Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Qupperneq 7
 Pétur Einarsson flugmálastjóri um skoðun „ríkisþotunnar“: .£ Fréttir Kannast ekki við mistök hjá skoðunarfyrirtækinu - flugvirkjar segja að tæringin hefði átt að finnast fyrr „Ég kannast ekki við að um hand- vömm hjá skoðunarfyrirtækinu ytra hafi verið að ræða. Þetta er eitt þeirra fyrirtækja sem viö viðurkennum til að skoða flugvélar og þaö er undir ströngu eftirliti. Auðvitað geta þar orðið mistök en veit ekki til að það hafi orðið í þessu tilviki," sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri aöspurður um hvort bandaríska fyrirtækinu, sem skoöaði Boeingþotu Arngríms Jóhannssonar, hafi orðið á mistök við skoðunina. Við skoðun ytra fannst ekki tæring í þotunni en hún kom hins vegar í ljós við skoðun hér heima á dögun- um. Það kostar hálfs mánaðar vinnu hjá flugvirkjum að gera við þotuna og er ekki reiknað með að hún fari í loftiö á ný fyrr en eftir helgi. Flugvirkjar, sem unnið hafa við þotuna, eru ekki á sama máli og Pét- ur Einarsson. Þeir segia að í þaö minnsta hluti tæringarinnar hefði átt að koma í ljós við skoðunina ytra og þá hefði átt að leita víðar að tær- ingu. Niðurstaða í þessu máli skiptir miklu um hver á að borga reikning- inn fyrir viðgerðina, Arngrímur sem á þotuna eða fyrirtækið ytra sem skoðaði hana og fann ekkert að. Lárus Atlason, starfsmaður flug- rekstrardeildar Flugmálastjórnar, fór út á vegum stofnunarinnar til að fylgjast með skoðuninni. Hann fylgd- ist þó ekki með nema á síðari hluta skoðunartímans sem allt kostaði 9000 vinnustundir. Lárus þvertekur fyrir að hann hafi átt ganga eftir að þau svæði væru skoðuð þar sem tæringin kom fram síðar. Meðal flugvirkja gengur sú saga að skoðunin ytra hafi verið flaust- urslega framkvæmd. Þannig hafl lúgur á skrokk vélarinnar verið opn- aðar en ekki verið hirt um að ýta einangrunarull undir lúgunum frá til að sjá hvort bitar þar undir væru tærðir. Við skoöunina hér hafi hins vegar komið í ljós að á bak við þessa sömu einangrun voru bitar nær ónýtir af tæringu. -GK Strandferðaskipið Hekla við togarabryggjuna á Akureyri, nýkomið úr við- gerð og endurbótum i Slippstöðinni. DV-mynd gk Hekla komin úr viðgerðinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Strandferðaskipið Hekla var afhent eigendum sínum í fyrradag eftir umfangsmikla viðgerð hjá Slippstöö- inni á Akureyri. Eins og kunnugt er fékk Hekla á sig brotsjó sl. haust og urðu miklar skemmdir á vistarverum og stýris- húsi. Smíöað var nýtt stálþil í fram- þil yfirbyggingar. Allar innréttingar, tæki og raflagnir í stýrishúsi og íbúð- um voru fjarlægð og allt byggt upp að nýju, enda var allur búnaður í þessum hluta skipsins. Um leið var unnið að almennu viðhaldi á skipinu, bolviðgerð, sandblæstri og málun á botni. Viðgerðin á Heklu hefur verið aðal- verkefni Slippstöðvarinnar að und- anförnu og verkefnastaða stöðvar- innar er nú mjög slæm. Rafmagnsveita Reykja- víkur lækkar taxtann Taxti Rafmagnsveitu Reykjavíkur lækkar um 2,4% frá 1. mars. Það er borgarráð sem hefur ákveðið þetta og einnig að hitaveitugjöldin hækki ekki um 6% 1. mars eins og átti að verða. Þetta er gert í trausti þess að frumvarp um orkugjald verði ekki að lögum á þessu þingi. Þá er ákveðið að dagvistargjöld, farmiöar í strætisvagna og aðgöngu- miðar aö sundstöðum hækki ekki heldur á næstu mánuðum nema hug- myndir um þróun verðlags, sem komið hafa fram eftir nýgerða kjara- samninga, standist ekki. -GK Týr við bryggju á Sauðárkróki. DV-mynd Þórhallur Sauöárkrókur: Úreldingarbátur á safn Þórhafiur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Bæjarstiórn Sauðárkróks ákvað á fundi sínum nýlega að verða við til- mælum hafnarstjómar að semja við Steingrím Garðarsson um kaup á Tý SK-33 sem kominn er í úreldingu. Týr þykir merkilegt skip, er annar 2ja báta sinnar gerðar sem eftir eru í landinu. Einn bæjarfulltrúa greindi frá því að falast hefði verið eftir bátn- um hjá Steingrími af aðilum sem hygðust gera Tý að lystisnekkju. Bæjarstjórnarmönnum sýndist ekki grundvöllur fyrir að kaupa Tý dýrum dómum, þrátt fyrir að í bátn- um væru verðmætir hlutir, frá Sóló- eldavél upp í skipsvélina sjálfa. Áhugi eigenda bátsins þyrfti að koma til við varðveislu hans, þar sem ljóst væri að kaupverð hans yrði smá- munir hjá því sem kosta yrði upp á hann sem safngrip. Gólfteppí, mottur og dreglar, gólfdúkar, gólftlísar, parket Grensásvegi 11, simi 91-83500 G.Á. Böðvarsson hf. Byggingavörur Selfossi, simi 98-21335 M METRO Álfabakka 16, simi 91 -670050 £ arma Bæjarhrauni 16, Hafnarfirði, simi 91 -652466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.