Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Qupperneq 4
Fréttir
DV
Biðin eftir nýju fiskverði:
Sjómenn víða um land
að missa þolinmæðina
getum ekki haldið aítur af þeim mikið lengur, segir Oskar Vigfússon
„Ég veit aö það er mikill kurr í
sjómönnum viða um land. Þeir vilja
taka fiskverðsmálið í sínar hendur
og þrýsta á um samninga heima í
héraði eins og Austfirðingar gerðu í
byijun ársins. Við höfum beðið þá
að híða með aðgerðir í von um lausn
í Verðlagsráði. Ég geri mér hins veg-
ar fulla grein fyrir því að við höldum
ekki aftur af þeim mikið lengur,"
sagði Óskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambands íslands, í sam-
tali við DV í gær.
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Farmanna-og fiskimannasambands-
ins, sagði að sínir menn væru hka
famir að ókyrrast og aldrei að vita
hvenær þolinmæði þeirra þryti ef
ákvörðun um nýtt fiskverð dregst
mikið úr þessu.
Nýtt fiskverð átti að hggja fyrir 1.
febrúar síðastliðinn. Unnið hafði
verið að því í ráðinu af hálfu sjó-
manna að markaðstengja hluta aíla
þeirra skipa sem eingöngu landa
heima utan fiskmarkaða. Þetta hefur
ekki tekist. Fundir í Verðlagsráði
hafa ekki verið haldnir um þetta mál
síðan í vikubyrjun og enginn fundur
hefur verið boðaöur enn.
Fiskkaupendur og útgerðarmenn
hafa unnið að því á bak viö tjöldin
aö finna einhverja lausn sem fulltrú-
ar sjómanna í Verðlagsráði geta sætt
sig við. Menn vilja allt til vinna að
koma í veg fyrir að fiskverðsákvörð-
unin fari til yfirnefndar Verðlags-
ráðs vegna þess að þá ganga fulltrúar
sjómanna út og Verölagsráð sjávar-
útvegsins er þar með búið að vera
eins og það er nú uppbyggt. Hitt er
svo annað mál, eins og Sveinn Hjört-
ur Hjartarson, formaður Verðlags-
ráðs, sagði í samtali við DV. „Það er
skylt, samkvæmt lögum, að vísa
ákvörðuninni um nýtt fiskverð th
yfirnefndar, náist ekki samkomulag
í Verðlagsráði.
Fulltrúar sjómanna í ráðinu halda
fast við þá kröfu að markaðstengja
hluta aflans eða að ákveðinn hónus
verði greiddur ofan á verðlagsráðs-
verð.
Fiskkaupendur aftur á móti vilja
að fiskverð hækki um 3 prósent í
tveimur áfóngum á árinu. Fuhtrúar
útgerðarmanna eru verr settir,
vegna þess að á milh 75 og 80 prósent
útgerðarmanna eru hka eigendur
fiskvinnslustöðva og sitja því í raun
beggja vegna borðsins.
-S.dór
Gifurlegt fannfergi hefur verið á isafirði síðustu vikurnar og enn snjóaði þár i gær. Snjómokstur hefur gengið vel
og götur eru víðast færar bilum og fólki nema i Holtahverfinu. Fjölmargir vörubílar aka snjónum i sjóinn. Á mynd-
inni er unnið að hreinsun á Hjallavegi, fyrir ofan Hnífsdalsveg. DV-mynd Vilborg Davíðsdóttir
Elsta útgerðarfélag landsins:
Búið að selja síðasta skipið
- ekki þar með sagt að við séum hættir, segir Einar Þorgilsson
„Svo gott boð er hægt að fá í skip
að maður geti ekki hafnað því. Það
var einmitt það sem gerðist hjá okk-
ur ogþví seldum við Fífil GK tU Faxa-
rpjöls hf. í Reykjavík. Þetta þýðir alls
ekki aö við séum endilega hættir í
útgerð, hvað þá rekstri fyrirtækis-
ins,“ sagði Einar ÞorgUsson, forstjóri
elsta útgerðarfyrirtækis landsins,
Einar ÞorgUsson hf. í Hafnarfirði.
FífiU GK er 670 tonna loðnuskip og
var síðasta skipið sem þetta forn-
fræga útgerðarfyrirtæki rak. Einar
ÞorgUsson sagði að fyrirtækið ætti
stórt og mikið verslunarhúsnæði í
Hafnarfirði, þar sem það ræki enn
verslun. Einnig á fyrirtækið stórt
land, um það bU 2 hektara, sem það
leigir út fyrir atvinnurekstur.
„Það er því af og frá að við séum
að leggja fyrirtækið niður og heldur
er ekki víst að við séum hættir í út-
gerð,“ sagði Einar ÞorgUsson.
Faxamjöl hf„ sem keypti FífU GK,
er fyrirtækið sem rekur loðnu-
bræðsluverksmiðjurnar á Kletti og í
Örfirisey í Reykjavík. Nú er unnið
að algerum endurbótum á verk-
smiðjunni í Örfirisey. Þegar þeim er
lokið og verksmiðjan tekur til starfa
er fyrirhugaö að verksmiðjunni á
Kletti verði lokað.
-S.dór
íslenskt efdrlit meö NATO og Varsjárbandalagi?
Eftirlitshlutverfc
íslands stóreykst
- segir Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra
„Ég hef áður sagt að ég telji að við
getum tekið að okkur eftirhtshlut-
verk fyrir bæði NATO og Varsjár-
bandalagið. Mér sýnist það vera að
rætast núna,“ sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra þeg-
ar hann var spurður hvort hlutverk
íslands væri að breytast í kjölfar af-
vopnunarviðræðnanna.
- En hvemig verður þetta eftirlits-
hlutverk?
„Það er nú erfitt að segja en það
dylst engum að öll sambönd stórveld-
anna eru að gjörbreytast og ég held
að flestir hljóti að sjá að ef heill hug-
ur fylgir þessu þá verður eftirlitið í
framtíðinni hvað mikilvægast. - Og
þá ekki hvað síst í Norður-Atlants-
hafi. Mér sýnist alveg ljóst að ísland
hlýtur að leika þar lykilhlutverk þótt
ég sé nú ekki að segja aö Rússarnir
komi hingað með herlið. Það er alveg
ljóst að takmörkun á vigbúnaði á og
í höfunum og í lofti kallar á eftirlit í
Norður-Atlantshafi. Við erum nú
þegar að byggja radarstöðvar sem
gegna þar mikilvægu hiutverki og
hljóta að vera notaðar í því sam-
bandi.“
- En má búast við að hlutverk Kefla-
víkurstöðvarinnar breytist?
„Ég skal ekkert um það segja því
ekkert hefur verið minnst á það enn-
þá. Það er væntanlega nokkuð í land
með það því hún er hlutfallslega fá-
menn miðaö við herstöðvar NATO
víða í Evrópu. Þar er í raun fyrst og
fremst um þær flugvélar að ræða
sem eru í eftirlitinu. Ég hef ekki séö
neinar hugmyndir um að skera niður
í Keflavíkurstöðinni í þessum áfanga
en ég held að það hljóti að koma að
því,“ sagði forsætisráðherra.
-SMJ
Niðurskurður flárlaga:
Oánægjan mest hjá Svavari,
Jóhönnu og Steingrími J.
- næst ekki að skera niður um einn milljarð, segir forsætisráðherra
Segja má að hver ráðherra berjist
nú um á hæl og hnakka til að minnka
sem mest niðurskurð í sínu ráðu-
neyti. Samkvæmt heimildum DV er
óánægjan langmest hjá Svavari
Gestssyni menntamálaráðherra, Jó-
hönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra og Steingrími J. Sigfússyni
samgönguráðherra. Það er enda ekki
nema von þar eð tillögur fjármála-
ráðherra gera ráð fyrir mestum nið-
urskurði hjá þeim.
Lagt er til að skera niður 400 millj-
ónir króna af fjárveitingum til vega-
mála. Það gat ekki komið á verri tíma
fyrir Steingrím J. sem er nýbúinn
að fara vestur á firði og boða að hraöa
framkvæmdum við jarðgangagerð.
Lagt er til að skera niður 100 millj-
ónir í Byggingasjóð ríkisins og eins
er lagt til að dregið verði úr fjárveit-
ingum til málefna fatlaðra í ár. Þessi
mál heyra undir Jóhönnu Sigurðar-
dóttur félagsmálaráðherra.
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra sagði í samtah viö DV á dögun-
um að á meðan hann sæti í stól
menntamálaráðherra yrði ekki
hróflaö við því fé sem fara á í viðgerö-
ir og endurbyggingu Þjóöleikhúss-
ins. í tillögum íjármálaráðherra er
einmitt gert ráð fyrir að skera þarna
niður.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra sagði í samtali við DV í
gær að skoriö yrði niður fé til við-
gerða á Bessastaðastofu um 50 millj-
ónir í ár. Hann sagðist einnig vera
að láta skoða hvort hægt væri að
draga úr heildaráætlun um viðgerðir
á Bessastöðum. Steingrímur sagöi
einnig að hann hefði enga trú á að
fjárlög yrðu skorin niður um 1200
milljónir króna, eins og nefnt hefur
veriö. -S.dór/-SMJ