Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Blaðsíða 11
 01 -11 „Ég var að koma af balli síðasta vetrardag og undir áhrifum frá sam- komuhúsinu áleiðis heim. Við Þjórs- árdalinn missti ég stjórn á bílnum, hann fór nokkrar veltur og ég kast- aðist út úr honum,“ segir Ingi Steinn Gunnarsson en í apríl eru liðin tíu ár frá slysinu örlagaríka. Ingi var einn í bílnum, blæjujeppa án velti- grindar og öryggisbeltis. Félagar hans, sem óku í bíl rétt á eftir, komu á vettvang skömmu síðar. Farið var með Inga Stein með sjúkrabifreið Landsvirkjunar, sem staðsett er við Búrfellsvirkjun, á slysadeild Borgar- spítalans og hélt hann meðvitund ailan tímann. „Ég man að ég vildi standa upp og gerði ítrekaðar til- raunir til þess en líkaminn neitaði að hlýða,“ segir Ingi Steinn. Þegar hann kom á slysadeildina missti hann fyrst meðvitund. , Lamaður fyrir lífsstíð Á Borgarspítalanum lá hann á sjö- undu viku algerlega hreyfmgarlaus í strekk. Við honum blasti strax sá raunveruieiki að hann yrði bundinn við hjólastól fyrir lífstíð. Þann 16. júní 1980 fór Ingi Steinn í endur- hæfingu á Grensásdeildinni, sem átti eftir að verða hans heimili í tæp tvö ár en þaðán útskrifaðist hann 10. mars 1982. „Líf mitt tók vissulega miklum stakkaskiptum við slysið en ég hef kappkostaö aö vera ekki að velta mér upp úr því,“ segir Ingi Steinn. „Það fóru engar framtíðaráætlanir út um þúfur því að þær voru engar fyrir. Ég var 22 ára þegar ég lenti í þessu og var svona ósköp venjulegur strák- ur, hugsaði mest um líðandi stund og hafði litlar áhyggjur af framtíð- inni. Það verða miklar breytingar á persónuleikanum við það að ganga í gegnum svona lífreynslu og enginn verður samur á eftir.“ Tekjurnar eru örorkubætur Ingi Steinn er fæddur og uppalinn í Gnúpverjahreppi. Hann haíöi unnið í nokkur ár hjá Landsvirkjun en ekki farið í neitt framhaldsnám. „Það má segja að það hafi komið mér til góða að hafa verið á vinnumarkaði en ekki í skóla. Lífeyrissjóðsréttur minn er töluverður og ég hef tekjur af hon- um. Ef ég hefði verið í langskólanámi hefði ég engan rétt haft í lífeyrissjóði og þurft að láta bætur Trygginga- stofnunar nægja,“ segir Ingi Steinn. Góður árangur í endurhæfingu Hann lætur vel af vistinni á Grens- ásdeildinni og hrósar öllum starfs- mönnum. „Ásgeir Ellertsson, yfir- læknir deildarinnar, hefur reynst mér mjög vel og er starfsfólkið alveg frábært og öll umönnun mjög góð. Oft er ungt fólk á stofnuninni í lengri tíma og er það gjarnan hvatt til að taka þátt í lífinu fyrir utan. Auðvitað eru ákveðnar reglur en þær eru sveigjanlegar, ef maður gengur ekki of langt,“ segir Ingi Steinn og brosir. „Ég náði góðum árangri í endur- hæfingunni, enda ætlaði ég mér það frá byrjun. Ég hafði góða þjálfara og einsetti mér að vinna vel með þeim.“ Fyrst eftir að Ingi Steinn útskrifaö- ist frá Grensás bjó hann einn í íbúð á Flyðrugrandanum. „Það var alveg rosalegur tími fyrir mig. Ég hafði búið í vernduðu umhverfi í tvö ár og allt í einu var ég einn á báti. Ég var mjög kvíðinn og þetta var hörku- vinna alla daga. Nú þurfti ég skyndi- lega að gera sjálfur hluti sem ég áður hafði fengið aðstoð við. Að mínu mati ætti að vera eitt milhstig frá Grensás og út í lífíð á ný, til að venja mann við það aö sjá um sig sjálfur." í óhentugu leiguhúsnæði Núna býr Ingi Steinn í leiguhús- næði í Reykjavík. íbúðin er á jarð- hæð en hentar samt ekki vel fyrir hjólastóla. Þröskuldar eru of háir og dyragat inn á baðherbergið er of mjótt. Hann vill gjaman kaupa sér Ingi Steinn Gunnarsson lenti i bilslysi árið 1980 og hefur siðan verið bundinn við hjólastól. DV-mynd KAE Líkaminn neit- aði að hlýða - segir Ingi Steinn Gunnarsson sem verið hefur lamaður í tíu ár íbúð sem hentar honum betur. „Lánakerfið er snúið og erfitt að borga háa vexti þegar maður hefur ekkert annað en örorkubætur til framfærslu. SEM-hópurinn ætlar að byggja tuttugu íbúðir fyrir félags- menn en sú framkvæmd leysir að- eins hluta af þörfinni. Mér fmnst verst að aðstoð í félagslega íbúöa- kerfinu fá aðeins hópar eða samtök en ekki einstaklingar." Fólk viróir ekki sér- merktu bílastæðin Að sögn Inga Steins hefur margt breyst til batnaðar varðandi aðgengi fólks í hjólastólum. Þó er fólk enn það ósvífið að virða ekki bílastæði sérmerkt fotluðum og segir hann að bílastæðin við Laugaveg séu lýsandi dæmi. „Til eru þeir bílstjórar sem halda að þessi stæði séu ætluð þeim. Þeir hreyfa sig ekki einu sinni þó maður flauti á þá. Við stórmarkaöina eru sérmerktu stæðin yfirleitt látin í friði enda er gæsla þar. Kringlan var hrein himnasending fyrir okkur í hjólastólum en þar er hægt að sinna flestum erindum og alltaf hægt að fá bílastæði," segir Ingi Steinn. Borgar sig ekki að vinna Ingi Steinn hefur enga fasta vinnu og segir að í raun borgi sig ekki að vinna fyrir tekjum því viö þaö skerð- ast örorkubæturnar. Hann hefur að- eins fengist við sölu auglýsinga í gegnum síma en það hentaði honum illa. „Ég tók starfið alltof alvarlega og varð jafnvel niðurbrotinn ef mér var illa tekið. Sumir hreyttu út úr sér ónotum og kvörtuðu sáran undan svona sníkjudýrum," segir Ingi Steinn og hlær. Síðustu ár hefur hann eytt hluta af sumarfríunum í útlöndum og ferð- ast víða. Talið berst að umferðarmál- um hér og erlendis og hugsanlegum úrbótum. „Það er ólíkt betra að ferð- ast í útlöndum en hér. Tillitssemi ökumanna er hér í algjöru lágmarki og vegakerfið í Reykjavík og ná- gremú er löngu hætt að anna allri umferðinni. Slysin í umferðinni eru alltof mörg og ungt fólk í stórum hluta fórnarlömbin. Ég get samt illa dæmt um það hvernig á að koma vamaðarorðum til ungra krakka sem eru að byrja sinn ökumanns- feril. Gönguferð um Grensásdeild og þyngri refsingar gætu hugsanlega vakið þau til umhugsunar um hætt- umar og þær hrikalegu afleiðingar sem eitt slys getur haft,“ segir Ingi Steinn. Værukær að eðlisfari Deginum eyðir hann að mestu við lestur blaða og bóka eða eftir því sem til fellur. Honum finnst ágætt að lúra fram eftir á morgnana og taka daginn rólega. Allt sem hann gerir, svo sem að klæðast, tekur lengri tíma en hjá þeim sem hafa hreyfiorkuna óskerta. „Ég er afar værukær að eðlisfari og því segi ég stundum að ég sé í ákjósanlegu starfi nema hvað launin mættu vera hærri,“ segir Ingi Steinn glettnislega. „Ég er sáttur við að- stæður mínar og læt hjólastólinn ekki hindra mig í því að gera það sem mig langar til. Að velta vöngum yfir þvi sem búið er og gert hefur engan tilgang." -JJ c'b ‘Leather ^Sc7WASTERj leðttrhúsgögn og leðurfatnað Borgarholtsbraut KAJPINDH/F Skjólbruut 6 Kópavogi Siml 45960 * Skjólbraut 6 > r Kópavogsbraut Höfum á boðstólum efni til hreinsunar, við- halds og verndunar á Ieðurhúsgögnum og leð- urfatnaði. Einnig á sama stað litanir á leðurhúsgögnum. Leðurhreinsir: Leðurnæring: Leðurvörn: Áklæðahreinsir: Áklæðavörn: Hreinsar leðrið og opnar stíflaðar svitaholur. Mýkir upp og verndar leðrið. Fáanlegt með lit og litlaust. Verndar viðkvæmt leður, s.s. rúskinn og mokkafatnað. Fljótvirkt hreinsiefni á úðabrúsum. Sprautað yfir áklæði til verndar. Heildsala - smásala Sendum í póstkröfu KfiJ PIND HF. Skjólbraut 6, Kópav. Sími 45960

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.