Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Side 10
10
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990.
Útlönd
S^jómarandstöðuflokkur í
Samtök lýðræöissinna í Mongól-
íu stofnuöu í gær fyrsta stjórnar-
andstööuflokkinn í landinu, Lýö-
ræöisflokkinn. Á þingi flokksins
var fjöldaafsagnar leiðtoga komm-
únista krafist og að þeim yröi refs-
aö fyrir aö hafa valdið efnahags-
vanda í landinu. Kommúnistar
hafe verið viö völd í Mongólíu í 69
ár.
Um þúsund manns sóttu þing
hins nýja flokks í gær en aö sögn
talsmanna hans eru stuðnings-
menn flokksins um 70 þúsund.
Nýi flokkurinn vfil koma á fjölflokkakerfi i Mongólíu og krefst lýöræöis-
legra réttinda. Auk frjálsra kosninga er farið fram á efnahagsumbætur
til aö bæta kjör láglaunafólks. Flokkurinn hefur lýst sig reiðubúinn til
samstarfs við aðra hópa, eins og til dæmis kommúnistaflokkinn. Stjórnin
i Mongólíu hefur þegar lofeö fjölflokkakerfi.
Fulltrúar á þlngi lýöræðishreyfing-
arinnar f Mongólíu. simamynd n«ut«r
Flugvéiar kyrrsettar
Indversk yfirvöld hafa látið kyrr-
setja allar nýjar flugvélar af gerð-
inni Airbus A320 á meðan sérfræð-
ingar kanna flughæfni þeirra.
Fimm dagar eru síöan flugvél af
þessari gerð fórst í aðflugi að flug-
vellinum viö Bangalore í Indlandi
með þeim afleiðingum að nítíu af
þeim hundrað fjörutiu og sex, sem
um horð voru, létu lífið.
Vart hefur orðiö við tæknilega
örðugleika við flug nokkurra hinna
fiórtán Airbusvélanna sem Ind-
verjar hafe keypt af Airbus fyrir-
tækinu.
Búist er við að kyrrsetning vél-
anna vaidi öngþveiti í Indlandi þar
sem þörfin fyrir innanlandsflug er
mikil.
' ' *' ^
Brak fiugvélarinnar sem fórst á
Indlandi í síðustu viku.
Símamynd Reuter
Fangi beið bana við flóttatilraun
Franskir lögreglumenn við þyrluna sem þrir byssumenn, sem reyndu
aó bjarga tveimur föngum, rændu. simamynd Reuter
Fangi hrapaði til bana og annar særðist alvariega þegar gerð var til-
raun tíl að bjarga þeim með þyrlu af þaki fengelsis fyrir sunnan París í
gær. Embættismenn segja að þrír byssumenn hafi rænt þyrlunni i París
og neytt flugmann hennar til að fljúga til fangelsisins. Meðai fanganna
þar er Anis Naccache semafplánar lifstíöardóm fyrir tilraun til að myrða
fyrrum forsætisráðherra írans. Ekki er talið að hann hafi átt hlutdeild í
flóttatilrauninni.
Byssumennimir létu reipi fella frá þyrlunni en það slitnaði þegar fan-
gamir gripu í það. Starfsmenn fangelsisíns segja að reipiö hafi greinilega
ferið utan í eina af þeim hindmnum sem komiö haföi verið fyrir á þak-
inu til að koma í veg fyrir aö þyrlur gætu lent þar.
Fanginn, sem lést, afplánaöi 15 ára dóm fyrir rán og 6 ára fyrir flótta
úr fengelsi. Sá sem slasaöist sat inni fyrir morð og haföi hann hlotið lífs-
tíöardóm.
Býsl ekki við frekari fækkun
Utanríkisráöherra Bandaríkjanna, James Baker, sagði í gær aö yfirvöld
í Vestur-Evrópu og líklega einnig í Sovétríkjunum vildu að Bandaríkin
héldu hermönnum sinum í Evrópu vegna þess stöðugleika sem nærvera
þeirra veldur. Baker kvaöst efast um að þrýst yrði á Bandaríkin aö kalla
heim alia hermenn sína jafnvel þótt Sovétmenn flyttu alla sína á brott.
í síöustu viku samþykktu yfirvöld í Moskvu tillöguBush Bandaríkjafor-
seta sem kvað á um aö hermenn hvors stórveldis fyrir sig yrðu ekki
fleiri en 195 þúsund í Mið- Evrópu.
í Nepai
Tveir menn biöu bana í Nepal í
morgun er lögregla skaut á mann-
fjölda sem kastaöi grjóti. Allsheri-
arverkfall er i Nepal >-ii lil þess var
efnt til að leggja áherslu a krofurn-
ar um fjólflokkakerfi.
Alls hafe nú sex manns látíð iífið
Námsmenn i Nepal hrópa siagorð í átökunum milli lögreglu og mót-
gegn yfirvöldum. simamyndReuter mælenda sem hófust í gær. Einnig
hafe fréttir borist af bardögum
milii mótmælenda og stuðningsmanna yfirvalda. Þau segjast liafa hand-
tekiö yflr fimm hundruð manns áöur en baráttan hófst, þar á meðal þrjá
háttsetta leiðtoga Kongressflokksins í Nepal en starfsemi hans eins og
annarra flokka í landinu var bönnuö 1960 eftir tveggja ára tilraunir meö
flölflokkakerfi.
Mótmælendur i Tadzhíkístan hafa m.a. fariö fram á að leiðtogar kommúnistaflokks lýðveldisins segi af sér.
Símamynd Reuter
Tveir háttsettir kommúnistar í Litháen:
Lýsum yfir sjálf-
stæði fyrir árslok
Tveir háttsettir kommúnistar spá
því að sovéska Eystrasaltslýðveldið
Litháen muni lýsa yfir sjálfstæði
sínu frá Sovétríkjunum áður en árið
er á enda. Þar með yrði Litháen fyrst
af fimmtán lýðveldum Sovétríkjanna
til að lýsa yfir sjáhstæði sínu frá
Moskvu.
Romualdas Ozalas, sem sæti á í
stjórnmálaráði kommúnistaflokks
lýöveldisins, sagði í viðtali við Reut-
er-fréttastofuna að þing lýðveldisins,
sem kosið verður til á fimmtudag,
myndi að öllum líkindum taka loka-
skrefið. Þá sagði Algimantas Cekuol-
is, sem er háttsettur í miðstjórn
kommúnistaflokks lýðveldisins, að
andstaða harðlínumanna í Moskvu
við kröfum um aukiö sjálfsforræði,
hefði þrýst á ráðamenn í lýðræðinu
að leggja fram kröfur um sjálfstæði.
Litháen, líkt og Eistland og Lettland,
varð sjálfstætt ríki árið 1918 og hélt
sjálfstæði sínu til 1940 þegar það var
innlimað í Sovétríkin.
„Lagalega séð erum við sjálfstæðir
nú,“ sagði Cekuolis og vísaði þar með
til nýlegrar ákvörðunar þings Lithá-
ens að ógilda atkvæðagreiðslu fyrr-
um þings lýöveldisins frá sumrinum
1940 um aö ganga til hðs við Sovétrík-
in þegar sovéskir hermenn voru þeg-
ar komnir. Kommúnistaflokkur Lit-
háen hefur þegar sagt skilið viö
Kpmmúnistaflokk Sovétríkjanna.
í heimsókn til Litháen í síðasta
mánuði sagði Gorbatsjov Sovétfor-
seti að lög, þar sem útlistaö yrði und-
ir hvaða skilyrðumm lýðveldi gætu
sagt sig úr ríkjasambandi við Sovét-
ríkin, yrðu fljótlega lögð fram fyrir
sovéska löggjafarþingiö.
Allir þeir stjórnmálaflokkar sem
bjóða fram í sveitarstjómarkosning-
unum sem fram fara í Litháen um
næstu helgi, þar á meðal kommúnist-
ar, vilja að lýðveldið fái sjálfstæði.
„Þing lýðveldisins Litháen mun taka
ákvörðunina um sjálfstæði,“ sagði
Ozalas. „Það er enginn vafi á að það
muni gerast á þessu ári.“ Cekuohs
sagði að ferið gæti svo að ákvörðun
yröi tekin í júlí. Eystrasaltslýðveldin
þrjú - Litháen, Lettland og Eistland
- hafa verið fremst í flokki þeirra sem
krefjast aukins frelsis frá Moskvu-
stjórninni.
Báðir mennirnir segja að komm-
únistaflokkur Litháens myndi feta í
fótspor kommúnistaflokka í ná-
grannaríkjum Sovétríkjanna og
breyta nafni flokksins þegar tengslin
við Sovétríkin yrðu slitin.
Órói í Tadzhíkístan
í Mið-Asíulýðveldinu Tadzhíkístan
tóku um fimmtán þúsund manns
þátt í kröfugöngu í gær þvert á bann
við fjöldasamkomum og mótmælum
sem sett var í síðustu viku eftir harð-
ar og mannskæðar deilur.
Að því er fram kom í fréttum
reyndi lögregla ekki aö dreifa mann-
íjöldanum og fóru mótmælin fram
friðsamlega. Kröfumenn fóru fram á
bætt lífskjör og aukið efnahagslegt
sjálfstæði. Talið er aö yfirvöld í lýö-
ræðinu hafi gefið að minnsta kosti
þögult samþykki sitt fyrir mótmæl-
unum í gær til að reyna að koma í
veg fyrir að frekari róstur hæfust.
Yfirvöld og leiðtogar íbúanna náðu
samkomulagi sem batt enda á róst-
urnar í síðustu viku og var meðal
annars gert ráð fyrir í því samkomu-
lagi að ráðamenn lýöveldisins segðu
af sér. Miðstjórn kommúnistaflokks-
ins hefur aftur á móti ekki samþykkt
slíkt samkomulag.
Reuter
Vopnahlé í Beirút
- Aoun mildar afstöðu sína
Vopnahlé milli andstæðra fylkinga
kristinna í Líbanon, sem barist hafe
um yfirráð yfir kristna hluta höfuð-
borgarinnar Beirút, náðist um helg-
ina og sögðu sjónarvottar að óstöðugt
vopnahlé hefði ríkt í borginni í gær,
sunnudag. Bardagar hafa staðið yfir
nær sleitulaust í Beirút síðan 31. jan-
úar síðastliðinn þegar Aoun hers-
höfðingi, sem hefur á að skipa um
fimmtán þúsund hermönnum, skip-
aði þjóðvarðliðinu að leggja niöur
vopn og hafna friðaráætlun þeirri
sem Arababandalagið reynir nú að
koma á í þessu stríðshrjáða landi.
Síðan hafa blóðugir bardagar geisaö
í höfuðborginni, þeir blóðugustu í
fimmtán ára borgarstyrjöld Líban-
ons.
Aoun kveðst nú í fyrsta sinn síðan
í lok janúar reiðubúinn til að binda
enda átökin með samningaviðræð-
um en hermenn hans höfðu haft yfir-
höndina í átökunum allt þar til á
laugardag. „Ég vona að binda megi
enda á ... ástandið í borginni með
samningaviðræðum," sagði Aoun.
Vopnahléið í gær, sem er það tólfta
sem næst á nítján dögum, veitti íbú-
um borgarinnar tækifæri til aö ná í
matvæli, vatn og aðrar nauðsynjar
sem þeir hafa ekki haft tök á að nálg-
ast í marga daga. Margir fóru til
kirkju til aö biðja fyrir hinum látnu.
Hinn kristni hluta borgarinnar, þar
sem bardagarnir hafa átt sér stað,
er nú sem ein rúst. Að sögn heimild-
armanna hafa sex hundruð og þrjá-
tíu týnt lífi í þessum bardögum og tvö
þúsund og þrjú hundruð særst.
Aoun og hermenn hans höfðu haft
yfirhöndina í bardögum þar til á
laugardag þegar sérlið þjóðvarðliðs-
ins vann fyrsta sigurinn fyrir þjóð-
varðhðið. Árásin stóð í tíu klukku-
stundirogvarmjöghörð. Reuter
Borgarhluti kristinna í Beirút er nú í rúst eftir harða bardaga síðustu nitján
daga. Símamynd Reuter