Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Síða 11
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990. 11 DV Sameinuöu þjóðimar: Leiðtogafund- ur um aðstæð- ur barnanna Búist er við aö forsætisráðherrar fjölmargra landa taki þátt í leiðtoga- fundi um aðstæður barna, þeim fyrsta um þau mál, sem haldinn verður í New York í haust. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Perez de Cuellar, tilkynnti í síðustu viku aö hann hefði boöið hundrað og flmmtíu þjóðum að taka þátt 1 fundinum sem haldinn er fyrir tilstilli Svíþjóðar, Egyptalands, Kanada, Mali, Mexíkó og Pakistans. Sextán aðrar þjóðir hafa samþykkt að taka þátt í undirbúningsvinnu fyrir fundinn. Hann fer fram helgina 29.-30. september, um svipað leyti og allsherjarþing Sameinuöu þjóðanna er haldið. Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna mun veita aðstoð við fundarhaldið en framkvæmdastjórinn lagði á það áherslu að um væri að ræða einka- framtak og ekki fund á vegum Sam- einuðu þjóðanrta, þó svo að samtökin legðu til húsnæði og starfsfólk. Þeir sem lögðu fram tillöguna um leiðtogafundinn um aðstæður barna vonast til að hann geti flýtt fyrir því að sáttmáh Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna verði samþykktur. Þegar hafa yfir fimmtíu þjóðir undir- ritað sáttmálann. Fjörutíu þúsund dauðsföll á dag Perez de Cuellar, sem lýst hefur yfir ánægju sinni með væntanlegan leiötogafund, segir aðstæður barna vera svo alvarlegar að sameina þurfi öll öfl í samfélaginu. Á hverjum degi láta 40 þúsund börn lifið vegna sjúk- dóma eða af öðrum orsökum, að því er Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna upplýsir. Mörg þessi dauðsfóll væri hægt að koma í veg fyrir með sam- stilltu átaki, að sögn framkvæmda- stjórans. Á leiðtogafundinum verður þó ekki eingöngu fjallað um aðstæður barna í þróunarlöndunum. Skipuleggjend- urnir benda á að misbresti sé að finna í öllum löndum. Ekki er gert ráð fyrir að lausnir finnist við öllum vandamálum en það er von skipuleggjenda að fundurinn veki athygli á því að taka verði tillit til barnanna sem eru meirihluti jarð- arbúa. Þrengri reglugerðir á sölu áfengis í Sovétrikjunum, minnkandi framleiðsla og hærra verð leiddi til þess að sykur seldist víða upp i matvöruverslunum og var að lokum skammtaður. Þessi mynd var tekin í matvöruverslun í Moskvu fyrir áratug. Simamynd Reuter Sovétrlkin: Vodkastríðið tapað? Sovéskir ráðamenn hafa gefist upp í „vodkastríðinu“, baráttunni gegn misnotkun áfengis í Sovétríkjunum. Að sögn starfsmanna í sovéskum áfengisverslunum má nú selja áfengi - létt vín sem og sterk - frá því klukk- an átta að morgni þar til verslunun- um er lokað. Aður var þaö svo að ekki mátti byrja að selja áfengi fyrr en klukkan ellefu að morgni. Þetta þýðir að nú á dögum er auðveldar aö komast yfir áfengi í Sovétríkjun- um en nokkurn tíma áður frá því að Stalin var þar við völd. Nýlegar neyslutölur sýna að hver maður í Sovétríkjunum neytir að meðaltali fimm lítra af áfengi á ári. í þessum tölum er ekki innifalin neysla heimabruggaðs áfengis en tal- ið er að framleiðsla áfengis í heima- húsum sé nú meiri en framleiðsla á vegum ríkisins. Þrengdi sölureglur Þessar nýju sölureglur nú koma fimm árum eftir að Mikhail S. Gor- batsjov tók viö embætti forseta, í mars árið 1985. Þegar Gorbatsjov var búinn aö vera mánuð í embætti þrengdi ríkisstjórnin mjög reglur varöandi sölu áfengis, framleiðsla var dregin saman og verð á áfengi hækkað töluvert til að reyna að stemma stigu við vaxandi ofdrykkju. í fyrstu virtist sem áætlun Sovét- leiötogans nýja ætlaði að ganga upp. Sala á áfengi dróst saman um fjöru- tíu prósent fyrstu ellefu mánuði árs- ins 1986. Sjálfsvígum fór fækkandi, sem og dauðsfóllum af völdum hjartasjúkdóma. Sykur skammtaður En fljótlega kom í ljós að hin nýja herferð stjómvalda gegn áfengis- böhnu féll ekki í góðan jarðveg hjá sovéskum almenningi. Sala á sykri - sem notaður er til að brugga - jókst mjög, reyndar svo mikið að hann var að lokum skammtaður. Að auki kom þessi herferð mjög illa við buddu rík- isstjórnarinnar sem hafði dágóðar tekjur af sölu áfengis. Fjárlagahalh ríkissjóðs jókst og nam tvö hundruð milljöröum dollara 1988. Nú er svo komið að Kremlverjar hafa gefist upp. Ljóst er að ríkisstjóm Gorbatsjovs hefur farið hahoka í þessari baráttu. Reuter Útlönd Aðstæður barna víðs vegar um heim eru mjög bágbornar, svo bágbornar að mati Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að sameina þarf öll öfl í samfélaginu. Fyrirhugaður er leiðtogafundur um að- stæður þessa meirihluta jarðarbúa, sá fyrsti af því tagi. Þessi mynd er af afgönsku barni i flóttamannabúðum i Pakistan. Myndin var meðal fjölda fréttaljósmynda sem valdar voru sem myndir ársins 1989. Simamynd Reuter Maidenform brjósta- haldarar B-C-D skálastœrðir Póstsendum Pósthússtræti 13, sími 22477 Urval - verðið hefur lækkað r Nýr Jötunn Um áramótin voru Búnaöardeild Sambandsins, Jötunn hf og Bílvangur sf sameinuð í eitt fyrirtæki, sem heitir JÖTUNN, og tekur yfir allan rekstur fyrirtækjanna þriggja. Skrifstofur hins nýja JÖTUNS, sem er deild i Sambandinu, verða opnaðar mánudaginn 19. febrúar aö Höfðabakka 9. Síminn er • Starfsemi Búnaðardeildar, nema varahlutaverslunin, flyst úr Ármúla 3 að Höfðabakka 9. • Varahlutaverslunin verður enn um sinn að Ármúla 3, Hallarmúlamegin, sími 38900. • Símanúmer bila- og rafvélaverkstæða og varahlutaverslana að Höfðabakka 9 verða óbreytt fyrst um sinn. Veriö velkomin að Höföabakka 9. mm mm SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA HÖFÐABAKKA 9, SÍMI 670000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.