Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Page 10
10 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990. Kvikmyndir Svo virðist sem ungböm séu aö komast i tísku aftur ef marka má þann fjölda mynda þar sem þau fara með stórt hlutverk. Fjölskyld- an virðist einnig gegna stærra hlut- verki og tímar veisluhalda og hins ljúfa lífs vera á undanhaldi. Þetta eru nýjustu straumamir frá Holly- wood. Þegar litið er yfir tíu vinsælustu myndimar vestanhafs í fyrra kem- ur í ljós aö í einum þremur þeirra koma böm mikiö við sögu. í fjórða sæti er Elskan, ég minnkaði börnin, (Honey, I Shmnk The Kids), þar sem fjölskyldufaðirinn var svo óheppinn að smækka bömin sín og nágrannana niður í nær títu- prjónsstærö með ófyrirsjáanlegurn erfiðleikum fyrir bömin. Þessi mynd sló mjög óvænt í gegn því hér er um aö ræða gamaldags út- gáfu af Walt Disney-myndum eins og þær gerðust bestar á árunum 1965-1975. En öllum á óvart tók bandarískur almenningur þessa títuprjónskrakka upp á arma sína og hafði samtímis hina bestu skemmtun af. í níunda sætinu er Barnabasl (Parenthood) sem fjallar um þau vandamál og skemmtilegu hliðar sem fylgja barnauppeldi. Sem inn- skot má bæta við að ein vinsælasta myndin 1988 var einmitt Three Men and a Baby sem gaf Hollywood tón- inn um hvað það væri sem fólkið vildi sjá og heyra. Að lokum er það svo Drauga- banarnir II (Ghostbusters II) þótt ekki sé hægt að segja með sanni að komabamið hennar Sigoumey Weaver hafi farið með aðalhlut- verkið. Hins vegar skipaöi það stórt hlutverk í handritinu, sbr. loka- kafla myndarinnar. ( Sinnaskipti Sú staða, sem framleiðandi Draugabanar II stóð andspænis í Bretlandi þegar átti að fara að frumsýna myndina, sýnir best hve mikið tímamir hafa breyst. Ætlun- in var að kynna myndina rétt fyrir jólin enda átti hún að vera , jóla- myndin" hjá Columbia fyrirtæk- inu. Kynningin felst í því að blaða- mönnum er boðið að hitta leik- stjóra, leikendur og aðra aðstand- endur myndarinnar til að kynna sér viðhorf þeirra til myndarinnar og spyrja spurninga. En þegar á átti að reyna voru bæði framleið- andinn og leikstjórinn vant við látnir við barnauppeldi og bárna- pössun. Jafnvel Sigoumey Weaver, sem lék eitt aðalhluverkið, gat ekki mætt því hún átti von á sínu fyrsta barni nær fertug að aldri og treysti sér ekki í ferðalagiö frá New York til London. Svo virðist sem þaö sé í tísku í Hollywood núna að eignast böm ekki síöur en að gera kvikmyndir um þau. Þeir sem vel þekkja til segja að það sé ekki lengur hægt að sitja blaðamannafundi með þeim Michael J. Fox, Tom Selleck, Bruce Willis og Keifer Sutherland vegna þess að þeir geri lítið annað en tala um bamauppeldi og hvað það sé stórkostlegt að vera faðir, eins og enginn hafi upplifað slíkt áður. Ekki nóg með það heldur em forstjórar og framkvæmdastjórar famir að neita sér um morgun- verðarfundi til að geta verið með börnunum sínum á morgnana. Böm era sýnilega aftur orðin í tísku. Breyttirtímar Svo virðist sem margir þeirra sem nú eru að eignast sitt fyrsta barn séu af þeirri kynslóð sem mátti ekki vera að því að eiga böm vegna þess að þau hindruðu frama- braut viðkomandi einstaklinga. í stað þess reyndi þetta fólk að njóta lífsins og taldi lífshamingjuna fólgna í peningum, völdum og veislum. Þetta fólk er nú að nálgast fertugt og er að uppgötva þá lífs- íyllingu sem felst í því að eignast og ala upp böm. Hollywood er því Þetta er Arizona yngri. Komaböm í kvikmyndum Umsjón: Baldur Hjaltason búin að átta sig á því að þarna er stór hópur fólks sem hefur gaman af að sjá kvikmyndir um efni sem í dag er þeim huglægt. Eins og list- inn yfir vinsælustu myndirnar 1989 í Bandaríkjunum sýndi virðist þetta hafa verið rétt mat. Ef til vill er nauðsynlegt til að fá skýringar á þessum breyttu við- horfum að fara aftur til tímabilsins 1950-1960 þegar leikararnir James Dean og Marlon Brando urðu hetj- ur og átrúnaðargoð unglinga þeirra tíma sem vildu gera uppreisn gegn þáverandi kerfi og ekki síst gegn foreldranum sjálfum. Myndir eins Atriði úr myndinni Look Whos Talking. og The Wild One og Rebel without a Cause nutu óhemju vinsælda meðal unglinga sem fundu í þess- um leikurum samnefnara fyrir andstöðu sína gegn ríkjandi kerfi. Það var einmitt í þessu umhverfi sem þessi síðbúna „foreldrakyn- slóð“ ólst upp. Barnamyndir Þær myndir sem fjölluðu um börn frá þessum tíma voru frekar neikvæðar og stundum tengdar of- beldi og hryllingi eins og myndim- ar Rosemarys Baby, Its Alive og The Devil within Her staöfesta. Ekki má heldur gleyma hvernig Stanley Kubrick tók fyrir fjöl- skyldulífið í hryllingsmyndinni The Shining árið 1979 og hvernig Robert Redford dró fram þjáningar fjölskyldu sem hafði misst son í Ordinary People. Það má segja að það hafi orðið kaflaskipti 1987 þegar Three Men and a Baby, Baby Boom og Arising Arizona birtust á tjaldinu. Allar þessar myndir fengu þónokkra umfjöllun og tóninn var gefinn. Hollywood tók að vísu málið örlítið lengra 1989 þegar nokkrar myndir vora gerðar sem sýndu hvernig þetta verðandi barnafólk var að gera upp fortíðina við foreldra sína og leita sátta miðað við það sem á undan var gengið. Gott dæmi um það voru myndirnar Field of Dre- am með Kevin Kostner og Jack Lemmon í Dad. Það var athyglis- vert að Field of dream varð 15. vin- sælasta myndin í Bandaríkjunum í fyrra. Hvað er í vændum? Barnauppeldi er meginuppi- staða í nokkrum myndum sem gerðar voru í fyrra og hafa gengið vel. Þetta eru myndinar Barnabasl (Parenthood), Immediate Family (þar sem Glenn Close og James Wood taka aö sér fósturforeldra- hlutverk), Look Whos Talking þar sem þau John Travolta og Kirstie Alley eru í hlutverki foreldranna, og svo Ghostbusters. Á næstunni er von á fleiri mynd- um í líkum dúr eins og Step Kids, Parenting, sem er á dagskrá hjá Walt Disney og fjallar um fráskilda móður sem fer að búa með öðrum manni líkt og í myndinni Good Mother sem Diane Keaton lék í, og svo Stella þar sem Bette Midler fer með aðalhlutverkið. Það sem er dálítið sérstakt við þessar myndir yfirleitt er að þær draga upp aðra mynd af fóðurhlutverkinu en hing- að til hefur tíðkast. Yfirleitt hefur móðirin verið látin sjá um barna- uppeldið en allt í einu er heimil- isfaðirinn sýndur einnig sem ábyrgðarfullur uppalandi líkt og það hafi í fyrsta skipti uppgötvast að hann gæti einnig séð um þessa hluti. Blessuð börnin En hvað um blessuð börnin sem leika í þessum myndum. Þótt þau oft á tíðum steh senunni frá eldri kynslóðinni hafa þau ekki verið sett á neinn stjörnustall eins og tíðkaðist í gamla daga sbr. Baby Le Roy og Baby Sandy á þrítugasta og fertugasta áratugnum. Ástæðan gæti ef til viU verið sú að leikstjór- ar sækjast eftir tvíburum tíl að leika í myndum sínum. Það voru þeir WiUiam T. og Henry J. Deutc- hendorf sem léku Oscar í Drauga- banar II og einnig voru það tvíbur- ar sem léku börnin í Three Men and a Baby og Baby Boom. Ástæðan er mjög einfóld. Þetta er svar leik- stjórans við erfiðu handriti sem krefst þess að barnið sýni bæði hin- ar góðu og slæmu hliðar á sér nær samtímis. Listin er sú að láta annan tvíburann leiká „góða“ barnið meðan hinn tvíburinn leikur „grát- andi“ barnið. Með þessu móti geng- ur allt hraðar og öruggar fyrir sig. Ekki má heldur gleyma að blessuð börnin fá greitt fyrir leik sinn eins og aörir leikarar. Það er ekki óal- gengt að barniö fái um 80.000 til 100.000 ísl. kr. á viku ásamt uppi- haldi annars foreldris. Það þykir þó ekki mikið í henni Hollywood því auglýsingastofur greiða aUt að 3 mUljónir króna úrvals koma- barni fyrir leik í stuttri auglýsinga- mynd og réttinn til aö mega sýna hana í sjónvarpi. Helstu heimildir: Empire, Variety. B.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.