Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Síða 32
I.....'JJ" III -l,> : ' ■'■■■ '■. : Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 þá f slma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 1990. Flensu- faraldur hjá símsmiðum Flensufaraldur var hjá þeim sím- smiðum í Félagi símsmiða sem enn eru í vinnu hjá Pósti og síma í morg- un. Flestallir í jarösímatengingum voru fjarverandi þannig að ekki er mannskapur til aö annast viðgerðir á slitnum jarðsímastrengjum, meðal annars þeim á Amameshæðinni sem er slitinn. Um helmingur símsmiða í Félagi símsmiða er hættur hjá Pósti og síma og telur sig nú vera í verkfaili. Sum- ir þeirra, sem ekki hættu hafa hins vegar sagt upp. Þeir símsmiðir sem ekki mættu til vinnu í morgun eru því félagar verkfallsvaröanna. ~ „Það er mikið um forfóll og eitt- hvað af verkstjóram er líka flarver- andi,“ sagöi Agúst Geirsson síma- málastjóri við DV í morgun. Um þaö hvort tæknilega væri hægt að koma símasambandi á við Amar- nesið og þann hluta í Garðabæ sem er símsambandslaus með því að tengja framhjá í gegnum Kópavogs- stöðina, sagðist Ágúst ekki geta full- y11- -JGH VerkfaUskærur: Ekkert ákveðið um framhaldið - segir Bogi Nilsson Bifreiðastjórafélagið Sleipnir hefur kært bílstjóra hjá Vestfjarðaleið til lögreglunnar fyrir að hafa vísvitandi ekið á einn af bílum verkfallsvarða. Atvikið átti sér stað á Bústaðavegi í gærmorgum þegar Sleipnismenn hugðust stöðva eina af rútum Vest- íjarðaleiðar þegar verið var að flytja starfsmenn í Álverið í Straumsvík. „Þaö er þungt í okkur út í þetta »fyrirtæki,“ sagði Hafsteinn Snæland hjá Sleipni. „Þarna er verið aö fremja verkfallsbrot því að bæði í gær og í morgun hafa fleiri en eigendur keyrt.“ Vinnuveitendasambandið hefur áður kært Sleipni til rannsóknarlög- reglunnar fyrir aögerðir þeirra gegn þeim eigendum langferðabíla sem verkfallsverðir Sleipnis hafa beitt sér gegn. Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu- stjóri sagði í samtali við DV í morgun að engin afstaða hefði verið tekin til kæramálanna sem þangað hefðu borist. „Lögreglan á hveijum stað var kölluð út og hún skilar sínum skýrslun en af okkar hálfu hefur *@kkert verið ákveðið meö framhald- ið,“ sagði Bogi Nilsson -GK dogjðsi neyra falska tona „Því miður eru falskir tónar farnir að heyrast varðandi þessa hugmynd að samningum sem menn hafa verið að ræða á síðustu vikum. Hefðu þær ekki komið væri búið að ganga frá nýjum kjara- samningum, svo langt eru þeir koronir,“ sagði einn af verkalýðs- foringjunum sem DV ræddi við í morgun. Hann á hér við að nokkur iðnað- armannafélög virðast, þegar til al- vörunnar kom, ekki mjög áhuga- söm fyrir núll-lausninni eins og þessi samningatilraun hefur verið nefnd. Talsmenn þeirra eru famir að nefna atriði varöandi samning- ana sem alls ekki hafa verið tii umræöu í viðræðunum að undan- fómu. „Það er okkar mat að menn verða að fara að gera upp viö sig hvaða leið þeir ætla að fara í kjarasamn- ingunum. Við höfum nefnilega ekki endalausan tíma,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vínnuveitendasambandsins, í sam- tah við DV í morgun. Kyrrstaða hefur verið í samn- ingamálin síðan um helgi. Hún kom fyrst og fremst vegna þess að menn innan verkalýðshreyfingar- innar eru tvístígandi vegna afstöðu iönaðarmannafélaganna. Þá liggja tvö efnisatríði varðandi kjarasamningana ekki á hreinu. Annars vegar hafa menn ekki kom- ið sér saman um hvaða leið vetði farin til að tryggja kaupmátt að gerðum samningum. Þar hefur verið rætt um þrjár leiðir. Rauö strik, launanefnd eða uppsagnará- kvæði í samningum, lækki kaup- máttur niður fyrir ákveðiö mark. Hitt atriðið, sem ekki er á hreinu, er vaxtaiækkunin. Samningsaðilar vilja aö vextir lækki þann dag, sem skrifað verður undir. Bankastjórar vilja sumir hverjir aftur á móti að vextir lækki jafnhhða hjaðnandi verðbólgu í kjölfar þessara kjara- í dag verður haldinn miðstjóm- arfundur h)á Alþýðusambandinu. Eins munu helstu foringjar verka- lýðsfélaga innan Verkamannasam- bandsins, sem ekki eiga sæti í mið- stjórn Alþýðusambandsins, halda með sér fund. Þessi hópur fékk á sig nafnið „svarti hópurinn," í samningaþófinu síðasthðið vor og á í raun hugmyndina aö þeirri gerð kjarasamninga sem nú er verið að ræða um. -S.dór Rútur frá Vestfjarðaleið hafa i gær og i morgun eklð starfsmönnum að og frá álverinu i Straumsvik þrátt fyrir aðgerðir verkfallsvarða frá Sleipni. Jóhannes Ellertsson, eigandi Vestfjarðaleiðar, hefur ekið rútunum ásamt fjöl- skyldu sinnl og hafa Sleipnismenn ekkl beitt sér gegn þeim. DV-mynd S Átök á Grundartanga: Nærveru lögreglu var óskað „Ég mæltist til þess í bréfi í gær að lögreglan yrði á staðnum í morg- un til að taka skýrslu ef eitthvað gerðist en hún kom ekki,“ sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Jánblendifé- lagsins á Grundartanga, í samtali við DV í morgun. „Ég var ekki að mæl- ast til afskipta lögreglunnar heldur aðeins að fá skýrslu." í morgun reyndu verkfallsverðir að stöðva rútu sem fengin hafði verið til að aka með hluta starfsmanna frá Akranesi á Grandartanga. Ryðvam- arefni var sprautað á framrúöuna en bílstjórinn þvoöi það af og eftir það tolldi ekkert ryðvarnarefni við rúð- una. Á endanum komust ahir starfs- menn á leiðarenda. Jón Sigurðsson kærði hhðstætt at- vik sem varð á Akranesi í gær til lögreglunnar á Akranesi. Sigurður Gizurason, bæjarfógeti á Akranesi, sagði að kæran yrði tekin til athug- unar. Varðandi ósk Jóns Sigurðssonar um að að lögreglan kæmi á Grund- artanga sagði Sigurður að Grundar- tangi væri utan við lögsagnarum- dæmi lögreglunnar á Akranesi því staðurinn heyrði undir lögregluna í Borgarnesi. -GK Fjárhagsáætlun Reykjavíkur: 520 milljónir í ráðhúsið á þessu ári Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar verður 520 millj- ónum króna varið í ráðhúsbygging- una á þessu ári. 150 mihjónir fara til bygginga barnaheimila og sama fjár- hæð fer th íþróttastarfsemi. Heildar- tekjur borgarsjóðs verða 10,5 millj- arðar. Framkvæmdafé verður um 3 mihjaröar. Það er einum mhljarði meira en á síðasta ári. Félagsmál eru fjárfrekasti hður- inn. Til þeirra mála verður varið 3,2 mihjörðum. Th skólamála fer einn miljarður. Á borgarstjórnarfundi á morgun veröur fyrri umræða um fjárhagsá- ætlunina. Síðari umræða verður 1. febrúar. Á þeim fundi er búist við að aðalumræður um fjárhagsáætlun- ina verði. -sme LOKI i Þá er flensan farin að smit- ast í gegnum símann! Veðrið á morgun: Frost á mestöllu landinu Á morgun veröur austan- og noröaustanátt um aht land. É1 á víð og dreif viö norður-, austur- og suðurströndina en annars þurrt og víða bjart veður. Frost 0-5 stig viö ströndina en 5-10 stig inn tíl landsins. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR ■um Þjóðar mmmmm SALIN býr í Rás 2. Kl. 16: Dagskrá-dægurmálaútvarp Kl. 18: Þjóðarsálin, simi 38500 FM 90,1 - útvarp með sál. mmmmmmmmmmmmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.