Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Qupperneq 30
38 LÁÚGARDAGUR 10. FEBRÓÁR 1990. Lífestm í Esperanza-Bay er gifurleg mörgæsabyggð og þar má á stundum sjá allt að 70 þúsund mörgæsir með unga. Veðrið í útlöndum HITASTIG IGRÁÐUM -10 Ingra Otll-6 'mB Iiíéé11,1115 1611120 20 tll 25 Byggt á veðurfréttum Veðurstolu Islands kl. 12 á hádegi, tðstudag Imur 4° imborg 7' mim Montreal Léttskýji T Chicago 3° ’YTfc Atekýja^, Log Angeles 10' lanta 15' Orlando 17' Þrándheimur 3 * * : Reykjavík -1 Þórshöfn 4° $ Glasgow 8' Bergen New York 6 DVJHJ Rignlng V Skúrlr Snjókoma Þrumuvéður : Þoka ísland: Hópferðir til suður- skautsins Það er ekki á hverjum degi sem 1 íslendingar eiga þess kost að bregða sér til Suðurskautslandsins í rúm- lega tveggja vikna hópferð og borga fyrir það um hálfa milljón króna. Það er Svenska Turistfóreningen (STF), sem er samsvarandi félags- skapur og Ferðafélag íslands, sem hefur skipulagt ferð til Suöurskauts- landsins fyrir almenning í janúar 1991. Fjöldi þátttakenda í ferðinni verður þó takmarkaöur og ekki er reiknað með að nema tæplega 40 manns komist með. Fararstjóri í ferðinni verður dr. Olle Melander en hann var leiðang- ursstjóri sænskra rannsóknarleið- angra til suðurskautsins á árunum 1987/1988 og 1988/1989. Dr. Melander er þekktur vísindamaður í Svíþjóð og í ferðinni mun hann fræða þátt- takendur um dýralíf og náttúru Suð- urskautslandsins og skýra frá rann- sóknum sínum þar. Afskekkt og trjálaust Roland Amundsen, norskur heim- skautakönnuður, kom fyrstur til suðurpólsins. Það var 14. desember 1911. Hann varð fyrstur manna til að komast að hjarta síðasta ókann- aða meginlandsins. Bandaríkjamenn. hafa þar nú búðir. Rákir í pólnum einkenna hann.ásamt hnetti á toppn- um og fánum þeirra þjóða sem undir- rituðu suðurheimskautssamninginn en þær eru 14 að tölu. Samkvæmt honum var meginlandið skoriö niöur eins og kaka, þar sem póllinn er mið- punktur, og skipt á milli þjóðanna sem gerðu kröfur um aö eiga þetta risastóra land. Suðurheimskautið er afskekktasta, hálendasta og eina trjálausa megin- landið. Það er á stærð við Bandarík- in, að viðbættu Mexíkó. Það liggur undir um það bil 90 prósentum af öllum snjó og ís heimsins. Að meðal- tali er það 2.134 metra þykkt lag sem þekur Ferðir suðurskautið. Ef heimskautaísinn bráðnaði myndi hæð sjávar um allan heim hækka um 60 cm. Þó er loftslag á þessum slóðum eins þurrt og í Sa- hara. Miklir vindar blása réttsælis um meginlandið og ná allt að 160 km hraða á klukkustund. Mesti kuidi, sem mælst hefur á suðurskautinu og jafnframt allri jörðinni, er mínus 88,3 gráður á Celsius. Feröatilhögun Þann 20. janúar 1991 verður flogið frá Norðurlöndum með SAS til Buen- os Aires en þaðan er haldið á þriðja degi til Punta Arenas við Magellan- sund sem skilur Eldlandið frá megin- landi Ameríku. Þaðan er flogið á fjórða degi til Puerto Wilhams á Eld- landinu. Þaðan er siglt meö norska skipinu Nordbrise sem er 485 tonna og sérsmíðað til siglinga í ís. Skipið tekur 39 farþega. Siglt verður um Beaglesund og fyrir Hornhöfða í suð- urátt en um 50 tíma sighng er fyrir stafni áður en fyrstu ísjakarnir sjást. Fyrst veröur gengið á land á eyju Georgs konungs, King George Island, og skoðaðar rannsóknarstöðvar sem þar eru. Á eyjunni eru maðal annars stöðvar Chilebúa, Sovétmanna, Pól- verja, Kínverja og Brasilíumanna. Þaðan verður haldið til Vonarflóa, Esperanza Bay, þar sem verður farið í land. Þar er stór argentínsk rann- sóknarstöð með fjölskyldufólki. Þar verður dvalið heilan dag. Á Esperanza Bay er mikil mör- gæsabyggð. Oft má sjá þar meira en 70 þúsund mörgæsir með unga. Siglt verður meðfram ströndinni í gúmmí- bátum, auk þess sem efnt verður til göngu- og skíðaferða. Á Gerlache-sundi er stórfenglegt umhverfi þar sem hópurinn fylgist með risastórum ísjökum sem gríðar- legir skriðjöklar ryðja í sjó fram. Þarna synda hvahr og mörgæsir við skipshlið og selir hvílast á jökunum og mikið fuglalíf er aht um kring. Fegurð Paradísarflóa er rómuð þar sem landslag hkist háum tindum Alpanna. Þar verður farið í land og litast um, sömuleiðis á Anvers-eyju og Deception-eyju. Á fimmtánda degi ferðarinnar er komið til baka til Pu- erto Wilhams. Þaðan verður farið til Buenos Aires og gefst þátttakendum færi á að lengja ferðina í Suður- Ameríku, skoða Buenos Aires, svo og Iguazu-fossana og fleira ef áhugi er fyrir hendi. Það eru ferðaskrifstofurnar Saga og Úrval-Útsýn sem veita allar nán- ari uppl. um þessa óvenjulegu ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.