Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 4
4 • MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1990. Fréttir________________________________________________________________________________dv „Norræn samvinnau í gjaldskrármálum Pósts og síma: Kostar sama að hringja til Grænlands og Ástralíu Þó að Grænlendingar séu næstu nágrannar okkar er talsvert dýrara að slá á þráðinn til þeirra en til Bandaríkjanna og jafn dýrt og að hringja til landa hinu megin á hnett- inum. Samkvæmt þeirri gjaldskrá Pósts og síma, sem nú er í gildi, kostar mínútan til Grænlands 169 krónur, eða jafnmikið og ef hringt er til Ástr- alíu. í samanburði má geta þess að mínútan til Bandaríkjanna kostar 128,50 kr. Það er um 100 krónum ódýrara að hringja til Danmerkur en Græn- lands, því til Danmerkur, Noregs og Svíþjóöar kostar minútan 69,50 kr. Aðeins dýrara er að hringja til Finn- lands því þangað kostar mínútan 76,50 kr. -GHK Sumir biðu í fjórtán tíma Það var handagangur í öskjunni hjá Samvinnuferðum-Landsýn í gær er sala hófst á orlofsferðum VR. Strax upp úr ellefu á laugardags- kvöldiö voru þeir fyrstu mættir þótt sala hæfist ekki fyrr en kl. 13 á sunnudag. Að sögn starfsfólks Samvinnu- ferða-Landsýnar lofaði byrjunin mjög góðu og var betri í ár en í fyrra. Klukkan þrjú á sunnudaginn var þegar búið að selja um 500 sæti af 650 sem VR hafði í boði. Voru það eink- um ferðir til annarra Norðurlanda, Lúxemborgar og London sem seldust best. í marsmánuði munu önnur stéttar- félög verða með orlofsferðir í boði, og er gert ráð fyrir að mesta salan verðiþannl9.mars. -GHK Löng biöröö hafði myndast fyrir framan Samvinnuferðir-Landsýn í Austurstræti áður en opnað var og höfðu sumir beðið í rúmlega hálfan sólarhring. DV-mynd BG Sala orlofsferða stéttarfélaga: Flugleiða- vél skemmd- istí New York Flugleiðavél lenti í árekstri á Kennedyílugvelli á fóstudag- inn. Stóð véhn ennþá við flug- stöðina er óhappið varð og voru allir farþegarnir komnir um borð. Mun það hafa verið svo- kallaður færibandabíll sem lenti á henni, með þeim afleið- ingum að nauðsynlegt varð að skipta um hlífina framan á mótor nr. 3. Var það fremsti hringurinn framan á mótornum sem varð að skipta um, og þar sem hann var ekki til í New York þurfti að senda eftir honum til Lúxem- borgar. Vegna snjókomu í New York tafðist viðgerðin þar sem vinna við vélina fer fram utan- dyra. Gert var ráð fyrir aö vélin kæmi til íslands í morgun sam- kvæmt áætlun. Farþegarnir, sem ætluðu með véhnni, flugu með öðru flugfé- lagi th Frankfurt, þar sem ís- landsfarþegar tóku vél heim, en farþegum á leið til Lúxemborg- arvarekiðááfangastað. -GHK I dag mælir Dagfari______________ Umhverfis Júlíus Um sömu helgi og Júhus Sólnes var krýndur sem fyrsti umhveríis- málaráðherra íslands hélt hann vestur á firði með fríðu fóruneyti. Sagt er að ráðherrann hafi tekið sér leiguflug vestur enda þótt tvær eða þrjá áætlunarflugferðir hafi verið famar á sama tíma. Ráðherrann er greinilega ekki kominn í út- gjaldabindindið sem kratarnir eru að boða, enda mál til komið að umhverfismálaráðherrann skoði umhverfi sitt ef hann á að ráða yfir umhverfinu. Til þess þurfa menn að fljúga prívat til að geta htast um án þess að fastar áætlanir trufh þá. Eins er hitt að ef kjósendur vhja að umhverfismálaráðherrann standi undir nafni oghti umhverfis sig, þá getur enginn farið fram á neitt helvítis bindindi í þann mund- inn sem nýi ráðherrann skoðar sig um. Júlíus er búinn að vera lokað- ur inni á Hagstofunni frá því í haust og þarf að komast í snertingu við náttúruna og lífríkið utan Hag- stofunnar th að geta gert eitthvað í umhverfismálum. Júhus flaug sem sagt vestur á firði th að ræða atvinnumál viö Vestfirðinga. Nokkum mannfjölda dreif að, th að berja nýja ráðher- rann augum og vita hvað hann hefði th málanna að leggja. Fyrir vestan hafa menn áhyggjur af at- vinnumálunum eins og við fyrir sunnan og það er ekki á hverjum degi sem ráðherrar koma fljúgandi á einkaþotum til að vera umhverfis fólkið. Þessi mannfjöldi hópaðist umhverfis Júhus á fundinum og beið eftir boðskapnum. Eftir því sem leið á fundinn kom hins vegar í ljós, samkvæmt upp- lýsingum viðstaddra, að ráðher- rann vissi ekki í hvaða umhverfi hann var. Hann vissi ekkert um atvinnumálin og ekkert um náttúr- una og ahs ekkert um umhverfið. Margir gengu af fundi og höfðu á orði að umhverfis Júlíus væri ekk- ert að hafa og á engu að græða. Að svo búnu flaug ráðherrann aft- ur heim með leiguvélinni án þess að vera nokkurs vísari og án þess að aðrir þeir sem hittu hann yrðu nokkurs vísari. Nú er því almennt haldið fram að Júlíus umhverfismálaráðherra eigi að stuðla að umhverfisvemd. Það er aö segja að vernda um- hverfið fyrir óæskilegum aðskota- hlutum. Margt bendir þó til þess að þessu verði öfugt farið. Kjósend- ur í landinu telja umhverfismála- ráöherrann vera til þess gagns að nú geti þeir varað sig á honum. Nú verði framvegis hægt að vemda umhverfið fyrir umhverfismála- ráðherranum! Ef ráðherrann ferð- ast um landið á leiguvél til að ræða um atvinnumál og umhverfisvemd þá sé það til að hafa sem minnst vit á atvinnumálum og til að vara umhverfið við ráðherranum. Það verður sem sé að friða umhverfið umhverfis Júlíus. Auðvitað er til nokkurs unnið að skipa Júhus sem ráðherra yfir umhverfismálum efkjósendur geta þannig vemdað sig frá því um- hverfi sem er umhverfis Júlíus. Hann er þá ekki fyrir neinum á meðan og menn eru fyrirfram var- aðir við þeirri mengun, sem stafar af komu ráðherrans í kjördæmin. Nú þegar má segja að kjósendur hafi verndað sig fyrir Borgara- flokknum, því ekki finnast neinir kjósendur lengur sem styðja þann flokk en ef Júlíus vill gera betur og fæía fólkið og kjósendurna frá sér með skipulögðum ferðalögum um landið þá gerir hann vissulega sitt gagn í umhverfisvernduninni. Það er einmitt svona ráðherra sem við þurfum, menn sem fara um- hverfis landið til að umhverfa öll- um sem eru umhverfis þá. Nýi umhverfismálaráðherrann ber nafn með rentu og í rauninni mættu fleiri ráðherrar verða skip- aðir umhverfismálaráðherrar ef kjósendur öðluðust þannig betri skilning á því umhverfi sem ráð- herrar þrífast í. Ráðherrar koma ekki í kjördæmin til að tala af viti eða til að sýna þekkingu sína eða miðla tillögum um atvinnumál. Ráðherrar mæta á opinberum fundum til að vernda umhverfið fyrir sjálfum sér. Geta farið eins og hvítir stormsveipir um landið og boöað náttúruvernd í eigin per- sónu þeirrar náttúru sem fólk vill fá vemd fyrir. Júlíus kann á því lagið að vemda umhverfið umhverfis sig. Hann ber nafn með rentu. Hann hefur friðað flokkinn sig og næst ætlar hann að friða sjálfan sig. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.