Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Qupperneq 23
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990. 31 dv Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Kays '90, simi 52866. Nýjasta sumartískan á fjölskylduna, yfir 1000 síður, búsáhöld, leikföng o.fl. o.fl. Verð kr. 190 + bgj. B. Magnússon. Útsalan stendur út þennan mánuð, enn lægra verð. Kreditkortaþjónusta. Dragtin, Klapparst. 37, sími 12990. Fyrir öskudaginn: 1 miklu úrvali: bún- ingar, grímur, andlitsfarði og hárlitur. Póstsendum. Tómstundahúsið, Laugavegi 164, s. 21901. Sérsmíðuð fiskabúr, fyrir þá sem gera kröfur, aliar stærðir og gerðir t.d. frí- standandi. Vinnum eftir þínum hug- myndum. Fagleg ráðgjöf við uppsetn- ingu. Góð greiðslukjör. Smíðagallerí, Mjóstræti 2b, sími 91-625515. ■ Sumarbústaðir Smíðum sumarhús. Sími 91-652388 og 675134. ■ Bátar Smábátaeigendur! Höfum fyrirliggj- andi talstöðvar, dýptarmæla, ratsjár, lóran C og sjálfstýringar í trillur. Friðrik A. Jónsson hf., Fiskislóð 90, s. 91-14135 og 91-14340. Kreditkortaþj. ■ Bílar til sölu Toyota Hiace disil 4x4, árg. ’87, til sölu, sæti fyrir 8, ekinn 108 þús., tvöfaldur gangur af dekkjum á felgum. Uppl. í símum 91-678349 og 985-23882. Dodge Ram pickup dísil ’85, 6,2 1, upp- hækkaður o.m.fl., toppeintak, skipti á ódýrari. Uppl. gefur Bílasalan Blik, sími 91-686477. MMC-Pajero disil, turbo, langur, '87, 5 gíra, rafmagn í öllu, mjög fallegur bíll. Uppl. gefur Bílasalan Blik, sími 91- 686477. Cherokee Chief ’79 til sölu, vél V-8,401 cu. in. Sérstaklega vel útbúinn bíll í toppstandi. Uppl. í síma 21179. R 6696 St. Regis til sölu. Verðlaunaein- tak. Uppl. í síma 91-14975 og 91-611438. Honda Accord EX ’87, rauðsans., ekinn 32 þús. km, sjálfskiptur, m/öllu, allur sem nýr. Uppl. gefur Bílasalan Blik, sími 91-686477. Benz sendiferðabíll 307 D ’82 til sölu, í góðu lagi, með háu húsi og gluggum, verð aðeins 680 þús. Símar 91-84851, 91-657281 og 91-18735. Toppeintak af Ford 250 XL með plasthúsi, ekinn aðeins kmT8 cyl., sjálfskiptur, bein innspýt- - íngygóö greiðslukjör. M. Benz rúta, 27-sæta, þarfnast upptekningar á vél, /nýlega sprautuð, útlit og ástand gott, mjög gott verð. ' Eigum mjög gott úrval nýrra og not- aðra bíla í 700 fm innisal, verð og kjör við allra hæfi. Uppl. Bílasalan Bíla- kringlunni, Grófinni 8, Keflavík, sím- ar 92-14690 og 92-14611. Bílasala í takt við tímann. Tilbúinn i fjallaferðina: Willys CJ-7, árg. ’85, vél 4 cyl. 2,5, verð 940 þús. Uppl. í síma 96-27792 og 96-21123 eftir kl, 20. ■ Þjónusta Gröfuþjónusta, sími 985-21901 og 91-689112, Stefán. Tökum að okkur alla gröfuvinnu, JCB grafa með opn- anlegri framskóflu, skotbómu og framdrifí. Líkannsrækt Stigvél - nýtt á íslandi. Þú brennir meira en við hlaup og hjólreiðar, styrkir kálfa, læri, rassvöðva, hjarta, lungu og æðakerfi. Verð stgr. 24.890, afb. 26.200. #Tilboð: Allir sem kaupa stígvél eða þrekhjól fá tækifæri til að kaupa úr m/púlsmæli og skeiðklukku með 30% afsl. á meðan birgðir end- ast. Vaxtarræktin. Frískandi verslun, Skeifunni 19, 108 Rvík, sími 681717. Sá vinsælasti. Öflugur pressubekkur með fótatæki og „Pec deck“ og vínil- lyftingasett m/krómstöng. Verð stgr. 31.331, afb. 32.980. •Tilboð: Allir sem kaupa bekk og lyftingasett fá tæki- færi til að kaupa mittisbekk (kubb) með 35% afsl. meðan birgðir endast. Vaxtarræktin. Frískandi verslun, Skeifunni 19, 108 Rvík, sími 681717. Scanlool j Vandaðar danskar beygjuvélar Etnisbreidd: 1045-2040 mm Efnisþykkt:1,2-1,8mml Greiðslukjör I | MARKAÐSÞJÓNUSTAN | Skipholti 19 3. hæð j ■ (fyrir ofan Radíóbúdina) ■ h\ sími: 2 6911 H Fréttir Á leikritinu Endurbyggingin í Þjóðleikhúsinu. Vaclav Havel sat við hlið frú Vigdísar Finnbogadóttur og virtust þau hafa mikla ánægju af sýningu leik- ritsins. DV-mynd KAE Vaclav Havel ánægður með sýningu Þjóðleikhússins: ÆUar að sýna leikurum í Prag myndband af leikritinu - Tékkamir könnuðust við túlkunina úr raunveruleikanum Helga Jónsdóttir, sem lék eitt aðal- hlutverkanna í Endurbyggingunni eftir Vaclav Havel, hitti höfundinn í leikhléi og í kvöldverðarboði á Hótel Sögu að lokinni sýningu. „Havel lýsti ánægju sinni með leik- ritið. Hann hefur ekki séð leikrit eft- ir sjálfan sig í 22 ár og þetta var í fyrsta skipti sem hann sér þetta verk. Áð lokinni sýningu óskaði hann eftir myndbandi af leikritinu sem hann ætlar að sýna leikurum í Tékkósló- vakíu þegar byrjað verður að æfa verkið þar. Viö vorum að sjálfsögðu mjög glöð og ánægð með þessa ósk hans sem ég geri ráð fyrir að verði uppfyllt,” sagði Helga í samtali við DV. „Havel sagði aö skilningur okkar á verkinu væri hárréttur. Hann var jafnframt ánægður með þaö sem kom honum á óvart og það sem hann vissi ekki sjálfur að væri í verkinu. Havel fannst það sem kom honum á óvart passa vel við verkið og sagði að-það styrkti verkið. Þessi maður er mjög einlægur og þaö sem hann segir held ég að komi beint frá hjartanu," sagði Helga. Signý Pálsdóttir leikhúsritari sagði við DV að hún væri ánægð vegna viðbragða höfundarins við verkinu. „Ég fylgdist með Havel á meðan hann horfði á leikritið. Hann hló mikið og virtist vera ánægður með það sem hann sá. Hann er hlýlegur og áhorfendur sáu hvaö hann var auðmjúkur þegar hann hneigði sig í lokin er hann kom upp á svið,“ sagði Signý Pálsdóttir, leikhúsritari Þjóð- leikhússins, í samtali viö DV. Signý sagði að Vaclav Havel hefði borið fram tvær óskir áður en hann kom til íslands - annars vegar að fá að hitta leikara persónulega og hins vegar að fá að skoða Höfða. „Ég heyrði haft eftir honum að honum heíði fundist frammistaða leikar- anna góð. Mér fannst mikið koma til ræðu hans í kvöldveröarboðinu á Sögu þegar hann Svaraði ræðu Vig- dísar Finnbogadóttur forseta. Hann sagðist þá hafa á tilfinningunni að menntamenn og andans fólk ætti nú eftir að láta æ meira til sín taka í æðstu stjórnunarstöðum. Hann nefndi Vigdísi sem dæmi,“ sagði Signý. Signý sagði að tékkneskir áhorf- endur, sem sáu leikritið, hefðu kann- ast vel við þær manngerðir sem Jó- hann Sigurðarson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir túlkuðu í leik- ritinu. Jóhann lék flokksritara í kommúnistaflokknum og Þórunn Magnea lék arkitektinn Maco- urkovu. Tékkunum fannst að hreyf- ingar þeirra og látbragð lýstu því vel hvernig yfirbragð fólks í þeirra stöð- um er í raunveruleikanum. Þór Tulinius, sem lék eitt aöal- hlutverkanna í Endurbyggingunni - Albert, ungan arkitekt og eldhuga, þurfti að lokinni sýningu í Þjóðleik- húsinu að flýta sér upp í Borgarleik- hús þar sem hann leikur annan eld- huga, Ólaf Kárason í Höll Sumar- landsins. Sýningin í Þjóðleikhúsinu var því tímasett með tilliti til Þórs og sýningarinnar í Borgarleikhús- inu. -ÓTT Bankamenn sömdu Samband íslenskra bankamanna og viðsemjendur þess, samninga- nefnd bankanna, sömdu um helgina. Launasamningurinn er á sömu nót- um og samningar ASÍ og BSRB. í honum er kveðið á um sömu pró- sentuhækkanir á laun á sömu dögum og í fyrmefndu samningunum. Bankamenn náðu þó nokkrum sér- kröfum fram. Má þar nefna aö að frumkvæði þeirra var gert sam- komulag um að skipuð yrði nefnd sem á að endurskoða launakerfi bankamanna og gera tillögur um breytingar á því. Á nefndin að hafa lokið störfum fyrir 1. mars 1991. Einnig var ákveðiö að skipa nefnd sem tekur fyrir og gerir tillögur um aðild bankanna að atvinnuleysis- tryggingasjóði. Hingað til hafa bank- arnir ekki átt aðild að sjóðnum held- ur hafa þeir sjálfir greitt starfsmönn- um, sem sagt hefur veriö upp, at- vinnuleysisbætur. Nefndin á að ljúka störfum á samningstímanum en hann er til 1. sept 1991. Ekki hefur enn verið ákveðið hve- nær skrifleg allsherjaratkvæða- greiðsla verður um samninginn en stefnt er að því að hún verði sem fyrst. J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.