Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Side 5
LÁUGÁRDAGUR 10. FEBRfaÁR 1990. 5 Fréttir Fjárfestingarfélagið krafið um skaðabætur: Farið mannavillt þegar at- hugað var um ábyrgðaraðila seljandi bíls fékk ekki greiðslu vegna vanskila kaupanda Ungur maður hefur krafið Fjár- festingarfélag íslands um skaðabæt- ur að upphæð um sex hundruð þús- und krónur vegna mistaka sem hann segir að hafi orðið hjá starfsmanni þegar honum var lofað að skuldabréf yrði keypt af honum vegna bílavið- skipta. Maöurinn leitaði til Fjárfest- ingarfélagsins í júlí 1988 vegna skuldabréfs sem hann vildi útbúa og selja hjá félaginu. Starfsmaður tjáði honum að fyrirhugaðir ábyrgðar- menn væru traustir eignamenn. Maðurinn mætti ásamt öðrum sem ætlaði að kaupa bílinn af honum og vera greiðandi að bréfinu. Hugðust þeir því ganga frá undirskrift og sölu á bréfinu. Seljandanum var síðan sagt að koma aftur að nokkrum dög- um liðnum og sækja söluandvirði bréfsins. í trausti munnlegs loforös gekk seljandinn frá sölunni á bílnum. Hann fór svo nokkrum dögum seinna til að vitja söluandvirðis bréfsins sem átti að vera greiðsla fyrir bílinn. En þá kom annað á daginn. Starfs- maðurinn haföi ekki áttað sig á því að alnöfnur voru skráðar við þá götu þar sem fasteignagjöldin höfðu verið greidd - önnur var „traust" og átti nægilega miklar eignir en hin ekki. Maðurinn segir að sér hafi þá verið tjáð að bréfið væri verðlaust til við- skipta. Starfsmaðurinn hafði farið húsavillt í hók sem geymir nöfn þeirra sem borga fasteignaskatt. Maðurinn hafði nú samband við kaupanda bílsins. Þá kom í ljós að sá hafði selt bílinn - kaupin gátu því ekki gengið til baka. Setti seljandinn þá bréfið í innheimtu í banka og hjá lögmanni en án árangurs. Lögmaður mannsins gerði bótakröfu á hendur Fjárfestingarfélaginu að andvirði um sex hundruð þúsund króna. í svarbréfi frá lögmanni Fjárfest- ingarfélagsins segir meðal annars að félagið annist ekki að útbúa skulda- bréf fyrir aðila sem eiga í viðskiptum nema því aðeins að félagið hafi kom- ið þeim viðskiptum á. „Fjárfestingar- félag íslands hefur ekkert með bif- reiðaviðskipti umbjóðanda þíns og kaupanda bílsins aö gera. Umbjóð- andi þinn veröur því að bera tjón sitt sjálfur... líkt og þeir sem ekki geta sannað að tjónið megi rekja til saknæmra og ólögmætra athafna eða athafnaleysis þriðja manns,“ segir í bréfinu. Einar Sigurjónsson lögmaður, sem starfar hjá Fiárfestingarfélaginu, sagði í samtali við DV að umræddur maöur hefði selt bíl sinn án þess að vera búinn að ganga frá skuldabréf- inu. „Við viljum að þetta mál fari í réttan farveg. Maðurinn lét ekkert í sér heyra í hálft annað ár en nú hef- ur hann í hótunum. Við höfum ekki kannað sannleiksgildi frásagnar mannsins og vitum ekki hver átti í hlut af okkar hálfu - málið er ekki á því stigi. Ég get hins vegar sagt að við erum tilbúnir til samninga ef máhð fer í réttan farveg og bóta- kröfur eru sanngjarnar," sagði Einar Sigurjónsson. -ÓTT r.. Skíðasprengja í Mýrdalnum Páll Péturssan, DV, Vík í Mýrdal: Það er engu líkara en þaö hafi fall- ið skíðasprengja á Víkina því nú eru allir sem vettlingi geta valdið farnir að stunda skíðaiþróttina af kappi. Kveikjan að þessu er sú að keypt var skíðalyfta sl. sumar og hefur hún nú verið sett upp í brekkunum inn af Víkurkauptúni. Ungmennafélögin í Mýrdalnum sjá um daglegan rekstur lyftunnar, en hún var keypt fyrir fjárframlög yfir eitt hundrað aðila sem lögðu fram stofngjald í upphafi. Þegar lyftan var opnuð í fyrsta skipti í Vík laugardaginn 20. janúar fóru milli 20 og 30 manns á skíði og auk þess komu margir til að horfa. Það er nægur snjór og gott færi á þessum stað og hæfilegar brekkur fyrir alla, jafnt vana sem óvana skíðamenn. Lyftan hefur verið í gangi svo til á hverjum einasta degi frá opnun og núna um helgina voru yfir 50 skíðamenn í brekkunum í Vík. Aðstandendum lyftunnar barst ánægjuleg gjöf þegar einn hrepps- nefndarmaður Mýrdalshrepps kom með ávísun að upphæð kr. 50.000 með kveðju og þakklæti frá hreppsnefnd fyrir gott framtak. Þetta er góö viður- kenning fyrir það mikla starf sem undirbúningshópurinn hefur staðið í og hvetur menn til dáða. Búið er aö setja lýsingu í hluta Sauðárkrókur: Jói á jörfagleði Skagfirðinga Þórhallur Asmundsson, DV, Sauöárkxóki: Lengi vel blés ekki byrlega fyrir Leikfélagi Sauðárkróks að fá leik- stjóra til að stjórna vetrarverkefni félagsins. Leikstjórar virðast síður en svo vera á lausu um þessar mund- ir og stjóm félagsins var að komast í standandi vandræði þegar loks sl. þriðjudag tókst að fá leikstjómanda, Árna Blandon. Jói eftir Kjartan Ragnarsson varð fyrir valinu sem sæluvikuleikrit, en óðum styttist í þessa árlegu jörfagleði Skagfirðinga sem að þessu sinni hefst 24. mars. Á ráðningu Árna er reyndar sá hængur aö hann kemur eldd til starfa fyrr en um 20. feh*"1 ’. Æfingatíminn verður því ekki nema rétt rúmur mánuður. Leikhópurinn verður því að halda vel á spöðunum, en sex vikur er talinn lágmarks æf- ingatími. brekkunnar og með því móti lengist notkunartími lyftunnar um helming á hverjum degi. Fyrirhugað er að halda skíðamót fljótlega og gefur Búnaðarbankinn í Vík verðlaun. Þetta er ánægjuleg þróun því að skíðamennska var svo til óþekkt í Mýrdalnum þar til núna. Þess má geta að aðeins tekur tvo og hálfan tíma að keyra frá Reykjavík til Víkur ef færð er góð, því að vel getur verið lokað á öðmm skíðasvæðum vegna veðurs þegar opið er hér í Vík. K Ai'-fWW mm Skíðalyftan í Vík. DV-mynd Páll - Qárfestíng sem skilar sér í öryggí, ánægju og endursölu 3ja ára ábyrgð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.