Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Síða 27
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990.
35
LífsstQI
Fiskréttir fyrir örbylgjuofna:
íslenskir réttir
unnir í Bretlandi
á hagstæðu verði
Nokkrar tegundir af fiskréttum til-
búnum í örbylgjuofna eru í boöi í
íslenskum matvöruverslunum. ís-
lenska fyrirtækið Frostmar fram-
leiðir ýsu í fimm mismunandi útgáf-
um. Marska á Skagaströnd býður að
minnsta kosti tvær tegundir tilbúnar
í ofninn og nýlega hóf Hagkaup inn-
flutning á íslenskum fiskréttum frá
Bretlandi. Hér er um að ræða 10 teg-
undir alls af þorski í ýmiss konar
búningi. Varan er framleidd í Bret-
landi, nánar tiltekið í verksmiðju Ic-
elandic Freezing Plant í Grimsby
sem er í eigu Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, og seld undir vöru-
merkinu Marico.
Og hvað kostar svo íslenski fiskur-
inn þegar búið er að sigla með hann
til Bretlands, vinna hann í neytenda-
pakkningar og senda hann heim til
Islands á ný.
Tegund Framl. Þyngd Verð á kg
Rækjubökur Marska 400 g 997 kr.
Skeljagratín Marska 100g 2000 kr.
Þorsksteikur Marico 240 g 829 kr
do Marico 320 g 934 kr.
do Marico 300 g 996 kr.
Fiskisæla Frostmar 320 g 720 kr.
Verðkönnun DV leiddi í ljós að
kílóið af innfluttu fiskréttunum kost-
ar 829-996 krónur kílóið eftir því í
hvernig búning þorskurinn er
klæddur. Sambærileg íslensk vara
frá Frostmar h/f kostar 720 krónur
kílóið en þar um að ræða fimm útgáf-
ur af ýsu í mismunandi sósu.
Marska býður dýrustu réttina eða
á mest 2.000 krónur kílóið fyrir
skeljagratín en rækjubökur kosta 997
krónur kílóið.
-Pá
Póstur og sími:
Bannar sölu og inn-
flutning á leiturum
Skannerar eins og þessir gera eigendum kleift að fylgjast með fjarskiptum
og hlera farsímasamtöl. Innflutningur og sala á þeim hefur nú verið bönnuð.
DV-mynd S
ins. Hægt væri að fá undanþágu frá
þessu banni ef menn gætu sýnt fram
að þeir þyrftu nauðsynlega að nota
leitara vegna starfs síns.
-Pó
uð,“ sagði Gústav Arnar, yfirverk-
fræðingur Pósts og síma, í samtah
viðDV.
Gústav sagði ekkert væri vitað um
fjölda slíkra tækja í landinu og engin
tæki yrðu gerð upptæk vegna banns-
Innflutningur og sala á svokölluð-
um skannerum eða leiturum hefur
verið bönnuö frá og með 29. janúar
á grundvelli fiarskiptalaga. Hér er
um að ræða tæki sem hægt var að
nota til þess að hlusta á og fylgjast
með hvers konar fiarskiptum, t.d. hjá
lögreglu, slökkvihði, hjálparsveitum
og auk þess var hægt að hlusta á far-
símasamtöl. Bannið er fyrst og
fremst tilkomið vegna kvartana frá
farsímaeigendum.
Fyrir utan aðila sem tengjast björg-
unarstörfum og löggæslu voru þessi
Neytendur
tæki einkum keypt af sjómönnum og
ýmsum áhugamönnum. Þokkalega
góður skanner eða leitari kostar
40-50 þúsund.
„Mér finnst þetta mjög heimskuleg
ráðstöfun. Þetta býöur bara upp á
smygl á þessum tækjum auk þess
sem fiöldi aðila þarf beinlínis á þeim
að halda,“ sagði radíóáhugamaður í
samtali við DV.
Bannið er sett á grundvelh laga um
fiarskipti frá 1984 en þar segir að
óheimilt sé óviðkomandi að hlusta á
eða hljóðrita fiarskiptasamtöl nema
að undangengnum dómsúrskurði.
„Okkur fannst óverjandi að bjóða
upp á farsímaþjónustu en geta ekki
tryggt að samtölin væru ekki hler-
tauþurrkarar
30
farsæl reynsla
islenskra húsmæðra
•
Fyrirliggjandi
3 gerðir - 2 stærðir
•
Fást hjá okkur
og söluaðilum okkar
•
CREDA-umboðið
Raftækjaverslun
íslands hf.
Knarrarvogi 2, Rvík.
Sími 68-86-60.
MbM FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
WjjMMMW OG HAGFRÆÐINGA
Almenningshlutafélög og þátttaka
fyrirtækja á hlutabréfamarkaði
Morgunverðarfundur á Hótel Sögu í Skála, 2. hæð,
kl. 8.00, 21. febrúar 1990.
Frummæiendur:
Svanbjörn Thoroddsen, umsjónarmaður
með rekstri Hlutabréfamarkaðarins hf„
fjallar um fyrirsjáanlegar laga- og reglu-
gerðarbreytingar á hlutabréfaviðskiptum
og fjármögnun fyrirtækja á hlutabréfa-
markaði.
Ragnar Önundarson, stjórnarformaður
Draupnis hf. og framkvæmdastjóri hjá
(slandsbanka hf„ fjallar um reynslu Iðn-
aðarbankans hf. af þátttöku á almennum
hlutabréfamarkaði, en í starfi sínu hjá
Iðnaðarbankanum sá Ragnar um sam-
skipti við hluthafa Iðnaðarbankans og
mótun hiuthafastefnu bankans.
Fræðslunefndin
Kappræðufundur á vegum
kynningarnefndar Verkfræðingafélags íslands
Á að halda öllu landinu í byggð?
Já eða nei!
Kappræðufundur á vegum kynningarnefndar Verk-
fræðingafélags íslands verður haldinn í Norræna
húsinu næstkomandi þriðjudag, 20. febrúar, kl. 20.30
þar sem fjallað verður um ofangreinda spurningu.
Frummælendur:
Sveinn Þórarinsson, verkfræðingur á Egilsstöðum,
og Jónas Kristjánsson ritstjóri.
Byggð og byggðaþróun hafa verið mjög í sviðsljós-
inu undanfarna mánuði og menn ekki á eitt sáttir.
Atvinnumál og félagslegir þættir hafa verið í brenni-
depli. Tvö andstæð meginsjónarmið eru ríkjandi sem
spurning fundarins snýst um.
Að lokinni framsögu frummælenda verður mælenda-
skráin opnuð og gefst þá fundarmönnum tækifæri á
að láta skoðun sína í Ijós. I lokin verður gengið til
atkvæða um fundarefnið.
Fundarstjóri verður Tryggvi Sigurbjarnarson verk-
fræðingur.
Fundurinn er öllum opinn.
ara
BÓKAMARKAÐUR V Ö K U H E L G A F E L L S
Sértilboð
dagsins:
Takmarkað upplag
Sjálfsævisaga eldklerksins
séra Jóns Steingrímssonar.
Venjulegt verd: 2.415,-
Tilboðsverð: 595,-
Markaðurínn
stendurttt
21. febrúar
HELGAFELL
Siðumúla 29 ■ Sími 688 300.