Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Side 15
I
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990.
15
Næsta mál á
dagskrá
Frá miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins á sl. ári. - „Allir eru nú sam-
mála um að taka eitt umræðuefnið af dagskrá," segir í greininni.
Það sást glögglega á miðstjórnar-
fundi Alþýðubandalagsins um síð-
ustu helgi, að dagskrá íslenskra
stjórnmála er að breytast. Allir eru
nú sammála um að taka eitt um-
ræðuefnið af dagskrá. Það eru kost-
ir og gallar miðstýrðs hagkerfis af
ætt Karls Marx í samanburöi við
hið frjálsa eða sjálfstýrða hagkerfi,
sem þeir Adam Smith og Friðrik
von Hayek hafa lýst manna best.
Hvað segja alþýðubanda-
lagsmenn?
Lítum nánar á ummæli einstakra
alþýðubandalagsmanna á hinum
sögulega fundi þeirra. Samkennari
minn í Félagsvísindadeild, Ólafur
Grímsson, fjármálaráöherra og
formaðurflokksins, sagði: „Jafnað-
armenn og sósíalistar geta hæglega
verið mikhr markaðssinnar í þeim
skilningi, að markaðurinn sé tæki,
sem við notum til að dreifa gæðun-
um og ná sem mestum árangri í
framleiðslunni. Við ætlum ekki að
gera markaðinn að herra yfir hinu
félagslega réttlæti. Það er þar, sem
okkur skilur frá kapítalistunum og
hinum hörðu markaðshyggju-
mönnurn."
Einn hinna fjölmörgu aðstoðar-
manna ráðherrans, Mörður Árna-
son, sagði: „Þegar miðstýrt efna-
hagskerfi hrynur, þá hrynja líka
þær hugmyndir, sem uppi hafa
verð um almennan ríkisrekstur,
um stranga, opinbera stjórn í öllum
sviðum efnahagslífsins.“ Þá hefur
birst í blöðum endursögn af ræðu
Svavars Gestssonar, fyrrverandi
formanns flokksins, þar sem hann
sagði, að almiðstýrt hagkerfi væri
dæmt til að mistakast, enda fylgdi
því menningarleg harðstjórn.
KjaUarinn
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
lektor í stjórnmálafræði
Örstutt upprifjun
Sumar og haust 1945 var háð mik-
il ritdeila á síðum Morgunblaðsins
og Þjóðviljans. Þeir Valtýr Stefáns-
son, Geir Hallgrímsson og Ólafur
Björnsson héldu því fram í Morg-
unblaðinu, að miðstýrt hagkerfi
væri í senn óhagkvæmt og hættu-
legt einstaklingsfrelsinu. Vitnuðu
þeir óspart til bóka von Hayeks,
Leiðarinnar til ánauðar. Þjóðvilja-
menn tóku þessu fjarri og töluðu í
leiðara um landsviðundrið Ólaf
Björnsson og heimsviðundrið von
Hayek. Nú er öldin önnur: Al-
þýðubandalagsmenn hafa viður-
kennt, að altækur áætlunarbú-
skapur fari ekki saman við ein-
staklingsfrelsi og almenna vel-
megun.
Merkir þetta, að nú eigi frjálslynt
fólk og þeir alþýðubandalagsmenn
að fallast í faðma? Vafalaust eru til
menn, sem teknir eru að þreytast
og vilja frið við sósíalista. En um
leið og miðstýrt hagkerfi hefur ver-
ið tekið af dagskrá, hefur krafan
um „félagslegt réttlæti“ verið tekin
á dagskrá, eins og sést á ræðu Ól-
afs Grímssonar. Og svo vill til, að
sami maður og hrakti hina gömlu
kenningu sósíalista um miðstýrt
hagkerfi í Leiðinni til ánauðar,
Friðrik von Hayek, gaf árin 1973-
1979 út mikið rit í þremur bindum,
Frelsi, lög og lagasetning, gegn
kröfunni um „félagslegt réttlæti“.
Rökin gegn „félagslegu rétt-
læti“
Hvað felur krafan um „félagslegt
réttlæti" í sér? Ekkert annað en
það, að ríkið taki að sér að ráða
tekjuskiptingunni, skammta kaup
og kjör. Rökin gegn þessari hug-
mynd eru einkum tvenns konar. í
fyrsta lagi veitir sú tekjuskipting,
sem hlýst af frjálsum viðskiptum á
markaði, ómissandi upplýsingar
um, hvar hæfileikar okkar nýtast
öðrum best. Þar sem eftirspurn er
eftir þjónustu þinni, eru tekjur þín-
ar góðar, og öfugt. Ef ríkið raskar
hins vegar slíkri tekjuskiptingu, þá
kemur það í veg fyrir hæfilega að-
lögun að aðstæðum. Það ýtir líka
undir tilraunir á ýmsum sviðum
og veitir valdhöfum aðhald, ef til
er fólk með umtalsvert íjármagn í
fórum sínum.
í öðru lagi er alls ekki tryggt, að
ríkið skipti tekjum með réttlátara
hætti en gerist á frjálsum markaöi.
Ef það skiptir tekjum, þá ber sá
hópur mest frá borði, sem hefur-
mest áhrif á valdhafana. Sá hópur
er alls ekki alltaf hinn fátækasti.
Líklegast er að þaulskipulagðir og
háværir hópar græöi mest á skipt-
ingu á vegum ríkisins, því að
stjórnmálamenn eru veikastir fyrir
þeim. Þeir peningar, sem teknir eru
af skattgreiðendum, fara oftast í
það, sem dr. Vilhjálmur Egilsson
hefur kallað „félagslega aðstoð við
fullfrískt fólk“. Með öðrum orðum:
„félagslegt réttlæti“ er hvorki fé-
lagslegt né réttlæti.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Um leið og miðstýrt hagkerfi hefur
verið tekið af dagskrá, hefur krafan um
„félagslegt réttlæti“ verið tekin á dag-
skrá.“
Ný kynslóð - ný við-
horf - nýtt gildismat
Lesandi góður. A síðastliðnu
hausti var efnt til þjóöaratkvæða-
greiðslu í Sviss um það hvort tíma-
bært væri orðið að leggja niður her
landsins. Þar í landi var lífleg um-
ræða um þetta mál og tillagan felld
en fékk þrátt fyrir allt verulegt
fylgi. Því nefni ég þetta hér að
málflutningur þeirra sem vildu
leggja niður herinn var ákaflega
athyghsverður og endurspeglaði
grundvallarbreytingu á lífsviðhorfi
og gildismati Evrópubúa, gildis-
mati og lífsviöhorfi sem hefur hka
verið að ryðja sér til rúms meðal
íslendinga, og þá einkum og sér í
lagi unga fólksins.
Málstaður herandstæðinga í
Sviss var í mjög stuttu máli sá að
ekki væri rétt aö verja stórfé til
varnarmála þegar aðalvandinn í
utanríkismálum væri mengun, fá-
tækt þriðja heimsins, starfsemi
hryðjuverkahópa og nýjustu heil-
brigðisvandamálin. Þá er átt við
alnæmi og eiturlyf. Það er jú degin-
um ljósara að hefðbundin hernað-
arumsvif leysa ekki þessi vanda-
mál.
Alnæmi og eiturlyf
Vandamálin alnæmi og eiturlyf
eru alþjóðleg heilbrigðisvandamál.
Barátta okkar íslendinga gegn
þessum vágestum er rétt nýhafin.
Því miður er engin von th þess að
þau leysist í bráð heldur þvert á
móti virðast þau kalla á æ fleiri
fórnarlömb. Engar staðlaðar
lausnir eru til sem duga. Öll nú-
tímavísindi samanlagt duga ekki til
að leysa vandann. Við íslendingar
erum einfaldlega neyddir til að
bregðast við þessum vanda á þann
Kjallarinn
Brynjólfur Jónsson
hagfræðingur, rekur Starfs-
þjónustuna hf. í Reykjavík
skynsamlegasta hátt sem okkur er
frekast unnt og veröum að gera það
í samstarfi og samráði við aðrar
þjóðir heimsins. Að einu leyti höf-
um við betri möguleika tU að fást
við þessa vágesti en aðrir. Við erum
nefnilega fámenn eyþjóð og búum
afskekkt. Það er ákaflega þýðingar-
mikil sérstaða og gæti, ef rétt er á
málum haldið, gert okkur að for-
ystuþjóð meðaí þjóða heims í bar-
áttunni við alnæmi og eiturlyf. Sé
einhvers staðar í veröldinnni raun-
hæfur möguleiki á að ná tökum á
Útbreiöslu alnæmis og eiturlyfia þá
er það á íslandi, ef algjör samstaöa
næst um það meðal landsmanna
og allir spyrja: hvað má ég eða
hvað get ég lagt af mörkum til bar-
áttunnar? Slíkri stemningu verður
að mínu viti aldrei náð ef allir ýta
málinu frá sér og segja: „ríkið á að
gera þetta“. Nei, hugsjónasamtök
verða að taka forystuna og hið op-
inbera og almenningur verða svo
að styðja dyggUega við bakið á
þeim. Það hefur gerst áöur á ís-
landi að kraftaverk hafa verið unn-
in með þessum hætti. Við skulum
ekki gleyma því.
Starfsemi hryðjuverkahópa
Nýjasta og áhrifaríkasta hernað-
artækni nútímans er skæruhern-
aður. Þess er skemmst að minnast
að hinir öflugu herir Bandaríkja-
manna og Sovétmanna fengu
smánarlega útreið, Bandaríkja-
menn í Víetnam og Sovétmenn í
Afganistan. Bretar á Norður-ír-
landi eru í sömu aðstöðu og meira
að segja ísraelsmenn, einhverjir
mgstu hernaðarsnillingar heims,
eiga engin góð svör þegar þessari
hernaðartækni er beitt gegn þeim.
Skæruhernaður er hernaðartækni
nútímans. Þessi hernaðartækni er
líka notuð af svokölluðum hryðju-
verkahópum. íslendingar, sem og
aðrar þjóðir, verða að horfast í
augu við þessar staðreyndir. Þá er
allt í einu aftur orðið voðalega gott
aö vera fámenn þjóð og búa af-
skekkt.
Fátækt þriðja heimsins
Nú eru komin rúmlega tuttugu
ár frá því að sjónvarp hélt innreið
sína á Islandi. Það er enginn vafi á
því að tilkoma þess hefur gjör-
breytt lífsviðhorfi og gildismati
fólks. Mest áhrif hefur sjónvarpið
á börnin. Umfiöllun um vandamál
þriðja heimsins, einkum í sjón-
varpi, hefur valdið því að vanda-
mál þriðja heimsins standa yngstu
kynslóðum íslendinga miklu nær
en áður var. Það fólk, sem er fætt
og uppalið við sjónvarp, er nefni-
lega heimsborgarar. Sjóndeildar-
hringur þess fólks nær yfir alla
jörðina og vandamál jarðarinnar
eru því viökomandi. Mannleg
eymd á íslandi og mannleg eymd í
þriðja heiminum er hvort tveggja
mannleg eymd í sjónvarpinu. Þar
er enginn munur gerður á. Eldri
kynslóðir íslendinga hugsa ekki
svona. Krafan um raunhæfar
lausnir til handa íbúum þriðja
heimsins er aðeins rétt að byrja að
skjóta upp kollinum.
Mengun
Mengun í víðtækri merkingu er
svo enn eitt alþjóðlegt vandamál
sem ekki virðir landamæri. Þarna
stöndum við betur að vígi í dag en
margir aðrir. En við eigum allt,
bókstaflega alla okkar framtíð,
undir því að ekki verði eitthvert
mengunarslys. Unga fólkið, sem
hugsar meira til framtíðar, skynjar
hættuna, að því er virðist, mun
betur en eldra fólk. Svo má hreint
ekki gleyma því að úti í hinum
stóra heimi er mikill fiöldi „heims-
borgara“ sem htur á ísland sem
stórkostlega náttúruperlu, eina af
örfáum sem heimurinn á. Því fólki
finnst það ekkert einkamál íslend-
inga hvernig með þessa náttúru-
perlu er farið. Afskipti grænfrið-
unga af „íslenskum innanríkismál-
um“ er aðeins ein staðfesting á
þessum hugsanagangi.
Lesandi góður. Það sem er að
gerast er að það er að vaxa úr grasi
á íslandi og líka úti í hinum stóra
heimi ný kynslóð með ný lífsvið-
horf og nýtt gildismat. Hin nýja
kynslóð íslendinga er betur til þess
fallin en nokkrar aðrar kynslóðir
að skila sínu hlutverki gagnvart
landi og þjóð og veröldinni. Þetta
fólk hefur nefnilega þrátt fyrir allt
fengið betra veganesti út á lífs-
brautina og er betur upplýst um
veröldina en nokkur önnur kyn-
slóð íslendinga hingað til. Þetta
fólk er þrátt fyrir krepputal bjart-
sýnt og lítur tilveruna ótrúlega
björtum augum. Það sér marga
stóra kosti við það að vera íslend-
ingur sem þeir sem eldri eru virð-
ast síður kunna að meta. En þetta
fólk hugsar í veigamiklum atriðum
öðruvísi en við eigum að venjast.
Það hefur öðruvísi gildismat og það
hefur öðruvísi lífsviðhorf. Hvort
mér og þér líkar það vel eða illa
skiptir svo engu meginmáh. Þessi
lífsviðhorf og þetta ghdismat verða
ofaná. Brynjólfur Jónsson
„Hin nýja kynslóð íslendinga er betur
til þess fallin en nokkrar aðrar kyn-
slóðir að skila sínu hlutverki gagnvart
landi og þjóð og veröldinni.“