Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Síða 18
18 Veiðivon Dorgveiði bönnuð: Á stórum hluta Elliða- vatns og í Helluvatni Veiðisvæðið neðst á Norðurá i Borgarfirði hefur gefið töluvert af bleikju síðustu daga en kalt hefur verið í veðri. DV-mynd G. Bender Dorgveiði á vötnum landsins að vetri nýtur mikilla vinsælda og þeim fjölgar stöðugt sem dorga. Margir bændur veiða sér í soðið, sumir leggja net undir ísinn en aðrir dorga bara. Svo eru það sportararnir sem finnst gaman að renna dag og dag þegar veðurfar er skaplegt. En veð- urfarið í vetur hefur veriö erfitt þótt veiðivötnin séu mörg og sum gjöful. Einn og einn dagur í dorgi gerir vötn- in bara betri sem mörg eru yfirfull af smáum silungi. Dorgveiðin gæti jafnvel bjargað þeim mörgum ef veitt væri allan ársins hring en sam- kvæmt landslögum má alls ekki veiða nema hluta af árinu. Sumir bændur og landeigendur hafa leyft þessa veiði því að þeir vita að veiðin fer ekki illa með vötnin. „Veðurfarið hefur verið erfitt síð- ustu daga en þegar hefur gefið hefur veiðin verið góð og töluvert sést af bleikju," sagði Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti í gær. En þrátt fyrir kulda og trekk síðuátu daga hafa dorgarar verið að veiða einn og einn neðst á Norðurá í Borgarfirði. „Bleikjan virðist vera að koma aftur og aldrei er að vita hvað hún stendur lengi við, getur verið farin eftir nokkrar vikur. Flestar eru bleikjurnar kring- um eitt pund, þær stærstu um tvö pund. Fiskifræðingur, sem hefur verið hérna hjá okkur, fór fyrir fáum dögum, hann veiddi um 20 bleikjur. Ég fór í klukkutíma og fékk þrjár bleikjur. Það hefur viðgengist að dorgveiði hefur verið leyfð á vötnum viða um land. En þær fréttir berast að veiöi- mönnum hafi verið vísaö frá sem hugðust dorga á Elliðavatni og Hellu- vatni fyrir landi Skógræktarinnar. -,,Ég hef oft fengið að dorga fyrir fisk á Elliðavatni og Helluvatni en fyrir fáum dögum var mér neitað um leyfi. Þetta skil ég alls ekki, vatnið er ofset- ið af smáfiski og allt í lagi að renna eina og eina dagstund,“ sagði veiði- maður sem dorgar mikiö fyrir fisk á vetuma í næsta nágrenni Reykjavík- ur. „Við leyfum ekki lengur dorgveiði í Elliðavatni og Helluvatni hérna hjá okkur,“ sagði Vignir Sigurðsson eft- irlitsmaöur í samtali viö DV. Eitthvað hafa dorgarar fengið að veiða fyrir landi Gunnarshólma og þar í kring en sjaldnar nú orðið. -G. Bender Dýrasta fluga landsins DV-mynd G.Bender Dýrasta fluga landsins: Verður varla kastað fyrir lax „Viö höfum gefið fluguna í tíu ár og í ár er hún um 180 þúsund króna virði, með allri vinnu og efnum,“ sagði Siguröur G. Steinþórsson, gull- smiður í Gulli og silfri, en fyrir fáum dögum afhenti hann dýrustu flugu landsins. Eins og við sjáum á mynd- inni er hún sett á íslenskt grjót. „Ég veit ekki hvað við munum gefa þessa flugu lengi, það verður að koma í ljós með tíð og tíma,“ sagði Sigurður enn- fremur. Þó ekki sé vitað hve lengi flugan verður gefin veröur henni varla kast- að fyrir þann silfraða. Til þess er hún alltofdýr. -G.Bender LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990. , r'°y gjJMgag QI V^TD.'jjQg A DUA.T Þjóðarspaug DV í skamm- deginu Eins og Kristur Gamall og kenjóttur karl lá banaleguna. Þar sem karl átti þó nokkra peninga til handa þeim ættingjum er hann liíðu bað hann um aö kallað yrði í tvo lögfræð- inga svo allt yrði nú löglegt, Er þeir birtust reis karl eilitið upp úr rúminu og sagðí: „Mig langaði nú bara til að deyja eins og Kristur, á milli tveggja ræningja. Þess vegna lét ég kalla á ykkur.“ Skyldi hann ekki gjósa? Gömul kona fór með feröahóp að skoða Gullfoss og Geysi. Er veriö var að skoða Gullfoss sást hún henda nokkrum sápustykkj- um út í hann og segja stuttu síöar: „Æ, farðu nú að gjósa, greyíð mitt.“ Það þarfnúað borða á milli Nýgift hjón eyddu hveiti- brauösdögunum á Hótel Lofleið- um. Fyrsta daginn fóru þau ekki út úr „brúðarsvítunni“ en þann næsta birtust þau hins vegar i matsalnum. „Hvað vilt þú fá, elskan,“ spurði sá nýgifti. „Þú veist hvað mér þykir best, ástin mín,“ svaraði brúðurin. „Já, en við verðum nú eitthvað að borða líka.“ Fann númer Einu sinni sem oftar hringdi síminn á skrifstofu Alþingis. Er skrifstofustjórinn svaraði í sím- ann heyröist ekkert frá hinum enda línunnar. Er hann hafði spurt öðru sinni hver þar væri heyrðist konurödd segja: „Ég var bara að gá hvar þetta númer væri, ég fann það nefni- lega skrifaö á miöa í jakkavasa mannsins míns.“ Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hef- ur fimm atriðum verið breytt, Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri mynd- inni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimil- isfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sig- urvegara. 1. Vasadiskó með bassa- mögnun að verðmæti kr. 5.900. 2. Vekjaraklukka að verð- mæti kr. 1.900. Vinningarnir eru úr Opus, Skipholti 7, Reykjavík. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 41 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir þrítu- gustu og áttundu getraun: 1. Guðrún Þorláksdóttir, Keilusíðu 11, 603 Akureyri 2. Bergís Ingibergsdóttir, Kjarrhólma 18,200Kópavogur Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.