Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990.
9
Utlönd
Nafn Reykjavík-
ur minnir á frið
- sagði Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu
Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, hélt fund meö íslenskum og erlendum
blaðamönnum á laugardag. DV-mynd KAE
„Við, sem erum nú að taka okkar
fyrstu skref í lýðræðisátt, höfum
mikinn áhuga á því landi sem hefur
á að skipa elsta þjóðþingi í heimi.
Og við sem viljum fækka hermönn-
um okkar höfum mikinn áhuga á
þjóð sem engan hefur herinn," sagði
Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu,
á fundi með íslenskum og erlendum
fréttamönnum á laugardag er hann
skýrði frá hví hann hefði komið til
fslands. Havel þekktist boð Þjóðleik-
hússins til að koma til íslands í stutta
heimsókn og sjá m.a. uppsetningu
Þjóðleikhússins á verki sínu, Endur-
byggingunni.
„Löngu áður en ég varð forseti
hafði mér verið boðið á frumsýningu
á verki mínu. Ég vil standa við orð
mín, hvort sem ég er andófsmaður
eða forseti," bætti tékkneski forset-
inn við.
Friðarhljómur i
nafni Reykjavíkur
Einnig sagði Havel að nafn höfuð-
borgarinnar hefði átt stóran þátt í
komu sinni. „Það er friðarhljómur í
nafninu Reykjavík,“ sagði hann og
átti þar greinilega við fund þeirra
Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta,
og Gorbatsjov Sovétforseta í Höfða
árið 1986.
„Tékkneska stjórnin vill berjast
fyrir friði á víðtækari og dýpri
grundvelli en fyrri stjómhafar,"
sagði forsetinn.
Útilokar ekki
forsetaframboð
Havel drap víða niður fæti á blaða-
mannafundinum á laugardag, fjall-
aði bæöi um stjómmál og ritstörf sín.
Hann vildi ekki útiloka að hann byði
sig fram til forseta þegar kosið verð-
ur um næsta forseta landsins að
afloknum þingkosningum í Tékkó-
slóvakíu, þeim fyrstu fijálsu í ára-
tugi, sem fara í júní næstkomandi.
„Það er ekki undir mér komið,"
sagði forsetinn. „Það em undir hin-
um ýmsu stjórnmálaöflum og flokk-
um komið. Allt sem ég get gert er að
þiggja slíkt eður ei.
Ekki okkar að
uppræta kommúnista
Havel sagði að það væri ekki á
stefnuskrá sinni, ríkisstjómar
sinnar né þjóðarinnnar að uppræta
kommúnisma. „Allir geta átt þátt í
að byggja lýðræðislega Tékkóslóvak-
íu, hvort sem hann er eða var félagi
í kommúnistaflokknum."
„Ég er ekki spámaður," sagði for-
setinn þegar hann var spurður hvað
hann teldi nánustu framtíð bera í
skauti sér fyrir ríki Austur-Evrópu.
„En eitt get ég sagt og það er að þró-
unin í lýðræðisátt í þessum löndum
er óumflýjanleg og óafturkallanleg."
Helsta verkefnið sagði Havel vera
að breyta hugsunarhætti og hefðum,
afnema alræðishyggjuna í stofnun-
um sem og hugsanagangi fólksins.
Lítill tími
til skrifta
„Ef ég skrifa nokkurn tíma aftur,
ef ég hef nægan tíma til að skrifa
aftur, verður það áreiðanlega ekki
um setu mína á forsetastóli,“ sagði
Havel þegar tahð barst að skrifum
hans. „Eg myndi ekki kunna að
skrifa þannig leikrit. Að auki ef ég
skrifaði þannig leikrit yrði þaö nokk-
urra mánaða langt, ekki aöeins
tveggja stimda verk.“
En Havel vildi þó ekki útiloka að
reynsla hans í embætti forseta
Tékkóslóvakíu kæmi lesendum hans
ef til vill fyrir sjónir síðar meir, í ein-
hveriu leikrita hans í framtíðinni.
-IBS/StB
Havel í Kanada:
Sameinað Þýskaland
gæti orðið jákvætt afl
Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvak-
íu, sem nú er í heimsókn í Kanada,
sagði í gær að sameining þýsku ríkj-
anna gæti orðið jákvætt afl í myndun
nýrrar Evrópu. Utanríkisráðherra
Tékkóslóvakíu, Jiri Dienstbier, sagði
þó að taka þyrfti tillit til Pólverja í
sambandi við ákvörðun landamæra
sameinaðs þýsks ríkis.
Havel sagði að engin hætta stafaði
af sterku, sameinuðu Þýskalandi,
svo framarlega sem það væri lýðræö-
islegt. „En ef þar yrði alræði mundi
ég verða hræddur, jafnvel þótt íbú-
sagði tékkneski forsetinn.
I greinargerð eftir Havel, sem birt
var á laugardaginn, segir hann að
ný Evrópa muni ekki hafa þörf fyrir
verði eða vemdara. Hins vegar muni
alltaf verða rúm fyrir Bandaríkin,
mesta lýðræðisríki í heimi. Og einnig
lýðræöisleg Sovétríki.
Hræringarnar í Tékkóslóvakíu
halda áfram. Á laugardaginn, á með-
an Havel ræddi við íslenska ráða-
menn, rak kommúnistaflokkurinn í
Tékkóslóvakíu Gustav Husak, fyrr-
um forseta, úr flokknum, fyrrum for-
Strougal og tuttugu aðra harðlínu-
menn sem komust til valda eftir innr-
ás Varsjárbandalagsins 1968. Nýleg-
ar skoðanakannanir hafa gefið til
kynna aö kommúnistaflokkurinn
hljóti minna en tíu prósent atkvæð-
anna í fyrstu fijálsu kosningunum í
landinu í meira en fjóra áratugi en
þær fram fara 6.júní. Síðastliöna þrjá
mánuði hefur yfir hálf milljón
manna sagt sig úr flokknum og
margar flokksbyggingar verið gerðar
upptækar. Eru þær nú í eigu ríkisins.
Reuter
arnir væru bara tvær milljónir," sætisráðherra landsins, Lubomir
Vaclav Havel ásamt Brian Mulroney,
forsætisráðherra Kanada, i Ottawa
i gær. Havel heldur til Bandaríkj-
anna á morgun. Hann kveðst ekki
ætla að snikja neitt. Hins vegar vilji
Tékkar ekki stór lán sem þeir geti
ef til vill ekki endurgreitt. í för með
Havel erfjöldi fjármálasérfræðinga.
Simamynd Reuter
STIMPLAR
PRENTUN
Eigendur fyrirtækja,
athugið.
NU ER VSK TEKINN VIÐ
AF SÖLUSKATTI!
Þá vantar þig stimpil með
kennitölu og VSK-númerinu.
Búum til stimpla
með hraði.
PRENTUM:
reikninga, bréfsefni,
eyðublöð o.fl.
Nú þurfa reikningar
að vera í samræmi
vegna VSK.
og góð
þjónusta.
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN hf.
Spítalastíg 10,
Sími 91-11640-fax 91 -29520