Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Side 14
14 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Miðjan heldur ekki Mikhail Gorbatsjov Sovétríkjaforseti er smám saman að komast að raun um, að miðjan heldur ekki í sovézk- um stjórnmálum. Hann verður að velja og hafna. Hing- að til hefur hann reynt að íljóta á lýðræðisöldunni, en hún hefur borið hann lengra en hann bjóst við. Samþykkt miðstjórnar sovézka kommúnistaflokksins um afnám flokkseinræðis er einn stærsti hnykkurinn á þessari leið. Gorbatsjov er að reyna að hreinsa andstæð- inga sína úr ríkisstjórn og flokki. Fyrstir til að fjúka verða harðlínumenn á borð við Jegor Ligatsjov. Reikna má með fleiri fjöldafundum 1 stíl við 200.000 manna fundinn í Moskvu í þessari viku. Á fundunum verða höfð uppi áróðursspjöld til stuðnings Gorbatsjov og með lýðræðiskröfum. Jafnframt verður krafizt af- sagnar Ligatsjovs og helztu stuðningsmanna hans. Ef Gorbatsjov tekst að losna við Ligatsjov úr stjórn- málaráðinu og gera óvirka þá Vitalíj Vorotnikov, for- seta rússneska lýðveldisins; Lev Zaikov hergagnastjóra, og Vladimir Ivashko frá Úkraínu, kemur röðin að hinni eiginlegu miðju, sem ráðið hefur efnahagsferðinni. Gorbatsjov hefur hingað til ekki haft meirihluta í stofnunum flokksins með umbótum í efnahagsmálum. Tillögur skjólstæðings hans, Leonid Albakin, hafa verið felldar, en í staðinn verið samþykkt ýmiss konar mála- miðlun frá Nikolai Ryzhkov forsætisráðherra. í stjórnmálaráðinu hefur Ryzhkov skipað miðjuna með Júríj Maslyukov áætlanastjóra og Nikolai Sly- unkov. Þeir eru hinir raunverulegu fulltrúar kerfisins og kerfiskarlanna og hafa myndað meirihluta með harðlínumönnum gegn efnahagsumbótum Gorbatsjovs. Þjóðartekjur í Sovétríkjunum minnkuðu í hittifyrra um 5% og hafa líklega minnkað um 10% í fyrra. Harð- línumenn kenna opnunarstefnu Gorbatsjovs um þetta, en raunverulega ástæðan er miðju- og málamiðlunar- stefna Ryzhkovs. Á þessu mun Gorbatsjov hamra. Haltu mér - slepptu mér - stefna Ryzhkovs minnir á Framsóknarflokkinn og íslenzku ríkisstjórnina. Stefnan byggist á að blanda saman miðstýringu og markaðs- frelsi. Hún líkist sorglega hinu séríslenzka, miðstýrða markaðskerfi. Hún heldur ekki vatni, hvorki hér né þar. Ófarir íslands og Sovétríkjanna eru dæmi um, að ókleift er að samræma miðstýringu og markaðsfrelsi. Þetta hafa ráðamenn í Austur-Evrópu skilið og eru því að koma á fót markaðsfrelsi án miðstýringar. Ríkis- stjórn Samstöðu 1 Póllandi hefur forustu í þessari þróun. Kapítalisminn, sem blossar upp um alla Austur- Evrópu, mun styrkja stöðu Gorbatsjovs heima fyrir. Fljótt mun koma í ljós, að efnahagsvandræðin verða minni, ef kerfiskarlar opinberra stofnana og sjóða verða látnir víkja úr sæti og opinberri skipulagningu hætt. Harðlínumönnum mun varla takast að fá Rauða her- inn til byltingar gegn Gorbatsjov. Herforingjarnir voru orðnir dauðþreyttir á Afganistan og eru tregir til að láta nota sig gegn fólkinu í Azerbajdzhan. Þeir munu ekki heldur láta siga sér á íbúa Eystrasaltslandanna. Hinn raunverulegi slagur í Sovétríkjunum mun verða milh Ryzhkovs og Gorbatsjovs. Ef hinn síðarnefndi sigr- ar, má búast við, að haltu mér - slepptu mér - stefnan verði aflögð og að hin lýðræðislega markaðshyggja haldi innreið sína eins og í Austur-Evrópu og við Eystrasalt. Miklir atburðir munu gerast í Sovétríkjunum á næsta ársfjórðungi. Þá kemur í ljós, að miðjan heldur ekki og að opnunarstefna Gorbatsjovs nær fram að ganga. Jónas Kristjánsson Gorbatsjov innleiðir lýð- ræðisbyltingu Frá því Míkhaíl Gorbatsjov og liðsmenn hans tóku að losa um viðjar valdakerfis kommúnista- flokksins á sovésku þjóðlífi, sér í lagi meö því að greiða fyrir opin- skárri þjóðmálaumræðu og tján- ingarfrelsi í listum og menntum, hefur jafnt og þétt ágerst ágreining- ur í flokksforustunni milli tveggja meginarma. Annars vegar eru þeir sem fylkja sér um endurbótastefnu í stjórnarháttum, hagkerfi og opin- beru lífi, frjálsræðisöflin. A hinu leitinu eru íhaldsöflin, þeir sem komiö hafa sér haganlega fyrir á forréttindabásum ríkjandi skipun- ar og hafa iilan bifur á öllu nýja- brumi, sér í lagi því sem haggar við valdfyllingu flokksstofnana og forstöðumanna þeirra. Skref fyrir skref hefur Gor- batsjov þrengt að íhaldsarminum. Heilt hundrað manna fékkst til að segja sig úr miðstjórn, af ellisökum að því látið var heita. Stjómmála- nefnd miöstjórnar hefur einnig verið yngd upp hvað eftir annað. Loks var efnt til kosninga með tölu- vert frjálslegra sniði en áður til fjöl- mennrar fulltrúadeildar Æðsta ráðsins þar sem margir ílokks- broddar af gamla skólanum fengu þunga skelli. En vegna fjölda frátekinna sæta fyrir flokkinn og fjöldasamtök, sem í raun em undir yfirráðum hans, hefur Gorbatsjov talið sig þurfa að taka sér miðjustöðu í störfum Æðsta ráðsins, gerast hemill á umbótaákafa róttækustu end- umýjunarsinna. Þetta gerist sam- tímis þvi að kurr og óánægja magn- ast meðal almennings vegna þess að perestrojka hefur enn minna en engu skilað í auknu vöruframboöi á almennum markaði. Er ekki vafi að dragbítar í skrifræðiskerfinu eiga þar verulega sök en gagnrýnin fyrir það sem úrskeiðis fer beinist að forustumanninum, Gorbatsjov. Ofan á bætist svo þjóðernisólga, friðsamleg í Eystrasaltslýðveldum en blóðug í þeim handan Kákasus- fialla. Við þessi skilyrði skiptast sjónar- mið í vaxandi mæli í tvö horn og miðjan dregst saman að sama skapi. Sá sem þar hyggst halda sig á því á hættu að verða óþægilega einangraður. Við þessar aðstæður ákvað Gor- batsjov að sýna lit og taka skýra afstöðu með lýðræðishreyfingunni innan flokks og utan. Á miðstjórn- arfundi til undirbúnings 28. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna síðar á árinu reiddi hann til höggs að rótum flokksræðisins í sovésku þjóðfélagi, lagði til afnám 6. greinar stjórnarskrárinnar um forustu- hlutverk flokksins á öllum sviðum. Hún hindrar frjálsa stjórnmála- starfsemi og bælir öll samtök með- al Sovétmanna undir fokksvaldið. Svo kænlega hélt Gorbatsjov á máli sínu að hann kom íhaldsliðinu í miðstjórninni í þá aðstöðu að það sá sig nauðbeygt til að samþykkja tillögu hans nær óbreytta. Fulltrú- ar Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna í Æðsta ráðinu leggja því til á fundi þess í næstu viku afnám stjómarskrárákvæðisins um vald- einokun flokksins. Fjölflokka- stjórnmál blasa því við í Sovétríkj- unum. Og ekki nóg með þaö. Gorbatsjov kom því til leiðar að 28. flokks- þingið verður fært fram, frá hausti til miðs sumars. Þar verða bornar upp tillögur frá flokksforustunni um verulegar breytingar á skipu- lagi hans og starfsháttum. í stað aðalritara kemur flokksformaður sem stýrir fundum fulltrúa allra 15 flokka í Sovétlýðveldunum hverju um sig. Sú stofnun kemur Erlendtídindi Magnús Torfi Ólafsson í stað núverandi stjómmálanefnd- ar miðstjómar. Fækkað veröur í miöstjóminni sjálfri niður í 200. Lagt er til að ströng miðstýring á flokknum verði afnumin. Hverfa skal frá reglunni um skilyrðislausa undirgefni stofnana flokksins á hveiju skipulagsstigi við ákvarð- anir teknar á æðra skipulagsþrepi, regluna sem Lenín skírði „lýö- ræðslegt miöstjómarvald". í samræmi við þetta verða stór- um rýmkaðir möguleikar óbreytts flokksfólks til að hafa áhrif á stefnumótun og mannaval. Flokks- starfsmenn ber að velja með al- mennri atkvæðagreiðslu í hlutað- eigandi deild en ekki fyrirskipun aö ofan. Sömuleiðis er gert ráð fyr- ír almennri kosningu fulltrúa á flokksþing með keppni um sætin. Næstum eins afdrifarík og afnám valdeinokunar kommúnistaflokks- ins getur reynst tillaga miðstjórn- arfundarins um tilfærslu æðsta framkvæmdavalds í Sovétríkjun- um. Það skal flytjast frá flokks- forustunni til forseta ríkisins. Áformað er að hann verði ekki ein- ungis forseti forsætisnefndar Æðsta ráðsins, eins og nú er, held- ur sæki hann umboð sitt beint til þjóðarinnar í almennum kosning- um. Ekki fer milli mála að Gorbatsjov er við ríkjandi aðstæður ætlað for- setaembætti með stórauknu vald- sviði. Þarf því enginn að velkjast í vafa um að staða hans hefur aldrei verið sterkari en að loknum mið- stjómarfundinum nýafstaðna. Hann hefur í rauninni hlotið ótak- markað umboð frá stefnumótandi stofnun flokksins. En auknu valdi fylgir aukin áraun. Þar sem málfrelsi ríkir er hægur leikur að reyna að gera valdhafann ábyrgan fyrir því sem miður fer. Sovétmenn búa upp til hópa við vöruskort, lélega þjón- ustu, svartan markað og hrokafullt skriffinnskubákn. Ihaldsmenn bíða bersýnilega færis að telja fólki trú um að það sem á því mæðir sé vanhugsaðri perestrojku að kenna en ekki langvarandi ofstjórn og óstjóm þeirra líka í flokkskerfinu. Svo em þjóðernamálin. Mið- stjómarfundurinn lýsti vanþókn- un á ákvörðun flokksins í Litháen að lýsa sig óháðan Kommúnista- flokki Sovétríkjanna og hét þeim sem því vildu ekki una stuðningi til að koma öðmm flokki á laggirn- ar í lýðveldinu en þar við var látið sitja. Niðurstaðan er því rauninni sú að í Litháen verða tveir komm- únistaflokkar, annar óháður en hinn hluti af Kommúnistaflokki Sovétríkjanna. Og sá sjálfstæði heldur óátalið frá Moskvu aöstöðu og eignum flokksins sem fyrir var. Lýövelda- og héraöakosningar fara fram í Sovétríkjunum í næsta mánuði. Víst er talið að frambjóð- endur gamla ílokkskerfisins fái þar víða jafnvel enn verri útreið en í kosningum til fulltrúadeildar Æðsta ráðsins í fyrra. í þessum kosningum er sjálfstæði flokkurinn í Litháen talinn standa vel að vígi. í Azerbajdzhan bendir hins vegar allt til að kommúnista- flokkurinn sé lítið annað en nafnið en fólk fylki sér um Alþýðufylking- una. Þeir sem gerast svo flfldjarfir að spá um framvinduna eftir afnám 6. greinarinnar virðast helst hallast að því að i Rússneska sovétlýðveld- inu takist í fyrstunni á um völdin brot úr klofnum kommúnista- flokki, annað þeirra stærstu frjáls- lynt og alþjóðasinnaö, hitt íhalds- samt og þjóðernissinnaö. í smærri lýðveldunum flestum muni flokkar með þjóðemissinnaða stefnuskrá halda velli, máski sumir undir nafni kommúnistaflokka. Magnús Torfi Ólafsson Algirzas Brazauskas, foringi sjálfstæða kommúnistaflokksins í Litháen, bandar frá sér fréttamönnum á Rauða torginu að loknum miðstjórnar- fundinum í Kreml á miðvikudag. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.