Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990. 25 Örn Steinsen og Björgvin Schram, fyrrum formaður Þessir tveir léku saman í KR og Þrír KR-ingar ræða liðna tið. Talið frá vinstri: Þórður KSI, heilsast innilega. DV-myndirS landsliðinu i fótbolta, Hreiðar Ar- sælsson og örn Steinsen. Jónsson, sem lék lengi með meistaraflokki KR, Kjartan L. Pálsson, KR-ingur og fararstjóri, og Einar Sæmunds- son, sem lengi var formaður KR. KR-ingur og ferða- frömuður fimmtugur Örn Steinsen, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Sögu, varð fimmtugur í síðustu viku. Örn hefur starfað að ferðamálum nær óslitið frá 1961 og var síðast hjá Úsýn áður en hann stofnaði Ferðaskrifstofuna Sögu ásamt öðrum 1986. Órn Steinsen var þekktur knatt- spyrnumaður hér á árum áður og lék með meistaraflokki KR í langan tíma og með íslenska landshðinu í fótbolta 1959-1964. Örn tók á móti gestum í Sóknarheimilinu og eru meðfylgj- andi myndir teknar við það tækifæri. Örn Steinsen og eiginkona hans, Erna Guðrún Franklín. Með þeim á myndinni eru dætur þeirra þrjár, Brynja Dögg, Anna Guðrún og Arna Katrín. Danskennarinn og tískufrömuður- inn Unnur Amgrímsdóttir sextug Unnur Ingeborg Arngrímsdóttir, danskennari og fram- kvæmdastjóri Modelsamtakanna, varð sextug í síðustu viku og hélt upp á afmæh sitt í Sóknarsalnum á fostudag- inn var. Unnur lauk danskennaraprófi í Kaupmannahöfn og þar stundaði hún einnig nám við modelskóla. Hún stofnaði Modelsamtökin 1967 og hefur'verið framkvæmdastjóri þeirra frá upphafi. Hún hefur kennt dans með eigin- manni sínum, Hermanni Ragnari Stefánssyni, frá 1958 og kennir enn. Mikill fjöldi vina og ættingja heimsótti Unni á afmæhnu og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. Unnur Arngrímsdóttir ásamt eigin- manni sínum, Hermanni Ragnari Stefánssyni danskennara. DV-myndir Brynjar Gauti Jafnaldrar ræðast viö. Biskupinn yfir íslandi, Ólafur Skúlason, er jafnaldri Unnar Arngrímsdóttur, hann varð sextugur nokkrum dögum áður. Þau eru hér greinilega að rifja upp ánægjulegar minningar. Barnabörn Unnar tóku lagið ömmu sinni til heiðurs og kunnu veislugestir vel að meta framtak barnanna. Sviðsljós Ólyginn sagði... Dolly Parton er ein þeirra kvenna sem hafa átt í miklu basli með línurnar. Fyrir nokkrum árum var hún orðin svo feit að hún sagðist ekki hafa þor- að út úr húsi í langan tíma. Hún gekk í gegnum mikinn megruna- rkúr og grenntist alltof mikið, fór úr 70 kílóum í 48 kíló, en Dolly er aðeins rétt rúmlega 150 cm há. Hún sagði nýlega að hún hefði greinilega verið komin með lyst- arstol, því í hvert skipti sem hún leit í spegil fannst henni hún vera feit. Með hjálp foreldra sinna, sem gáfu henni heimatilbúinn mat, hafi hún komist yfir þetta ástand og sé nú sjö kílóum þyngri og mun ánægðari með lífiö. Joan Baez - sem að sögn hefur í þrjátíu ár sungið nær eingöngu fyrir hin ýmsu málefni og áunnið sér virð- ingu sem helsti talsmaður friðar og réttlætis - segir að á komandi áratug æth hún að hugsa meira um sjálfa sig, syngja inn á plötur lög sem hana langar til að syngja en ekki vegna þess að boðskapur- inn sé góður. Þessu til áréttingar hefur hún ráðið sér nýjan um- boösmann og upptökustjóra með það í huga að ná til breiðari hlust- endahóps en hún hefur gert. „Ég er búin að gera minn skammt af plötum sem eingöngu er hlustað á vegna textanna, nú vil ég að fyrst og fremst sé tekið eftir lög- um mínum raddarinnar og lag- anna vegna.“ Bruce Willis var beðinn um að ljá rödd sína í kvikmyndinni Look Who Is Talk- ing og átti rödd hans að koma úr barnsbarka. Ekki var Willis ýkja hrifinn af þessari hugmynd en framleiðendurnir gáfust ekki upp. Loks lét hann til leiðast en sagðist ekki mundu taka neitt fyrir, aðeins 20% af hagnaði myndarinnar. Framleiðendurnir samþykktu, enda datt þeim ekki í hug það sem síðar gerðist. Þegar Look Who Is Talking var frum- sýnd fyrir jól var hún mjög óvænt vinsælasta myndin í jólaösinni og hefur þegar fært Willis tiu milljónir dollara í tekjur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.