Gauti Á laugardaginn opnaði Siguijón Jóhannsson sýningu á myndverkum sínum í Listasafni ASÍ. Siguijón, sem er með þekktari leikmyndateiknur- um landsins, byggir myndir sínar á lífsreynslu sem hann varð fyrir í æsku en hann er fæddur og uppalinn á Siglufiröi og lýsir hann í myndun- um lífinu eins og það kom ungum dreng fyrir sjónir í athafnasömu síld- arplássi. Sýning Siguijóns fer að lokinni sýningu í Reykjavík sem List um landið til gömlu síldarplássanna og fleiri staða. Meðfylgjandi myndir eru teknar við opnunina á laugardaginn. Listamennirnir Herdís Þorvaldsdótt- ir leikkona og Thor Vilhjálmsson rit- höfundur. Thor hefur greinilega sagt eitthvað sniðugt eftir svipnum á Herdísi að dæma. Grímu- dansleikur fyrir böm í Eyjum Þessar tvær myndir af grimu- klæddum börnum tók fréttaritari DV f Vestmannaeyjum, Ómar Garðarsson, á þrettándanum þegar Eyverjar, félag ungra sjálf- stæðismanna, hélt grfmudans- leik fyrir börn. Mátti sjá margan frumlegan og skemmtilegan búning. Veitt voru verðlaun fyrir skemmtilegustu búningana. Tina Turner er orðin fimmtug og ber aldurinn vel. Hér er hún ásamt kærastanum sfnum, honum Erwln Bach. Hingað til hefur Tina afþakkað að ielka sjálfa sig f kvlkmynd sem fyrlrhugað er að gera um ævi henn- ar. Ástæðan er sú að hún getur ekki hugsaö sér aö upplifa aftur hjóna- band sitt og Ike Turner sem var vfst langt frá þvf að vera dans á rósum. öll önnur hlutverk vlll hún frekar lelka enda elskar hún að vera f svlðs- IJóslnu. LaToya hamingjusöm Gift eöa ekki gift. Þeir sem eru í vafa um að LaToya Jackson hafi gifst umboðsmanninum sínum ættu ekki að velkjast í vafa lengur þegar þeir sjá þessa mynd. Af myndinni aö dæma er eitthvað á milli þeirra, raunar Ijóma þau af hamingju. LaToya var búin að hóta því aö skrifa ævisögu sína en snarhætti við það þegar bróðir hennar, hinn frægi Michael Jackson, borgaði henni tugi milljóna króna fyrir að hætta við að gefa út bókina. í ævisögunni ætlaði hún víst að skrifa eitthvað misjafnt um Jackson, eitthvað sem hefði hugsanlega getað komið sér illa fyrir hann. Peningana, sem hún fékk hjá Jack- son, ætlar hún að nota til að skreyta heimili sitt og eiginmanns síns, en þau ætla sér aö búa í London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.